Dagur - 18.04.1964, Qupperneq 8
8
SMÁTT OG STÓRT
VARÐBERG á Akureyri hélt
kvöldverðaríund í Sjálfstæðis
húsinu á fininitudagskvöldið.
Ambassador Bandaríkjanna
hér á landi, herra J. K. Pen-
field, mætti á fundinum og
flutti erindi um þróun vest-
rænnar samvinnu, og að því
loknu hófust umræður. Var
mörgum fyrirspurnum beint
til frummælanda, sem hann
svaraði. Ljósmynd: G. P. K.
Aðallundur Framsóknarfélags Akureyrar
Björn Guðmundsson endurkjörinn formaður
AÐALFUNDUR Framsóknar-
félags Akureyrar var haldinn s.l.
miðvikudagskvöld. — Fundinn
setti Björn Guðmundsson form.
félagsins og gaf skýrslu um
starfsemina. Hefur starfsemin á
s.l. ári verið mjög mikil. Fjölda-
margir fundir hafa verið haldn-
ir og verið vel sóttir. Sérlega
vinsælir hafa verið svonefndir
„klúbbfundir.11 Að öðru leyti
settu alþingiskosningarnar veru
legan svip á starfið.
Urslit kosninganna sýndu vax
andi fylgi Framsóknarflokksins
hér í kjördæminu og bendir
flest til þess að þar sé hlutur
Akureyringa verulegur í aukn-
ingunni.
Á fundinum var lesið upp bréf
frá Ingvari Gíslasyni alþingis-
manni, þar sem hann m. a. þalck
aði félagsmönnum vel unnin
störf í þágu Framsóknarflokks-
ins og hvatti menn til að vinna
ötullega að gengi hans.
Stjórn félagsins var endur-
kjörin, nær óbreytt, og skipa
hana nú: Björn Guðmundsson
formaður, Sigurður Oli Brynj-
ólfsson ritari, Jón Samúelsson
gjaldkeri og Sigurður Karlsson
og Sigmundur Björnsson með-
stjórnendur.
I blaðstjórn voru kosnir: Arn-
þór Þorsteinsson og Haraldur
M. Sigurðsson.
í fulltrúaráð voru kjörnir:
Arnþór Þorsteinsson, Bernharð
Stefánsson, Erlingur Davíðsson,
Guðmundur Blöndal, Hallur
Sigurbjörnsson, Ingvar Gísla-
son, Jakob Frímannsson, Olafur
Magnússon, Pétur Gunnlaugs-
son, Stefán Reykjalín, Torfi
Guðlaugsson og Þorleifur Ág-
ústsson. □
Frá vinstri: Haraldur Sigurgeirsson, Þórður Gunnarsson, frú Alda
Bjarnadóttir, Magnús E. Guðjónsson og Halldór Helgason.
LIONSKLÚBBURINN HUGINN Á AKUREYRI
gefur Skíðahófelinu píanó
HINN 15. marz s.l. hélt Lions-
klúbburinn Huginn fund í Skíða
hótelinu og var bæjarstjóra,
Magnúsi E. Guðjónssyni og frú
boðið á fundinn, ennfremur Har
F ramsóknarf élag
Svarfaðardals 30 ára
i
Formaður þess er Hjörtur E. Þórarinsson
aldi Sigurgeirssyni gjaldkera og
Þórði Gunnarssyni umdæmisstj.
Lions og frú.
Formaður Hugins, Halldór
Helgason, flutti stutt ávarp og
tilkynnti að Lionsklúbburinn
Huginn hefði ákveðið að færa
Skíðahótelinu að gjöf píanó,
Östlind & Almquist tegund, að
verðmæti um kr. 36.000,00 og
hefði því verið komið fyrir í
setustofu hótelsins, og bar fram
(Framhald á blaðsíðu 7).
SÁ ÓTTI VAR EKKI
ASTÆÐULAUS
I útvarpsumræðunum á dög-
unum reyndu stjórnarliðar enn
að þvo hendur sínar í landhelg-
ismálinu. En allir landsmenn
vita um hinn óheppilega og nið-
urlægjandi samning, sem gerð-
ur var við Breta og gildir um
langa framtíð, þar sem íslend-
ingar hafa afsalað sér einhliða
útfærslurétti sínum yfir land-
grunninu — þrátt fyrir óum-
deilanlegan sigur í deilunni við
Breta um 12 mílurnar frægu.
— Ýmsir segja, að ótti manna
um það, að Bretar færu fram á
framlengingu veiðileyfisins eft-
ir 3 ár innan 12 mílna mark-
anna, hafi reynst ástæðulaus.
Þar hafi verið um tilefnislausa
hrakspá að ræða. Rétt er, að
leyfið hefur ekki verið fram-
lengt. En óttinn var síður en
svo ástæðulaus. íslendingar
væru nú áreiðanlega ver á vegi
staddir í þessu máli, ef ekki
hefði verið til staðar einbeitt og
hiklaus afstaða almennings og
gagnrýni stjórnarandstöðunnar
í sambandi við samningagerð-
ina 1961. Ríkisstjórnin hlaut þar
þá leiðsögn og það aðhald, sem
henni kom að nokkru gagni —
en þó ekki sem skyldi — og átti
hún þar sök á.
