Dagur - 08.02.1964, Blaðsíða 2

Dagur - 08.02.1964, Blaðsíða 2
2 Áð nýta náltúrleg gæði landsins SÍÐARI HLUTI „Og Glerá íví-efld ennþá að oss snýr, íslenzkra borga stærsía ævintýr! Hin litla á, sem feimin hjá scr fór, feliur um bæinn, orkuglöð og stór með straumablik, unz land og lögur mætast. — og áratuga drattmar þannig ræíast! I. DAL1T1Ð Höfundur greinar þessarar telur rétt að geta þess að lokum, sem hann hefir aldrei drepið á áður, svo að ljóst sé bæði bæj- arstjóm Akureyrar og öðrum, að það er engrn ný „gervi-fluga“ hjá Helga Valtýssjmi að hafa „fengið Glerá sérstaklega á heilann", og síðan gengið með þá hægsmitandi ígerð senn um áratugi, án þess að tekizt hafi að smita bæjarstjórn Akureyr- ar, eða rekast á nokkurn eldheit an áhugamann á þessum vett- vangi. — Var þó Akureyri áður fyrr fræg fyrir mikla áhuga- menn á víðum vettvangi! Sannleikurinn er sá, að H. V. hefir haft rafvirkjun og rafvæð- ingu „á heilanum“ frá skólaár- um sínum í Noregi í æsku. Og hér heima hreyfði hann þessum málum víða skömmu eftic alda- mótin, og m. a. á Eyrarbakka fyrir fullum 50 árum. — Þar hafði hann um þær mundir gert lauslegar mælingar á lítilli á og FORSPJALL. vötnum þeim, sem hún átti upp- tök sín í. Sendi H. V. síðan at- hugasemdir sínar og lýsingar, ásamt landabréfum Herforingja ráðsins af landsvæðum þessum, einu stærsta Rafvæðinga-fyrir- tæki Noregs um þær mundir („Norsk Elektrisk og Brown Bovery") og fékk frá þeim all ýtarlega sundurliðaða áætlun og tilboð um raflýsingu Eyrar- bakka. Man H. V. ekki betur, en að kostnaðar-áætlun þessi næmi um 25 þúsund krónum, sem var all-ægileg upphæð litlu kauptúni á þeim árum. Enda höfnuðu Eyrbekkingar þessu til þoði. — Síðan varð 30—40 ára þið eftir Sogs-virkjunum, sem engan var farið að dreyma fyr- ir um þær mundir. — Fyrir fáum árum fékk H. V. fyrirspurnir frá Eyrai-bakka um ýms atriði þessarar fimmtugu rafvæðingar-áætlunar, senni- lega á vegum annáls-ritara þorpsins! II. SPJALL. . .því loksins erfð’ hún aflsins dýrsta hnoss í efstu dalsbrún: NÝJAN GLERÁRFOSS.“ Þá er höfundur kominn að því, sem var tilefni þess, að hann stingur niður penna enn á ný, en það var hin gleðilega frétt af hinni fyrirhuguðu stór- auknu virkjun Laxár, þótt þar verði þiðin eðlilega all-löng. En þá bið ætti lóks áð nota til eðli- legra framkvæmda. Líkt mun hafa verið ástatt um Akureyri 1920 og Eyrar- bakka 10 árum áður. Úr litlu fjármagni var að spila, og ekki hugsað hátt. Var því hafnað virkjun Glerár ofan við Trölla- hyl (áætlað um 1500 kw.) sök- um kostnaðar, og áin síðan virkjuð á lægsta þrepi (300 kw.). Hærra var ekki hugsað þá! Tröllahyls-virlcjun Glerár hefði orðið fyrsta þrepið í þriggja þrepa virkjun Glerár, í áföngum. Næst Selgil, og loks Glerárdals-virkjun á dalsbrún, en það mun í 200 m hæð yíir sæ. En það hefir allt fram' til síðasta óratugs talizt svimandi hæð fyrir ísl. bæjarstjórnir. í dag hefði Akureyri átt að ejga sína öflugu „toppstöð" á þessum slóðum! Og þá hefðu Bretar framvegis fengið að eiga sínar dýru dísil-rafstöðvar sjálf- ir. En hingað til virðist engum í bæjarstjórn Akureyrar