Dagur - 01.02.1964, Blaðsíða 2

Dagur - 01.02.1964, Blaðsíða 2
FréHíéf af Ausiurlandi - Postuli Georgeismans Kiausturseli 17. jan. Tíðarfar er svo gott það sem af er þessu ári að menn eiga tæpast slíku að venjast. Auð jörð og oft þítt og mikið til stillur. Ærnar halda að komið sé vor og vilja ekki til húsa, enda er fremur lítið hey gefið, mest fóðurbætir. Það er betra að eiga meira hey til að gefa á útmánuðum og búskapur á Jökuldal hefur lengst og mest blessast á þann hátt að nota beit ina þegar gefur. Það vegur að nokkru upp á móti dýrum að- flutningum, sem 'bændur hér búa við. Sú nýlunda skeði hér fyrir jólin að hver einasti unglingur úr sveitinni, sem var í skóla eða vinnu kom heim. Það hefur aldrei komið fyrir áður að allir skólanemar hafi komist heim á þessum tíma. í skólum eru á milli 15 og 20 unglingar héðan, flestir á Eiðum og næstflestir í M. A. og svo í gagnfræða- og húsmæðraskólum hingað og þangað um landið og við iðn- nám. Enginn á bændaskóla og héðan hefur enginn farið á bændaskóla í 10 ár. Skuggalegt er það. Það er dýrt fyrir sveitafólk að kosta börn í skóla og mætti vel taka tillit til þess þegar verð- lagsgrundvöllur landbúnaðarins er ákveðinn. Það er 20—30 þús. kr. kostnaður á hvern einstakl- ing, sem í skóla fer, yfir vetur- inn. Ekki er farið að gæta neins uggs hjá Jökuldælmgum, þótt Jökullinn skríði hratt fram, en óneitanlega væri mikið bjarg- ræði í því fyrir landbúnaðarspá- manninn Gunnar Bjarnason að geta hleypt skriðjökli í nokkra dali til að fækka bændum, því engir verða þrjóskari að fara en þessir afdalakarlar. í ró og friði vetrarins er hægt að fylgjast vel með málefnum þeim, sem mest eru á dagskrá og er ekki hægt að segja annað en manni sé alveg farið að KIRKJUVIKU Þingeyinga, sem •hófst í nóvembermánuði s.l., verður haldið áfram í n. k. viku. Eins og áður hefur komið fram í fréttum, var henni þá frestað vegna ófærðar í héraði. Kirkju- legar samkomur verða haldnar , í 6 kirkjum í Suðursýslunni, og verða þær sem hér segir: Mánudaginn 3. febrúar í Ein- arsstaðakirkju í Reykjadal, ræðumenn sr. Jón Bjarman, Sr. Sigurjón Jóhannesson skóla stjóri, Húsavík og sr. Björn H. Jónsson. Þriðjudaginn 4. febrú- ar í Ljósavatnskirkju í Ljósa- ' vatnshreppi, ræðumenn sr. Orn Friðriksson, Pétur Jónsson j ._ Auglýsingasíminn er 1167 blöskra allt sem framámönnum þjóðarinnar dettur í hug. Það sem sveitafólki stendur nú næst er landbúnaðurinn. Það á helzt að ganga að honum dauðum skilst manni. Það er sjónarmið út af fyrir sig. Svo er það ung- dómurinn í Reykjavík. Það er næstmesta vandamálið, en mér skilst nú ef að fólkið flýr sveit- irnar þá muni rnargt af því fara til Reykjavikur eða annara kaupstaða og a. m. k. sumt af þessu fóiki er með stóra barna- hópa og þar bætist við vanda- málið með ungdóminn. (Framhald af blaðsíðu 1). Inn á fundinn barst tilkynning frá Tiyggingastofnun Ríkisins, um að áætlun um útgjöld Akur- eyrarbæjar til almennra trygg- inga, sem gefin var upp í des. sl. að upphæð 4.25 millj., væri alltof lág og