Dagur - 22.12.1963, Page 5
JÓLABLAÐ D AGS
5
BERGUR í DAL:
Ast á jólanótt
ég hefði farið þarna fram af, verð-
ur ekki fullyrt, en líklegast er, að
annað hvort hefði ég stórslasast eða
það hefði riðið mér að fullu. Frá
þessu segir svo í rímunni:
Þarf á landi þessu hug
að þræða granda ljalla,
og beggja handa hengiflug
og hvergi vandi að falla.
Hætta er mörg á hálli leið,
hretin örg ei lýsa.
Fyrir björgum fremja seið
flögð í hörgum ísa.
Fjalls í þrenging helzt er hlíf,
að huldir strengir dugi.
Þriggja drengja lengi líf
lafði á hengiflugi.
Nú þegar við vissum um hættuna
höfðum við betri gát á. Fjallið fór
nú líka ört breikkandi. Við kom-
umst suður að mælingarvörðunni
meðan ennþá var fulldimmt, en
ekki urðum við varir við nein elds-
upptök eða neitt, er beirti til elds-
uppkomu. Við dvöldum við vörð-
una þar til ljóst var af degi, en
hurfum þá aftur sömu leið. og við
komum. Ekki bar þá neitt til tíð-
inda annað en það, að við lentum
á hörðurn hjarnfönnum norðan í
fjallinu, en björguðumst slysalaust
í tjaldstað.
Biðum við þá ekki boðanna, en
tókum upp tjaldið, týndum saman
dót okkar og héldum til byggða.
Bifreið sótti okkur suður undir
fjallið, og komum við heim um
kvöldið. Þá var Þorláksmessa 23.
desember.
Frá þessu segir svo í rímunni:
Hirtu tól og brutu upp ból,
— buldi í hólum gjóla —.
Runnu á hjólum heim í stól
að hringasóli jóla.
ÞAÐ ER aðfangadagur jóla. Hrein
mjöllin þekur svæðið umhverfis
sjúkrahúsið. Marglitar ljósaperur
bærast í vindinum utan við glugg-
ana.
Yfirlæknirinn og kandidatinn
koma út úr skurðstofunni til að þvo
sér og hafa fataskipti. Aðgerðinni
er lokið. Það er komið fram yfir
miðnætti.
Þegar þeir eru að ljúka við að
þvo sér, segir yfirlæknirinn:
— Svo legg ég blátt bann við því,
að fleiri beinbrjóti sig í nótt.
— Hvert á að skila því, yfirlækn-
ir?
—r- Til máttarvaldanna.
— Ég er ekki viss um, að ég nái
sambandi þangað.
— Biddu þá Rósu að skila því.
Hún er mild og kærleiksrík og hlýt-
ur að hafa samband við himnaföð-
urinn.
— Það skal gert.
— Og skilaðu einnig til hennar,
að hún rnegi ekki gleyma að hugsa
um þennan síðasta sjúkling fyrir
neinu andskotans ,,keleríi“ í nótt.
— Því skila ég ekki.
—■ Hvers vegna ekki?
— Af því að það væri móðgandi
fyrir Rósu.
— Þér er óhætt að skila því. Þær
eru ekki neinir englar, blessaðar
hjúkrunarkonurnar, þó að þær svífi
um sakleysislegar í snjóhvítum
skrúða. — Góða nótt og gleðileg jól.
Hairn té)k í hendina á kandidat-
inutn og þar með var hann rokinn
á dyr.
Rósa hjúkrunarkona gekk létt-
fætt milli herbergjanna, til að
grennslast eftir, hvort sjúklingarnir
væru sofnaðir. Allir gangar voru
skreyttir og lýstir. Ljós loguðu í öll-
um sjúkrastofum eins og vant er á
jólanótt og jólakarfa var við hlið
hverrar rekkju. Jólatré voru í öll-
um sjúkrastofum. Að þessu hafði
starfsfólkið unnið af kappi undan-
farna daga.
Komið var frarn yfir miðnætti og
flestir solnaðir. í einni sjúkrastof-
unni sat gamall maður upp í rúm-
inu og las í bók. Það var bóndi úr
f jarlægri sveit.
— Hvaða aðgerð fór fram á skurð
stofunni í nótt?