Dagur - 09.05.1964, Side 4

Dagur - 09.05.1964, Side 4
i 4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Sírnar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsiugar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Bankar og okrarar TALIÐ ER, að starfsfólk aðalbanka landsins og hinna ört fjölgandi úti- búa þeirra víða um land, sé 800—900 manns. Það er allt ráðið upp á mán- aðarlaun og fær greidd laun fyrir 13 mánuði á ári. Af fjölda starfsfólksins og öðru er ljóst, að bankakerfi landsins er mik- il grein orðin á viðskiptameiði þjóð- lífsins. Enda er hér um að ræða álíka fjölmenna stétt og tala bænda er í 4 —5 sæmilegum sýslufélögum á ís- landi! Og samkvæmt viðbrögðum bankastjóra og bankaráðsmanna í vet ur, í sambandi við launamál sín, rná ætla, að aðrir þar fái sæmileg laun. Samkvæmt framkvæmdum bankanna síðustu misserin, bæði byggingum og lóðakaupum, má einn ig gera ráð fyrir að þessar stofnanir séu ekki á neinu flæðiskeri staddar fjárhagslega. Hitt skal ósagt látið, hvern þátt þetta liðmarga bankakerfi á í hagvexti þjóðarinnar, sem oft er um rætt á hinum síðustu og litríku tímum. Það væri e. t. v. einfaldast í því sambandi að taka bændur í þess- um fjórum eða fimm sýslum, sem áð- ur voru nefndir, til samanburðar, af því margt liggur nú ljóst fyrir um þátt landbúnaðarins í þjóðarbú- skapnum, eftir umræður þar um. í bönkum landsins eru mörg gagnleg þjónustustörf unnin af duglegu og hæfu starfsliði. Þar er einnig annast um „dreifingu“ á sparifé landsmanna og ávöxtun á því fé, sem „ráðdeildar- fólk“ hefur lagt þar inn í góðri trú. Háir vextir, sem áður vörðuðu við lög, kallað okur og þekkjast hvergi í siðuðu þjóðfélagi, áttu m. a. að þjóna heilbrigðu efnahagslífi, auk þess að gefa hinum mörgu ráðdeild- arsömu ríkan arð. En aðrar ráðstaf- anir „ofanfrá“ hafa leikið sparifjár- eigendur mjög grátt. Jafnhliða auknum glæsibrag á útliti bankanna, nýjum stórhýsum, dýrum lóðum og auknu starfsliði, sem allt er talandi vottur um góðan hag, hefur stór breyting á orðið inn- an við „diskinn.“ Hún er hvorki fög- ur né aðlaðandi og á því hafa margir fengið glögga staðfestingu, í neitun- um um lán til lífsnauðsynlegra hluta. En „gæðingar" fá milljóna króna lán, jafnvel milljónatuga lán og eru dæmi um það mjög nærtæk. Bank- amir eru þeirra kjörbúðir. Hin hörkulega og óviturlega bankapólitík hefur hrakið marga í fang okraranna. Utn það vitna fréttir úr höfuðborginni. En því miður er okurlánastarfsemi einnig byrjuð hér í höfuðstað Norðurlands, og menn hafa neyðst til að leggja sig undir klær peningamanna, þegar önnur sund voru lokuð. □ SNJALLAR MÉR er það enn í fersku minni, þegar ég í fyrsta sinn heyrði Davíð skáld Stefánsson frá Fagraskógi flytja ræðu. Það var fyrir 45 árum á skólahátíð í Menntaskólanum í Reykjavík, þar sem við vorunv þá báðir skólasveinar, hann í sjötta en ég í fjórða bekk. Ég man það enn glöggt, að hann talaði um ís- land sem „litanna land“, á þann áhrifamikla hátt, að ættjörðin reis mér fyrir sjónum í allri lita dýrð sinni og svipmikilli feg- urð. Auðheyrt var, að þar stóð í ræðustól ungur maður, sem mikils mátti vænta af um ræðu- gerð og ræðuflutning. Það er fyrir löngu á daginn komið. Da- víð Stefánsson