Dagur - 18.03.1964, Page 5

Dagur - 18.03.1964, Page 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Sírnar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Innlend skipasmíði UM síðustu áramót var talið, að 32 fiskiskip væru í smíðum erlendis fyr- ir íslendinga. Nú er talið, að þau séu um 40. Hér er yfirleitt um að ræða stóra „báta.“ en meiri hluti þeirra 220—240 rúmlestir og allt upp í 320 rúmlestir. Flest þessara fiski- skipa, sem nú eru í smíðum erlendis, eru stálskip. Kaupendurnir fá 7 ára lán erlend- is, en jafnframt lán í Fiskveiðisjóði, ca. tvo þriðju hluta verðs, og heldur sjóðurinn eftir af því innstæðu til greiðslu erlenda lánsins. En hvers vegna smíða íslendingar ekki sjálfir skip sín? Að því verður að stefna. Markaðurinn er í landinu. íslendingar kunna vel að smíða tré- skip. íslen/.ku bátarnir þola fyllilega samanburð við erlenda framleiðslu, að því er traustleika og sjóhæfni varð ar. Hinir smærri þilfarsbátar og opn- ir vélbátar verða að sjálfsögðu smíð- aðir hér áfram, eins og verið hefur. En allt bendir til þess, að stærri skip- in verði smíðuð úr stáli á komandi tímum. Ýmsar helztu skipasmíða- þjóðir verða að flytja inn stálið eins og við Islendingar. Stálskipasmíði er nú hafin syðra og hún þarf að hefj- ast hér nyrðra, sem allra fyrst. Tak- markið er, að íslendingar verði skipa smíðaþjóð og smíði stálskip, fyrst og fremst fyrir sjálfa sig, en einnig til útflutnings, er stundir líða. Verðið þarf þá að vera samkeppnisfært. Hvers vegna ætti það ekki að geta orðið? Dagur hefur oft rætt þessi mál, og vill enn á ný heita á lilutað- eigendur hér nyrðra, að gefa gaum að því, sem er að gerast í þessum mál- um, t. d. umræðum um þau á AI- þingi. Hér þarf Akureyri að vera í fremstu röð og hefur skilyrði til þess. En vaxandi fiskiskipastóll og stærri skip þurfa fleiri og fullkomn- ari dráttarbrautir, til þess að unnt sé að framkvæma nauðsynlegt eftir- lit og viðgérðir. Því miður hafa skil- yrðin til liinnar nauðsynlegustu við- gerðarþjónustu fiskiskipa ekki fylgt þróun tímans og þarf úr að bæta. Hér á Akureyri er myndarleg drátt- arbraut, sem nú er orðin of lítil. Er þar enn eitt verkefni, sem taka verð- ur til meðferðar. Hin ágæta höfn og veðursæld við Eyjafjörð innanverðan, svo og marg- víslegur iðnaður, sent hér cr nú, er góður grundvöllur fyrir skipasmíðar t)g skyldar greinar. Akureyrarbátam- ir, sem byggðir hafa verið úr tré, eru viðurkenndir um land allt. Sennilegt er, að stálskip, smíðuð á Akureyri, ^ætu einnig lofað sinn meistara á líkan hátt. □ Ályktun miðsfjórnar 2. Tekin verði upp ný og vísindaleg vinnubrögð við skipulagningu efnahagsþróunarinnar m. a. með fullkominni áætlanagerð, sem miði að því að tryggja öran og skipulegan liagvöxt. Áætlanirnar skulu vera tvenns konar: Þjóðhagsáætlanir til Iangs tíma, sem leggi drögin að markmið- um og heildarstefnu. Slíkar áætlanir skal endurskoða á fimm ára fresti. Þjóðhags- og framkvæmdaáætlanir til finun ára í senn, sem staðfestar séu af Alþingi. 