yrði að vera 5.25 millj. eða hækka um 1 milljón kr., ca. 24% frá áætlun, eða 50% frá áætlun fyrir árið ’63. Þessi tilkynning orkaði svipað og óvæntur löðrungur á bæjar- fulltrúana, enda þótt hún hafi aðeins verið eitt dæmi um óða- verðólgustefnu núverandi rík- isstjórnar og óbeina skattheimtu hennar. En mjög er áberandi hve núverandi ríkisstjórn setur lög er fela í sér stórvaxandi út- gjöld fyrir bæjar og sveitafélög, án. pess aö nokkur tilraun sé gerð af hennar hálfu til að sjá þeim fyrir nýjum tekjustofnum. T. d. er ætlunin að minnka hlut sveitarfélaga af jöfnunarsjóði nú, er söluskatturinn hækkar, og mátti hann þó varla minni vera en nú. Samkvæmt þessu kom fram tillaga um að hækka útgjöld til almennra trygginga úr 4.25 millj. kr. í 5.25 millj., um 1 milljón, og var hún samþykkt með 8 atkvæðum samhljóða. Reynihlíð og sr. Sigurður Guð- mundsson prófastur. Miðviku- daginn 5. febrúar í Grenjaðar- staðakirkju í Aðaldal, ræðu- menn sr. Þórarinn Þórarinsson, Ingólfur Benediktsson, Dal og sr. Jón Bjarman. Fimmtudag- inn 6. febrúar í Svalbarðskirkju, Svalbarðsströnd, ræðumenn sr. Sigurður Guðmundsson prófast- ur, Jón H. Þorbergsson, Laxa- mýri og sr. Þórarinn Þórarins- son. Sunnudaginn 9. febrúar eru fyrirhugaðar tvær samkomur í Mývatnssveit, í Skútustaða- kirkju kl. 3, en þar eru ræðu- menn sr. Björri H. Jónsson, Jón Jónsson, Fremsta-Felli og sr. Jón Bjarman, og í Reykjahlíðar- .kirkju kl. 9, en þar eru ræðu- menn sr. Jón Bjarman, Jóri í Fremsta-Felli og sr. Björn H. Jónsson. Auk ræðanna verður almennur söngur, söngur kirkju kóra og einleikur á hljóðfæri. Á meðan fólk er í sveitunum þá er þó alltaf von með að koma einhverjum fáeinum börnum í sveit á sumrin. Kvenfélagið hafði skemmti- samkomu milli jóla og nýárs og var sú samkoma sérstaklega hugsuð fyrir hjónafólk sveitar- innar þó aðrir hreppsbúar væru þar einnig velkomnir. Samkom- an hófst með borðhaldi, flottu og jólalegu. Hangikjöt og laufa- brauð og fléira. Ræður og skemmtiatriði smá- vegis, félagsvist, og síðan dans. Kvenfélagið veitir ekki vín, og samt yar þetta reglulega fjörugt og skemmtilegt. I umræðum um þessa tillögu komu fram þau sjónarmið að þar sem þessa áætlun hefði með réttu átt að afgreiða í desem- ber, væri ekki ástæða til að taka þessa hækkun inn í áætl- unina, en meirihlutinn taldi það ekki samrýmast hinni traustu fjármálastefnu, sem allsráðandi hefði verið ó undanförnum ára- tugum hjá bæjarsjóði að snið- ganga þannig útgjaldaliði, sem ekki yrði komizt hjá að greiða. Þá var eins og oft áður talað um að Akureyrarbær yrði að taka lán til að ljúka nauðsynleg um byggingum, en bæjarstjóri taldi nær ógerlegt að fá lán til þess, enda þótt jafntraust stofn- un og Akureyrarbær ætti í hlut. Einn ljós punktur kom þó fram í þessum umræðum. í>að eru horfur á að aðstoð ríkisvaldsins við togaraútgerðina verði það mikil, að nokkrar vonir virðist mega binda við það að ekki reynist nauðsynlegt að láta fé það, a. m. k. ekki allt, sem veitt er í svokallaðan Framkvæmda- sjóð, að upphæð 4 