Dagur - 01.02.1964, Blaðsíða 8

Dagur - 01.02.1964, Blaðsíða 8
8 M. A. SIGRABI í , SKÁKKEPFNI FYRIR forgöngu Skákfélags Ak ureyrar hófst fyrir nokkru skák keppni félaga og fyrirtækja, í svipuðu formi og undanfarin ár. Að þessu sinni tóku sex 4. manna sveitir þátt í keppninni. Verzlunarliús útibús KEA í Ilrisey og starfsfólk þar. Jóhannes Kristjánsson útibússtjóri, Selma Jónsdóttir, Ingibjörg Ingimarsdóttir, Sig. Finnbogason, Hanna Sigmarsdóttir og Björgvin Jónsson. (Ljósmynd: G. P. K.) 4 SMÁTT OG STÓRT ÞRÍBURARNIR í NESI t FNJÓSKADAL ERU NÚ 5 MÁNAÐA GAMLIR OG DAFNA VEL. Ilér sjást þeir með foreldrum sínum, Kristínu Sigurðardóttur og Valtý Kristjánssyni bónda. □ SJÚKRAHÚSMAL. Heilbrigðismálaráðherra gaf Alþingi nýlega skýrslu um að- kallandi framkvæmdaþörf í sjúkrahúsmálum. Að ljúka við- byggingum þeim við Landsspít- alann, sem nú eru í smíðum, kostar rúmlega 93 millj. kr. og bætast þá 230 rúm við gamla spítalann. í þeirri upphæð er eldhús, borðsalir o. fl., svo sem þvottahús fyrir 15 milljónir kr. Að ljúka þehn hluta Borgar- spítala Reykjavíkur, sem er í smíðum (220 rúm), kostar 84 millj. kr., en 51 millj. í viðbót til að fullgera þann spítala, sam kvæmt teikningu. Á Landsspítalalóðinni eru fyr irhugaðar margs konar fram- kvæmdir, umfram það, sem fyrr var nefnt, svo sem röntgendeild, rannsóknarstofur, viðbót við lijúkrunarkvennaskóla (18 millj.), fæðingardeild (11 millj.) og geðveikradeild fyrir 100 sjúklinga (34 millj.) Utan Postuli Georgeismaiis, Helgi Sæmmidsson f ALÞM. 21. jan. birtist ritstj. grein um landbúnað, „Flóttinn úr sveitunum11 eftir Helga Sæm- undsson í Reykjavík. Greinin hefur fyrst birzt í Alþýðublað- inu rétt fyrir jólin. Ritstjóri Alþýðumannsins lætur þess get- ið í fororði að greininni, að það sé athyglisvert, að blöð Fram- sóknarflokksins hafi hvergi svaiað greinarhöfundi. Ekki veit ég hvort ritstj. Al- þýðumannsins hefur gert flokks bróður sínum greiða með því að vekja athygli á þessari jóla- hugvekju hans hér norðanlands, fyrst hann var svo heppinn að enginn tók eftir henni fyrir sunnan. Greinin er nefnilega, að mínum dómi, ein hin lítil- fjörlegasta í flokki þeirra árás- argreina á bændur og landbún- að, sem nú eru svo mjög í tízku. Líklega mun höfundurinn telja, þetta rangan dóm, að kalla grein hans árás á bændur og hana lítilfjörlega, því hann mun telja sig sjálfur vin bænda og alls ekki lítilfjörlegan. Samt eru í greininni, þessi og þvílík ummæli, „Flóttmn úr sveitunum stafar af því að ís- lenzkir bændur, konur þeirra og börn, hafa látið ævintýra- menn blekkja sig“. „Minnimátt- arkenndin hefur (svo) heltekið þessa forustustétt íslenzku þjóð- arinnar frá upphafi íslands- byggðar, gert hana trúlausa, vonlausa og rótlausa“. „Hetjur dreifbýlisins vilja vera píslar- vottar. Tekjur þeim til handa dæmast á borð við laun verka- manna, sjómanna og iðnaðar- manna eins og málum er nú háttað. En íslenzkir bændur vilja endilega heita fátækir". Hver getur kallað þetta ann- að en ótýndar svívirðingar, jafn- vel þótt svo sé látið heita að Framsóknarflokkurinn sé hinn raunverulegi sökudólgur? Því þótt það sé vissulega ótuktar- skapur af stjórnmálamönnum, að beita blekkingum, þá er hitt þó stórkostlega miklu ámælis- verðara, ef heil stétt þjóðfélags- ins meðtekur blekkinguna sem heilagan sannleika og tapar ráði og rænu svo að henni finnst mitt í allsnægtum sínum, að hún sé fátæk, vesæl og afskipt eins og höfundurinn heldur fram að íslenzkir bændur geri. Helgi Sæmundsson er svo ó- heppinn að í sama tölublaði