hefur um langt skeið verið þjóðkunnur ræðu- snillingur, bæði fyrir snjalla efnismeðferð og frábæran flutn- ing. Hin nýja bók hans, Mælt mál, ber þess fagurt vitni. Hún kom út á vegum Helgafells í Reykja vík laust fyrir hátíðarnar í vet- ur, og hefur inni að halda tutt- ugu ræður og ritgerðir skálds- ins. Ræðurnar, sem fluttar eru við ýmisleg tækifæri, bera vitan- lega nokkur svipmót þess, en allar sverja þær sig í ætt um göfgi í hugsun, þróttmikið og fagurt málfar. Sem dæmi þeirra, er fjalla sérstaklega um þjóð- mál og menningarmál, má nefna ræðurnar „Gróður og gæfa“, flutt 1. des. 1952 af svölum Al- þingishússins í Reykjavík, og „Hismið og kjarninn“, flutt á héraðsmóti í Egilsstaðaskógi, sumarið 1958. Báðar eru þær efnismiklar og tímabærar, og djarfmannlega — ekki sízt í seinni ræðunni — vegur höf. að þeim veilum og öfgum, er hann telur hættulegastar í íslenzku þjóðlífi og meningu. í snjallri ræðu, sem hann flutti í upphafi Listamanna- þings 1945, ræðir höf. hrein- skilnislega og viturlega um hlut verk og hlutskipti íslenzkra listamanna. Jafnfx-amt hyllir hann Jónas skáld Hallgrímsson fögrum og fléygum orðum, en minningu hans var þingið helg- að. Jafn fagurlega og drengilega minnist hann ýmissa samferða- manna í ræðum á merkum tímamótum í ævi þeirra. Ræður þær, sem Davíð flutti í samkvæmum, sem haldin voru honum til heiðurs sextugum, varpa um margt Ijósi á skap- höfn hans, rithöfundarferil og skáldskap. Nánum tengslum sín- um við Akureyri lýsir hann auk þess í merkilegri og gagnfróð- legri ræðu sinni, „Aldarafmæli Akureyi-arbæjar 1962“. Skal þá horfið að í-itgerðun- um í bókinni, sem sannarlega standa ekki ræðunum að baki, en eru margar hverjar hrein- ustu snilldar verk, bæði að efni og máli. Fyx-sta ritgerðin, „í haustblíð- unni“, er yndislegur dýrðaróður sviplíkar hugsjónir drauma um heill og framtíð þeirra, sero jörðina byggja. Þó að ljóð Step- hans væru veðurbiíin, en ljóð Matthíasar geislum mögnuð til æskustöðva skáldsins í Eyja- firði, og sýnir það eftirminni- lega, hve djúpum og sterkum rótum hann stendur í móður- moldinni, jafn fasttengdur hauðri og hafi. „Hvar sem ég er staddur á hnettinum, er skammt heim í Fagraskóg", segir hann í þessari gullfallegu og andríku ritgerð sinni. Og eins og fram kemur í henni, er hér í rauninni um að ræða tjáningu djúpstæðrar ást- DR. RICHARD BECK: RÆÐUR OG ar skáldsins á íslandi og ís- lenzku þjóðinni, sögu hennar og hugsjóna- og meningarerfðum. Enda kemst hann svo að orði í greinarlok: „Þetta er Eyjafjörður, heimur ljóss og lífs, undui-samleg ver- öld: ísland í haustblíðunni.“ Aðdáun Davíðs á íslenzku þjóðinni, um annað fram á ís- lenzkum bændum og bændakon um, er meginþáttur í hinni kjarnmiklu ritgerð „Frostavet- ur“, sem samtímis lýsir náms- ferli hans og lífsskoðun ágæt- lega. Má svipað segja um við- talið „Spurningum svarað", er einkum bregður birtu á bók- menntaskoðanir hans. En þann- ig svarar hann og spurningunni um þátt Ijóðagerðar í menningu íslenzku þjóðarinnar: „íslenzkum Ijóðum og Ijóð- skáldum eigum við meii'a að þakka en flesta grunar. í Edd- unum endui-speglast goðheimar og speki feði'a vorra. Þar finn- um við ennþá í grpsi gullnar töflur. Skáldakvæðin fornu eru