Dagur - 19.02.1964, Side 5
4
5
Dagur
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1166 og 1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
Stórvirkjun
NÝLEGA flutti Eysteinn Jónsson og
fleiri þingmenn Framsóknarflokks-
ins á Alþingi tillögu til þingsályktun
ar um að Alþingi kjósi 7 manna
nefnd til að kynna sér niðurstöður
þeirra rannsókna á stórvirkjunar-
möguleikum hér á landi, sem fram
hafa farið. Hlutaðeigandi ríkisstofn-
un veiti nefndinni allar umbeðnar
upplýsingar.
í greinargerð með þessari þings-
ályktunartillögu segir m. a. svo:
„Hinn 5. febrúar s.l. svaraði iðn-
aðarmálaráðherra fyrirspurn á Al-
þingi varðandi undirbúningsathug-
anir á möguleikum til stórvirkjana
og stóriðju á íslandi.
Flm. þessarar tillögu eru þeirrar
skoðunar, að stórvirkjunar- og stór-
iðjumálin séu nú, eftir skýrslu iðn-
aðarmálaráðherra, komin á það stig,
að skylt sé og óhjákvæmilegt, að um
þau verða fjallað á Alþingi á þann
hátt, sem gert er ráð fyrir í þessari
þáltill., og að ríkisstjórnin eða starfs-
menn hennar eigi ekki héðan af að
hafast neitt að, sem miklu skiptir, í
þeim málum, fyrr en Alþingi hefur
ált þess kost að kynnast þeim nánar
og marka þar stefnu, þegar nefnd sú
hefur lokið störfum, sem kjósa skal
samkvæmt tillögunni.
Það er með öllu óeðlilegt, að ríkis-
stjórnin ákveði virkjunarstað eða
staði fyrir stórvirkjun, stofni til
ákveðinnar tegundar af stóriðju og
ákveði staðsetningu hennar eða haldi
nú áfram viðræðum við erlend stór-
iðjufyrirtæki og fjármálastofnanir
um stóriðjurekstur liér á landi, án
þess að Alþingi liafi þar hönd í
bagga.
Hinn 22. marz 1961 samþykkti
Alþingi þingsályktun um að undir-
búa virkjun Jökulsár á Fjöllum til
stóriðju, svo liljóðandi:
„Alþingi ályktar að skora á ríkis-
stjórnina að láta hraða gerð fullnað-
aráætlunar um virkjun Jökulsár á
Fjöllum og athugun á hagnýtingu
orkunnar til framleiðslu á útflutn-
ingsvörum og úrræðum til f járöflun-
ar í því sambandi.“
Síðan þessi ályktun var afgreidd til
ríkisstjórnarinnar, eru nál. 3 ár lið-
in. Engin skýrsla hefur verið gefin á
Alþingi eða þingnefndum um, að
lokið sé því verki, sem skorað var á
stjórnina að framkvæma.
Iðnaðarmálaráðherra gaf á hinn
bóginn 5. febr s.l. í fyrirspurnatíma
á Alþingi lauslega skýrslu um „at-
huganir“ svonefndrar stóriðjunefnd-
ar, sem skipuð var af ríkisstjórninni
án samráðs við Aljjingi vorið 1961,
og „raforkumálastjórnar ríkisins,“
en athuganir Jressar eru samkvæmt
skýrslu ráðherrans sem hér segir:
(Framhald á blaðsíðu 7).
Olympíudómarinn á Akureyri
Höskuldur Markússon, segir hér frá Þýzkalandi
Hitlers, athurðum á knattspyrnuvellinum o. fl.
MARGA ókunnuga menn, bæði
innlenda og erlenda bar að
garði í gróðurhúsum, sem ég
vann við fyrir um það bil aldar-
fjórðungi síðan, og man ég
fæsta af þeim, nema vegna ein-
hverra sérstakra atvika, er þá
komu fyrir. Glöggt man ég eft-
ir erlendu kærustupari, er
þangað kom, myndarlegum
manni og fallegri konu, þau
voru svo yfir sig ástfangin.
Þetta var Höskuldur Markús-
son og frú, þýzkir Gyðingar, ný-
lega sloppin undan ógnarstjórn
Hitlers.
