Dagur - 08.02.1964, Blaðsíða 8

Dagur - 08.02.1964, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR AF VETR- ARVERTÍÐ voru útvegmum mjög nauðsynlegar FYRIR 5—10 árum voru þeir, sem þá fóru með sjávarútvegs- mál í ríkisstjórn og á Alþingi, búnir að gera sér grein fyrir því, að mikill munur er á rekst- ursaðstöðu frystihúsa og ann- arra fiskvinnslustöðva eftir því, hvar þær eru staðsettar á land- inu, ef miða skal við sama fisk- verð um land allt og á öllum árstímum. Þar sem útgerð er lítil og fiskvinnslustöðvar þar af leið- andi ekki stórar í sniðum, verð- ur óhægara um vik að koma við nýjustu tækni og vinnuhagræð- ingu, því að hvort tveggja krefst stofnfjár og mikilla verk- efna. Hitt skiptir svo ekki minna máli eða hefur gert, að mikill munur er á því, hvort fiskurinn er stór eða smár. Það er dýrara að vinna smáfiskinn og nýtingin lakari. Sums staðar eru „ormar“ í fiski, a. m. k. á vissum árstímum og tefur það pökkunina. Sums staðar er sjór éingöngu sóttur á smábátum, sem eru háðari veðri en hin stærri skip. Vinnslan verður þá líka slitróttari, og slíkt er óhag- kvæmt í rekstri, miðað við stöð- uga starfsemi. Utgerðarmenn og sjómenn á Norður- og Austurlandi og vinnslustöðvar þeirra eiga nú við þessa örðugleika að stríða, í miklu ríkara mæli en þeir, sem fást við sjávarafla annars staðar, þar sem fiskur er stærri og aflamagnið meira og jafnara. Sumir kunna hér einfalt ráð: Að leggja niður fiskveiðar fyr- ir norðan og austan, aðrar en síldveiðar, og stunda sjóinn, þer sem aflamagnið er mest og fiskurinn stærstur. Þetta er landeyðingarstefna og myndi koma þjóðinni óþægilega i koll, enda er sjávarútvegur hér, í sjálfu sér mikilsverður og góð- ur atvinnuvegur. Fiskimiðin fyrir sunnan eru ekki ótakmörkuð og víst er um það, að ekki haldast fiskigöng- ur að öllu óbreyttar öld fram af öld. Sjávarútveg landsins ber að efla, og margt bendir til þess að úr sjávaraflanum mætti vinna afurðagóðar vörur, í rík- ara mæli en nú er gert. Eftir 1950 var svo komið að flestar fiskvinnslustöðvar norð- anlands og austan voru reknar með tapi. Þá voru teknar upp í verðlagskerfið sérbætur á smáfisk og ýsu og sumarveidd- an fisk. Ýmsir fjármálamenn í höfuðborginni hæddust að þessu fyrirkomulagi, og af því að Framsóknarflokkurinn hafði beitt sér fyrir því, töluðu þeir (Framhald á blaðsíðu 7). i\uiuuriimui ei iiliu uiii gerð á vetrarvertíð, og eru bát- ar þaðan yfirleitt gerðir út frá höfnum suðvestanlands. Af stærri bátunum munu einhverj- ir verða gerðir út á línu frá Ólafsfirði, Siglufirði, Skaga- strönd og Hólmavík, togveiðar frá Akureyri og Dalvík. (Framhald á blaðsíðu 7). Það er aldrei til iirleff ffæði landsins s að iifta ekki nátt- sagði Pálmi Einarsson landnámsstjóri á síðasta bændaklúbbsfundi að Hótel KEA sl. mánudag SÍÐASTA mánudag var bænda- klúbbsfundur að Hótel KEA á Akureyri. Frummælandi var Pálmi Einarsson landnámsstjóri en fundarstjóri Eggert Davíðs- son bóndi á Möðruvöllum. Þrátt fyrir vont veður mættu fast að 100 manns. Framsöguerindi landnáms- stjóra var langt og ýtarlegt og er ekki rúm til að birta það, nema nokkra stutta kafla. Hann sagði frá því meðal ann ars að hann hefði á s.l. hausti verið í París, þar sem tuttugu þjóðir báru saman bækur sínar um landbúnað. Hann sagði: Við stöndum frammi fyrir því, að í dag er landbúnaðurinn á íslandi ekki lengur aðferð þeirra, sem búa, til að lifa, það er liðinn sá tími að heimili í sveit sé óháð stofnun, sem í einu og öllu getur búið að sínu, framleitt allt, sem fólkið þarf með, og