eins konar hersöngvar tungunn- ar. Svo koma sálmar og rímur. Margir gamlir sálmar eru lista- verk, þó að nútímamönnum kunni að þykja þeir skoplegir. Þeir veittu þjóðinni styi'k og' huggun á hörmungatímum. Rím urnar voru bjargráð tungunnar gegn dönskunni, sem fór eins og pest um landið. Þótt rímurnar féllu, hélt tungan velli. Svo taka þjóðskáldin við, lofsyngja ætt- jörðina, frelsi og sjálfstæði. Allt glæddi þetta vilja þjóð- arinnar og gaf henni kraftinn til þeirra átaka, sem að lokum leystu hana undan erlendu oki og yfirráðum. Þáttur skáldanna í íslenzku þjóðlífi er mikill og fagui'. Þó að þau taki sjaldan þátt í dægurþrasi, fylgjast þau vel með og láta sér ekkert mann legt óviðkomandi.“ Snilldai'legar eru ritgei’ðirnar um Davíð Þorvaldsson rithöf- und og um Ólaf Davíðsson, þjóð sagna- og grasafræðing, móður- bróður skáldsins. Báðar eru þær nærfærnar og samúðarríkar mannlýsingar, þar sem skyggnst er djúpt undir yfirborðið og inn í sálarlíf þessara gáfuðu og til- finninganæmu manna. Mjög athyglisverð er ritgerð- in, „Bx-éf til uppskafningsins“, en þar deilir skáldið vægðar- laust á yfirborðsmennskuna í ýmsum myndum, og hittir löng- um vel í mark; en manntegund sú, sem hann ávarpar þar og gagnrýnir réttilega, á sér bræð- ur um allar jarðir á vorum tím- um. Af allt öðrum toga spunn- in, en jafn athyglisverð, er rit- gerðin, „Á leið til Gullna hliðs- ins“, þar sem höf. í-ekur sögu íslenzks trúarlífs af næmum skilningi og sambærilegri sam- úð. Tvær ritgerðir eru hér sér- staklega helgaðar þjóðskáldinu séra Matthíasi Jochumssyni. Önnur þeirra er pi-ýðileg ræða, sem Davíð flutti, þegar hús séra Matthíasar á Akureyri var opn- að almenningi; hin nefnist „Kynni mín af séra Matthíasi“, afburða snjöll ritsmíð, sem eng- inn mun lesa eins og hún á skil- ið, svo að honum glöggvist eigi skilningur á þjóðskáldinu. Lýs- ing Davíðs á því, er þeir kvödd- ust norður á Akureyri séra Matthías og Stephan G. Step- hansson, í íslandsfei'ð hins síð- ai'nefnda 1917, er með hreinum meistarabrag, og þar sem hún á séi'stakt erindi til vestur-ís- lenzki-a lesenda, tek ég upp meg inhluta hennar: „Rétt áður en Stephan G. fór RITGERÐIR frá Akui-eyri, bað hann mig að ganga með sér heim til Matthí- asar. Kveðjustund þeirra nálg- aðist. Þótt þessi tvö höfuðskáld hefðu hlotið hinn innra eld í rík um mæli, var útlit þeirra og framkoma næsta ólík, ekki síð- ur en ljóð þeii'ra. Matthías var feitlaginn, þreklegur og höfð- inglegur útlits. Stephan grann- ur og þreytulegur. Matthías sí- kvikur og sítalandi. Stephan hæglátur og fámáll. Og nú sátu þeir hvor í sínu hoi-ni dagstof- unnar á Sigurhæðum og horfð- ust í augu — í síðasta sinn. Yfir Stephani hvíldi hljóðlát kyrrð, alvöruþungi. Matthías var orð- hreifur og gamansamur. Ég fann, að þessar tvær gömlu hetj- ur undu vel samvistum. Enda þótt Ijóð þeirra væru ólík að formi og ytra búnaði, áttu þeir höfðu bæði skáldin náð þeii'i'i snilld, sem því aðeins næst, að mikill andi og heitt hjarta leggi saman alla krafta sína. Það leyndi sér ekki, að þeim var þungt um andardráttinn. Samtalið var stutt og fábreytt, engin andagift, enginn eldur — aðeins hversdagsleg orð. Loks reis Stephan úr sæti — Matthías líka. Nokkur andax-tök