Dagur - 22.12.1963, Side 40

Dagur - 22.12.1963, Side 40
40 JÓLABLAÐ DAGS Hrafnagil. (Ljósm. Eðvarð Sigurgeirsson). sr. Guðmundur Helgason, sem aftur kem- ur við jressa sögti, og sr. Jóhann L. Svein- bjarnarson síðar prófastur á Hólum. • Kona sr. Daníels var Jakobi'na Soffía Magríúsdóttir á Stóra-Eyrarlandi Thorar- ensen. Jfiirn þeirra, er upp komust voru Halldór aðalbókari, sr. Kristinn alþingis maður á Utskálum, fyrr á Söndum í 19 ár, Jóhannes, dó í skóla, Margrét fyrri kona sr. Jóhanns 1.. Sveinbjarnarsonar, Ragnheiður kona sr. Jóns á Sauðanesi Halldórssonar, Sofl'ía, er varð seinni kona hans. ÁICVÆÐI þau, cr framanritað bréf stjórn- arinnar til stiítamtsmanns setti um prest- setur við hina nýju Akureyrarkirkju, komu ekki til framkvæmda í tíð sr. Daní- els 1 falldórssonar. Hann kora rétt nógu snemma að Hrafnagili til jtess að geta setzt þar að og setið kyrr meðan vildi, og önnur prestsetursjörð enn betri bauðst ekki. I>etta var á þcirri öld, er góð jörð var meira örvggi um lífsafkomu og nþta- leg kjör en nokkuð annað. Og sannarlega var Jiað ekki fýsilegt íyrir gildan bónda í prestsembættinu á Hrafnagili að flytja niður í hinn fámenna verzlunarstað á Akureyri og lila ]>ar í jturrabúð, og að öllum Jíkindum við sára fátækt eins og allir íslenzkir prestar, sem ekki nutu góðs jafðnæðis. En j>ótt menn mættu augljós- Jega sjá jtessi sannindi linnti ekki Iátun- um á Akureyri um að fá prestinn niður eftir. Meðan hann sat á Hrafnagili var ei nema liálfur sigur unninn í kirkjuflutn- ingsmálinu. En allt kom fyrir ekki, síra Daníel sat sem fastast á Hrafnagili unz hann fór alfarinn af Norðurlandi 1880, og höfðu honum þá verið veittir Hólmar í Reyðarlirði, bezta og mesta jörð á öllit Islándi. En ]>að sannar nútímanum enn betur hver regin munur er á hinni fyrri <">ld og vorri, að nú eru Hólmar í tölu eyðibýla á Austurlandi. Við brottför sr. Daníels slitnaði hiri langa prestaröð á Hrafnagili, sem hald- izt hafði um sex hundruð ár. Alls þekkj- um vér að nafni 24 klerka á jtessum stað, herra jón Arason Hólabiskup er meðal jjeirra, sat staðinn 1508—1524.---Eftir- ver sr. Daníels settist að á Akureyri. Þó átti Hrafnagil enn eftir að verða prest- setur um nokkur ár, en nú var það ekkí lengur beneficium, heldur aðeins skamm- ætt aðsetur prestsins í Grundarþingum, löggilt sem slíkt 1895. En með samsteypu- lögunum J907 er Saurbæjarprestakall, Saurbæjar-, Miklagarðs-, Hóla- og Möðru- vallasóknir, lagt til Grundarjsinga og er prestsetrið j>á um nokkurt árabil í Saur- bie. — Annexía frá Hrafnagili var Kaup- angur í Kaupangssveit. Þar mun kirkja hafa verið helguð Maríu og Olali kon- ringi helga. Kirkja var enn uppi 1712 á Stórhóli (Espilióli) og hálfkirkja á Varð- gjá, fjórðungskirkja á Stokkahlciðum og Irænhús í Hvammi, Stóra-Eyrarlandi, Ong- uísstöðum, Þverá og Garðsá. Með kon- ungsskipan 1898 er Munkajiverá liigð til Hrafnagils, en hafði j>á verið J>jónað j>að- an í 35 ár. Sögu Hrafnagilskirkju í Eyjafirði lauk 1803. Þar hafði kirkjan staðið í sex hundr- uð ár, Guði til dýrðar en mönnunum til sáluhjálpar, j>eim er hans boðskap vildu heyra eins og hann var um aldir fluttur frá st<il og altari „kyrckju hins heilaga Peturs Postola á Raflnagilsstað". F.r leyli var fengið fyrir kirkjusmíði á Akureyri var ]>egar halizt handa um fram- kvæmdir. El'nt var til samskota bæði á Akureyri og víðar um land, lán var feng- ið', og notaðir j>eir peningar, sem Hrafna- gilskirkja átti í sjóði. Hið nýja guðshús var fulígert um vorið 1803 og vígt síð- an. Þangað voru ]>egar flutt skrúði og in olan, en kostnaður við hina nýju kirkju greiddur að nokkru með því fé, sem fékkst fyrir viðu lrinnar lyrri'. — — Ar 1803 eru íbúar á Akureyri um 290. Var j>að ]>ví að vonum, að hinn nýi kaup- staður fengi sína kirkju. En um hitt grcinir á, hvort ekki hefði verið réttara að gera kirkju af nýju á Akurevri og skipa að henni prest, en láta hvort tveggja haldast á Hralnagili. — Og heldur hafa ]>að verið dimmir vordagar frammi í Firðinum, ]>egar Hrafnagils-kirkjan var rifin og hver fjöl úr henni seld hæstbjóð- arida. Hinn 3. maí 1881 fékk nýr sóknarherra skipun lyrir þessu brauði, og hlaut hann að setjast að á Akureyri. Var það síra Gúðmundur Helgason, og kom hann frá Odda á Rangárvöllum, ]>ar sem hann hafði verið settur millibilsprestur réttu ári áður. En vígður var hann liaustið 1870 aðstoðarprestur til síra Daníels á Hrafnagili, svo að ltann }>ekkti j>etta um- hverli við fjöll og fjörð. — Annars var sr. Guðinundur Sunnlendingur, son Hjelga bónda í liirtingaholti Guðnmndssonar. Eftir tveggja ára aðstoðarþjónustu á Hrafnagili hafði hann orðið frá að hverfa vegna brjóstveiki og liélt lil Hafnar sér

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.