heimilin voru jafnframt kennslustofur og iðnaðarstöðv- ar. Þau mótuðu uppeldið og fóstruðu sérstæða heimilismenn ingu. Landbúnaðurinn er nú orðinn margþættur viðskipta- búskapur og á að vera annar stærsti þjóðfélagsþátturinn und- ir þjóðfélagsbyggingunni allri. Pálmi Einarsson landnómsstjóri. Hann skapar verðmæti, sem þjóðin þarf til neyzlu sinnar, hann sparar gjaldeyri og hann skapar gjaldeyri. Landbúnaður- inn er veigamikill grundvöllur þess menningarlífs, sem að þjóð in í heild óskar að geta veitt sér. Við höfum kastað fyrir borð frumstæðum búskaparháttum liðins tíma. Þess í stað hefur landbúnaðurinn tileinkað sér tæknibyltingu nútímans og oi'ð- ið að gera það á skemmri tíma en þær þjóðir, sem okkur standa næstar og eru okkur skyldastar. (Framh. á bls. 2.) Vöruskiptajöfnuður óhagstæður um 670 millj. BRÁÐABIRGÐATOLUR Hag- stofunnar um verðmæti útflutn- ings og innflutnings sýna að vöruskiptajöfnuðurinn við út- lönd er áhagstæður á árinu 1963 um nær 670 millj. króna. Utflutningsverðmætin voru 4046.5 millj. kr. en innflutning- urinn nam 4715.9 millj. kr. Þar af voru vélar og skip fyrir 379 millj. kr. í desembermánuði sl. varð vöruskiptajöfnuðurinn óhag- stæður um 143.7 millj. kr. □ PLASTEINANGRUN H.F. við Sjávargötu á Akureyri hefur endurnýjað framleiðslutæki sín, og skilar nú fast að því helmingi meiri framleiðslu en áður, með sama starfsliði. Tæki þau, sem hér um ræðir, eru freiðari og mót af fullkomnustu gerð. Plasteinangrun h.f., sem starfað hefur í þrjú ár, heíur ekki annað eftirspurn á einangrunarplasti. Var breytingin því hin þarfasta. Verkstjóri er Páll A. Pálsson, og er hann hér á myndinni v.ð nýja mótið. Framkvæmdastjóri er Mikael Jó- hannesson. (Ljósmynd: P.A.P.) KRISTJÁN RAGNARSSON, ■ starfsmaður Landssambands ísl. útvegsmanna, flutti nýlega út- varpserindi um þátttöku skipa í vetrarvertíðinni. Hann hvað 54 skip vera á síldveiðum syðra, en þátttöku í línuveiðum og netaveiðum kvað hann væntan- lega verða þessa í einstökum verstöðum eða landshlutum. í Vestmannaeyjum 80 bátar, en , þó vafi um allmarga vegna skorts á sjómönnum þar. í Þor- lákshöfn, Eyrarbakka, Stokks- - eyri að líkindum 15. Á Suður- nesjum 90 bátar. í Hafnarfirði og Reykjavík og á Akranesi 70 bátar. Við Breiðafjörð 24 bátar. Á Vestfjörðum 46 bátar. Á Aust • fjörðum 24 bátar. Alls eru þetta 340—350 bátr, sem talið er að gerðir verði út eftir að neta- veiði hefst, en munu þó verða NÝTT FÍSKISKIP kom til Dalvíkur 3. þ. m., 239 tonn, heiíir það Bjarmi II EA 110. Eigandi er hlutafélagið Röðull. Bjarmi II er stál- skip, smíðaður í Sandefjord í Noregi hjá Framnæs Mek. værksted. Aflvélin er Lister-díselvél, 660 hestafla og ljósavélar eru tvær aí Lister-gcrð. Skipið er búið fullkomnustu siglinga- og fiskileitartækjuni, svo og öryggistækjum. Helgi Jakobsson DaJvík, sigldi skipinu heim, en skipstjóri verður Jóliannes Jónsson, stýrimaður Sigurður Haratdsson og fyrsti vélstjóri Bjarni Jónsson, allir frá Dalvík. Bjarnii II fer á síldveiðar einlivern næstu daga. Ganglna M í reynzluför var 11,6 sjómílum en á lieimsiglingu 10 sjómílur. Skipið Jireppti versta veður á síðasta sólarliring lieimferðarinnar og var mjög sílað er það kom í lieima liöfn síðla dags 3. þ. m. Bjarmi II þykir hið álitlegasta skip og vonandi fylgir honum gæfa og gengi. — Ljósmyndin var tekin í Noregi í reynzluförinni. □ SÉRBÆTUR TIL FISKVINNSLUSTÖÐVA nokkru færri, ef síldveiðin helst fram á vorið. Um Norðurland sagði ræðu- maður:

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.