Dagur - 01.02.1964, Blaðsíða 7

Dagur - 01.02.1964, Blaðsíða 7
7 SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). ur togaranna 1961—1963. Meðal tap á 29 skipum, þessi þrjú ár reyndist 3,1—3,7 millj. kr. á ári, á hverju skipi, þar af ein millj. til afskrifta. Þeim er nú ætlað 51 millj. kr. úr ríkissjóði, auk bóta, úr aflatryggingasjóði, sem þeir fá samkv. nýlegum lög um um það ei'ni. Um greiðslur úr ríkisábyrgðarsjóði vegna tog- ara á árinu sem leið, hefur blað ið ekki fengið upplýsingar enn- þá, en þær munu aðallega vera vegna nýju skipanna. ÞRIGGJA MILLJARÐA STJÓRNIN. „Viðreisnarstjórnin" er nú af ýmsum kölluð „þriggja mill- jarða stjórnin“ og kemur þar réttnefni í stað rangnefnis. Hún er nú eftir áramótin búin að koma ríkisálögunum á þjóðina upp í 3000 millj. króna, sem er raunar áætlun, og í reyndinni verður um nckkru hærri upp- hæð að ræða, cins og vant er. Fyrir árið 1958 var tilsvarandi tala 882,5 millj. kr. og er þá bætt við fjárlög þess árs fé til niðurgreiðslu á vöruverði inn- anlands, sem útflutningssjóður lagði fram. YFIR HLJÓÐMÚRINN! Það er sagt, að flugvélar, sem fljúga hraðar en hljóðið, fari yfir hljóðmúrinn. Einhverntíma hefði á hliðstæðan hátt verið sagt, að 3000 millj. kr. fjárlög væru hinu niegin við „vitmúr- inn“, en svimháar ríldsálögur 1964, bera fyrst og fremst vott um þann sótthita i efnahagslíf- inu, sem er afleiðing af glapræð isspili núverandi stjórnarflokka á árunum 1960—1961. ÞRÁSETUSTJÓRN. Eystelnn Jónsson sagði á Al- þingi nýlega í umræðum um hina nýju uppbótar- og styrkja- leið ríkisstjórnarinnar: Sú stjórn fær ekki staðist, sem mis- tekst allt. Hann minntist þess þá, að fyrir fjórum árum áttu allar uppbætur að vera úr sög- tmni. Margir <jtjótiiíHstuÚJi menn, innan þings og’ útan, gera sér ljóst, a, „viðreisnar- stjórnin“, sem eitt sinn hét svo, er nú orðin þrásetustjóm og ekkert annað. KLAUFLAX Á FÖSTUNNI. Á föstunni mátti' ekki nefna kjöt. Það hét þá klauflax. í stjórnarherbúðunum má ekki nefna verðuppbætur eða styrki sýnum gömlu nöfnum. Nú lieiíir þetta aukning á framleiðni eða kostnaður vegna útþenslu landhelginnar. Fyrir fjórum árum var því lialdið fram, að sá avtinnurekstur ætti að liverfa, sem ekki geti borið sig með „réttri“ gengisskrán- ingu. Ekki mun þeim, sem þetta sögðu þá, þykj það ráðlegt nú að leggja niður sjávarútveg á fslandi og sjávarvöruiðnað, enda þótt „skemmtiiðnaðurinn“ ykist að mun, ásamt margvís- legum tegundum viðskipta, samanber ummæli Gylfa Þ. ráðherra, sem vikið var að áð- ur hér í blaðinu. Staðreyndim- ar tala sínu máli og segja til sín. VANDAMÁL AÐ NÁ SÖLU- SKATTINUM. Samkvæmt lögum ber nú að birta með skattskrá upplýsing- ar um álagðan söluskatt í hverju skattumdæmi ár livert, og mun það vera gert. Sölu- skattski-ámar virðast bera með sér, að ýmsar einkaverzlanir liafi furðu litla umsetningu, miðað t. d. við starfsmanna- fjölda og þau umsvif, sem þar er um að ræða, eða í saman- burði við kaupfélög. Nú á enn að hækka þennan skatt, en auk- ið eftirlit gæti líka borið árang- ur. MEGINSKYSSA