stóðu þeir andspænis hvor öðr- um, hljóÖir, orðlausir. Geti and- legar vei-ur úr öðrum heimum nálgazt jörðina, þá er ég sann- færður um, að á þessari stund var stofa Matthíasar full af ó- sýnilegum, hvítum sálum. Og þarna stóðu þeir, tveir höfðingj- ar andans, sinn úr hvorri heims- álfu, en þó synir sömu þjóðar, báðir rammíslenzkir. Báðir höfðu þeir unnið stórvirki, báðir hlotið ást og lotningu íslend- inga. Hér átti íslenzk skáldlist, íslenzk hámenning aldarinnai', sína beztu fulltrúa, og guð má vita, hvenær tveir slíkir menn heilsast og kveðjast aftur. Á þessari stund var að gerast mik- ill atbui'ður, einn hinn merkasti í sameiginlegri sögu íslendinga heima og erlendis. Loks rétti Stephan G. fram æðabera,' skjálfandi höndina. En þá breiddi Matthías út faðminn, vafði Stephan örmum og — kyssti hann. Matthías grét. Stephan grét ekki. Það var eins og andlit Stephans væri höggvið úr bergi, hrufótt, stirðnað, að- eins augun ljómuðu — og sá ljómi var ósvikinn. En það vissi ég þá og seinna, að skilnaðurinn var honum mun þyngi-i og sár- ari en séra Matthíasi. Það var eins og Stephan G. hefði kvatt allt ísland og alla íslenzku þjóð- ina hérna megin hafsins í síð- asta sinn, með þessum eina kossi. Ur þessu var hann á heim leið — vestur. íslendingar ættu aldrei að gleyma þessum skáldakossi. Þeir mega muna hann sem tákn skyldleikans, tákn hins íslenzka <S*Í><S*$>^<SxÍ><í>4><SxSx5><^ Aramótakveðja til Davíðs skálds Stefáns- sonar (í TILEFNI af móttöku ræðu- og ritgerðasafns hans „Mælt mál“. Hönd þér rétti hafið yfir, himneskt þakka andans brauð, sem í þínum ljóðum lifir, lausa málsins snilld og auð. Ricliard Beck. 1111111111111111111111IIIIIIII llltllllllllllll IIIIIIIIMIII JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU: iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiii iitiiiimi 1111111111 iiii’iiiiiiui I fótspor Jóns Sigurðssonar og Bókmenntafélagsins anda, sem tengja skal alla Islend inga, hvar sem þeir búa á hnett- inum.“ Fyrir þessa snilldai'lýsingu á kveðjustund þeirra skáldbræðr- anna mega allir íslendingar vei'a Davíð Stefánssyni hjartanlega þakklátir, og festa hana sér í minni. Hún er jafnfi-amt fagurt dæmi þess, hver snillingur hann er á íslenzkt mál, mælt mál, eigi síð- ur en stuðlað, og þess vegna hefði þetta í'æðu- og ritgerða safn hans eigi getað hlotið betra heiti en það ber. Þar fara saman fágæt málfegurð, víðfeðmi og heiðríkja í hugsun. í heimi hins mælta máls hans er jafn þroska- vænlegt að dveljast og í vei-öld ljóða hans: — fegurðarástin, sannleiksástin og mannástin skipa öndvegi í þeim báðum. (Grein þessi var samin og send til prentunar, áður en höf- undi barst fréttin um lát skálds- ins). Kvikmyndin „Ur dag- bók lífsins“ sýnd á Ak. Ákveðið hefur verið að sýna kvikmyndina „Ur dagbók lífs- ins“ héi' í Borgarbíói í næstu viku. Magnús Sigurðsson skóla- stjói'i í Hlíðai'skóla í Reykjavík hefur látið gera myndina og sýnt hana víða á Suður- og Vestui'landi. Hún hefur hvar- vetna fengið ágætar viðtökur. Eins og kunnugt er gengur ágóði af þessum kvikmyndasýn ingum í sérstakan sjóð, sem biskupsskrifstofan varðveitir, og á að ganga til uppeldisheim- ilis fyrir vanrækt og foreldra- laus börn. Með því