3. Efla verður meginþætti hagþróunarinnar, þekkingu, vísindi, tækni og menntun m. a. með því: að endurskipuleggja vísindastarfsemi með tilliti til vaxandi þarfa atvinnuvega þjóðarinnar fyrir þekkingu og tækni. að stórauka framlag ríkisvaldsins til vísinda og rannsókna og þátttöku atvinnuveganna sjálfra í vísindastarfseminni. að endurskoða allt skóla- og fræðslukerfi þjóðarinnar í því skyni, m. a., að auka stórlega verkmenntun í landinu og sníða kennslu eftir þörfum nútíma tæknimenningar. að tryggja sem bezt jafnréttisaðstöðu allra ungmenna í landinu til skólagöngu. að ætíð sé stefnt að því í skólastarfinu, að leggja traustan grundvöll að þekkingu á sögu og menningu íslenzku þjóðarinn- ar. 4. Þjóðinni er lífsnauðsyn að byggja vel landið allt. í því skyni skal tryggja skipulega eflingu atvinnuveganna og stuðla að jafn- vægi í byggð landsins. Unnið verði að því á næstu árum að gera heildarskipulag fyrir öll héruð landsins og landið í heild, þar sem sérstök hliðsjón verði höfð af því: að stuðla sem beztri hagnýtingu lands og sjávar. að efla þéttýliskjama í dreyfbýlinu, þar sem aðstæður leyfa. að stuðla að því að landið verði byggt þannig og ræktað, að auðveldað verði samstarf og samlijálp í sveitum og skilyrði batni til menningar og félagslífs. að á hverjum stað byggist helzt upp þær atvinnugreinar, sem þar hafa sérstök skilyrði til að blómgast. að unnið sé gegn þvi að lífvænleg byggðarlög fari í eyði. 5. Ríkisvaldinu ber að stuðla að því, að fjárhagskerfi þjóðarinn- ar sé sem bezt nýtt til eflingar atvinnuveganna í landinu, aukinnar framleiðslu og framleiðni. Sérstaklega vill fundurinn leggja áherzlu á, að verulegum hluta af því fjármagni, sem fer til fjárfestingar, sé markvisst beint til að auka framleiðni atvinnuveganna. Einnig er nauðsynlegt að sjá þeim fyrir eðlilegu rekstursfé, og þá sérstak- lega nægilegum afurðalánum. Leggja ber megináherzlu á að auka nýtingu innlendra hráefna og náttúruaðuæfa með því: að stuðla að aukinni fjölbreytni og vaxandi framleiðni vinnslu afurða lands og sjávar. að efla uppbyggingu iðnaðar, sem víðast í landinu. að kanna nýjar Ieiðir til aukinnar hagnýtingar orkulinda lands- ins og annarra náttúruauðæfa. að flýta rafvæðingu alls landsins. 6. Fundurinn leggur áherzlu á, að hætta verður handaliófinu í fjár- festingarmálum. Ríkisvaldinu ber að tryggja það með beinum tíma- bundnum takmörkunum á þeim fjárfestingum, sem helzt geta beðið, að nauðsynlegar framkvæmdir í þágu alþjóðar geti setið í fyrirrúmi. Meginsjónarmiðið í fjárfestingarmálum á að vera: að efla skipulega atvinnulíf þjóðarinnar. að tryggja ódýrt og lientugt íbúðarhúsnæði eftir þörfum þjóðar- innar. 7. Landbúnaðinn ber að efla m. a. með því: að breyta Framleiðsluráðslögunum til þess að tryggja bændum réttmætan hlut í þjóðartekjunum. að stórauka opinber framlög og bæta lánskjör til ræktunar og uppbyggingar í sveitum. • að auðvelda mönnum að reyna nýja búskaparhætti, t. d. sam- vinnu í búskap, nýja véltækni og aukna vinnuhagræðingu. að veita stórauknu framlagi til vísindalegra rannsókna og til- rauna svo sem jarðvegsrannsókna, gróðurfarsrannsókna, áburð- ar- og fóðurtilrauna og byggingarannsókna. 