Al- þýðumannsins og þessi grein hans er endurprentuð, og það meira að segja í sömu opnu, er (Framhald á blaðsíðu 2). Reykjavíkur eru fyrirhugaðar framkvæmdir fyrir 70—80 millj. króna. Talin er þörf á 500 rúm- um fyrir geðveikt fólk, en á Kleppi eru aðeins 240 rúm, þar af þriðjungur í gömlu timbur- húsi. Alls kostar Landspítala- byggingarnar, í smíðum og fyr- . irhugaðar og Borgarspítalinn rúml. 200 millj. kr. Þá vantar 150 rúm fyrir vangefin böm. Það kostar 40—50 millj. kr. en verður greitt af „tappagjaldi“ gosdrykkjanna, sem er 30 aurar pr. flösku og nemur 6 millj. kr. á ári. Svo eru það sjúkrahúsin utan Reykjavíkur og enn frek- ari húsnæðisaukning fyrir geð- væika. Þetta eru upplýsingar, sem fram komu í ræðu heilbrigðis- málaráðherra. Á þeim fram- kvæmdum, sem í smíðum em (Landsp. og Borgarsp.) var byrjað fyrir 5—10 árum. í Land spítalann eru komnar 7S millj. og í Borgarspííalann 73 millj. kr. Þrátt fyrir undanfarin velti- ár er fjarri því að þeim sé lok- ið, en byggingarkostnaður hefur hækkað gífurlega. Ráðherrann talaði um gífurlegar fjáröflunar tölur í þessu sambandi. Ekki nefndi hann nema áætlunartöl- ur um rekstur þessara sjúkra- húsa eða hvernig gengi að fá þjálfað starfsfólk til að veita þá hjálp, sem þar er fyrirhuguð. MEÐALTAP IIVERS TOG- ARA 3,1—3,7 MILLJ. KR. Sjávarútvegsmálaráðherra, Emil Jónsson, fór eihnig með athyglisverðar tölur í þingræðu. Hann sagðist liafa skipað eina nefndina enn til að athuga rekst (Framhald á blaðsíðu 7). Úrslit urðu þessi: 1. MA (A-sveit) 14 vinningar 2. Stefnir 13M» vinningur 3. KEA 13 vinningar 4. GA 9 vinningár 5. Iðja (f. v.fólks.) 5V2 vinningur 6. MA (A-sveit) 5 vinningar ! Skákstjóri var Haraldur Ól- afsson. Sérstaka athygli vakti góð frammistaða hinna ungu nem- enda Gagnfræðaskólans, sem nú keppti í fyrsta sinn. Þessar sveitir reyna með sér í hraðskák á sunnudaginn kl. j (Framhald á blaðsíðu 7). í DAG, þriðjudaginn 28. janúar, opnar útibú Kaupfélags Eyfirð- inga í Hrísey sölubúð sína í nýj- um húsakynnum. Haustið 1982 var hafin bygg- ing á tveggja hæða húsi norðan við gamla verzlunarhúsið. Eldri viðbyggingu, sem tengir þessi nýju húsakynni við þau gömlu, var breytt í vörulager og þar er einnig komið fyrir stórum og fullkomnum kæli- og frystiklef- um. Nýbyggingin öll er 176 m2, en sjálft búðarplássið um 130 m2. Verzlunin er björt og rúm- góð og mjög vel búin tækjum og áhöldum til verzlunarreksturs. Hún er með kjörbúðarfyrir- komulagi að mestu leiti, og vöru val mjög fjölbreytt frá öllum söludeildum félagsins á Akur- eyri, Á efri hæð hússins er rúmgóð og vistleg íbúð fyrir útibússtjór- ann. í gamla verzlunarhúsinu verða afgreiddar útgerðarvörur, byggingarvörur og fl. Þar er einnig skrifstofa útibússtjóra. Teikningar af þessum bygg- ingarframkvæmdum g e r ð i Mikael Jóhannesson, deildar- s t j ó r i Byggingarvörudeildar KEA, byggingarmeistari var Ingólfur Jónsson, Ðalvík, og yfirsmiður á staðnum Brynjólf- ur Jónsson, Hrísey. Raflagnir annaðist Raflagnadeild KEA, málningu Magnús Jónsson, mál- arameistari, Akureyri, smíði og uppsetningu kæli- og frystiklefa, Vélsmiðjan Oddi h.f. Húsgagna- verkstæði Ólafs Ágústssonar smíðaði búðarinnréttingar. KEA opnaði útibú í Hrísey 1934 og hefir í mörg ár verið eina verzlunin á staðnum. Auk verzlunar rekur KEA þar einn- ig, hraðfrystihús, beinamjöls- verksmiðju og síldar- og lifrar- bræðslu. í Hrísey búa nú um 300 manns. Útibússtjóri er Jóhannes Kristjánsson, og starfsfólk við verzlunina 6.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.