Þau settust síðan að á Akur-
eyri og eiga hér heima, eru ís-
lenzkir í-íkisborgarar og eign-
uðust íslenzk nöfn.
Um helgina lagði blaðið
nokkrar spurningar fyrir Hösk-
uld, sem hann svaraði góðfús-
lega.
Hvað liefurðu starfað hér á
landi?
Fyrst gerði ég ekki neitt, á
meðan ég hafði aðeins dvalar-
leyfi en ekki atvinnuréttindi.
Síðan hefi ég stjórnað sauma-
stofum og síðustu 18 árin hef ég
verið skrifstofustjóri í Amaro,
hér á Akureyri.
En hversvegna komstu til ís-
lands.
Því er ekki eins fljótsvarað.
En allur heimurinn veit hvers-
vegna Gyðingar flúðu Þýzka-
land Hitlers. Ég ætlaði til Amer
íku en ekki hingað. Það gekk
erfiðlega að fá nauðsynleg leyfi.
Systir mín var þá komin til
Reykjavíkur og farin að vinna
þar og móðir okkar var þang-
að komin. Þær vildu að ég
kæmi. Og hvers vegna ekki?
Ég var þá a. m. k. kominn nær
Ameríku og það sem var enn
betra, ég var þá kominn frá
Þýzklandi. Svo fór ég til Reykja
víkur.
Þá voru Gyðingaofsóknimar
byrjaðar?
Já, og þótt þær væru bara
barnaleikur hjá því sem síðar
varð, var Þýzkaland orðinn
hreinn kvalastaður fyrir mig og
mína líka.
Er það eittlivað orðum aukið,
sem skrifað hefur verið og skraf
að um ógnarstjóm Hitlers?
Nei, ég hef aldrei lesið neitt
um þessi mál, sem nálgast sann-
leikann. Og ég held að íslend-
ingum sé um megn að skilja
það. íslendingar skilja grimmd,
bardaga og blóðsúthellingar af
sínum gömlu bókmenntum. En
það er allt annað en að gera sér
grein fyrir, að hægt sé að myrða
sálina, brjóta menn niður and-
lega eins og Hitler gerði — að
afmá sjálfsvirðingu manna og
allt það, sem gerir manninn að
manni. Það skilja ekki aðrir en
þeir, sem reyna. Ég fæ ennþá
hálfgerða martröð, þegar ég
minnist þeirra tíma, og slapp
ég þó tiltölulega vel.
Og hvemig var þetta gert?
Gyðingar voru alveg rétt-
lausir og farið með þá eins og
óæðri verur. í passann okkar
var sett Gyðingamerki, á bílinn
okkar var máluð gul rönd til
að sýna hver ætti hann og
sjálfir urðum við að bera áber-
andi merki kynþáttar okkar,
hvar sem við fórum. Allt þetta
var gert til að auðmýkja okkur.
Ef Gyðingi og Aría lenti saman,
létu yfirvöldin sér nægja að yf-
irheyra Aríann. Ef einhver
sagði við mig, að þarna mætti
bíllinn minn ekki standa, því
sig vantaði bílastæði, varð ég
að víkja. Þannig var þetta úti
á götu og þannig var það hvar
sem maður var staddur. Ef ég
svaraði nasistakveðju var ég
helvítis Gyðingahundur að
heilsa eins og siðaður maður.
Ef ég heilsaði ekki nasista-
kveðju, var ég ennþá verri
Gyðingahundur.
Lentirðu nokkum tíma í yf-
irheyrslu hjá Gestapo?
Já, og það var slík andleg
áreynsla, að enginn trúir því.
Að vera yfirheyrður af djöful-
legu hugviti í heilan dag,
tekur á taugarnar, skal ég segja
þér. Og vei þeim sem verður
tvísaga. Ég var ekki kjarklaus
maður. Var vanur að stjórna
mörgu fólki, var forstjóri stórs
fyrirtækis, sem hafði 45 útibú
víðsvegar var auk þess á bezta
starfsaldri, bjartsýnn og djarf-
ur. Samt var ég brotinn niður.
