Dagur - 08.02.1964, Blaðsíða 7

Dagur - 08.02.1964, Blaðsíða 7
7 Laxár-virkjunin nýja og rafvæðing Akureyrar (Framhald af blaðsíðu 2). nein ókunn fræði um rafvæð- ingu bæjarins, heldur aðeins viljað ýta við þeim, sem hættir til að dotta á verðirium, svo að þeir hrökkvi upp og sjái það, sem blasir við allra augum! Og í því skyni einu hefir H. V. und- anfarna áratugi skrifað all-marg ar blaðagreinar um „ gulla- kistu“ Glerárdals tíl hvatningar og uppörvunar, og sumar „að gefnu tilefni“ m. a. t. d.: „Gler- árþankar við kertaljós í Laxár- myrkri“ („Dagur“ 10. og 17/2. 1960) og „Glerárþankar í Góu- sól“ („Dagur“ 2. apríl 1960) o. m. fl. Þar var einnig sagt frá norskri vatnavirkjun, þar sem vatnsmagn og aðstaða öll minn- ir mjög á Glerá. Bjölvefossinn í Harðangri var óvirkjaður tal- inn 650 kw., við frumvirkjun um 2000 kw. og loks fullvirkj- aður 33.000 kw. Þetía hélt H. V. að myndi þykja íróðleg tíð- indL En svo virðist þó ekki hafa verið. Að 50 árum liðnum (2014) mun borgarstjóm Akureyrar senda Helga Valtýssyni hug- skeyti, — sem þá verða í tízku, — í sama skyni og Eyrbekking- ar forðum, og spyrjast fyrh', hvemig hann hefði hugsað sér virkjun Glerár í þremur áföng- um, því talið sé, að hann hafi þrásinnis hreyft því máli um miðja 20. öld. Nú sé Glerá orð- in Akureyrar. stolt og borgar- prýði, en leiki framvegis laus- beizluð alla leið ofan af DaL — Nú hafi tveim nýjum mönnum í boi-garstjórn hugkvæmst, að eigi mætti lengur dragast að gera þessu fegursta ævintýri ís- lenzkra bæja full og verðug skil! Hafi þeir fengið tillögu samþykkta á þeim vettvangi. — Og þar með sé fullnaðar- virkjun Glerár komin á dagskrá borgarstjórnar Akurcyrar! Helgi Valtýsson. ATVINNA! Tvær stiilkui' óskast, helzt strax. HÓTEL KEA é Mínum k'céru sveitungum og öðnim vinum, sendi & ég hlýjar kveðjur og þahkir fyrir heimsóknir, heilla- £ skeyti og hlý handtök á sextugsufmœli minu, 2. febr. | TÓMAS GUÐLAUGSSON, Hclgafelli, -t © -r Svalbarðsströnd. <3 ■k f I * ? © TRYGGVI JÓNASSON, fyrrverandi fiskmatsmaður, sem andaðist í Ivristneshæli 3. þ. m. verður jarðsettur þriðjudaginn 11. þ. m. kl. 1.30 e. h. frá Akureyrar- kirkju. Útför HELGA EIRÍKSSONAR frá Þómstöðum verður gerð frá Kaupangskirkju fimmtudaginn 13. febrúar. — Kveðiuathöín hefst í Akureyrarkirkju kl. 1.30 e. h. Vandamenn. Þökkum af heilum hug öllum fjær og nær auðsýnda sanuíð við andlát og jarðarför okkar elskulega sonar og bróður JAKORS JAKOBSSONAR. Sérstakt þakklæti viljum við færa Karlakórnum Geysí, stjórn og félögum úr Knattspymuíélagi Akur- eyrar, svo og öllum öðrum íþróttasamtökum í iandinu er heiðmðu minningu hins látna. Mattliildur Stefánsdóttir. Jakob Gíslason. Friðrika Jakobsdóttir. Sigurlaug Jakobsdóttir. Jóhann Jakobsson. Gunnar Jakobsson. Haukur Jakobsson. - SERBÆTUR ... (Framhald af blaðsíðu 8). menn stundum um „framsókn- arýsu“ og „Eysteins-stútung", og það sem meira máli