hyggst for- vígismaður þessa mikilvæga máls áð vinna nauðsynlegt björg unarstarf á réttum tíma. □ JÓN SIGURÐSSON og sam- herjar hans stóðu í áratuga bar- áttu við danska íhaldið af því að þeir kröfðust frelsis handa íslandi. Þeir vissu að þjóðin mundi fá frelsi, þó að það kæmi ef til vill í áföngum. Á þessu baráttutímabili stóð Jón Sig- urðsson fyrir því að Bókmennta félagið gaf út ágæta veraldar- sögu í möi'gum bindum sem fé- lagsmannabók. Hann fékk vin sinn og námsbróður frá Kaup- mannahöfn, Pál Melsted sagn- fi-æðing, til að þýða þetta mikla verk og Páll þýddi það á Bessa- staðamál. Frelsisfús kynslóð ungra íslendinga sem stóð ör- ugg í frelsisbaráttunni las þessa bók í þúsund heimilum sér til sálubótar og menntunar í stjórn málum samhliða ljóðum þjóð- skáldanna. Það var djarft tiltæki á þeim tíma að gefa út svo mikið rit- verk eins og þessa sögu. Að sið þeirra tíma snerist hún mjög um hetjuvei'k og stjórnmál, en sinnti minna bókmenntum, list- um og vísindum. Páll Melsted færði bókina í sögustílinn. Sjálfur las hann Njálu einu sinni á ári til að fjarlægjast aldrei til lengdar hina miklu frumheimild íslenzkrar ritsnilld- ar. Jóni Sigurðssyni og Bók- menntafélaginu tókst að vinna þann sigur eins og til var stofn- að. Hin mikla veraldarsaga vai'ð mikill þáttur í heimafræðslu gáfaði'a og bókhneigðra íslend- inga á 19. öld. Síðar kom 20. öldin. Þá tók sig til amerískur gófumaður, prófesson Durant, til að skrifa sögu menningar- þjóða heimsins í samræmi við nútíma viðhorf. Hann byrjaði starfsemi sína með því að halda sögufyrirlestra fyrir vei'kamenn í stói'borg í Amei'íku til að læra, hvaða foi'm þyrfti að hafa til að komast í andlegt samband við gáfað fólk, sem notar hvíldár- tímann frá ex-fiðum störfum til að menntast í sagnfræði. Næsta stig í vinnubrögðum Durant var að skrifa sögu heimspekinn- ar þannig, að hún yrði lesin með mikilli ánægju bæði af lærðum prófessorum við háskóla, ung- um námsmönnum og verka- mönnum, sem störfuðu að upp- skipunarvinnu í stórborgum Ameríku. Höfundinum tókst þetta furðuverk, að skrifa um þung heimspekismál í foi'mi sem hi-eif alla, jafnt þá sem fengust aðallega við bókstörf og hina, sem höfðu bókmenntir í hjáverkum. Þriðja átakið í störf um Durants var að rita verald- arsögu menntaþjóðanna. Hann hefur ferðast um flest lönd heims, þar sem saga er sögð, og stundum möi'gum sinnurn. Hann virðist þekkja allt sem hann lýsir, eins og hann væri þar box'- inn og barnfæddur. Hann sam- einar eins og Snorra bónda í Reykholti tókst hér á landi fyr- ir mörgum öldum að afla sér hinnar fullkomnustu þekkingar á viðfangsefninu og færa það síðan í form sem er hrífandi og aðgengilegt. Menntamálaráð hefur ráðist í að gefa út margar dýrmætai' bækur, þar á meðal hina miklu Hómers þýðingu Sveinbjörns Egilssonar og eina af bezt gei-ðu skáldsögum nýrri tíma, Anna Karenía eftir Tolstoj. Nú ræðst Menntamálaráð í það að gefa út handa íslendingum hina miklu vei'aldai-sögu Durants. Þar var í'áðist á garðinn sem hann var hár. Fyrst gefinn út helmingur- inn af Rómverjasögu. Síðári helmingurinn kemur næsta haust. Þá liggur fyrir hendi að taka sögu Grikkja. Það mundi verða tvö bindi í íslenzkri þýð- ingu. Hvort bindi álíka stórt