Ég var farinn að óttast alla
menn, þorði ekki að tala nema
í hálfum hljóðum, kveið fyrir
því að vera kallaður til yfir-
heyrslu. Ég sá marga fara þang-
að og koma ekki aftur. Það fer
um mig hrollur þegar ég hugsa
um þessi ár, áður en ég komst
úr landi.
Hvenær komstu svo til ís-
lands?
Árið 1938. Þú getur nærri, að
mér var vel fagnað af móður og
systur. Hún móðir mín neri
saman höndum og skellti á lær
sér og bað mig nú að segja eitt-
hvað að heiman. Ég færði stól-
inn minn til hennar og hvíslaði
hinn voðalega sannleika í eyra
henni. En bæði hún og systir
mín voru farnar að hlægja, áð-
ur en ég gæti mikið sagt, og
spurðu hvort mér væri illt í
hálsinum, hvort ég gæti ekki
talað svo að heyrðist. Ég var
enn svo hræddur, að ég þorði
ekki að tala upphátt. Það var
opinn hleri inn í eldhúsið og
einhver var þar inni. Njósnari,
hugsaði ég og bað að loka hler-
anum. Þegar maður er hættur
að þora að tala, jafnvel við móð
ur og systur, hræddur við alla,
jafnvel sjálfan sig, er lífið orð-
ið dapurt, og búið að kviksetja
mann. Jæja, ég fékk loks-
ins „alla pappíra klára“ til Am-
eríkuferðarinnar. Þá geymi ég
sem minjagripi.
Vildurðu heldur setjast að
hér?
Já, einmitt. Ég var ekki búinn
að vera hér á landi nema fáar
vikur, þegar ég sór þess dýran
eið með sjálfum mér, að verða
íslenzkur þegn. Sannast að
segja fannst mér það líkast að
vera kominn til himnaríkis að
koma hingað. Ég á ekki betri
samlíkingu. Allir voru mér góð-
ir, enginn spurði mig hvar ég
væri í trúmálum eða pólitík.
Hér náði ég andlegri heilsu á
skömmum tíma, hér hef ég
dvalið síðan og hef aldrei eitt
augnablik iðrast þess að verða
íslendingur. Ég held meira að
segja að ég skilji það betur en
margir þeir, sem hér dvelja alla
sína ævi, hve dásamlegt land
Island er. Þú getur víst ímynd-
að þér hvað mér brá fyrst í
Reykjavík, þegar ég heyrði
menn tala illa um stjórnina full-
um hálsi og í margra manna
áheyrn, af ekki meiri aðgætni
en að biðja að rétta sér sykur-
mola. Þetta frelsi til að tala,
hugsa og skrifa og lifa lífi sínu
óþvingað, eins og hér, er ómet-
anlegt. Ef borið er saman dag-
legt líf venjulegs fólks, t. d. hér
á Akureyri, og fólks í þéttbýlum
iðnaðarlöndum, verður munur-
inn svo mikill að menn ættu að
geta lifað hér 10—20 árum leng-
ur. Og þeir sem vilja lifa hér
skynsamlegu og heilbrigðu lífi,
hafa svo fjölmörg tækifæri til
að njóta lífsins. Hugsaðu þér
aðeins það að anda að sér eins
hreinu og heilnæmu lofti og við
gerum hér, í stað ryks og verk-
smiðjureyks. Mannlífið í þétt-
býlinu er svo rykugt. Þessvegna
er ég líka undrandi að lesa um
ávísanafals á íslandi og aðra
slíka hluti. Ég get tæplega trú-
að því, að þetta geti yfirleitt
gerzt hér á landi, nema fyrir
hreina slysni.
Svo maður vaði úr einu í ann-
að, Höskuldur, lentirðu ekki
einu sinni í flugslysi?
Jú, þá eignaðist ég annan af-
mælisdag, sem ég held líka upp
á. Samkvæmt öllu venjulegu,
átti ég að deyja eins og hinir
farþegarnir, enda munaði víst
ekki miklu. En ég lifði, var
lengi ófær til gangs, enga marg
brotinn og knúsaður. En nú fæ
ég mér langar gönguferðir til
heilsubótar. En ég get ekki
hlaupið.