millj., renna til Utgerðarfélags Akureyringa h.f. eins og verið hefur á undan- förnum árum. En einnig hér kom þó fram ótrú manna, ekki sízt stjórnarsinna, á aðgerðum ríkisstjórnarinnar og töldu ólík- legt að stoðin yrði svo mikil, að togaraúígejjðin., sig, þótt þessi aðstbS 'k'sém'F til. En þar, ureyringa, hefur gengið sízt verr, líklega öllu betur, en til- svarandi fyrirtæki annars stað- ar, er þess að vænta, að hinar nýju aðgerðir séu einmitt því til verulegra bóta. Helztu niðurstöðutölur eru: Tekjuhlið samtals kr. 60.572.100, þar af kr. 36.992.100 útsvör, 10.200.000 aðstöðugjald og kr. 8.000.000 úr jöfnunarsjóði. Gjaldahlið samt. kr. 60.572.100 þar af til fél.mála kr. 16.035.000 þlús 1 millj. til sjúkrahúss, Gatnageroar og skipulags 9,35 millj. og nýbygginga 7.350.000 kr. Rétt er að geta þess, að fjár hagur hafnarsjóðs, rafveitu o. fl. er fráskilinn bæjarsjóði og þær áætlanir teknar fyrir sér- staklega. T. d. voru fjárhags- áætlanir rafveitu og vatnsveitu teknar fyrir á síðasta fundi til fyrri umræðu. S. (Framhald af blaðsíðu 8). útdráttur úr skýrslu Hagstof- unnar um meðaltekjur ýmissa stétta árið 1962. Þar kemur í ljós, að vegnar meðaltekjur stéttanna, sem hann telur upp, þ. e. áhafnir fiskiskipa, aðrir en yfirmenn, faglæi’ðir menn, stæi-sti hópurinn, og ófaglærðir verkamenn, stærsti hópuririn, eru kr. 134 þús., x’öskar. Meðál- tekjur bænda eru lægstar eða kr. 99 þús. Þess er auðvitað ekki getið í blaðinu, að þessar 99 þús. krónur eru tekjur allr- ar fjölskyldu bóridans. Hans eigin tekjur eru miklu lægri og auk þess á eftir að draga frá þeim atvinnugjöld, eiris og vexti af rekstrarlánum, viðhald úti- húsa o. fl., sem á búrekstrinum hvíla. Og svo er það þessi dæma- lausi skilningur á vandamálum sveitafólksins, sem kemur fram í greininni. Það er að segja, vandamálin eru ímyndun. Sveitafólkið er búið að láta stjói-nmálamenn Framsóknarfl. æra úr sér allt vit og stendur nú mitt í velsæld sinni og þæg- indum nútímans sem ti-úlaus, vonlaus og í’ótlaus betlilýður, mænandi af öfund til kaupstað- anna, bíðandi fæi’is að komast þangað, bændurnii-, konur þeirra og jafnvel blessuð börn- in.“ Þó segir höfundur fyrr í gi’eininni, að flóttinn úr sveit- unum sé ekki séríslenzkt fyi’ir- bæri, því slík sé þróunin um öll vestui-lönd að minnsta kosti. „Atvinnuþi-óunin í fjölbýlinu hefur nær hvarvetna reynzt hraðai’i og eftirsóknarverðari en úti á landsbyggðinni". Hvex-n ig er nú hægt að samræma þetta þeirri megin kenningu greinarhöfundar, að hér á landi sé þessi þróun að kenna lélegri frammistöðu Framsóknarflokks ins „á flóttatímanum mikla“ og „áróðri ófyi-irleitinna flokks- gæðinga sem flúið hafa sveit- irnar og gert sér bændavináttu að atvinnu“? Hverjir eru þeir vondu Framsóknarmenn, sem (eiga sökina, t. d. í Danxnörku, 'sehi ‘höfundur fékúr sem 'dæmi, ursins? Auðvitað er ekki heil brú í þessum málflutningi. þetta er aðeins aumleg tilraun manns- ins til að skaprauna stétt, sem óumdeilanlega stendur í varnar baráttu fyrir fólld sínu og fjár- munum, en