skipti en hrópyrði, var að með þessum hætti, „sérbótunum“, tókst að rétta hag vinnslustöðvanna og gera þeim kleift að greiða sama verð fyrir smáfiskinn. Hitt er svo ekkert launungarmál, að fyrir sunnan var þetta fyrir- komulag misnotað af sumum með ríflegu framtali á fiski, sem sérbætur voru greiddar á, enda þótt þeir, sem þar áttu hlut að máli hefðu í rauninni ekki þörf fyrir þessa tegund verðuppbóta. Með efnahagslöggjöfinni 1960 voru sérbætur felldar niður með auðsæum afleiðingum. Verð á smáfiski hefur lækkað og má færa nokkur rök fyrir því, að una verði einhverjum verðmun á þessu sviði. En lækk un smáfisksins nægði engan veg inn til að tryggja rekstur vinnslustöðvanna norðan- og austanlands, og því er komið, sem komið er víða og þó senni- lega verr en ýmsir halda. í sambandi við hið nýja skatta- og uppbótarfrumvarp ríkisstj órnarinnar fluttu Fram- sóknarmenn tillögu um að nokkurri fjárupphæð yrði var- ið til stuðnings þeim fiskvinnslu stöðvum, sem einkum vinna úr sumarveiddum fiski og lakasta rekstursaðstöðu hafa, enda nauðsynlegt hlutaðeigandi byggðarlögum, að þessi fyrir- tæki starfi. Þessa tillögu felldu þingmenn stjórnarflokkanna, og sumir þingfulltrúar héðan af Norðurlandi áttu þar hlut að. Þeir verða þá vonandi til við- tals um að tryggja sjávarútveg- inn norðanlands og austan með öðrum ráðum. Q - AFURÐALAN ... (Framhald af blaðsíðu 1). Eyjafjarðar eiga sæti: Ármann Dalmannsson, Eggert Davíðs- son og Jón Hjálmarsson. f sambandi við afgreiðslu fjárhagsáætlunar ákvað stjórn sambandsins'' aiír 'leggja '20 bús. krónur við áður ákveðið fram- lag úr Minningarsjóði prófasts- hjónanna á Hofi, sem sonur þeirra, Hannes Davíðsson stofn- aði á sínum tíma. TAPAÐ KVENARMBANDSÚR með gráu leðurarmbandi, tapað. Finnandi \insaml. hringi í síma 2165. Fundarlaun. AKUREYRINGAR ATHUGIÐ! Litskuggamyndir frá heim- sókn Kommandör Wester- gárds í haust, og myndir frá Skálholtskirkju, gosi í Surts- ey o. m. fl. verður sýnt á fjölskyldusamkomu í sal Hjálpræðishersins n. k. sunnu dag kl. 4 e. h. — Sunnudaga- skóli kl. 2 e. h. Samkoma kl. 8,30 e. h. Heimilasamband mánudag kl. 4 e. h. Kapt. Ástrós Jónsdóttir stjómar og talar á þessum samkomum. Allir velkomnir. — Hjálpræð- isherinn. SÆTAFERÐIR í Skíðahótelið á laugardag kl. 13, á sunnu- dag kl. 9 — 10 — 13 frá Ferða skrifstofunni Túngötu 1. — Strætisvagnar Akureyrar. - Hugrún skáldkona (Framhald af blaðsíðu 5). hitt handritið vil ég ekkert segja að svo stöddu. Þú ferð utan öðru hverju til að auðga andann? Já, ég hef oft farið utan og haft mjög gott af því. Þar hef ég viðað að mér efni í bækur og útvarpserindi, segir Hugrún, eða frú Filippía Kristjánsdóttir, að lokum og hafði hún ekki að þessu sinni tíma til lengri samræðna. Blaðið þakkar hinni norð- lenzku skáldkonu viðtalið og óskar henni góðs gengis. Q TRESMIÐAVELAR TIL SÖLU: Aíréttari og hjólsög. Uppl. í síma 2036. ÍSSKÁPUR TIL SÖLU