Dagur - 01.02.1964, Blaðsíða 5

Dagur - 01.02.1964, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Upplðusn í efnahagslífinu Leiðari: Upplausn í efnahagslífinu. VIÐ. aðra umraeðu á Alþingi um hækkun söluskattsins, sem nú er lög- festur og eykur útgjöld fjögurra manna fjölskyldu á íslandi um 6400 krónur á ári, sagði Helgi Bergs m. a.: Viðreisnarstefnan hefur nú leitt til upplausnar í islenzku efnahagslífi svo að varla dylst neinum lengur, að veruleg stefnubreyting hlýtur að vera skammt undan. Með frumvarpi þessu er gerð tilraun tif að smíða þá hækju, sem núverandi stjómarstefna geti stuðst við seinasta spölinn. Viðreisnin var byggð á þeirri grundvallarkenningu, að þjóðin hefði lifað um efni fram og því væri nauðsynlegt að takmarka kaupget- una og það skyldi gert með því að iryggja það, að verðlagshækkanir yrðu meiri en kauphækkanir. Og þó að mörg atriði stjórnarstefnunnar hafi verið framkvæmd á aðra lund en boðað var í upphafi, hefur ríkis- stjómin jafnan verið þessu stefnu- miði sínu trú. Dýrtíðarstefnan hef- ur.ætíð verið höfð í hásæti hjá núver- andi ríkisstjórn. Með gengislækkuninni 1960 var fyrsta stóra skrefið stigið á þessari braut. Allt verðlag var stórlega hækk að, og um leið var kaupgjaldið slit- ið úr tengslum við verðlagsþróun- ina. í meira en heilt ár hélzt óbreytt kaupgjald þrátt fyrir verðhækkanir. Þá tókust samningar um hóflegar kauphækkanir í mesta aflagóðæri í manna minnum, en jjeim svaraði ríkisstjórnin með nýrri gengislækk- un. Kaupgetan skyldi hlífðarlaust takmörkuð með aukinni dýrtíð. Ríkisstjórninni hefði raunar mátt vera það fjóst, að faunjiegar mundu ekki láta leika sig jjannig. Þegar þeim var bannað með lögum að tryggja kaupgetu fauna sinna með því að tengja kaupgjald verðfagsvísi- töfu, þá hlutu þeir að leita annarra leiða til þess að reyna að tryggja kjör sín í dýrtíðarflóðinu. Þetta gerð ist með þeim hætti, að gifdistími kjarasamninga varð mjög stuttur, og feiddi það fljótt til gfundroða á vinnumarkaðinum. Á árinu 1963 voru almennir kjarasamningar verka lýðsstéttanna aðeins í gildi Wi mán- uð, en TVz mánuð var samningslaust og almennar kauphækkanir urðu þrívegis á þessu eina ári. Þannig lýstu afleiðingar dýrtíðarstefnunnar sér á þeim vettvangi. □ Úr afmæli Bernharðs Stefánssonar. Hrunið á íslenzka gjaldmiðk i u u m verður að stöðva strax, segir Bernharð Stefánsson, fyrrv. alþingismaður, í viðtali við blaðið HINN þjóðkunni þingmaður Eyfirðinga og fyrrum þingforseti, Bemharð Stefánsson, átti 75 ára afmæli hinn 8. janúar sl. Margir heimsóttu hann, endumýjuðu gömul kynni, færðu honum gjafir, fluttu ræður og þágu veitingar á heimUi hans og frú Hrefnu Guð- mundsdóttur, konu hans. Nokkru síðar leit Bemharð Stefánsson inn á skrifstofur blaðsins, og voru þá lagðar fyrir hann nokkrar spurningar, sem hann svaraði góðfúslega. Viltu leggja orð í belg um „Uppkastið", bækumar Hannes Hafstein eftir Kristján Alberts- son? Eg hef sent Tímanum grein um bækur Kristjáns Albertsson ar, sem bera nafnið Hannes Haf stein, ævisaga, og hef ekki miklu þar við að bæta. Eg var nú ekki með uppkastinu, strák- urinn, 19 ára. Eg trúði á skiln- að. Þegar