8. Sjávarútveginn ber að efla m. a. með því: að gera skipulegt átak í hafnarframkvæmdum og sé gerð um það sérstök framkvæmdaáætlun til fjögurra ára í líkingu við vega- áætlunina. að auka vísindalegar rannsóknir á fiskistofnum m. a. með útgerð rannsóknarskips, efla fiskileitarstarfsemi, gera tilraunir með veiðiaðferðir og tækni, og skipuleggja notkun veiðisvæðanna. að vinna að því af einbeitni að tryggja íslendingum yfirráð alls landgrunnsins. að auka stórlega fiskiðnaðinn með hliðsjón af þeim afla, sem sérfræðingar telja að gera megi ráð fyrir flest ár og taka upp nýtízku tækni og hagræðingaraðferðir. að styðja heilbrigt einstaklingsframtak, en stemma stigu fyrir þeirri þróun, að atvinnutæki og fjármagn safnist á fárra manna hendur. í því skyni ber m. a. að efla samvinnurekstur í fisk- iðnaði. 9. Þó að fundurinn telji, að meginverkefni í íslenzkri iðnvæðingu séu á þeim sviðum, sem rætt er um hér að framan, telur hann eðlilegt að kannaðir verði möguleikar á uppbyggingu einstakra stærri iðngreina með beinni þátttöku erlends fjármagns, samkv. sérstökum lögum og samningi hverju sinni, eins og flokkurinn hefur hvað eftir annað bent á í ályktunum flokksþinga. Hins vegar leggur fundurinn áherzlu á að gæta beri fyllstu varkárni - þessum efnum og ályktar: að ekki komi til mála að slaka á eflingu innlendra atvinnuvega og því síður draga þá saman til þess að rýma fyrir erlendri stór- iðju á íslandi. að fram fari nú þegar endurskoðun á lögum um réttindi erlends fjármagns á fslandi í því skyni að tryggja íslendingum betur en nú er full yfirráð atvinnumála sinna. að stofnun iðnaðar í sambandi við erlent fjármagn er ekki lausn á efnahagsvanda landsins og á aðeins að vera liður í skipulegri uppbyggingu atvinnuveganna. ÞAR VERÐUR NÚ BARNALEIKVÖLLUR Framsóknarflokksins að tryggja efnaliagslegan og tæknilegan grundvöll þess, að við íslendingar getum sem fyrst tileinkað okkur þá þekkingu, sem flytjast kann inn í landið á þennan liátt svo slíkur iðnaður geti orðið alíslenzkur iðnaður sem allra fyrst. að við ákvörðun slíkra framkvæmda yrði stefnt að því að þær liefðu sem hagkvæmust áhrif á þróun landsbyggðarinnar. 10. Endurskoða skal húsnæðismálalöggjöfina með það fyrir aug- um: að efla hagkvæm lán, sem svarar tveim þriðju hlutum bygging- arkostnaði út á allar íbúðir af hóflegri stærð. að efla stórlega þá starfsemi, sem miðir að því að lækka bygg- ingarkostnað með aukinni tækni og hagkvænmi. 11. Komið verði á fót lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn og það íjárinagn, sem safnast, notað til að stuðla að lausn húsnæðismál- anna. 12. Fundurinn telur það vera eitt höfðuverkefni þjóðfélagsins að efla andlegt, siðferðilegt oð líkamlegt þrek æsltulýðsins. Með nýj- um þjóðfélagsliáttum hafa félagsleg vandamál vaxið, s. s. óhollar skennntanir og óregla. Álýktar fundurinn, að brýn nauðsyn sé mikilla átaka til þess að fyrra æskuna þehn félagslegu liættum, sem að henni steðja, m. a. með því: að efla í skólum kennslu og leiðsögn í hollri tómstundaiðju og félagsstarfi, siðfágun og líkamsmennt. að efla íþróttir og útilíf eftir þeim leiðum, sem íþróttafélögin eiga að marka og stórauka framlög til íþróttamála. að styrkja rekstur félagsheimila af opinberu fé þannig, að þau geti í ríkari mæli en nú er orðið miðstöðvar lieilbrigðs æsku- lýðsstarfs. að styðja æskulýðsstarfsemi á vegum kirkjunnar. 