notaður, með nýju fyrsti- kerfi. Sími 1805. STOFA ÓSKAST, helzt á brekkunni utan- verðri, þó ekki aðalatriði. Sírni 2029. AUGLYSIÐ I DEGI OBYRT! - ODYRT! BARNANÁTTFÖT kr. 66.50 TELPUNÁTTFÖT kr. 110.00 DÖMUNÁTTFÖT kr. 149.00 REYKJARPIPUR kr. 185.00 KLÆÐAVERZLUN SIG. GUÐMUNDSSONAR HUS TIL SOLU Til sölu er íbúðarhús mitt við Hjalteyri. — í lnisinu eru 2 íbúðir á sörnu hæðinni. í kjallara þvottahús ásantt 4 geymsluherbergjum. Til greina kemur sala á annarri íbúðinni. — Hrisið getur verið laust í vor. ÆGIR SÆMUNÐSSON. KRAKKAR! Krakkar! Barna- samkomur verða öll kvöld vik unnar kl. 6 e. h. frá og með deginum í dag. — Hjálpræðis- herinn. DANSLEIKUR verður í Laug- arborg á sunnudagskvöld 9. febrúar, að aflokinni sýningu á Jósafat. - Bændaklúbbsfundur (Framhald af blaðsíðu 2). fólks úr landi. Eftir aldamót hófst þróunarsaga þéttbýlis, kaupstaða og kauptúna við sjó og höfuðborgin rís upp. frá þeim tíma hafa flestir, er horf- ið hafa úr sveitunum, látið sér nægja að færa byggð sína til strandar. Nú bíða sveitirnar með stórfelld verkefni óleyst, til hagsbóta fyrir þjóðina alla. Og íslenzkur landbúnaður stend ur í dag með næg vopn í hönd- um, er skapa færar leiðir til að koma á bættum og öruggari búnaðarháttum. Þessi vopn eru: Vel uppbyggt félagsmálakerfi í fjölbreyttum landbúnaðarsam- tökum, bæði á sviði framleiðslu, viðskipta, ræktunar og menn- ir.garmála. Þjóðin má ekki ljá þeim áróðri eyra, að takmarkan- ir séu settar um það, hve marg- ir bændur eigi að vera í land- inu. Og við megum ekki láta telja okkur trú um að það sé ekki hægt að lifa mannsæmandi lífi í sveit og við sveitabúskap. Gæði landsins eigum við að nytja tíl hins ýtrasta. Það er aldrei til ávinnings að nýta ekki náttúrleg gæði landsins. í kjöl- far slíkrar aðstöðu höfum við dæmi um glötun sjálfstæðis. Q Hið mikla „sigurverk44 (Framhald af blaðsíðu 4). sem nú eru í þrennu lagi með sína þrjá milljarða, sem taka skal af fólkinu eftir ýms um leiðum, og það sýnir sú öfugþróun á nær öllum svið- um efnahagslífsins, sem við blasir. ____Eftir. allt þetta bera .ein- stöku menn sér það í numn, að „viðréisnin" liafi tekizt! □ - SÉRBÆTUR ... (Framhald af blaðsíðu 8). Hér er eins og verið sé að segja fréttir frá ókunnu landi, jafnvel austa við tjald og eng- ar tölur nefndar. Því fer fjarri, að norðlenzkir bátar, sem ekki fara suður, standi yfirleitt uppi í naustum allan veturinn. í flestum verstöðvum á Norður- landi stunda menn sjó , meira og minna eftir miðvetur, eink- um á þilfarsbátum en einnig á hinum stærri trillum, þegar veður leyfir. Vera má, að hér sé ekki um mikið aflamagn að ræða, miðað við heildar-ársafla landsmanna. En vel færi á því, að LÍU fylgdist betur með báta- útgerð Norðlendinga en fisk- veiðitímaritið Ægir hefur gert, og birti fréttir af þeirri starf- semi ekki síður en sjósókn í öðrum landshlutum. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.