hafa verið gefið að hugsa svo hátt (200 m), og sjá, hvað gera mætti úr Glerá fyrir litlar 15— 20 milljónir króna, sem nú verð ur varpað á bráðabirgða-glæ næsta áratug eða lengur, meðan beðið er eftir Laxárvirkjuninni nýju. Og það verður löng bið. — Nú væri milljóna-virði sá eld legi áhugi, sem einkenndi æsku Akureyrar fyrstu tugi aldar- innar! Enginn annar íslenzkur bær en Akureyri hefir jafn glæsileg skilyrði til að stofnsetja hjá sér öfluga, heimagerða „rafvæðing- ar-toppstöð“, rétt undir bæjar- veggnum með vatnsmagni ár þeirrar, sem nú rennur vanmet- in og vanhirt — senn um miðj- an bæ —- og ætti að vera — og verður óefað á næstu áratugum mikil bæjarprýði, og „íslenzkra borga stærsta ævintýr“! Því þá veiður Akureyri orðin liorg, — og hugsar þá vonandi eins og borg sæmir! Og þá mun stjórn Akureyrar-borgar hafa lært að meta Glerá að verðleikum! En mikið átak verður á sín- um tíma að hreinsa og breiða yfir hið glæpsamlega glappa- skot núverandi Bæjarstjórnar að gera grasigróinn Glerór- bakka og árhvamm næst ofan við Réttarhvamm að sorpkistu bæjarins alla leið niður í á! En þann dæmalausa flas-verknað verður að fela algerlega fyrr en síðar! (Framhald af blaðsíðu 8). Frá aldamótum verður sú breyting, að hér vaxa upp bæir og kauptún, höfuðborgin vex örast eftir 1940. En þeim sem við landbúnað starfa hefur að sama skapi fækkaö. Skýrslur sýna að árið 1900 lifðu á landbúnaði 71,3% af þjóðinni. Árið 1930 hafði sú tala lækkað niður í 35,8%, og árið 1960 v7ar 18,8% af landsfolkinu í sveitum.... Sama saga á sér aldaþróun í öðrum menningarríkjum. Verkskiptingin er afleiðing iðn- þróunarinnar.... Framleiðsluafköst á hvern íbúa sveitanna hér á landi hafa meira en tvöfaldast á 10 árum, frá 1946 að telja, og bændur hafa fullnægt þörfinni innan- lands á þehn búvörum, sem náttúrufar gerir mögulegt að framleiða. Þá rakti ræðumaður sögu lánamála landbúnaðarins tölu- lega. Framlög ríkisins til jarða- bóta hafa aukizt tölulega, sagði hann, frá 1948, en hlutíall fram- laga miðað við kostnað hafa lækkað. Við hver kynslóðasklpti á jörðunum, eru til lítt viðráðan- leg viðfangsefni, þar sem miklu fé hefur á skömmum tíma verið varið í byggingar og ræktun, vélar og bústofn. Þess er ekki að vænta, að ungt fólk geti stofnað til yfirtöku með sama hætti og meðan minna fé var fest í jörðunum og búrekstri. stórfelld söfnun lausaskulda hef ur átt sér stað, sem eru á óhag- stæðum vöxtum og gjaldkræfar hvenær sem er. Þetta er alvar- legt vandamál, og hvetur ekki ungt fólk til að ganga inn á þá baráttuleið, sem feður þess og mæður hafa átt við að stríða. Hjá öllum fjársterkum þjóð- um, er þessi vandi leystur af sérstökum lánastofnunum, t. d. í Finnlandi, þar sem sérstök lánastofnun lánar þeim fjöl- skylduaðila, sem við jörð tek- ur og þarf að leysa út arfahluta meðarfa sinna. Þau lönd, sem liafa'”yfir miklu fjórmagni að ráða, veita jarðakaupalán til lengri lánstíma, en hér á sér stað, t. d. í Þýzkalandi er lána- tíminn allt upp í 100 ár og er þar ekki miðað við ævi manns og vextir eru mjög lágir. Þar liggur það sjónarmið til grund- vallar, að