VAKNINGARALDA UM
LANDSBYGGÐINA
Um landsbyggðina fer ný
vakningaralda. Þeim fer nú óð-
um fjölgandi, sem gera sér
ljóst, að það er lífsnauðsyn þjóð
arinnar og frumskylda, að
hyggja land sitt, og að hér hef-
ur ríkt öfugþróun í þessum efn-
um að undanförnu, sem boðar
bráða liættu. Erlent fólk, sem
býr við landþrengsli og tak-
markaða atvinnumöguleika er
farið að líta hýru auga til fram-
tíðarlandsins, sem fávísir menn
töldu fyrr á árum „á takmörk-
um liins byggilega heims,“ eins
og það var stundum orðað —
og enn heyrist öðru hverju. Hin
Stór-reykvíska ríkisstjórn, og
liðsmenn hennar, hafa ekki kom
izt hjá því, að verða varir við
þá hreyfingu, sem nú fer vax-
andi. í blöðum sínum hefur rík-
isstjórnin hvað eftir annað í vet-
ur tekið undir það, að nauðsyn
beri til að stuðla að jafnvægi í
h.vggð landsins. Þeir láta sér vel
líka, að landinu sé skipt í „þró-
unarsvæði“ og þau teiknuð á
kort, þar sem stór punktur á að
merkja borg á Norðurlandi.
Ríkisstjórnin sýnir áhuga á
fleiru, því hún fær jafnvel sér-
fræðinga frá París til að gera
skyndiáætlun um stöðvun fólks
flutnings frá Vestfjörðum.
EN ÞEGAR TIL KASTANNA
KEMUR
En þcgar til kastanna kemur
verður annað uppi á teningn-
um. Stjórnarmeirihlutinn í þing
nefnd yfirlýsti vilja sinn á þing
skjali um hollustu sína við
landsbyggðastefnuna á þann
hátt, að „óþarft“ væri að verja
tilteknum hluta af tekjum rík-
isins til jafnvægisstarfseini.
Annar nefndanneirihluti neitar
að mæla með tillögu Framsókn-
armanna um athugun á skóla-
málum dreifbýlisins. í stórvirkj
unarmálum situr allt við hið
sama. Sagt er, að menn hafi
verið sendir suður til að líta á
línustæði á hálendinu vegna
Eyjafjarðarlínu frá Búrfelli.
Ekki ber að lasta slíkt. En ein
hvern tíma þarf sú stund að
renna upp, að skoðunarmenn
ljúki verki sínu og ráðamenn
hætti að tala í hálfyrðum.
„HEILDARSKIPULAG STÓR-
REYKJAVÍKUR“
Hinn 10. apríl s.l. var mikið
um að vera í höfuðborginni
syðra. Bargarstjórinn í Reykja-
vík og „forráðamenn skipulags-
mála“ kölluðu blaðamenn á sinn
fund til að birta fyrir þeim fyr-
irætlanir um „heildarskipulag
Stór-Reykjavíkur,“ eins og það
var kallað á fundinum, og í
Mbl. daginn eftir. Það kom jafn
framt í ljós, að landssvæði það,
sem forráðamenn kalla Stór-
Reykjavík, tekur yfir Reykja-
vík, Kópavog, Hafnarfjörð,
Garðahrepp, Bessastaðahrepp,
Seltjarnarneshrepp og Mosfells-
hrepp, eða a. m. k. liluta hans.
íbúar þessa svæðis voru um
95 þúsundir í árslok 1963, en
þarna er gert ráð fyrir að þeir
verði 150 þúsundir í árslok 1982.
Þetta þýðir, að nálega tveir
þriðju af fólksfjölgun þjóðarinn-
ar á tveim næstu áratugum
staðnæmist í Stór-Reykjavík.
Skipulagsáformin eru þó miðuð
við það, að Stór-Reykjavík geti
tekið við nokkru fleira fólki á
tímabilinu, ef þess gerist þörf.
Nú er að verða búið að út-
hluta byggingarlóðum í nýju
borgarhverfi austan við Elliða-
ár. Og nú segja skipulagsmenn-
irnir, að uppi séu hjá þeim hug-
myndir um nýjan „miðbæ“ á
óbyggðu svæði austan Öskju-
hlíðar. Dagur hefur haft tal af
Reykvíkingum, sem segja, að
(Framhald á blaðsíðu 2).
FRAMSÓKNARFÉLAG Svarf-
aðardals hélt árshátíð sína sl.
laugardagskvöld og minntist um
leið 30 ára afmælis síns.
Gestur Vilhjálmsson bóndi í
Bakkagerði. rakti sögu félagsins,
og kom þar fram, sem áður var
raunar vitað, að á þessu 30 ára
tímabili hefur enginn bláþráður
verið á starfsemi félagsins.
Fyi sti formaðurinn og aðalstofn
andi félagsins var Ármann Sig-
urðsson þá bóndi á Urðum og
með honum voru kosnir í fyrstu
stjórnina þeir Halldór Hall-
grímsson bóndi á Melum og
Ingimar Guttormsson nú bóndi
á Skeggstöðum.
Núverandi stjórn skipa: Hjört
ur E. Þórarinssoh bóndi á Tjörn
formaður og með honum Júlíus
Friðriksson bóndi í Gröf og Þór-
arinn Jónsson bóndi á Bakka.
Félagsmenn eru 52 og hefur fé-
lagið aldrei verið öflugra en nú.
ÆRNAIÍ kroppa nýgræðinginn á túnunum.