STJÓRNAR- INNAR. Helgi Bergs sagði nýlega í ræðu í Reykjavík (samanber Tímann 24. jan.), að stjórninni hefði orðið á sú meginskyssa í öndverðu að ætla að skjóia sér undan því, að taka ábyrgð á verðlagsþróuninni í landinu. Jafnframt hefði hún skekkt hlutfallið milli stofnkostnaðar og kaupgjalds eða vinnutekna. Þetta er stuttorð lýsing og gagngerð og skarplega skýrt það, sem gert hefur verið á því sviði þjóðmálanna, sem hér er um að ræða. STÓRMEISTARINN NÝLENDUSÍNNI. Einn frægasti Gyðingur vorra tíma, skákmeistarinn Michail Tal, hefur dvalið í Reykjavík undanfarið, sem kunnugt er. Hann er, eins og fleiri stór- meistarar í skák, enn innan við þrítugt, fæddur og búsettur í Lettlandi, sem Rússar og Þjóð- verjar skiptust á um að leggja undir sig í styrjöldinni, en féll að lokum í hlut hins fyrmefnda, eins og fleiri Eystrasaltslönd. Morgunblaðið gekk í skrokk á stórmeistaranum til að fá að vita, hvort hann væri ekki stjórnarandstæðingur heima hjá sér. En skákmeistarinn reyndist í stjómmálum heldur órómantískt fyrirbrigði, sem sé nýlendusinni í nýlendu. Svo fór um sjóferð þá. □ - Kaupfélag Sval- barðseyrar . . . (Framhald af blaðsíðu 1). Akureyri, raflagnir annaðist Raforka h.f. Akureyri, máln- ingu Kristján Benediktsson, miðstöðvarlögn Ólafur Magn- ússon frá Miðstöðvadeild KEA og búðarinnrétting er að mestu frá Kaupfélagi Árnesinga á Sel- fossi. Hið nýja húsnæði er bjart, hlýtt og vistlegt. Þarna vinna að staðaldri, ásamt fram- kvæmdastjóranum, Skúla Jón- assyni, þeir Jón Björn Sigurðs- son og Otto Guðnason. Á Svalbarðsströnd hafa fram- farir í landbúnaði orðið óvana- lega miklar, og ræktun er þar slík, að um mikinn hluta sveit- arinnar eru tún og garðlönd samfelld. Þar hefur dugnaður skapað velmegun. Þar byggja menn nýbýli, þrátt fyrir land- þrengsli, í stað þess að flytja á mölina. Kaupfélag Svalbarðseyrar hef ur á myndarlegan hátt minnzt 75 ára afmælis síns með því að byggja hið nýja og myndarlega verzlunar- og skrifstofuhús, og getur nú veitt viðskiptavinum sínum betri þjónustu en áð- ur. □ GÓÐ AUGLÝSING - GEFUR GÓÐAN ARÐ MESSAÐ verður í Svalbarðs- kirkju kl. 2, sunnudaginn 2. febrúar. Sóknarprestur. KRISTNTBOÐSHÚ SIÐ ZION. Sunnudaginn 2. febr. sunnu- dagaskóli kl. 11 f. h. — Sam- koma kl. 8,30 e. h. Allir vel- komnir. FERÐIR frá Hótel KEA á skíða mótið eru sem hér segir: Laugai-d. kl. 12,30 og 13. — Sunnud. kl. 10 ogl3,30 — Til baka eftir samkomulagi, SRA. (Framhald af blaðsíðu 1). Vill fundurinn eindregið mót- mæla þeirri ætlun Jarðhita- deildar Raforkumálaskrifstof- unnar, að flytja borinn suður, þar sem hann var fyrst og fremst keyptur til að þjóna hags munamálum Norðlendinga. Brottflutningur þessa tækis, sem svo miklar vonir voru bundnar við, mundu valda mik- illi óánægju meðal almennings hér. Jarðvarmi í nágrenni Akur- eyrar hefur aldrei verið rann- UM 1300 keppendur frá 37 þjóð um taka þátt í leikunum, sem voru settir í fyrradag með hátíð- legri athöfn. Viðstaddir voru um 60 þúsund áhorfendur. í upphafi var minnst tveggja íþróttagarpa, sem látizt höfðu við æfingar