hefur ekki gefizt upp og ætlar ekki að gefast upp þótt við ramman sé reip að draga. Og ef á annað borð einhver vill gera svo lítið úr sér að skammast yfir „flóttanum úr sveitunum" er það þá ekki há- mark lítilmennskunnar, að ganga fram hjá þeim 90% þjóð- arinnar, sem þegar eru „flúnar" en ráðast í þess stað á þau 10% sem ennþá halda velli? í lok greinar sinnar lýsir Helgi Sæmundsson því yfir, að hann sé ekki svo heimskulega ósanngjarn að fullyrða að for- kólfar Framsóknarfl. hafi kom- ið sveitafólkinu á kaldan klak- ann af einum saman illvilja, heldur hafi þeim orðið á svo mörg mistök í því, sem þeir hafi gert og þó aðallega í því, sem þeir hafi látið ógert. „Og nú vík ég að raunveruerindi þessarar greinar“ segir hann. Það kemur þá upp úr kafinu, að höfuðsynd „bændavinanna11 íslenzku, þ. e. stjórnmálamanna Framsóknarfl., er sú, að þeir hafa „afneitað georgeismanum, en keypt í staðinn bindandi vonina í kommúnismanum". Þá veit maður það. Hafa menn nokkurn tíma heyrt annað eins endemis þvaður? Þetta minnir mig helzt á þá ófögru sögu, þegar Spánverjar réðust inn í ríki Inkanna í Perú og riáðu á sitt vald hinum unga konungi þeirra. Þeir lásu yfir honum á spönsku ákæruskjal, þar sem taldar voru upp ávirð- ingar hans. Þar vóg þyngst sú höfuðsynd að hann hefði ekki trúað á Krist og heilaga guðs- móður. Fyrir þetta var hann. dæmdur til dauða og brenndur á báli. Nú höfum við að vísu einhverjir heyrt getið um Henry heitinn George og hag- fræðikenningar hans og erum. því raunverulega sekari eri Inkakonungurinn, sem auðvit- að hafði aldrei heyrt um Krist getið, en þó fór ég að glugga £ alfræðibók eina mikla, til að fræðast um H. George. Ég hafði ekki mikið upp úr því, annað’ en það, að kenningar hans um afnot af landi og leigu eftir það, hefðu hvergi verið reyndar £ framkvæmd ennþá, þó að flokk- ar eins og t. d. Retsforbundet (Réttarsambandið) í Danmörku hefðu eitthvað því líkt á stefnu- skrá sinni. Nú sýnist mér að Helgi verði að taka rögg á sig og skrifa aðra grein og skil- greina nákvæmlega eðli george- ismans fyrst það er hann, sem öllu máli skiptir. Því þó að það sé í sjálfu sér nógu hörmulegt að vera brennd ur á báli, þá er það þó hálfu átakanlegra ef sá dæmdi fær aldrei að vita fyrir hvað hanu þarf að líða' slíkt þíslarvætti. Tjörn, 27. janúar 1964. Hjörtur E. Þórarinsson. ATHUGASEMD í FRÉTT í „Degi“ 28. þ. m. er haft eftir Brynjólfi Brynjólfs- syni hótelstjóra, að hann hafi neitað að greiða símareikninga hótels K.E.A., vegna bilana á símaborði þess. Eftir að ég hafði lesið frétt þessa, var símaborðið athugað og reyndist það vera í lagi, enda hafði engin tilkynning um bilun þess borizt stöðinni und- anfarnar vikur. Samkvæmt reglum landssím- ans ber að loka þeim símum, sem gjald er ekki greitt af á réttum tíma og gilda þær um hótel K.E.A., jafnt og aðra sím- notendur. Símastjórinn. G. A. Verðbólgustefna stjórnarinnar sem reks'tur 'Ufgeröarfelágs'Ak'- ' eða í öílum hinum löndum ves

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.