varðveizla fjár með þessum þætti er öruggari, en í öðrum viðskiptum, og verðlag á jörðum fylgir skattmatsverð- gjaldi jarðanna. En hér á sér það gagnstæða stað. Það kom fram hjó fulltrúum allra þeirra 20 þjóða, sem áttu fulltrúa á Parísarfundinum, að atvinnutekjur bænda væru of lágar og af því leiddi að land- þúnaðurinn gæti ekki greitt eins há laun og aðrar atvinnu- greinar, en rík áherzla var lögð á það, að viðhald og efling land- búnaðar og dreifbýlis hefði þjóðfélagslega þýðingu og lausn yrði að fást á þessum málum. Aðalatriðið væri að fá viður- kennda nauðsyn þess, að dreif- býlið verði ekki þurrkað út eða svelt til uppgjafar. Þegar al- þjóðleg, hagfræðileg þróun hef- ur verið tekin til meðferðar, þá virðist jafnan, að iðnþróunin og athafnalíf þéttbýlisins sitji í fyrirrúmi en þróun dreifbýlis- ins sé jafnan gerð að aukaatriði — og við þau töluð orð varð mér hugsað heim.... Á síðari árum höf.um við, án nægilegrar íhugunar, tileinkað okkur erlendar feenningar, um að það þjóni þjóðfélagslegri hag fræði, að draga sem mest af at- hafnalífi þjóðarinnar á einn stað. Fámennu þjóðfélagi er talin það fjárhagsleg ofraun að halda uppi þeirri þjónustu og vinna af hendi þær skyldur, sem skapi jafnaðaraðstöðu í þéttbýli og dreifðri byggð. Fjárhagsgrund- völlur þjóðarinnar byggist þó fyrst og fremst á framleiðslu- skilyrðunum til lands og sjávar. Undirstaðan er því, að þessi skilyröi séu nýtt. Fiskimiðin eru umhverfis allt landið og þá mætti spyrja — Er það skyn- samlegt, að sækja til þeirra frá einum og sama stað? Búrekstr- arskilyrði í hinum dreifðu byggðum er auður, sem þjóðin gerir sér yfirleitt ekki grein fyrir, hvers virði er, fyrir fram- tíð þjóðfélagsins, sem er í svo örum vexti, að fólksaukningar- tala íslands liggur helmingi hærra en fólksaukningartala Evrópu, og hefur síðustu ái'a- tugi verið yfir 2%. Það virðist ekki hagfræði, að láta skeika að sköpuðu um þau verðmæti, sem þegar er búið að leggja fram og festa á hinum dreifbýlu stöð- um, þar sem fólkið er nú að hverfa frá. Tvö heil hreppsfélög hafa lagst í auðn s.l. ár og hið þriðja á leið að fara úr byggð — vegna þess að þau fengu ekki af hendi þjóðfélagsins fulinægj- andi læknisþjónustu, höfðu ekki ljósmæður, gátu ekki hald- ið kennara og allar samgöngur voru þeim ófullnægjandi. Til þess að ná fénu af afrétti verð að fá menn að, vegna mannfæð- ar heima fyrir. Fram hafa komið raddir hér á landi um, að bót skuli á ráð- in með stórrekstri í búskap. Það þótti mér eftirtektarvert á Parísarfundinum í haust að nær allir aðilar töldu, að fjöl- skyldubúskapur eigi að vera ráðandi. Þjóðverjar túlka þá skoðun sína, að stærð bús eigi að miða við það, að þrjár fjöl- skyldur hafi samstarf um rekst- ur einnar búeiningar. ítalir vilja, að heimilin séu í hverfum, en leggja áherzlu á, að lífsskoð- anir fólksins verði að ráða rekstrarforminu og hvernig smvinnu skuli haga í rekstri. Það talaði aðeins ein rödd fyrir ríkisbúskap. Nýlega var gerður í fsrael samanburður á samyrkjubúum og iitlu einstaklingsbúunum. Útkoman var sú, að bæði búin gátu greitt jafn mikið fyrir