Dagur - 08.02.1964, Blaðsíða 1

Dagur - 08.02.1964, Blaðsíða 1
NÝIR KAUPENDUR fá framhaldssöguna, „GULLNA BORGIN“ frá byrjun. Hringið í síma 1166 eða 1167. Dagur XLVII. árg. — Akureyri, laugardaginn 8. febrúar 1964 — 11. tbl. VINSAMLEGA LÁT- IÐ VITA EF VAN- SKIL VERÐA Á BLAÐINU. Símar 1166 og 1167. VATNSDÆLIR SELJA LAXVEIÐIRÉTT FYR- IR MIKLA FjÁRHÆÐ Blönduósi 7. febrúar I gær voru undirritaðir í Reykjavík samn- ingar um veiðileyfi í Vatnsdals- á næstu lO árin. Þeir sem samn- ingana gerðu voru fulllrúar landeigenda á veiðisvæðinu og hins vegar Ieigutakarnir, tveir Englendingar. Með Vatnsdalsá fylgja tvær litlar þverár, Álka og Kornsá. ÁRSLEIGAN £7000. • Ársleigan er 7000 sterlings- pund, sem samsvarar um 850 þúsund íslenzkum krónum. Eng lendingarnir greiða einnig 8300 pund fyrir veiðihús, sem bænd- ur láta í té, en eignast eftir 10 ár, og 1000 st.pund á ári til fiski ræktar, ennfremur greiða þeir fé fyrir fiskveg í gegnum Flóð- ið. Bændur, sem hér eiga hlut að máli, munu vera um 50 tals- ins. Leigutakarnir heita John Askley Cooper og Hazel Hurst. Tómas Árnason lögfræðingur annaðist samningagei'ð fyrir hönd bændanna. Til gamans má geta þess, að þeir samningar, sem síðast voru í gildi um leigu Vatnsdalsár hljóðuðu upp á 350 þús. kr. árs- leigu. Fyrir þrem árum var leig an 55 þúsund krónur. Síðustu tvö árin hafa veiðst allt að 1200 laxar í Vatnsdalsá, hvort sumar. Áin er talin mjög skemmtileg og hæg veiðiá, auk hinnar miklu laxgengdar. Ó.Sv. ÞESSI MYND átti að fylgja frásögn í síðasta blaði af byggingaframkvæmdum á Akureyri. Hún er frá Glerárhverfi. (Ljósm.: E. D.) YIRKJUN VIÐ BÚRFELL OG STÓRIÐJA VIÐ FAXAFLOANN Skýrsla ríkisstjórnarinnar á Alþingi um málið ATIIUGANIR STÓRIÐJUNEFNDAR benda til þess, að 105 þús- und kw orkuver við Búrfell sé liagkvæmasta stórvirkjunin hér á landi. Og staðsetning aluminíumverksmiðju ódýrust og hag- kvæmust við Faxaflóa sunnanverðan, sagði Jóhann Hafstein iðn- aðarmálaráðherra, í skýrslu, sem hann gaf Alþingi s.l. miðvikudag. Hann sagði, að virkjunin myndi kosta rúmlega 1100 milljónir kr. með línu til Reykjavíkur, og stækkun úr 105 þúsund kw í 210 þúsund kvv 600 milljónir. Þrjátíu þúsund tonna aluminiumverk- smiðja, sem telst í minna lagi, myndi kosta 1100 milljónir króna, eins og 105 þúsund kvv orkuverið með raflínu til höfuðborgarinnar. Ráðherrann sagði ennfremur, að einnig væri verið að „athuga möguleika á því, að aluminíum- bræðsla yrði staðsett við Eyja- fjörð, ef háspennulína yrði lögð frá Búrfelli til Akureyrar.11 Ákveðnara var þetta ekki. Hann kvað liafa verið rætt við útlend aluminíumfyrirtæki og Alþjóðabankann um þessi mál. Eysteinn Jónsson taldi nauð- synlcgt að Alþingi fengi þetta stórmál í hendur, áður en meira v'æri aðhafst af liálfu stjórnar- valda. Gísli Guðmundsson minnti á ályktun Alþingis fyrir þrem ár- um, um virkjun Jökulsár á Fjöllum til stóriðju. Ilann taldi illa farið, að enginn heimamað- ur á Norður- eða Austurlandi ætti sæti í stóriðjunefnd, og spurði livort liægt væri að gefa upplýsingar um möguleika á framleiðslu tilbúins áburðar til útflutnings. Slíkar upplýsingar reyndust ekki vera fyrir hendi á þmg- fundinum. Ræðutími var tak- markaður. □ AKUREYRINGAR KREFJAST RANNSÓIÍNA Á JARÐHITA í GÆR fóru nokkrir starfs- menn