Eiginlega ætlaði ég að tala við
þig um knattspyrnuna.
Ég er líka til viðtals um knatt
spyrnu. Hún er mér alltaf jafn
hjartfólgin. Ég var ekki gamall
þegar ég fór að stunda hana. Ég
og félagar mínir stofnuðum lít-
ið knattspyrnufélag, sem byrj-
aði að keppa í lægsta flokki en
vann sig upp. En þá var nú lit-
ið skrítilega á knattspyrnu í
Þýzkalandi. Þegar ég var í
menntaskóla fékk pabbi minn
einu sinni bréf frá skólameistar-
anum. Þar var m. a. fram tekið,
að skólinn teldi fyrir neðan virð
ingu sína að nemendur stund-
uðu knattspyrnu Þá var knatt-
spyrnan aðeins fyrir „lægstu
stéttirnar.“ Þetta var 1910.
Pabbi brenndi knattspyrnu-
skóna mína og búninginn. Fé-
lagar mínir lánuðu mér skó í
staðinn. Ég hætti aldrei að æfa.
Síðan gekk ég á dómaranám-
skeið og hækkaði í þeim stiga,
þar til ég varð knattspyrnu-
dómari á Olympíuleikunum
1928. Eg sat í íþróttaráði mörg
ár, allt til 1933. Þegar nasist-
ar komu til valda, var það auð-
vitað ekki sæmandi að ég héldi
áfram að dæma leiki eða vera
framámaður í íþróttum! Ég fékk
kurteislegt bréf, þar sem mér
var þakkað starf í þágu íþrótt-
anna, en jafnframt óskað að ég
legði slík mál á hilluna, hvað
ég gerði, enda hafði sá valdið
er talaði. Ég gæti sagt þér margt
um knattspyrnu frá þeim dög-
um. Eri það sem ég vil leggja
áherzlu á, er þetta: Gömul vin-
áttubönd frá knattspyrunárun-
um slitnuðu aldrei, þótt öll önn-
ur bönd slitnuðu. Nasistarnir
rifu og slitu allt sundur, auð-
vitað líka íþróttahreyfinguna og
hreinsuðu til þar, eins og annars
staðar. En þeir gátu aldrei slitið
þau vináttubönd, sem bundin
voru á knattspyrnuvellinum.
Að því komst ég oft síðar.
Viltu segja eitthvað um þýzka
knattspyrnu og dómarastörf þín
þar?
í stuttu máli vil ég segja það
um þýzku knattspyruur.a, að
hún stóð með miklum blóma og
stendur enn. Baráttan milli fé-
laganna var hörð og það þótti
t. d. miklu meira um það vert
þar fyrir knattspyrnulið að
vinna sig upp, en hér. Piltarnir
tóku íþróttina alvar'iega og
æfðu vel og reglulega. Að öðr-
um kosti næst heldur ekki mik-
ill árangur.
Hvar voru flestir áhorfendur
þar sem þú dæmdir leik?
Þá var keppt til úrslita um
Þýzkalandsmeistaratitilinn í
knattspyrnu. Það var fyrir 1930.
Áhorfendur voru 86 þúsundir.
Ég man vel hin sterku áhrif,
sem ég varð fyrir þegar ég gekk
inn á völlinn og myndin er skýr
frá þeirri stund, í huga mínum.
Fánar blöktu, himininn var
heiður og blár, knattspyrnuvöll
urinn flosgrænn, með hvítum
strikum, og áhorfendurnir voru
allt í kring, hálfgert yfir manni
og biðu óþreyjufullir, tilbúnir
að taka sinn þátt í leiknum. Það
er mikið hljóðfæri, 86 þúsund
mannsbarkar, og stundum ná
áhorfendurnir valdi á leiknum
að nokkru. En þessi stund, og
myndirnar, sem ég áðan nefndi,
gaf mér mikinn styrk og jók á
ábyrgðartilfinningu mína að
dæma rétt og dæma vel. Þessi
leikur fór vel fram.
Einhverntíma dæmdirðu Ol-
impíuleik, Höskuldur?
Já, það var í Hollandi 1928.