hverja vinnustund. Stóru sam- yrkjubúin hafa sína efnahags- legu yfirburði, fyrst og fremst á akuryrkju og ávaxtarækt, en ekki í búfjárrækt. Þá ræddi Pálmi um, að heild- arskipulag byggöanna og þróun yrði að gera af þeim aðilum sem við ættu að búa, og samtök- um þeirra. Þá benti hann á möguleikann á þjónustutekjum af vaxandi hópum ferðamanna, sem aðrar þjóðir legðu áherzlu á og nýtingu ýmsra ónotaðra auðlynda. Ræðumaður tók í lokin sam- an meginatriði hins umfangs- mikla umræðuefnis og sagði þá m. a.: Þjóðin verður að nýta framleiðsluskilyrðin í sveitum landsins með því að efla fjár- hagsgrundvöll þess fólks, sem í dreifbýli býr, fullnýta landið og stuðla að því, að lífskjör sveit- anna séu í jafnaðaraðstöðu við þéttbýlar byggðir. í öðru lagi sé að því stefnt, að í dreifþýlum sveitum sé kom- ið upp athafnalífi og þjónustu- störfum, sem styðji að bættum afkomuskilyrðum, samhliða efl- ingu landbúnaðar á viðkomandi stöðum. í þriðja lagi finnst mér að komi til greina varðveizla á kerfun þess fjölskyldubúskapar sem fyrir er í landinu á grund- velli samstarfs og samhjálpar, m. a. með það fyrir augum að hagnýta megi fyllstu tækni. í fjórða lagi. Af þeirri 15 ára reynslu sem ég hef af ábúðar- málum hérlendis vil ég leggja áherzlu á, skipulag búrekstr- arforma hér, sem grundvölluð eru í sjálfseign og sjálfsábúðar- fyrirkomulagi í landinu. Við á- kvörðun stærða á búseiningu, þá held ég að væri heppilegt, að leggja lífsþarfir fjölskyldunnar til grundvállar og stefnt að því að búið gefi fjölskyldunni fulla atvinnu al-la tíma árs og veiti öllum fjölskyldumeðlimum full- ar tekjur til sómasamlegs lífs- framfæris, sem í fullu samræmi sé við lífsframfæri annarra stétta. Þá kemur til álita að tvö eða fleiri heimili taki upp sam- vinnu til að draga úr þeirri þvingun, sem alger einyrkjaað- staða veldur. Sveitalíf og bændamenning v.ar sá varnarmúr, sem skýldi íslenzkri þjóðmenningu, varð- veitti sögu þjóðarinnar, skóp menntir hennar, grundvallaði þá þrautseigju, sem hvorki óár- an né útlent vald gat kúgað. Það er ekki vanzalaust á vorum tímum, ef við kunnum ekki að vernda þesar eigindir í þjóðar- stofninum og aðlaða tæknimenn ingu nútímans í þjónustu land- búnaðarins á hagrænan hátt. Fyrst um sinn verður að miða landbúnaðarframleiðslu við þjóðarþarfir. En hins vegar verðum við að stefna að því með þeim hætti, að í hverju framleiðsluárferði, sem er, þá sé framleiðsla yfir neyzluþörf þjóðarinnar á hverjum tíma. Stöðnun í framleiðslu landbún- aðarvara leiðir á 4—5 árum til vöntunar búvöru á innanlands- markaði. Framleiðslutakmark- anir í landbúnaði eru vanhugs- aðar, þar sem að ljóst liggur fyrir, að fólksaukningin í land- inu verður á komandi árum mest í þéttbýlinu. Fyrir síðustu aldamót voru erfiðir tímar hjá íslenzku þjóð- inni, er leiddi til brottflutnings (Framhald á blaðsíðu 7). III. LOKA-SPJALL. Að lokum vill H. V. geta þess ir hann aldrei ætlað sér að til nauðsynlegrar skýringar, en flytja bæjarstjórn Akureyrar eigi áfsökunar, að auðvitað hef- (Framhald á blaðsíðu 7).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.