13. Skipbrot núverandi stjórnar er augljóst orðið. Hún hefur hafn- að tillögu þingflokks Framsóknarflokksins um sameiginleg aleit allra þingflokka að leiðum út úr vandanum. Telur fundurinn eðli- legt að leggja málin nú á ný í dóm þjóðarinnar og leggur liann til, að Alþingi verði rofið og efnt til nýrra kosninga. □ - Fréttabréf frá Oslo klúbbsfundurinn peningsins. En með bættri af- komu yrði hægt að gera starf- ið frjálsara, t. d. með afleysing- (Framhald af blaðsíðu 8). fram, að tilgangur þessara bændg væri yfirleitt sá að losna við kúahirðinguna til þess að geta gefið sig að öðrum störfum vissa hluta ársins, ekki hvað sízt skógarvinnu, en líka öðru t. d. fiskiríi eða iðnaðarvinnu í ná- heyrið ekki neitt! En eitt er víst. Hér í Noregi er alls engin áhugi fyrir mjög stórum búeiningum, en sam- vinnu vilja þeir reyna með mik- illi gát. Hjörtur E. Þórarinsson. (Framhald af blaðsíðu 8.) hún byggist sem kunnugt er, á því að ríkið greiðir bændum styrk fyrir að leggja niður akra og láta þá vera óræktaða. Þó taldi hann mesta nauðsyn á að auka margfaldlega framleiðslu- magn á hvern bónda og það væri (grát-)broslegt að íslenzk- ir bændur skyldu vera hreykn- ir yfir sinni framleiðslu, jafnlítil og hún væri á mánn. Sagði hann vonlaust að auka framleiðslueiningafjöldann á mann að nokkru ráði nema tek- in yrði upp skynvæðing (ration alisering), en hún er einhvers konar vitræn samtenging vél- anna, sem losar manninn við, eða minnkar verulega starfið og þrældóminn. Taldi hann allar háþróaðar þjóðir vinna mark- visst að þessu, en ekki væri hægt að koma skynvæðingunni við á smærri býlum og því hlyti bændum að fækka stórlega. Skilja mátti, að hann taldi erfitt að skynvæða sauðfjárrækt ina og yrði því að taka upp aðr- ar búgreinar til kjöt framleiðslu svo sem alifugla- og svínarækt, þar sem skynvæðing væri auð- veld. Gætu t. d. 40—50 bændur framleitt allt það kjöt, sem við íslendingar þyrftum, á þann hátt. Gerði hann í þessu sam- bandi lítið úr gæðum íslenzku moldarinnar og dilkakjötsins. Fyrir íslenzka bóndann taldi hann næsta skref að hefja skyn- væðingu í nautgriparækt á sviði mjalta til að losna við hið bind- andi starf, sem mjaltir eru með núverandi fyrirkomulagi. Taldi hann hvern bónda geta átt milli 50—-100 kýr. Ættu ein- ir 10 bændur að sameinast um eitt mjaltafjós með fullkominni tækni og yrði aðeins málnytu- peningur hafður þar, en hver bóndi hirti kýr í geldstöðu og annaðist kálfauppeldi og ýmsar aukagreinar, en hefði annars heyöflun að aðalstarfi. Gæti einyrkjabóndi, með góðri tækni og aðstoð unglinga, hæglega heyjað allt að 4000 hestburði af heyi. Hann taldi stórfjósin vera lið í skynvæðingu á svipaðan hátt og mjólkurbú í vinnslu mjólkur. Taldi hann þetta mundi koma á næstu árum. Jónas Jónsson var nánast andmælandi Gunnars á flest- um sviðum. Taldi hann mest um vert að við elfdum íslenzkan landbúnað og byggðum hann upp á íslenzkum jarðvegi og ís- lenzku grasi. Taldi hann ís- lenzka bændur mega vera hreykna að vissu marki, enda þótt ýmislegt mætti betur fara. Lagði hann á það höfuðáherzlu, að viðhaldið væri svokölluðum fjölskyldubúskap, enda hefði það sýnt sig erlendis, að hann gæfi bezta raun, nema í akur- yrkju. Benti hann með dæmum á það, að væri farið yfir vissa bústærð, minnkuðu afurðir bú- armönnum. Offramleiðslu taldi J. J. tíma- bundið