Norðmenn skildu við Svía hafði það ekki alvarleg eft irköst. Eg vildi að íslendingar færu eins að. Eg hélt, að fyrst Svíar réðust ekki á Norðmenn, mundu Danir heldur ekki beita okkur öfbeldi. En við vorum nú bara alls ekki færir um skilnað þá, en það vissi ég nú ekki„ strákurinn. Eg var með Hannesi Hafstein, en ekki með uppkast- inu. Var Hannes eins mikið glæsi- menni og af var látið? Já, hann var það. Náttúrlega þekkti ég hann ekki mikið, en sá hann oft og heyrði, t. d. á kjörfundinum, þegar hann var kosinn. Þá byrjaði mín hrifn- ing af honum. Nútímamenn geta ekki gert sér hugmynd um, hvers konar persóna þetta var. Hann bar svo af öllum, sem ég hef séð. Ég hef engan mann séð, sem að í sjón jafnast á við hann, bæði að tíguleik og fríð- leik og hef ég nú eins og þú veizt, séð margt af stjórnmála- mönnum t. d. á Norðurlöndum, þetta var 1903 og hann upp á sitt bezta, e. t. v. aðeins of feitur, og karlmenni var hann, það sýndi hann þegar Englendingar ætluðu að drepa hann. Hannes var um tíma á Akur- eyri? Hannes var hér á Akupreyri mikinn part úr ári 1910, tók þá við bankastjóm hér, þá sá ég hann næstum daglega. Seinast sá ég hann á fundi í Staðar- tungu 10 árum eftir að ég sá hann fyrst, 1913. Þá var hann enn sama glæsimennið, en svo féll hann saman, einmitt það ár. Hann missti þá konuna. Ég hef ekki trú á, að gömlu Valtýingarnir hafi í raun og veru verið miklar frelsishetj- ur, 1908. Hinsvegar efast ég ekkert um landvarnarmennina. Valtýingarnir gengu 4 árum seinna í flokk, sem hét Sam- bandsflokkur og vildu þá styðja „uppkastið", með örlitlum breytingum. Ég var við nám í Reykjavík vorið 1912. Þá var ég á fundi, þar sem Einar Hjör- leifsson Kvaran hélt langa og mikla ræðu um sambandsmál- ið og var þá að mæla með „bræðingnum", sem var í raun og veru „uppkastið“, með ör- litlum breytingum. Hann var búinn að tala nokkuð lengi og talaði um, hvað þetta væri ágætt, með breytingunum, þá hrópaði Sigurður Guðmunds- son, síðar skólameistari: „Það hefði nú mátt sjá þetta fyrr.“ „Það er alveg rétt,“ sagði Einar, „það hefði mátt sjá það fyrr. Það má segja það um svo margt. Það má segja, að guð hefði get- að skapað heiminn fyrr en hann gerði. Það hefði mátt segja, að ísland hefði átt að byggjast fyrr en það gerði. Og það má kannske ímynda sér, að Sigurð- ur Guðmundsson hefði getað orðið magister fyrr en hann gerði“. Ég geri mikinn greinarmun á Valtýingunum gömlu, sem lét- ust vera frelsishetjur 1908, og landvarnarmönnunum, sem meintu það, sem þeir héldu fram. Ég var nánast landvarn- armaður á þeim árum, þó ég dáði Hannes Hafstein. Ég gerði auðvitað aldrei neitt með ríkis- ráðsákvæðið, enda sýndi það sig að vera skaðlaust. Ég er viss um, að þótt „uppkastið“ hefði verið samþykkt, væri ísland lýðveldi nú. Hvemig lízt þér á stjómniál- in nú? Illa. Á hvað lízt þér verzt? Þetta sífellda hrun á íslenzk- um gjaldmiðli. Ég vann við banka í 30 ár, eins og þú veizt. Síðan er mér vel kunnugt um, hverjir eiga spariféð. Það eru ekki ríku mennirnir. Þeir hafa ekki sína peninga í bönkum, nema rétt í hlaupareikningum, til daglegra nota. Nei, það er sparsamt, bjargálna fólk, sem er