í Innsbruck litlu fyrir leikana. Snjóleysi háði mjög undirbúningi í Innsbruck og voru margar æfingabrautir hættulegar af þeim sökum, eins og áðurnefnd slys sönnuðu. hlaupi sigraði rússnesk stúlka. í bruni karla varð hlutskarp- astur Austurríkismaðurinn Zim merman. Búizt var við þátttöku íslendinganna í bruni, en af einhverjum orsökum hafa þeir hætt við. Brautin sem farin var var mjög erfið, um 2000 m löng og á köflum aðeins 25 m breið, svm ekki mátti mikið út af bera, svo illa færi. f 30 km skíða- göngu sigraði Finni, annar varð Norðmaður og þriðji Rússi. 70 í MÓTINU taka þátt 7 sveitir. Það eru: Sveit umf. Framtíð, Hrafnagilshreppi, A og B sveitir umf. Reynis, Árskógshreppi, A og B sveitir umf. Svarfdæla, Dalvík, A og B sveitir umf. Þorst. Svörfuður, Svarfaðardal. Tveim umferðum er nú lokið. Úrslit í 1. umferð: Framtíðin ÁÆTLUN ARFERÐIR upp í Skíðahótel laugardaginn kl. 13 og 14 og sunnudaginn kl. 13 og 15. — Strætisvagnarnir sími 1475. FORMAÐUR bygginganefndar Þelamerkurskóla hefur gert þá athugasemd við frásögn Dags í síðasta tbl„ að bygg- inganefndin hafi verið form- lega kosin 1956, og leiðréttist það hér með. HLfFARKONUR, athugið! Af- mælisfagnaðinum frestað. —■ Nefndiii. sakaður til hlítar, en í augum leikmanna benda allar líkur til jákvæðs ái-angurs við borun, þar sem heitar laugar eru þar á fjölmörgum stöðum. Verkefni fyrir borinn eru því ótæmandi og ástæðulaust að leita þeirra til Vestmannaeyja. Treystum við því að þing- menn okkar bregðist drengilega við þessu mikla hagsmunamáli og stuðli þannig að jafnvægi í byggð landsins. □ keppendur hófu gönguna en 67 komu í mark. íslenzku keppend urnir urðu ekki sigursælir í þessari grein. Þórhallur Sveins- son varð 61. og Birgir Guðlaugs son 64. □ - M.A. SIGRAÐI (Framhald af blaðsíðu 8). 1,30 í Verzlunarmannahúsinu. Skákfélagið á von á að fá hingað norður, eftir lok Reykja- eða enska skákmeistarann Wade, til að tefla hér fjöltefli og klukkuskákir, við Akureyr- inga. En Skákfélagið hafði lagt drög að því að fá fyrrverandi heimsmeistarann, Tal, norður, en það var ekki hægt. Skákþing Norðlendinga verð- ur háð á Blönduósi 8. eða 9. febrúar n. k. og verður það ef. laust vel sótt. (A) vann Reyni (A) 6:0. Reynir (A) vann Þorst. Svörfuð (A) 6:0. (A) Svarfdælir unnu Þorst- Svörfuð (B) 6:0. Úrslit í 2. um- ferð: Reynir (A) vann Þorst. Svörfuð(B) 6:0. Svarfdælir (A) unnu Þorst. Svörfuð (A) 6:0. Framtíðin vann Svarfdæli (B) 6:0. □ Gúmmíslöngur allar stærðir. Verkf æri STANLEY og BAHCO VERKFÆRI nýkomin. Grána U. *)., flkureuri Simi 2393 Útför sonar okkar, JAKOBS JAKOBSSONAR, sem lézt af slysförum í Þýzkalandi 26. janúar síðastl., fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 4. febrúar kl. 1.30 e. h. Matthildur Stefánsdóttir, Jakob Gíslason. - Norðurlandsborinn VETRAR-ÓLYMPÍLEIKARNIR HAFNIR e yrsuj r rregnu- nata nu nortzt frá keþpnihm.-f 500 m skauta- víkurs^ákmó.tjsins, annaðhvot Svein' Johannesen frá Noreg (Frá Skákfélaginu), BrSdgemót UMSE sfendur nú yfir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.