ástand og fyrr en varði yrði að rækta allt, sem unnt væri, og þá komi auður lands- ins, vegna moldarinnar, betur í Ijós. Yrði þjóðfélagið að tryggja bændum jafn góða afkomu og öðrum stéttum, því þjóð, sem svelta yrði til skylnings á gildi landbúnaðarins væri senn eng- in þjóð. Hann taldi að framtíð iðnað- arins yrði undinn frumatvinnu- vegum þjóðarinnar, fiskveiði og lanabúnaði, og þar myúdi land- búnaðurinn ekki síðri þáttur- inn. Til máls tóku á fundinum: Jón Bjarnason bóndi Garðs- vík, Guðmundur Benedixtsson frá Breiðabóli, Stefán Valgiers- son Auðbrekku, Ólafur Jónsson ráðunautur, Helgi Símonarson Þverá, Jón Jónsson Yztafelli, Stefán Jónsson fyrrum bóndi á Svalbarði, Aðalsteinn Guð- mundsson Flögu. Ennfremur töluðu frummælendur aftur. Segja má að allir ræðumenn hafi deilt á kenningar Gunnars Bjarnasonar, en tekið undir málflutning Jónasar Jónssonar, og er því útdráttur úr ræðu hans styttri. Annars bar mál- flutningur frummælenda heldur mikinn svip alvöruleysis, en þó tilfinningasemi, sem „ekki er hægt að leysa vandræði land- búnaðarins með.“ □ RÚSTIR þær í Frankfurt, er ekið var úr borginni eftir síð- ustu heimsstyrjöld, eru fyrir- ferðarmildar, þar sem þeim var safnað saman á einn stað úr stórum borgarhluta. Einn slíkur haugur varð 50 metra hár og 250 metra langur og þótti ljót- ur. Nú er verið að breyta þessu ljóta ferlíki í grænan barnaleik- völl, með óteljandi leiktækjum. Á miðjum haugnum, þar sem hann er hæstur, hefur risið mik- jl bygging, sem í eru veitinga- stofur. Og þar er margs konar - SJÓNVARPÍÐ (Framhald af blaðsíðu 1). manna. Með stofnun og rekstri íslenzks sjónvarps teljum vér, að ráðizt sé í svo fjárfrekt og vandasamt fyrirtæki með örfá- mennri þjóð, að nauðsynlegt sé, að það mál fái að þróast í sam- ræmi við vilja og getu þjóðar- innar, án þess að knúið sé fram með óeðlilegum hætti. Af framangreindum ástæðum viljum vér hér með skora á hátt virt Alþingi að hlutast til um, að heimild til rekstrar erlendr- ar sjónvarpsstöðvar á Keflavík- urflugvelli sé nú þegar bundin því skilyrði, að sjónvarp þaðan verði takmarkað við herstöðina eina.“ Sagt er að sjónvarpsnotendur syðra svari þessari áskorun með því að stpfna með sér sjónvarps- notendafélag til að „vernda“ sitt hermannasjónvarp. □ þjónusta veitt í sambandi við leikvöllinn. Mun þarna verða hinn fegursti staður, þótt áður væri hann þyrnir í auga. - SKRIFFINNSKA 1 (Framhald af blaðsíðu 8). og hlaupa á milli manna eftir vottorðum, sem auðvitað verður líka að borga. Margt er í skýrslusöfnuninni einnig, sem gæti helzt bent til, að nú eigi stjórn Búnaðarbank- ans að fara að „skynvæða“ bændurna. Manni detta í hug sagnir af yfirheyrslum, sem fá- tækir urðu að þola hjá einokun- arverzluninni fyrrum, þegar þeir báðu um úttekt. Vonandi sér Búnaðarbankinn sig fljót- lega um hönd í þessu efni, ger- ir hlutina einfaldari, lántakend- um og bankanum sjálfum fyrir- hafnarminni, og viðskiptin frjáls mannlegri en þau verða nú, með þessum nýja hætti. Bóndi. -STÓRBRUNI (Framhald af blaðsíðu 1). leg. Slökkviliðið frá Akureyri kom á staðinn. En vatn skorti til að árangur næðist af slökkvi- starfi. Bóndi stendur nú uppi heim- ilislaus og heylaus, og er það mikið áfall, sem ekki verður