Við vorum 4 frá Þýzkalandi,
sem valdir vorum til að dæma
og síðan dregið á milli okkar
og kom minn hlutur upp. Það
gerðist ekkert sérstakt á vellin-
um í það sinn. Leikurinn var
léttur og skemmtilegur. Að
sumu leyti var erfitt að dæma
hann, því annað liðið var skip-
að kunnáttumönnum í því að
brjóta reglurnar án þess auðvelt
væri að refsa.
Nokkurntíma komizt í lífs-
háska í dómaTastarfinu?
Einu sinni dæmdi ég þýðing-
armikinn úrslitaleik í Stettin.
Harka var í leiknum frá byrj-
un. Appelsínum o. fl. var kast-
að í leikmenn og dómarinn átti
Höskuldur Markússon.
auðvitað að fá sinn hluta. Þá
stöðvaði ég leikinn, kallaði til
mín fyrirliðana á vellinum og
krafðist lögregluverndar. I leiks
lok kom í Ijós, að lögregluvernd
in var ekki óþörf. Þegar ég
flautaði leikinn af, ruddust
50—60 ungir menn fram á völl-
inn og ógnuðu mér. En um leið
og þeir ætluðu að grípa til mín,
og hamingjan má vita hvað þeir
hefðu við mig gert, skarst lög-
reglan í málið og fylgdi mér til
búningsherbergja. Þar var ég a.
m. k. hálfa klukkustund. En
unglingarnir, sem létu mjög
ófriðlega, biðu eftir mér. Á
síðustu stundu fylgdu lögreglu-
þjónarnir mér á brautarstöðina.
Um svipað leyti höfðu ungir
menn kastað dómara í síki,
einmitt á svipuðum slóðum, í
hefndarskyni fyrir knattspyrnu
dóm. Þann leik horfði ég á, og
var sá leikur vel og réttilega
dæmdur. Og í annað skipti sló
leikmaður mig í andlitið. Hann
hafði af ásettu ráði hagað sér
mjög ókurteislega, til að valda
vandræðum og ég vísaði hon-
um útaf, en hann gaf mér kinn-
hest um leið. Fyrirliðinn í hans
liði kom þá til mín og krafðist
þess að ég stöðvaði leikinn
alveg vegna þessa atburðar. Ég
svaraði honum því einu, að ég
myndi gera það eftir 10 slíka
kinnhesta. Hann varð hinn
lúpulegasti. Þannig stóð á, að
einmitt þetta knattspyrnulið
vantaði að þessu sinni 3 af sín-
um beztu mönnum og vildi fyrir
alla muni finna ráð til þess, að
leikurinn félli niður og yrði
endurtekinn.
Hvað finnst þér um knatt-
spyrnumennina hér á Akur-
eyri?
Þeir voru fremur skammt á
veg komnir, þegar ég kynntist
þeim fyrst, en knattspyrnunni
fleygði fram. Ég kom í knatt-
spyrnuráðið 1956 og gat útveg-
að ágætan, þýzkan þjálfara,
Marotzke, sem æfði úrvalsliðið
hér tvisvar sinnum. — Hann
gerði ómetanlegt gagn, einkum
meðal hinna yngri. Akureyring-
ar eiga möi'g góð efni, jafnvel
líka svo gott lið, að það gat
alveg eins komizt á toppinn hér
á landi eins og falla niður í
aðra deild nú í sumar.
Ilvers vegna féll þá liðið nið-
ur?
Þetta er erfið spurning, sem
ég leiði hjá mér að svara. En
þó vil ég segja, að það er ekki
einungis sök hinna 15—16
manna, sem í þessu liði eru.
Segja má, að liðið sem heild
vanti taktik eða leikkunnáttu.
Það hefur líka mikið að segja
að æfa reglulega og samvizku-
samlega. Menn komast ekki
mjög langt án þess. En þeir sem
komnir eru í fremstu röð, bera
nokkra ábyrgð, bæði gagnvart
sjálfum sér og öðrum, og mega
ekki vanrækja æfingar eða sýna
of mikið kæruleysi.
Svo vantar æfingavöll og það
stendur knattspyrnunni á Akur-
eyri e. t. v. mest fyrir þrifum.