að safna sér til einhvers ákveð- ins, svo sem til elliáranna, eða til að byggja hús. En pening- arnir rýi-na og rýrna. Hvað er til ráða, Bemharð? Ég held að þjóðin þyrfti að fara að eitthvað svipað og Hall- dór Snorrason. Það var gengis- lækkun líka, þegar Haraldur Sigurðsson blandaði peningana með tini og var kölluð Haralds- slátta. Þegar Halldór fékk sinn mála, þá kastaði hann málan- um í hálminn og vildi ekki þiggja. Hann kúgaði síðan hring af drottningunni, ekta gullhring. Það, sem gerst hefur hér á landi, er beint rán á ■ vissum hluta landsmanna, og engir aðrir verða fyrir. Fólkið, sem lagði peninga í banka fyrir nokkrum árum, í einhverju sér- stöku augnamiði, hefur verið rænt stórkostlega. Þetta lízt mér verzt á. Núverandi stjórn stendur vitanlega fyrir þessu, hvorí sem hún hefur ætlað að vinna svo illt verk eða ekki. Nú er svo komið, að allt bankakerfið er orðið að einum banka, með útibúum, sem verða að hlýða. Bankinn, sem ræður, er Seðlabankinn. Lántakendur fá neitun í peningastofnunum, en ganga í þess stað fyrir dyr vina og ættingja, sem einhverj- ar krónur eiga, til að fá þær lán- aðar. En það eru ekki allir svo gæfusamir að geta fengið fé hjá vinum og kunningjum. Þeir fara þá, t. d. í Reykjavik, til okraranna. Þar verða þeir að skrifa undir skuldabréf á miklu hærri upphæð, en út er greidd. Ég held að liggi lífið á að stöðva þessa þróun, og það verður ekki gert með söluskatti Því sölu- skattur á allar vörur verkar eins og gengisfelling. Þú fæst við ritstörf? Já, ég er búinn að skrifa síð- ara bindi endurminninga minna, hvenær sem það kemur nú út. Ég ætlaði helzt ekki að láta þetta bindi koma út fyrr en eft- ir minn dag. En þó er pressað á mig. Svo er ég að reyna að rannsaka sögu Eyjafjarðar, en sáralítið hefi ég skrifað, og það gengur mér illa vegna heimild- arskorts, einkum frá lokum þjóðveldisins og allt fram á 18. öld. Ég geri þetta mér til af- þreyingar, en býzt ekki við að það verði öðrum að gagni. Ann- ars skil ég það svo, að ég eigi að hvíla mig, samkvæmt ríkis- boði og áf öðrum ástæðum eft- ir sjötugt. Hvð finnst þér um að flytja Alþingi til Þingvalla? Mér fannst allan minn þing- tíma að Reykjavíkingar rækja þingstörfin illa vegna þess að þeir gengu að sínum störfum ásamt þingmennskunni. Ég var oft nefndarformaður, og þegar maður hafði Reykvíkinga með í nefnd, var næstum ómögulegt að koma á fundi. Einn gat ekki mætt á þessum tíma, annar ekki á hinum. Þetta voru vand- ræði. Ég leit svo á, þegar ég var meðflutningsmaður að til- ögu um að flytja þingið til Þing- valla, að þar sem allir yrðu að búa þar, yrði þingið miklu styttra. Nú er þetta á þann veg breytt, að samgöngur hafa batn- að. Þingmenn úr Reykjavík færu sennilaga heiman og heim á bílum eða í þyrlum. Á Þing- völlum yrði Alþingi ekki eins truflað af áróðri höfuðstáðar- búa, svo sem raun ber vitni. Þingið hefur ekki alltaf starfs- frið í Reykjavík, og því hefur ■ verið ógnað þar. Það er sv’o sem ekkert sjálfsagt, að Alþingi og ríkisstjórn sé endilega í fjölmennasta stað landsins. Nýlega var eftir þér haft, að hvort tveggja væri hálf-bölvað, að vera kvæntur og vera ókvæntur? Mér