bætt. En hér munu, sem oftar, góðir nágrannar rétta hjálpar- hönd. □ lægum bæ. Hann lagði höfuðáherzlu á að benda á hætturnar og vankant- ana, sem komið hefðu í ljós við þessar tilraunir og sem hafa þeg ar riðið nokkrum samfjósum að fullu. Þetta er sumt: Vand- kvæði að nýta fjós- og hlöðu- byggingar, sem fyrir væru á bæjunum. Erfiðleikar að halda fjósamönnum kyrrum í vinn- unni. Erfiðleikar í sambandi við misgott hey frá einstökum með- limum. Erfiðleikar í sumum til- fellum fyrir bóndann að skapa sér jafnmiklar tekjur og hann hafði áður sem sinn eiginn fjósa maður. Erfiðleikar með reikn- ingshald og margt margt fleira, sem hann nefndi. Ég get trúað að næstsíðasta atriðið yrði kann ske aðalvandinn á íslandi. Eigi að síður taldi Arnstad að sam- fjós ættu framtið fyrir sér, en þá yrði að búa ákaflega vel um hnútana í upphafi og helzt af öllu velja saman meðlimina af mikilli nákvæmni. íslendingur, sem hlustar á þessa málfærslu, getur ekki kom izt hjá að bera þetta saman við umræður um sama efni heima á þessum vetri. Þar rís upp maður, búnaðarráðunautur, og æpir upp yfir sig: Þið eruð vit- lausir, íslenzkir bændur og bún- aðarmenn. Þið skynjið ekki kall tímans, en vaðið í villu með all- ar ykkar hugmyndir og fram- kvæmdir! Sjáið hvað er að ger- ast hjá nágrönnum ykkar! Skyn- væðing, skynvæðing, stórbúskap ur, samyrkja, það er kjörorð dagsins allt í kring. En þið eruð bara svo gamlir og sljóir að þið — En hve þetta er gaman, segir hún og tekur um handlegg hans og leiðir hann inn í næstu stofu, þar sem Iðunn Falk situr fyrir, en stendur nú brosandi upp af stólnum. — Nei, þarna hafið þér sannarlega haft Iaglegt leyndarmál fyrir aftan bakið á mér! segir Rossí og sezt niður. — Það var nú ekki beinlínis ætlun mín, segir Iðunn. Og bros henn- ar nernur staðar. — Frú Gilde hefir verið svo elskuleg að lesa með mér senn í tvo mánuði. — Og ég hef aldrei haft jafn áhugasaman og eldmóðugan nem- anda, segir frú Gilde hrifin. — Það eru glaðar stundir, sem við ungfrú Falk höfum átt saman. Og ég skal segja ykkur báðum, að ég hlakka alltaf til þessara samverustunda okkar. Mér finnst ég finni aftur eitthvað í sjálfri mér í ungfrú Falk. Og það er hörmulegt, að hún skuli ekki hafa gert alvöru af þessu fyrr en þetta. Nú myndi hún hafa verið komin langt áleiðis, hefði hún starfað í góðu leik- húsi! — En það er ekki fyrr en nú upp á síðkastið, að ég hef fundið að hugur minn hneigist ákveðið í þessa átt, segir Iðunn hlédræg. Hún hrekkur dálítið við — og verður hugsi: Er það nú raunverulega víst, að hugur hennar og tilhneigins öll leiti ákveðið og hiklaust í leikhúss-áttina? Er hún viss um, að leikhúsið sé hennar rétti vett- vangur, mark og mið á lífsleiðinni, — að þetta sé eina lausnin á heilabrotum um langa hríð? Hik og efi sækja hart á hana, án þess að hún geti spornað við því. Hún hefði verið svo hárviss áðan, þegar hún las síðasta ljóð Olafs Nygards, Stundirnar líða. — Þá var hún svo nátengd ljóðinu. Hún fann skýra og lifandi hugsun skáldsins í hverri ljóðlínu. Og hún fann svo glöggt og hiklaust, að þetta væri hennar heimur. Til þessa væri hún í heiminn borin: — Að gæða ljóð skáldanna lifi og lit! Gæti nokkuð verið dýrðlegra en að stíga fram og skapa