Dagur - 22.12.1963, Qupperneq 37
JÓLABLAÐ DAGS
37
ur skjalatösku sinni, sem hann virt-
ist aldrei skilja við.sig, allmargar
vélritaðar arkir með nýnorskum
ljóðum og hóf síðan upplestur
hinna nýnorsku 1 jóða sinna með svo
sterkum rómi, að nær þaggaði allar
samræður í reykingasalnum.
Frúrnar sem allar höfðu lært
dönsku í skóla, hlustuðu fyrst með
þanspenntri athygli, en urðu þess
brátt varar, að þær skildu aðeins
hrafl af þessum listræna upplestri,
en vildu auðvitað alls ekki láta á
því bera, heldur kepptust við að
hrósa hástiifum hinu andríka skáldi
og lýsa hrifningu sinni. Og árang-
urinn varð auðvitað sá, að upplestr-
inum hélt áfram í fulla klukku-
stund, og skáldið hét þeim því að
halda áfram næstu dagana síðdegis.
Er lektor Brölland loks gekk
burt, vörpuðu frúrnar öndinni
ósjálfrátt léttilega, en að svo stöddu
hóP engin þeirra máls um skáld-
skapinn, — það var eins og vissara
að hafa vaðið fyrir neðan sig og
vera ekki of fjölorð um það, sem
maður hafði aðeins skilið dálítið
JirafI af.
Frú Anna lét í ljós, að málblær
þessarar tungu væri mjög ólíkur
dönsku, og það væri ef til vill ekki
svo vitlaust að kunna nýnorsku t. d.
þegar maður gengi í búðir í
Svíþjóð. —
Nú var allt fremur viðburðalítið.
Um káffileytið daginn eftir hiifðu
sumir af áheyrendum lektors Bröl-
lands orðið að ieggjast útaf eftir
miðdegisverðinn, og varð það að
teljast mjög eðlilegt, þar sem nú var
ofurlítið meiri hreyfing í sjó en
daginn áður. Þær sem komnar voru,
virtust einnig mjög tímabundnar
og afscikuðu sig á ýmsa vísu, og inn-
an stundar voru þær allar horfnar
á brott að undanskilinni prófessor-
frúnni, sem taldi sig ekki geta skilið
aleinan eftir fulltrúa norskrar
menningar.
Prófessorsfrúin fékk nú sönnur
fyrir því, að lektor Brölland var
ekki aðeins lærður maður í norskri
tungu og afkastamikið skáld, held-
ur einnig að hann væri mjög vel
stæður maður, sem ætti allmiklar
eignir í Noregi og væri þannig al-
gerlega efnalega óháður, en teldi
samt rétt að vinna fyrir sér og ekki
aðeins lifa á eignum sínum, og
þetta taldi prófessorsfrúin bera vott
um göfuglyndi í skapgerð hins unga
manns, og hún sagði mailni sínum,
prófessornum eftirá, hvílíkur heið-
ur það væri höfuðstað íslands að
vcita móttöku þvílíkúm afburða-
manni nú um hríð. —
Áður en Gullfoss fór frá Leith,
höfðu veðurfréttirnar tilkynnt
storm á hafi. Skipstjóri taldi skyldu
sína að spyrja þá, sem höfðu bíla
meðferðis, hvort þeir væru tryggð-
ir. Kom þá í ljós, að lektor Bröl-
land hafði ekki tryggt bíl sinn, en
samkvæmt ráðleggingu skipstjóra
brá hann sér upp í Edinborg og
skráði tryggingu. Þctta var á síð-
ustu stundu, og í flýtinum gleymdi
lektor Brölland skjalatösku sinni
með öllum ljóðunum á símastöð-
inni í Edinborg, en þaðan hafði
hann ráðstafað tryggingu bílsins
símleiðis. Frekari upplestri á ljóð-
um hans var þar með lokið, og
hörmuðu frúrnar það ekkert sér-
lega mikið.
Gullfoss lagði af stað frá Leith á
mánudagskvöld, og þriðjudagsnótt-
in leið viðburðalítið. Þriðjudagur
ieið einnig fram að miðaftni, án
þess að veður versnaði. Lektor Bröl-
land tók því að velta fyrir sér, Iivort
hann hefði nú annars ekki getað
látið vera að tryggja bílinn og spar-
að sér þá aurana. En hann fékk
brátt um annað að hugsa.
Meðan farþegar sátu enn að
kvöldverði, tók skipið að hreyfa sig
á nýjan og mjö óþægilegan hátt, að
því er virtist öllum þeim, sem ekki
voru lnindrað prósent sjóhraustir,
og er máltíðinni lauk, voru það
aðeins mestu hraustmennin, sem
settust að í reykingasalnum.
Stormurinn jókst í sífellu, og inn-
an miðnættis var stórstormur í hafi.
Lektor Brölland fann ekki til sjó-
veiki þrátt fyrir veðrið, en er hann
sá hve sjór gekk yfir skipið, og hve
stormurinn þaut í rá og reiða, gat
hann ekki látið vera að hugsa um
bíl sinn og ástand hans í þessu
ragnaroki. Yrði hann nú fyrir
miklum skemmdum, væri alls ekki
víst, að tryggingin na*gði til að bæta
úr því öllu.
Hann gekk að lokum aleinn um
sali skipsins og rakst þá á káetu-
þernu, sem var önnum kafin við að
sinna hinum allra aumustu farþeg-
anna. Lektorinn stöðvaði hana og
spurði, hvort hún vildi ekki gera
sér þann greiða að skreppa upp til
skipstjórans og segja honum, að
hann mætti ekki sigla svona hratt,
því að annars gæti bíll lektorsins
liðast alveg sundur.
Þernan varð alveg steinhissa, en
það var reglá hennar að neita aldrei
blátt áfram beiðni farþega í illviðri,
en samt fannst henni þetta furðu-
leg hugmynd hjá manninum, en
sendi þó beiðni hans áleiðis, er hún
hitti einn af skipshöfninni.
Þessi óvenjulega íhlutun um
skipsstjórn á Gullfoss varð til mik-
illar skemmtunar fyrir þá, sem
höfðu störfum að sinna í haust-
nætur-myrkrinu, og var heldur ekki
illa tekið af skipverjunum þremur,
sem lektor Brölland vék að með
síaukinni gremju.
Klukkan fjögur um nóttina gat
hann ekki stillt sig lengur. Hann
skeytti engu um boð og bann og
. arkaði rakleitt upp til skipstjóra og
sagði umsvifalaust:
„Skipstjóri! Þér megið ekki sigla
svona hart, bíllinn minn þolir það
ekki!“
Skipstjóri leit beint í veðrið,
leyndi brosi sínu og svaraði síðan:
„Nei, sjáið þér nú til, lektor Bröl-