hefur alltaf þótt gott að vera giftur, svo ég gat aldrei hafa sagt það, sem í þessu til- felli er eftir mér haft. Hinsveg- ar hefur einhver, mér vel kunn- ugur, búið þetta til, því orða- lagið er ekki ólíkt mínu. Blaðið þakkar viðtalið. Meira en helmingur sjávarafians norðanlands og ausfan 1962 í NÝTJ TKOMNUM Hagtíðind- indum er birt skýrsla um sjáv- arafla íslendinga á árinu 1962, sundurliðuð eftir fiskihöfnum (vinnsluhöfnum), sem þarna eru taldar sextíu á árinu 1961—1962. Það er stórathyglisvert, sem þarna kemur fram, að meira en helmingur landsaflans kemur í höfn á Norður- og Austurlandi. Landsaflinn, sem unnið var úr hér á landi var rúmlega 711 þús. tonn, en aflinn norðanlands og austan, milli 373 þús. og 374 þús. tonna. Þarna er þorskafl- inn talinn „slægður með haus“, en síld, karfi o. fl. upp úr sjó, óslægður. Hér er nokkur mun- ur á, sbr. grein Gísla Guðmunds sonar „Sjávarútvegurinn um áramót“ í Degi 18. jan. í þess- um landshlutum er líka helm- ingur fiskihafnanna. Sjávaraflinn norðan og aust- an 1962, sem unnið var úr hér á landi, að meðtalinni síld, skiptist þannig milli (30) hafna á Norður- og Austurlandi: Tonn Skagaströnd ............ 5.883 Sauðárkrókur............ 3.279 Hofsós.................... 603 Haganesvík................. 43 Siglufjörður ..........114.396 Ólafsfjörður ........... 9.503 Akureyri............... 16.927 Grínisey ................. 525 Dalvík .............. 5.267 Hrísey................. 3.245 Hjalteyri............. 14.103 Árskógsströnd ........... 910 Húsavík ............... 8.488 Grenivík (talið annars staðar) Flatey ................. .211 Kópasker ................ 380 Rauíarhöfn............ 59.143 Þórshöfn .............. 3.100 Seyðisfjörður ........ 20.563 Bakkafjörður .......... 1.670 Vopnfjörður .......... 32.129 Borgarfjörður............ 636 Neskaupsstaður ........ 35.613 Eskifjörður............ 12.038 Reyðarfjörður .......... 4.035 Fáskrúðsfjörður (Búðir) 11.759 Síöðvarfjörður ......... 1.829 Breiðdalsvík ............. 923 Djúpivogur.............. 1.241 Homafjörður (Höfn) .. 4.977 Á nokkrum stöðum er mikill meirihluti aflans eða jafnvel mestallur aflinn síld, á mörgum stöðum blandaður afli og á nokkrum stöðum eingöngu eða mestmegnis þorskafli, svo sem kunnugt er. Hér að framan..vantar þann afla, sem fluttur var til útlanda óunninn með fiskiskipum (ís- fiskur), en hann var á árinu 1962 rúml. 38 þús. tonn. Þessi afli skiptist á skýrslunum milli 26 hafna, eftir skráningarstað skipa, og kom mjög lítið af hon- um af Norður- og Austurlandi (um 15%), mest frá Akureyri, 3192 tonn og frá Siglufirði 1748 tonn. Að meðtöldum útfluttum fiski, óunnum, var landsaflinn nálega 750 þús. tonn (samkv. alþjóðaskýrslum 832 þús. tonn upp úr sjó). Þrátt fyrir það er meirihluti alls landsaflans, eft- ir því sem skýrslur Hagstofunn- ar segja, norðanlands og austan. Ekki byggist það á sjávarafl- anum, að mikill meirihluti þjóð arinnar hafi bólfestu suður við Faxaflóa. □ AÐ GEFNU TILEFNI, vinsamlegu samtali hr. Stein- gríms Sigursteinssonar við mig út af grein minni, sem birtist í síðustu fokdreifum „Dags“, vil ég taka fram og lýsa yfir: Ég tel, að miðill í dásvefni (trance) beri enga ábyrgð á þeim boð- skap, sem þá er fluttur í gegn- um hann, ekki fremur en sof- andi maður á draumum sínum eða símþráður á skeytinu, sem mennirnir senda eftir honum með krafti rafmagnsins. Ég tel hið sama gilda um vitund mannsins í vöku, ef dulin öfl taka þá af honum ráðin, svo að hann sér sýnir eða spáir. Hins vegar tek ég fram, að ég tel það ábyrgð mannsins, hvort hann gerir miðilsstarf að atvinnu sinni eða ekki eða hvort hann trúir eða trúir ekki þeim boðskap, sem fluttur er handan yfir gegnum miðla eða frá Guði fyrir spámannlegar ritningar og son hans Jesúm Krist. Grein mín var ekki hugs- uð sem árás á nokkurn mann, heldur kenningar, sem eru óvið- komandi samtalinu í „Degi“ s.l. vor. S. G. J. í 8. TÖLUBLAÐI Dags birtist grein eftir S. G. J. um skeikula spádóma frú Láru Ágústsdóttur frá í vor, samanber viðtal, sem birtist þá hér í blaðinu. Flest hefur nú fram komið, er þar var spáð. Til viðbótar skal þess getið, að frúin sagði einnig frá Surtseyjargosinu, mjög skil- merkilega, en þeim kafla og fleiru, sem síðar hefur komið fram, var kippt út úr viðtalinu, til að valda ekki hræðslu meðal fólks. Þetta var skjalfest þá og er enn til. Þetta er sagt af framan- greindu tilefni, þótt blaðið blandi sér ekki að öðru leyti í rökræður um dulræn efni eða trúarbrögð. Ritstjóri. Hið eina af því tagi, sem hann gat liðið og talað um, var orgelspil. Allt annað af listrænu tagi var bannfært og bannlýst á okkar heimili. Eg lét undan vegna mömmu — til þess að forðast erjur og ófrið heima. Þetta féll niður af sjálfu sér, þegar við faðir þinn kynntumst og giftum okkur. En þegar þú komst til sögunnar og fórst að stálpast, blossaði leikhússáhuginn upp í mér á ný. Og síðan hafði ég á þér vakandi auga, Iðunn. Ég sá að þú lékst sjónleiki þegar í bernsku með jafnmikilli alvöru og móðir þín. Og ég sá þig leita uppi lýrisk ljóð í bókaskápunum og lesa með sömu hrifni og tilfinninganæmi og ég á þínum aldri. Hér var aðeins sá munurinn, að faðir þinn hafði ekkert á móti þessum áhuga þínum. Hefir líka sennilega haldið, að þetta væri vist aðeins æsku-hughrif hjá þér. Þú fékkst líka að reyna þig á marga vegu. Við létum þig fá bæði danskennslu og músík- kenslu. Og þú varst jafn áhugasöm um allt þetta. Það er satt. — Æjá. Iðunn man vel, hve áhugasöm hún hafði verið um allt þetta, sem hún fékkst við um þessar mundir. Og hún man líka, hve hana Iangaði til að sýna og birta það, sem hún hefði lært. Henni datt ekki í hug að læra þetta aðeins til eigin skemmtunar. Hún bauð sig óðar fram til að skemmta öðrum. Og nú verður Iðunni hugsað til síðasta kvöldsins heima. Þá hafði móðir hennar sagt henni frá listamanns- draumunum sínum. — En svo slóstu slöku við bæði dansi og músík, þegar þú fórst fyrir alvöru að fást við lýriskan skáldskap, hafði móðir hennar sagt. Þú varst svo sólgin í að læra raunverulega upplestrarlist. Og þegar þú hófst upplestur í sumarfríinu hjá gömlu leikkonunni, sem dvaldi á Hellulandi, þá vonaði ég að sjá framtíðarvonir mínar rætast hjá þér. Iðunn hafði bæði hitnað og kólnað við það, sem móðir hennar hafði sagt henni þetta