hrynj- andi líf í dásamlegt og djúphugsað ljóð! En rétt í þessu birtist henni þetta ljóð í nýrri mynd: — Stundirnar líða — hratt og ákveð- ið fara þær farmhjá okkur mannkindunum. — Þær fara einnig framhjá henni! Æ, hún hefir svo sterka löngun og þrá til að nota þær stundirnar betur! Já, hvernig var það nú annars í lok annars erindis Ijóðsins: — Æ, ég gladdi svo alltof fáa með eldi míns fun- heita blóðs! — Hamingjan gæfi, að hún gæti fyllt allar ævistund- irnar sínar lífi með funa og glóð, — með glóð listarinnar í þeirri listgrein, sem henni væri ætluð! Iðunn hafði verið algerlega utangátta í samræðum frú Gilde og Rossí síðustu fimm mínúturnar, og hún var enn fjötruð á hugsana- ferli sínum, er Rossí sezt að flyglinum og leikurPoeme eftir Fibich. Hljómverkið varpar henni ofan í djúpan draumadal, þar sem hún ráfar um í lausu lofti í ilmandi gróðri. Tónarnir verða fegurri með hverju tónstefi. Frá hverju dýrðarstigi til annars hærra, unz allt hverfur í magnþrungna ofsalega sælu. A meðan hefir frú GiIde náð í dökkgrænan munkaveig (,,líkör“) í þykkri flösku, sem skreytt er miklu tinflúri á hliðunum. Hún setur fram lítil silfurstaup og hellir í þau. Gljáandi vökvinn rennur þykkur og þungur ofan í staupin. AUÐHILDUR FRÁ VOGI: ! GULLNA BORGIN j — Skál! segir frú Gilde og lyftir staupinu hátt. Þessa stundina er hún óefað á leiksviðinu í huga, hugsar Iðunn með sér. Hún bragðar á veiginni. Hún er megn og sæt, og óefað ekki saklaus, og fer eins og eldstraumur um hálsinn. — Eg hringdi að dyrum hjá yður í kvöld, ungfrú Falk, segir Rossí og setur staupið á lága borðið á milli þeirra. — Jæja, gerðuð þér það? — O-ha! Svo Rossí er farinn að heimsækja dömur! segir frú Gilde og fyllir aftur tóma staupið sitt. En Rossí er alvarlegur. — Já, ég var einhvernveginn svo einmana í kvold, að mér fannst ég þyrfti að tala við einhvern. — Þá skuluð þér bara koma næst, þegar þannig stendur á, segir Iðunn. Henni finnst hún verði að segja eitthvað i þessa átt. — En nú er svo framúrskarandi skemmtilegt hérna, segir Rossí og dreypir aftur á munkaveiginni. — Já, það er furðulegt, hve við erum stundum þurfandi fyrir félagsskap eða samvistir við aðra, þótt á hinn bóginn sé oft gott að vera einmana, öðru hverju, segir frú Gilde og speglar sig ofur- lítið í gljáfágaðri rauðviðarplötunni á borðinu. Já, en samt eru einverustundirnar þær stundir, sem maður nýtur einna mest, segir Rossí og strýkur hendi um silkifóðraðann stólinn, sem hann situr í. — Mér geðjast aldrei að því að ganga um í fjöl- menni og mikilli umferð, þar sem er mikill hávaði og gauragangur. Eg vil helzt fara minna ferða aleinn um fáfarnar götur eða mann- auða vegi, svo að ég sé laus við allt gláp og gón forvitins lýðs. 1 Já, það er gott að finna kyrrð umhverfis sig öðru hverju, segir Iðunn. — Eg fór svo oft í slíkar gönguferðir á sumrin, þegar ég var heima fyrir austan, á Upplöndum. Þá strauk ég oft frá vinum og kunningjum og laumaðist- út í skóginn. Þar fannst mér ég vera svo sterkt tengd náttúrunni, já, og jafnvel sjálfum himninum, sem ég sá blika í hátt uppi yfir trjátoppunum. Það var eins og allt færð- ist nær mér. Hugsanirnar tóku mig fastari tökum. Friðurinn um- hverfis mig skýrði hugann og skerpti