Dagur - 01.02.1964, Blaðsíða 1

Dagur - 01.02.1964, Blaðsíða 1
r~- -.... ^ NÝIR KAUPENDUR ía framhaldssöguna, „GULLNA BORGIN“ frá byrjun. Hringið í síma 1166 eða 1167. ^ ........ ■■ Dagur XL\ II. árg. — Akureyri, laugarclaginn 1. febrúar 1964 — 9. tbl. VINSAMLEGA LÁT- IÐ VITA EF VAN- SKIL VERÐA Á BLAÐINU. Símar 1166 og 1167. borinn FUNDUR í Starfsmannafélagi vegagerðarinnar á Akureyri beinir þeirri áskorun til þing- manna Norðurlandskjördæmis eystra, að þeir beiti sér fyrir því að Norðurlandsborinn, sem nú sinnir verkefni á Húsavík, verði að því loknu fluttur til Akureyrar skv. upphaflegri á- ætlun um verkefni hans á Norð urlandi. (Framh. á blaðsíðu 7). Skíðatogbraut- in vígð í dsg í DAG hefst skíðamót í Hlíð- arfjalli, í tilefni þess að vígð verður þar ný togbraut. Hefst keppni kl. 2 e. h. Keppendur eru 39 talsins, 9 frá Ólafsfirði, 8 frá Siglu- firði, 12 frá Reykjavík og 10 frá Akureyri. Sætaferðir verða í Hlíðar- fjall og búizt við miklu fjöl- menni. Mótinu lýkur á sunnudag. Frá Svalbarðseyri. Gamla kaupfélagshúsið fyrrr miðju. (Ljósmynd: E. D.) Kaupfélag Svalbarðseyrar liefiu’ flutt í nýtt og myndarlegt verzlunarhús MILLI verzlunarstórveldanna tveggja, elzta kaupfélags lands- ins, KÞ á Húsavík, og stærsta kaupfélags landsins, KEA á Ak- ureyri, hefur lítið kaupfélag starfað í 75 ár. Það er Kaupfél- ag Svalbarðseyrar, sem starf- ar á þingeyskri grund, á Svalbarðseyri við Eyjafjörð. Það var fyrst pöntunarfélag, eins og þá var algengt, og spratt upp af þeirri félagshyggju, er þá hafði nokkru áður brotið á bak aftur einveldi selstöðu- verzlunarinnar í fyrstu skipu- lögðu átökum fólksins við hið hálfdanska vald. Stofnendur Kaupfélags Sval- barðseyrar, og síðar afkomend- ur þeirra á félagssvæðinu, hafa Verðbólgusfefna ríkisstjórnarinnar veld- ur stórhækkun á úfgjöldum sveifarfélaga staðið trúan vörð um kaupfélag- ið sitt. Kaupfélagsstjóri nú er Skúli Jónasson. Formaður kaupfé- lagsstjórnar er Hermann Guðna son. Frétta maður blaðsins skrapp út á Svalbarðseyri í fyrradag, til að sjá nýtt verzlunar- og skrifstofuhúsnæði kaupfélagsins sem í var flutt eftir áramótin, um leið og vörutalning fór fram og opnað hinn 16. janúar. Nýja kaupfélagshúsið en 460 fermetrar. í suðurenda er mynd arleg verzlun, eins konar hálf- kjörbúð, en að norðan eru skrif- stofur og yfir þeim fundarher- bergi. Rúmgott lagerpláss er að austan, að endilöngu og vöru- móttaka í sérstöku húsi milli verzlunar- og skrifstofanna. Gamla kaupfélagshúsið er jafn gamalt öldinni, eða þar um bil, og þar voru þær vörur eft- ir skilaar, sem seldar verða væntanlega á útsölu. Stefán Halldórsson frá Akur- eyri sá um byggingafram- kvæmdir og kostar húsið um 2,5 millj. kr. Falur Friðjónsson annaðist tréverk f. h. Iðju á (Framhald á blaðsíðu 7). ÞRIÐJUDAGINN 28. jan. var fjárhagsáætlun fyrir bæjarsjóð Akureyrar árið 1964 samþykkt á fundi bæjarstjórnar. Áður hef ur verið sagt frá tillögum bæj- arráðs að fjárhagsáætlun, sem lögð var fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn 14. jan. s.l. Má segja, að þær hafi verið sam- þykktar að meginefni, þrátt fyrir allmargar breytingartil- lögur, sem fram komu frá ein- stökum flokkum og bæjarfull- trúum. Við afgreiðslu áætlun- arinnar kom berlega fram, að alíir eða flestir bæjarfulltrúarn- ir töldu hæpið að leggja til nokkrar verulegar hækkanir, og þó einhverjum sýndist nauð- syn að hækka einstaka liði, kostaði samstaða um það hækk- un á öðrum liðum, eins og venju lega. Þegar um samstarf milli flokka er að ræða, og því varð minna úr hækkunum en útlit var fyrir eftir breytingartillögu fjölda. Helztu breytingartillögur, er samþykktar voru, eru: 1. Hækkun á rekstrarstyrk til sjúkrahússins, 300 þús. verður 1 millj. (tillögur Framsóknar- manna). 2. Hækkun á framlagi til ný- bygginga G. A., 350 þús. verður 1,35 millj. (tillögur Framsóknar manna, Alþýðuflokksmanna og Sjálfstæðismanna). 3. Námsflokkar, nýr liður, 100 þús. (tillögur Alþýðubanda- lagsmanna). 4. Tvær tillögur upp á sam- tals 30 þús. Á móti þessum hækkunum kom fram hækkun á áætluðum tekjum frá jöfnunarsjóði, 800 þús., svo að útsvarsupphæð átti að standa óbreytt frá fyrri tillögum, eða ca. 36,2 millj. og aðstöðugjald 10 millj. En þá gerðist það, sem engan hafði víst órað fyrir — og þó. — (Framhald á blaðsíðu 2). Stjórnarflekkamir neituðu samkomulagi um lausn efnakagsmálaniia t SAMBANDI við stjórnarfrumvarpið um hækkun sölu- skatts, uppbætur til sjávarútvegsins og niðurfellingu opin- berra framkvæmda, var svobljóðandi tillaga flutt af hálfu þingflokks Framsóknarmanna: „RÍKISSTJÓRNIN SKIPI ATTA MANNA NEFND — TVO FRA IIVERJUM ÞINGFLOKKI EFTIR TILNEFN- INGU ÞEIRRA — TIL AÐ RANNSAKA EFNAIIAGSMÁL ÞJÓDARINNAR OG LEITA SAMKOMULAGS UM AÐ- KALLANDI RÁÐSTAFANIR í ÞEIM EFNUM, ER MIDI AÐ ÞVÍ AÐ HINDRA VÖXT DÝRTÍÐARINNAR, HALDA ATVINNULÍFINU í FULLUM GANGI, AUKA FRAM- LEIÐNI OG FRAMLEIDSLU OG TRYGGJA ÖLLU VINN- ANDI FÓLKI VIÐUNANDI TEKJUR FYIÍIR HÆFILEG- AN VINNUTÍMA.“ Þessi lillaga, að gera tilraun til samkomulags í efnahags- málunum, var felld af bingmönnum stjórnarflokkanna í báðuni deildum Alþingis í þessari viku. □ Nýja kaupfélagshúsið á Svalbarðseyri. (Ljósmynd: E. D.) Jón Björn, Skúli kaupfélagsstjóri og Otto. (Ljósmynd: E. D.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.