kvöld. Hún vissi, að þetta var satt, að hún bar leiklistaráhugann leyndan í brjósti. Hún hafði því haldið upp- lestrinum áfram hingað og þangað um sveitirnar. Áheyrendafjöldann skeytti hún lítið um. Aðalatriðið var, að fólkið hlustaði á hana og fylgdist með efni ljóðsins, sem hún kepptist við að gæða lífi og birta hugsun skáldsins sjálfs. Hún minntist þess, er hún fór með karlakór sveitarinnar á stórt bændamót í höfuðstaðnum og var beðin að lesa upp í sönghléunum. Slíka gleði hafði hún aldrei áður lifað. Eftir þetta var föður hennar víst ljóst, í hverja átt hugur hennar myndi leita. Hann leyfði henni því að fara til höfuðstaðarins, en þar átti hann góðan vin, sem var leikhúsmaður. Nú voru því heldur en ekki góðar horfur fyrir henni átján ára stúlku með kollinn fullan af leikhúss-heilabrotum. En um þetta leyti hafði hún orðið góð- kunningi Jörundar frá Hellulandi. En hann hafði verið á bændamót- inu mikla í höfuðstaðnum. Þau höfðu skemmt sér vel saman, spjall- að og hlegið og ferðast með járnbrautalestinni bæði fram og aftur. Og nú vildi svo vel til, að leikkonan gamla, sem dvalið hafði á Hellu- landi um sumarið, vildi einnig fá að dveljast þar vetrarlangt. Höfuðborgaráhuginn hvarf nú algerlega frá Iðunni í svipinn, fyrst um sinn að minnsta kosti. I þess stað fór hún að Hellulandi tvisvar- þrisvar í viku og las hjá leikkonunni. Og nú fékk hún gott tækifæri AUÐHILDUR FRÁ VOGI: | GULLNA BORGIN j til að hitta Jörund. Og þeim tímum mun hún aldrei gleyma. Þá hafði hún líka fengið að kynnast, hve sveitin og umhverfi Randar- fjarðar er dásamlega fagurt. Þau Jörundur fóru oft um fjöll og fimindi nágrennisins. Og kvöld eftir kvöld höfðu þau farið víða og séð hundruð vatna blikandi í ljóma kvöldsólarinnar. Þá gengu þau og héldust í hendur eins og börn og voru glöð og sæl. Á sunnu- dögum fóru þau í langar göngur, og einu sinni alla leið upp að Ver- mundarvatni, fengu þar bát að láni og reru út á vatnið og skemmtu sér vel. En hvernig fór nú með lýrisku ljóðin um þessar mundir? Urðu þau aðeins eins konar átylla til þess að fara sem oftast yfir að Hellulandi? Já, víst var það svo. Jörundur tók allan heimsóknar- tíma hennar, og bæði hönd hennar og huga. Og nú þurfti hún ekki að hafa neinar áhyggjur fyrir umönnun daglegs lífs. Foreldramir vildu meira en gjama hafa hana heima, því annars varð heimilis- lífið fremur einmanalegt, sérstaklega fyrir móðurina. Iðunn undi sér vel í samvistum við Jörund og var mjög ham- ingjusöm. Það var henni sælurík hugsun að geta hitt hann nærfellt á hverju kvöldi við gömlu smiðjuna í hjáleigunni fyrir neðan Hellu- land, finna hann taka utan um sig, smeygja sér síðan inn um lágar smiðjudyrnar og finna hann kyssa sig svo fast, svo fast, og hendur hans strjúka létt og þýðlega um hana, eins og hún væri dýrmætt blóm, sem varla mætti snerta. Og svo að vita, að hér voru þau að- eins tvö í gömlu smiðjunni, dimmri og hrörlegri. Aðeins ofurlitla ljósskímu lagði ínn í gegnum gisna bjálkaveggina, — fara síðan út í milt kvöldrökkrið og finna órólega spennu innra með sér, var- irnar enn eldheitar eftir kossa Jörundar og finna blóðið hamra í öllum