vitund mína. Maður verður að njóta slíkrar einveru og friðar til þess að skynja tilveruna fylli- lega og skylja hana. — „Samt betra er flestum friði / að vitja vilja sinn,“ sagði Björnson gamli, eins og þið munið víst, segir frú Gilde hlægjandi og tæmir staup sitt á ný. Hún bíður þeim Iðunni og Rossí, en þau dreypa ekki eins oft á staupum sínum og hún, enda eru þau enn hálffull eftir aðra fyll- ingu. — Já, það er stundum lpskning í einverunni, þegar maður er þreyttur og uppgefinn á sál og líkama, segir frú Gilde mæðulega. En á hinn bóginn getur einvera stundum tekið lífið af manni. — Já, ég er svona stórorð sökum þess, að ég veit að þetta er satt. Ég hefi reynt hvort tveggja á ýmsum tímum ævi minnar. Rödd frú Gilde er hvorki beinlínis hörð né beisk, en hreimur hennar fær á sig dálítinn sorgarblæ: — En vinir mínir, tæmið staupin! Er þetta kannski ekki bragð- gott? — Jú, svo sannarlega, framúrskarandi gott, segir Rossí og tæmir staupið. — En þér vitið, að ég þoli svo lítið. — Nei, nú eruð þér sannarlega skemmtilegur! Þetta er þó bara sætur líkör! Bara líkör! hugsar Iðunn. En hann hlýtur nú samt að vera sæmi- lega sterkur, þvi að frú Gilde er orðin rauð í kinnum og rauðblett- ótt á hálsi. Og augu hennar voru orðin grunsamlega gljáandi. Iðunn tæmir sitt staup. Hún hefir lokið sér af í kvöld. Sæta líkörbragðið verður beiskt í munni hennar. Hún sýnir samt ekki á sér neitt ferðasnið, fyrr en klukkan tekur að nálgast tólf. Hún þykist vita, að Rossí vilji dvelja sem lengst og spjalla. Og hún verður að láta hann ráða í kvöld, því hann er þó húsbóndi hennar. — Haraldur kemur í næstu viku! segir frú Gilde allt í einu, þegar þau eru að kveðja í forhöllinni. — Það verður skemmtilegt fyrir yður, segir Iðunn og verður litið á Rossí. Hann hefir fengið sterk litbrigði í kinnarnar. Maður- inn allur er breyttur. Augu hans eru fjörlegri en venjulega. — Það er þá sannarlega gott, að hann vill þó loksins koma hingað heim aftur, segir Rossí. — Og þá skal ég sýna yður, Rossí, að ég kann að stofna til veizlu! Já, slíkrar veizlu, að þér hafið aldrei séð eða lifað hennar maka! er það síðasta, sem frú Gilde segir við þau, er þau kveðja. Rossí lítut hrifinn upp á hana. — Iðunni flýgur skyndilega í hug, að það sé eins og þessi tvö leiki á sviði hvort gegn öðru. Þeim virðist eðlilegast að haga sér, eins og þau j/æru stöðugt á leiksviði. Hún ætti víst líka að fara að leika dálítið sjálf. En henni fellur það ekki að beita leikaraskapnum prívat. Nú er tekið að birta dálítið á kvöldin, svo að nú sést óðar, mæti maður kunnugum á götu. Iðunn gengur samhliða Rossí á götunni og getur varla varist brosi. Rossí gengur svo afar gætilega og litast vel um. Virðist sem hann sé smeykur um, að eitthvað óhreint sé á hælunum á þeim eða sitji um þau. Já, ef svo væri! Hún getur ekki stillt sig um að brosa. Hvert þeirra myndi verða hræddast, ef eitthvert skrímsli elti þau? Ætli það yrði ekki hún, sem þyrfti að bjarga honum. Og eflaust væri hún sterkari og meira karlmenni en hann. byrgðin hvilir svei mér á henni. Glettnin smáhlakkar í Iðunni. Skyldi það kannski vera líkörinn, sem hefði fjörgað hana ofurlítið líka? Framhald, ,

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.