Knattspyrnumennirnir okkar
áttu að vera búnir að fá völlinn
s.l. vor, en hann er ekki enn til.
Ég vil því að lokum mega
beina orðum mínum til Magnús-
ar E. Guðjónssonar bæjarstjóra,
bæjarráðs og bæjarstjórnar Ak-
ureyrarkaupstaðar og segja við
þá: Sjáið þið um að efna loforð
ykkar um æfingavöll, því eftir
því bíða knattspyrnumennirnir.
Síðan munu drengirnir sýna
hvað þeir geta eða geta ekki.
Dagur þakkar Höskuldi Mark
ússyni fyrir hin fróðlegu og
skemmtilegu svör. E. D.
Til Þelamerkur-
skófans |
Nú fagnar s'jgri sveitin öll.
Hún sér hét risna fagra höll, i
sem á að verða æskuból
og allti menntun skjól.
Og hér skal þjálfa hönd og hug,
svo hljóti æskan dáö og dug
að verða samstilít, vökul þjóð,
svo vönduð sterk og fróð.
Við óskum hverri ungri sál
hún eignist hér sín hugðarmál,
sem endist langa ævibraut
og efli í hverri þraut.
Og allt, sem gott og göfugt er,
skal glæðast bezt og þroskast hér,
svo berist héðan bróðurþel
sem byggðin fagni vel.
Og heill þér, skóli, byggðin ber.
Þér blessun færi nemi hver.
Þá alla að þroska auðnist þér
í öllu, er manndóm lér.
Þín yfirstjórn og öll þín hjú \
séu ávallt þinni hugsjón trú.
Og um þótt leiki veðrin vönd,
Þig verndi alvalds hönd.
Guðfinna Bjarnadóttir.
MÚRIHN
Á MÖRKUM Austur- og Vest-
ur-Berlínar er nú verið að rífa
niður mörg hús sum 4—5 hæða
þau er standa við hinn illræmda
Berlínarmúr.
Hún sá ekkert svar við þessu og getur engu svarað. Nei, það er
ómögulegt! Henni finnst sem öllum tilfinningum sínum sé sópað
á brott. Hún finnur aðeins til þreytu, þyngjandi þreytu og óþæg-
inda. En Lárus liggur þarna við hlið hennar og bíður eftir svari.
Hún tekur hann um hálsinn og beygir höfuð hans að sér. Han
felur andlit sitt undir vanga hennar, og hún finnur brennandi varir
hans þrýsta kossi á háls sinn hvað eftir annað. Hún starir galopnum
augum út í myrkrið, og hugsun hennar er róleg og skýr. Þetta verður
að vera í síðast sainn, sem hún fer út með Lárusi. Hún má ekki
leika þannig á hann, hvað eftir annað. Hann hlýtur að halda að
henni þyki vænt um hann, fyrst hún tekur þannig við ástleitni
hans og atlotum án mótþróa. En nú verður þessu að vera lokið.
Þetta hefir nú staðið yfir í nærri tvö ár. En samt finnur hún skyndi-
lega á sér þetta einkennilega aðdráttarafl hans. Hún elskar hann
samt ekki. Nei, — en hann er svo sterkur!
— Nei, Lárus segir hún. — Nú verð ég að fara heim aftur.
Hann heldur enn utan um hana.
— Þú svaraðir ekki því, sem við vorum að tala um áðan, segir
hann.
— Nei, Lárus, segir hún. — Og ég get heldur ekki svarað því.
Ég býst ekki við, að ég geti nokkurn tíma fellt mig við að búa í
sveit, skilurðu. Til þess þrái ég of mikið borgina og lífið þar.
— Það er þá borgarpiltur? segir hann kuldalega og tekur pípuna
upp aftur.
-— Mér lízt vel á marga, skilurðu, segir hún með uppgerðar-
glensi. En henni tekst samt ekki að gera sér upp kátínu og kæru-
leysi.
Þau fara út úr gömlustofu. Lárus heldur aðeins lauslega undir
handlegg Sigríðar á heimleiðinni. Nú er ofurlítið lygnra. Sigríður
reynir að' halda uppi smávegis rabbi. En kveljandi þögnin vill ekki
sleppa takinu.