æðum! Hvernig stendur á því, að Iðunni skuli koma þetta allt í hug núna? I dag þegar hún er á göngu með Björgu um bæinn glóbjart- an sunnudaginn árdegis. Jú, hún hafði séð aftur gamla heimilið sitt, og þá flæddu inn yfir hana endurminningarnar um síðasta kvöldið í stórustofu hjá móður sinni á fullorðinsheimilinu austur við Rand- arfjörð á Upplöndum. Þar sem móðir hennar hafði sagt henni, hafði í rauninni endurvakið svo margt og mikið. Allt þetta sem legið hafði leynt og dulið í huga hennar í nærfellt tvö ár, gaus nú upp á ný í dagsins ljós og raskaði friði hennar á hljóðlátan, en heimtufrekan hátt. Hún stóð enn á ný á vandráðnum vegamótum. Iðunn og Björg eru nú komnar upp úr miðbænum. Þær fara með- fram girðingu sjúkrahússins og standa dálítið við í sjúkrahússgarð- inum. Dauft seytl heyrist frá lækjarsprænunni fyrir neðan lík- neskið af drengunm og hafmeyjunni. Nú er enginn kraftur í lækjar- sprænunni. Vatnsbunurnar fjórar eru orðnar að litlum ístöppum. Og senn lamast allur lækurinn af kuldanum og helzt þannig langt fram eftir vetri. Iðunni virðist sem hún sjái örlagasamræmi milli sín og vatns- þróarinnar þarna. Á nú listaþráin, móðurarfurinn hennar, að kólna í henni. Dofna og deyja í henni. Lamast af kuldanum í hversdags- starfi, sem henni er í raun og veru alls ekki hugleikið, og langt úr- leiðis frá lífsköllun hennar? Nei! Þetta síðasta uppátæki hennar með starfið í fegrunarstofunni má aðeins verða stuttur bráðabirgða- þáttur. Á morgun, — já, einmitt á morgun. Guði sé lof fyrir, að það er nýr dagur á morgun! Þá ætlar hún að fara á fund einhverrar leikkonunnar hérna í bænum, verða nemandi hennar og lesa lýrikk eða læra eitthvert hlutverk í sjónleik. — Gæti hún þá ekki farið til frú Gilde? Hún hafði verið kunn Ieikkona, áður en hún giftist og varð skotskífa bæjar-slúðursins. — Já. Hún ætlar að fara til frú Gilde. — Dásamlegur dagur á morgun! Björg hefir ekki mælt orð af munni langa hríð. — Þú hefur vxst lent út á víðavanginn í huganum, Iðunn, segir hún loksins. — Já, segir Iðunn. — Ég hefi farið víða. — Ég vildi nærri því óska, að ég gæti stundum verið algerlega hugsunarlaus. Mér myndi raunverulega vera mikil hvíld í því! — Þú ert mér sannarlega ráðgáta! segir Björg og opnar útidyrn- ar heima hjá þeim. V. Sigríður fer heim á Ægissíðu um hverja helgi. Þegar hún sezt í járnbrautarklefann laugardagskvöldið, dettur henni ósjálfrátt í hug, hversvegna hún sé annars ekki kyrr í bænum um helgina og noti tækifærið til að skemmta sér í góðum félagsskap. Því það sé ein- mitt ó laugardagskvöldin, sem tækifæri gefst til margvíslegra góðra skemmtana. En hún verður samt að fara heim í hvert sinn, er helg- in kemur, því annars er hún of óróleg og eyrðarlaus til þess að geta notið helgarinnar í bænum. Heima búast allir við henni um helgar, foreldrar og systkin, og afi gamli. — Og það gerir víst Lárus líka! — Æ-svei! henni gremst öll þessi margfalda bið þeirra heima. Henni leiðist að hugsa til þess. Það er annars ljóti aumingjahátturinn að hafa ekkert annað að hlakka til en heimkomu hennar um hverja helgi. Framhald. /

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.