og Rómverjasagan, sem nú er út komin. Nú reyndi á'hvort íslendingar gætu hætt á að fá í sín góðu heimilisbókasöfn úrvals bók um sögu heimsins. ísland er orðið lýðveldi, en þjóðin þarf nú, eins og á barátfuárum þjóðar- innar við dönsk kyrrstöðuvöld að hafa handa á milli þroska- sögu menntaþjóðanna í því formi, að þar megi enn fræða með sjálfsmenntun. Mennta- málaráð ei' í þessu efni arftaki Bókmenntafélagsins frá 18. öld- inni. Menntamálaráð er svo vel sett að geta gefið út nokkrar góðar bækur, þó að þær séu dýrar, ef þær geta orðið lífrænn þáttur í þjóðntenningu íslend- inga á lýðveldisöldihni. Mennta- málaráð fékk ágætan þýðanda til að byrja á þessú verki, Jón- as Kristjánsson, Noi'ðlending, alinn upp í góðri sveit við smala mennsku og kvöldlestur íslend- ingasagna og góðra skáldverká. Síðan kom Menntaskólinn og nám á vegum Nordals í Háskól- anum. Þýðing J. K. á Rómverja- sögunni ber vott um að énh fer vel saman málfar gáfaðra sveita manna og skólaganga, eins og bezt er til hennar vandað hér á landi. Tilraun Menntamálaráðs hefur lánast vel. Félagsmenn sem skipta þúsundum hafa feng ið þessa bók. Frá þeim spyrzt, sem hafa lesið hana, að þeim líki hún vel og þeir vilji fá meira að heyra. Einn af lær- dómsmönnum, sem kenna við Menntaskólann í Reykjavík lat- ínu og sögu, hefur ráðlagt læri- sveinum sínum í tveim bekkjum að kaupa Rómvei-jasöguna, ef þeir geta því við komið, og lesa vissa kafla hennar sem þátt í náminu. Vitaskuld hefur þessi kennari ekki gert bókina að eiginlegri kennslubók heldur bent nemendum á hentugt og viðráðanlegt úrræði til aukins þroska í kennslugreininni. Ég held að á næstu árum megi bú- ast við tvenns konar árangri af bók Durants, ef útgáfunni verð- 5 ur haldið áfram. í fyi'sta lagi munu þúsundir af mönnum, konum og körlum gi'ípa bókina í stuttum hvíldax'tímum, jafnvel fimm eða tíu mínútum milli verka. Þá er hentugt að líta á efnisyfii'litið og finna eitthvert hentugt atriði, sem lesandinn veit nokkuð um og hefur áhuga á að lesa um eftir því sem tími leyfir, ef til vill ekki meir en eina eða tvær blaðsíður í senn. Durant lærði, þegar hann flutti fyrirlestrana fyrir verkamönn- unum, að tala þannig, að gáfað- ir lesendur eða tilheyi'endur verði hrifnir af mikilleik við- burðanna og svipmyndum sög- unnar, bæði soi-g og sigrum. í öðru lagi hygg ég að í framtíð- inni muni menn, sem kenna börnum og unglingum, notfæi'a sér þessa sögu til að fá þar glöggar myndir til viðbótar hinu nokkuð þungg lesefni, sem landsprófsskipulagið leggur á æskuna bæði í sögu og öðrum námsgreinum. Margir ritsnjallir menn haf fagnað þessari bók í íslenzkum blöðum nú í vetur. Fyrstur mun hafa riðið á vaðið séra Benjamín Eyfirðingagoði. Síðan kom Páll H. Jónsson, síð- asti læi’isveinn Benedikts á Auðnum, og ritaði í Tímann og Samvinnuna, Sveri-ir Kristjáns- son sagnfræðingur ritaði í Þjóð- viljann, Þorsteinn Thoi'arensen rithöfundur skrifaði í Vísi, en Guðmundur Daníelsson skáld í Suðui-land. Síðastur í þessari röð snjallra rithöfunda kom Vil- hjálmur S. Vilhjálmsson í Al- þýðublaðið. (Framhald á bls. 7) Þá fyrst getur hún lægt sprettinn og farið sér hægt. Þá þarf hún ekki að vera á spani á hverju kvöldi með sfelldri óró og ótta