— Lárus, segir hún, er þau nema staðar heima hjá henni. —
Vertu ekki reiður við mig!
— Reiður? endurtekur hann. — Nei! — Verðurðu heima í sum-
ar?
Hún strýkur hendi um stinnhærðan lubba hans nokkrum sinnum,
áður en hún svarar. — Nei, ég verð ekki heima í sumar. Ég verð
framvegis í borginni. Fyrir fullt og allt, býst ég við, segir hún og
hleypur inn um dyrnar. En á leiðinni upp á loftið, hrynja tárin
skyndilega af augum hennar. Hún veit ekki af hvers konar völdum.
Ef til vill sökum þess, að hún sé ekki fyllilega ánægð með sjálfa
sig. En eitt er henni samt ljóst. Það getur aldrei orðið neitt nánara
milli þeirra Lárusar. Henni verður allt í einu hugsað til þess, að
það var dálítill fjÓ9aþefur af honum, þegar þau lágu bæði á rúm-
bekknum í gömlustofu Æjá. Og þannig myndi það ætíð verða.
Þannig verður það ævinlega, þegar sýslað er í fjósi og gripahúsum
á sveitabæ. Nei, fyrir henni er öllu slíku lokið. Guðisélof að leiðin
liggur burt aftur annað kvöld. — Til borgarinnar!
AUÐHILDUR FRÁ VOGI:
GULLNA BORGIN
14
VII.
Villi Rossí kemur inn í hörunds- og fótasnyrtingardeildina. Hann
þarf að hafa tal af Iðunni Falk. Hún er að undirbúa móttöku nýs
viðskiptanauts. Rossí dregur flauelstjaldið rækilega fyrir, áður en
hann segir nokkuð frekar. Hann gengur fast að Iðunni og segir
lágt: — Frú Gilda símaði áðan.
— O-jæja? segir Iðunn með spurningarhreim. Það er svo sem
ekkert nýstárlegt, þótt frú Gilde hefði hringt. Hún er hér fatsur
viðskiptanautur og fær andlitssnyrtingu vikulega. En Iðunn hefir
haft frú Gilde í huga síðan í gær, er hún hafði ásett sér að fá upp-
lestraræfingar hjá henni.
— Frú Gilde vill sina venjulegu andlitssnyrtingu, segir Rossí.
— Hvenær kemur hún þá? Iðunn veitir því eftirtekt, að Rossí
virðist vera í einhverjum vandræðum.
— Heyrið þér mig, ungfrú Falk, segir hann í stað þess að svara
blátt áfram. — Frú Gilde kemur ekki hingað í dag. Hann segir þetta
hálf hvíslandi. — Hún er í því ástandi, að ég get ekki látið hana
koma hingað í stofnunina.
— Jæja? Og hvernig þá?
— Hún er veik. En snyrtinguna vill hún fá, engu að síður. Hún
yrði að fá hana sem allra fyrst! Ég varð að lofa henni þessu. Þér
vitið, að hún er ágætur viðskiptanautur stofnunarinnar. Og auk þess
höfum við haft dálítil einka-viðskipti.
— Jæja? Iðunni er ekki fyllilega ljóst, hvað vakir fyrir Rossí.
— Ég skal segja yður, eins og er, segir Rossí skyndilega, ósköp
lágt. Aumingja frú Gilde fær öðru hverju afar leið drykkjuköst. Hún
er of veik til að standast þessa ástríðu sína. Nú hefur hún einmitt
haft eitt slíkt kast. En samt get ég ekki neitað henni um snyrti-
aðgerðina. Hún myndi taka þvi mjög illa. Þér verðið því að vera
svo væn að skreppa heim til hennar eftir lokunartíma. Ég vona að
þér látið ekki á neinu bera og takið öllu, eins og ekkert væri at-
hugavert.
— Já, auðvitað, segir Iðunn rólega. Hún ætlar ekki að segja
Rossí, að hún hefði einmitt sjálf ætlað að heimsækja frú Gilde í
dag í einkaerindum.
— Þökk fyrir, þér hugsið þá um þetta! segir Rossí og fer út úr
deildinni.
