Dagur - 22.12.1963, Qupperneq 27

Dagur - 22.12.1963, Qupperneq 27
JÓLABLAÐ D AGS 27 fram á mitt gqlfið, og mælti: „Það var- gott kunningi að þú skyldir vísa okkux>: á felustaðinn". Síðan athuguðu þeir. nánar gólfið í horninu, þar sem Erlend-! ur hafði staðið, og fundu að moldinni hafði verið rótað. Grófu þeir þar niður og komu innan lítillar stundar niður á; þýfið. Tók Erlendur þessu miklu ró- legar en Rósa, sem úthverfðist og lét skammirnar dynja á leitarmönnunum, og þó einkum á Erlendi, sem hún atyi.-'ti fyrir þá heimsku hans, að sama serti' vísa leitarmönnunum á hvar fólinn1 væri. Þegar þetta gerðist var ekki ann-. að til matarkyns í kotinu en mjólkur-: dropi í kú og stolna kétið, eftir að þaðr: kom til. Erlendur fékk tugthúsdóm, og' næsta vetur á eftir var hann í tugt-. húsinu í Reykjavík. Það var frosta-' veturinn mikla 1880 til 1881, og má vel vera að líðan hans hafi þá verið að sumu leyti skárri en ef hann hefði ver-- ið heima í allsleysinu í Bási. Er hann kom þangað aftur, fannst það á, að honum þótti heldur en hitt virðing að því, að hafa verið fyrir sunnan, og vitn- aði oft í það „er hann var í hvíta húsí. inu“, eins og hann orðaði það. Rósa: fékk fimm daga fangelsi við vatn og brauð fyrir meðsekt, er á hana sannað-' ist. Þórður var ekki talinn sakhæfur. Vorið sem Erlendur kom úr tugt-. húsinu, fluttust þau Rósa að Framlandi og hírðust þar í rösk tuttugu ár. Eftir. það voru þau á hrakningi. Rósa dó, en Erlendur fór aftur heim í Framland til Bergrósar dóttur þeirra Rósu, og þar dó hann haustið 1913. Frá fyrstu göngu sinni fékk Erlendur leiðindaorð, þó að út yfir tæki er hann vann eiðinn. Á þjófnaðinum tók fólk miklu mýkri höndum og með meiri skilningi, þó að alltaf væri horn í síðu hans haft af mörgum samferðamannanría, enda var hann oft úfinn í skapi og við- skotaillur. Erlendur var væskill að vexti og. orku, ófríður í andliti, enni lítið, lang- nefjaður og kjammabreiður með lítiði rytjuskegg, aðallega á höku. Greind' hans var lítil, og uppfræðsla engin. JÓNAS THORDARSON, gjaldkeri: Minningar frá Manitoba ÞEIR SEM ferðast um víðáttumiklar sléttur Kanada taka fljótt eftir hinum háu turnum, sem teygja sig upp úr sléttunni um allar jarðir og bera við himin úti við sjóndeildarhring,. stund- um einn og einn, stundum margir sam- an. Þetta eru hinir svokölluðu „Eleva- tors1, eða hveitikornshlöðurnar, þangað sem bændur flytja hveiti sitt að þresk- ingu lokinni, til geymslu eða sölu. Korn hlöður þessar eru staðsettar í svo til öllum þorpum og bæjum sléttufylkj- anna þriggja: Manitoba, Saskatchewan og Alberta og liggja fast að járnbyaut- arlínunum. Þegar bóndinn kemur með hveitið sitt þangað, er það fyrst vigtað og flokkað og sett í það hólf, er þeirri flokkun tilheyrir, en hveitið er flokkað í marga flokka eftir gæðum. Síðan er það geymt þarna, þar til það er flutt í áfangastað, venjulega til útflutnings- hafnar. Járnbrautarlest stansar við hlið ina á kornhlöðunni, hveitið rennur úr henni niður í lestarvagninn, eins mik- ið og senda á. Síðan heldur lestin áfram, stansar hjá næsta þorpi og næstu korn- hlöðu og bætir við sig og svona er haldið áfram á leiðarenda, sem venju- lega eru útflutnings-geymslustöðvar í hafnarborgum við Lake Superior eða St. Lawrenceflóann, eða, síðustu ára- tugina, Churchill við Hudsonflóann eða þá borg vestur á Kyrrahafsströnd. Þetta flutningakerfi hveitisins komst á svo

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.