um að láta tímann hlaupa frá sér án þess að hafa náð því marki, sem hún hefir sett sér: að ná sér í mann, sem hún óskar að eiga. Já, því fyrir hana er ekki um aðra leið að ræða. Hún hefir engin ráð á að mennta sig, eins og hún hafði hugsað sér. Hún sem hafði ætlað sér að læra söng! Ha-hæ. Nú getur hún hlegið að sjálfri sér. Peningarnir sem hún fleygði í þessa heimsku, koma aldrei aftur. — Það sem henni gremst mest, er að geta ekki verið nægilega vel klædd. — vera alltaf aðeins hálf-fín, meðan maður er ungur. Arin líða fljótt, og allt einu er maður orðinn gamall. — Það er ægileg tilhugsun! Nei, maður ætti alltaf að vera ungur og fallegur og geta daðrað ofurltið við nýja og nýja pilta og verið á ferð og flugi. Hún yrði aldrei leið á leiknum þeim! Hún er ekki til þess í heiminn borin að hanga aðeins við einn og engan annan, og mega síðan hvorki líta til hægri né vinstri og vera frjáls! Æ, hana langar til að hlaupa út í lífið og njóta allra dásemda þess. En hún lætur ekki ginna sig og tæla eins og margar vinkonur hennar gera. Borgarstúlkurnar eru svo fljótar á sér og til í allt. Þær hika ekki við, þótt þær eigi allt á hættu. En þökk og prís! Hún hefir vitið fyrir sér og beitir því, þegar þörf gerist. Og hún hefir andstyggð á því, þegar piltarnir eru að hæla sér í sinn hóp af stúlkum þeim, sem þeir hafi haft með sér í fjalla- ferðir og útilegur í ferðamannakofum. Á morgun kemur Iðunn aftur. Hvernig skyldi hún hafa unað sér með vininum að austan? Það er talsvert rómantískt að fá slíka kunningja-heimsókn. Og að austan! Ekki hefði hún haft neitt á móti því. Hún hefir alltaf haldið, að það hlyti að vera afskaplega dásam- legt að vera gift í höfuðborginni! Æ, svei því öllu! Það er drepandi gremjulegt að sjá alla aðra gera allt, eins og þeim sýndist, en hún sjálf situr hér föst og fjötruð. — En eitthvað getur þó úrrætzt á tveim árum, áður en hún verður tuttugu og fimm! Nú verða víst aðeins þær tvær i íbúðinni hérna, hún og Iðunn. Það er alveg óvst, hvenær Björg kemur aftur. Það er annars furðu- legt, að hún skyldi verða lasin svona óvænt. Blóðleysi og tauga- þreyta hefði Iðunn sagt, eftir að Björg hafði farið til læknis. Bara að það sé enginn alvöru sjúkdómur. Hún var svo bleik og guggin daginn áður en hún fór heim. Það gæti svo sem vel verið berklar! Hamingjunni sé lof, að hún sjálf er ekki veik, og þekkir lítið til sjúkdóma yfirleitt. Sigríður hefir annars samvizkubit í kvöld sökum þess, hve langt er nú síðan hún fór heim um helgi. Þrjár vikur rúmar! Já, tveggja vikna fríið fór i fjallaferðina með vinkonum sínum. Hún gat ekki eitt þeim dögum heima á flatlendinu. Þá hefði ekki orðið um neitt frí að ræða, heldur vinnu við heyskapinn allan daginn. Og þá hefði nú orðið lítið um skemmtun i sumarfríinu! En nú hafði fríið orðið agalega skemmtilegt, kátir piltar að daðra við. Og tíminn hljóp á harða spretti og var miklu meira en skemmtilegur! Henni hafði verið boðið í allar áttir. — En nú ætlar hún vissulega heim um næstu helgi, og þá gera þeim heima allt til þægðar. Hún gæti meira að segja setið hjá afa allan sunnu- AUÐHILDUR FRÁ VOGI: GULLNA BORGIN ‘g ................. ................... 