Iðunn opnar fyrir nýjum viðskiptanaut, og meðan hún er að
leiðbeina henni í fótalauginni, verður henni hugsað til Rossí. Þegar
hann talaði við hana áðan, var engu líkara, en að kona stæði hjá
henni. Er það blaðrið um Rossí á þessum vettvangi, sem beinir
hugsunum hennar í þessa átt? Nei, það er víst annars ekki, því
eiginlega er ekki hægt að nálgast Rossí án þess að verða var kven-
legra eiginda hans, bæði í hreyfingum og málrómi. Aðeins klæðn-
aður hans ber þess vott, að hann sé karlmaður. En samt eru buxur
ekki framar neitt sönnunargagn í þá átt.
Iðunn vísar þessum hugsunum hörkulega á bug og fer að sinna
vanhirtu tánum í fótalauginni. Stúlkan sem fæturna á, starir forviða
á spegilvegginn. Hún andar sterkt að sér frískum, sætkenndum ilmi
baðsaltsins. Iðunn minnist þess ekki að hafa séð þessa stúlku hér
áður. Og það er sennilega þess vegna, sem hún virðist algerlega
heilluð af dýrðar-dásemdinni umhverfis sig. Hún er ekki af þeirri
venjulegu kventegund, sem daglega sækir stofnunina.
Iðunn lítur með athygli á hendur stúlkunnar. Stórar og slitnar
liggja þær í fangi hennar með opin kuldasár hér og þar á fingr-
unum. Á nöglum eru þykkar klessur ~aí rauðfjólubláu lakki. Á frost-
bólgnum græðifingri er silfurhringur með stórri gulri glerperlu, sem
glottir svikabrosi sínu við Iðunni.
Iðunn verður að athuga þessa stúlku nánar, sjá beint framan í
hana. Hún er hvorki lagleg né ljót. Eins konar mæðublær hvílir
yfir augum hennar, eins konar þreytusvipur, sem hún reynir þó að
leyna, því hún brosir oft með sterkt rauðmáluðum munni.
Ætli þú sért ekki sveitastúlka, flögrar um huga Iðunnar. Sveita-
stúlka með atvinnu í borginni. Já, atvinnu! Skyldi sú vinna vera
svo miklu betri en sú, sem þú hafðir heima í sveitinni þinni?
Iðunn brosir lítið eitt til stúukunnar. Það gæti verið nógu gaman
að fitja upp á tali við hana og grennslast eftir, hvort hún væri
raunverulega úr sveit. En henni virðist fremur stirt um mál. Hún
reynir að tala borgarmál, en ferst það svo klaufalega, að Iðunni
verður þegar ljóst, að hún er ekki borgarstúlka. Hún reynir því ekki
frekar að halda áfram neinu samtali.
Iðunn finnur spretta upp í sér meðaumkun og samúð með þessari
ungu stúlku með frostbólgnar vinnuhendur og gervihring á fingri.
Allt sem stúlka þessi ber með sér, vekur meðaumkun hjá Iðunni.
Hún sárkennir í brjóst um hana. Og þó virðist stúlkan ekki vera
af því tagi, sem telur sig hafa þörf fyrir þess háttar.
Iðunn flýti sér ekkert með fótasnyrtingu stúlkunnar Það er henni
samvizkusök að gera þetta vel. Og samtímis flæða hugsanirnar inn
á hana: — En ef hún segði nú við stúlkuna: Farðu nú heldur heim
aftur í sveitina þína. Litastu þar vel um, og þú munt brátt sjá þar
margs konar dýrð og dásemdir, sem þú varðst ekki vör áður. Það
mun auðga líf þitt og öryggi, gerir þú þér þetta ljóst í tíma. Farðu
sem fyrst úr borginni. Þar áttu ekki heima! Hér ertu utangátta og
—ófrjáls og ókunnug hegðun og háttum borgarinnar, sem þú reynir
þó að apa eftir og nota fegrunartækni, sem þú hefur ekki lært að
nota á réttan hátt. Hér verðurðu bara eins og skrautmálað auglýs-
ingaspjald. Farðu heim áður en borgin hefir reytt þig og rúið heil-
brigðu yfirbragði þínu og vonum! Framhald. Á