Vegagerðarinnar á Ak- ureyri á stúfana með undir- skiiftaskjal, þar sem skorað er á bæjaryfirvöld og alþing- ismenn að láta hraða rann- sóknum á jarðhita á Akur- eyri og nágrenni, með tilliti til borunar. Jafnframt er mótmælt brottflutningi Norð urlandsborsins, suður. Hundruð manna og kvenna höfðu undirritað áskorunina eftir 2 klst. og á sumum vinnustöðum óskuðu allir að rita nöfn sín. Laun verzlunarlólks hækka um 40% samkvæmt úrskurði kjaradóms í fyrrakvöld f LOK verkfalls verzlunar- og skrifstofufólks í desember sl. voru kjaramálin lögð fyrir kjai'adóm. Sá dómur hefur nú lokið störfum og kveðið upp úr- skurð sinn. 40% HÆKKUN. Samkvæmt honum hækka laun verzlunar- og skrifstofu- fólks, þ. e. þeirra samtaka, sem undir dóm gengu, um rúmlega 40%. Þeir, sem þessa kauphækk un fá nú, munu vera 15—20% hærri í launum en opinberir starfsmenn, að því er talið er, enda mun hinn nýkomni úr- skui'ður kjaradóms m. a. hafa Afurðalán til landbúnaðarins verði aukin Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar hófst að Hótel KEA á Akureyri 3. febrúar og lauk daginn eftir. Mættir voru, auk stjórnar og starfsmanna, full- trúar frá 15 búnaðarfélögum. Formaður sambandsins, Ár- mann Dalmannsson, flutti skýrslu stjórnarinnar, en ráðu- nautarnir sínar starfsskýrslur. Minnst var látins heiðursfélaga, Hannesar Davíðssonar frá Hofi. Sambandið á nú rúmlega einnar millj. króna skuldlausa eign. NOKKRAR SAMÞYKKTIR. Ut af erindi Iiermóðs Guð- mundssonar ds. 8. jan. s.l. sam- þykkir fundurinn að heimila stjórninni vegna 1% gjaldsins til Stofnlánadeildar landbúnað- arins, greiðslu úr félagssjóði hluta BSE, þóknun til mála- færslumanns. Aðalfundurinn heimilar stjórn sambandsins að hefjast handa, eins fljótt og verða má, um byggingu nýs búvélaverkstæð- is á lóð þeirri, sem búvélaverk- stæðinu hefur verið úthlutað á Gleráreyrum, norðan Glerár. Aðalfundur BSE beindi þeim tilmælum til Búnaðarfé- lags íslands og Stéttarsambands bænda, að vinna að því við stjórnai'völd landsins, að aðurða lán til landbúnaðarins verði aukin það mikið, að útborgun- arvei'ð til bænda verði ekki inn an við 90% af afui'ðavérði. Stjórn sambandsins var falið að kynna sér, hvort áhugi væi'i fyrir því, að vinnuflokkur ann- aðist byggingafi'amkvæmdir í sveitum — og hvort mögulegt væri að koma því á. Stjórninni var falið að efna til bændafei'ð- ar næsta sumar. Þá samþykkti fundurinn að leita samstarfs UMSE um að stofna til námskeiða í mælsku- list. Aðalfundui'inn samþykkti að fela stjórninni að efna til nám- skeiðs í vélklippingu sauðfjár. í stjórn Búnaðarsambands (Framhald á blaðsíðu 7). grundvallast á síðustu almennu 15% launahækkuninni. ELLEFU FLOKKAR I LAUNA STIGANUM. í launastiganum er gert ráð fyi'ir 11 flokkum og er það breyting fi'á því sem áður var og gerir samanbui'ð ógleggri. Kauphækkun verzlunarfólks miðast við 1. október s.I. Á Akureyri var kjaradómi hafnað af hálfu vei-zlunar- og skrifstofufólks. En að sjálfsögðu verða nýir samningar byggðir á þeim úrslitum, sem hér liggja fyrir. □ Gunnar Guðbjarts- son talar á næsta Bændakl úbbsf undi NÆSTI BÆNDAKLÚBBS- FUNDUR verður á mánudag á Hótel KEA kl. 9 e. h. Fruni- mælandi Gunnar Guðbjarts- son formaður Stéttarsambands Bænda. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.