9 im y'ii /L 36 daginn. Hún hefði átt að fara heim áður og líta til afa, fyrst hann var lagstur rúmfastur, eins og mamma hafði skrifað henni. En nú fer hún heim. A laugardaginn! Þá skal hún vera góð við afa. Segja honum frá fjallaferðinni sinni og kaupa kannski eitthvað gott handa honum!-------- Nei, nú er gengið upp stigann! — Nú kemur Erlingur! Hún opnar dyrnar, býður honum inn og tekur við hattinum hans. Hún athugar hann nákvæmlega, meðan hann kveikir í vindlingi þeirra beggja. Hann er sæmilega laglegur. Andlit hans er unglegt og með nokkrum stráksblæ, en þó dálitlum alvörusvip. Kannski fremur grannvaxinn. Hann er lítið eitt hærri en hún, hvorki bjartleitur né þeldökkur, en þó fremur bjartur. Henni lízt eiginlega vel á hann, eins og hann er. Hún hellir í kryddvínsglösin. Það er svo sem ekki mikið til skipt- anna. Þau geta því allt eins tekið það sem er í einu. Hann hælir kökunum hennar og drekkur nokkra kaffibolla. Hún bragðar lítið sjálf. Hún er gagntekin þessari óþolandi spennu, sem jafnan sækir á hana, þegar hún er ein með pilti. Henni finnst hún verði að vera síbrosandi. Hún veit að það fer henni bezt. Nú er víst varaliturinn horfinn með kaffidrykkjunni. Hún þarf að bregða sér í snyrtistúkuna og brúka varalitinn aftur. Hún verður að vera reglulega falleg í kvöld. Erlingi verður að lítast vel á hana! Þau sitja og spjalla góða stund á eftir. Hann hefir nýskeð verið á ferð til Suðurlands, ekið i bílnum sínum með góðum vini sinum. Þeir hafa náð sér í stúlkur öðru hverju! Henni geðjast ekki að þess- um sögum hans, svona hispurslaust og opinskátt. Hún er ekki bein- línis afbrýðissöm, en — hann þekkir svo allt of margar stúlkur! Henni er bæði um og ó, að hann segir svo opinskátt frá öllu þessu. Hann hlýtur þó að skilja, að henni geðjast ekki að því að heyra, að hann hafi kysst aðrar stúlkur vegna þess, að þær höfðu svo freistandi rauðan munn! Nei, hún verður að víkja honum frá þessu. Hann verður að skilja, að nú eru þau aðeins tvö ein, hún og hann. Helzt er að sjá, an hann ætli að sitja þannig og spjalla allt kvöldið. En það hafði hún ekki hugsað sér. Hún skiptir um set. Hún stendur upp og gengur inn í hitt herbergið og sezt í japanska bekkinn. Hann kemur á eftir henni. Loksins leggur hann vindlinginn frá sér og setzt líka í japanska bekkinn. Hann þrífur hana i fang sér og kyssir hana ákaft. En það er víst ekki ástarkoss? Hugboð smýgur gegnum hana: Þannig hefir hann kysst hinar stúlk- urnar, sem hann hefir leikið sér að á leiðinni á síðustu bílferðinni sinni! En hún lætur undan, gleymir því, sem hún var að hugsa. Eða víkur því aðeins úr huga sinum. Kannski kyssir hann svona, af þvi að honum þyki vænt um hana, elski hana? Hún óskar þess núna, af því hún er ekki viss, hver tök hún hefir á honum. Hann má ekki renna úr höndunum á henni! Hún verður að vera elksuleg við hann. — - Heyrði, segir hann allt í einu. — Ég er blátt áfram ástfanginn um þessar mundir. Hún verður afar spennt. Það liggur við að gleðin flæði yfir hana við þessi orð hans. Hún liggur kyrr og hlustar á það sem hann segir. — Ég þekki margar stúlkur. Þær eru í rauninni sætar og góðar allar saman, og góðir kunningjar, eins og til dæmis þú! Mér lízt vel á þið líka skilurðu, þykir þú vera agalega ágæt og skemmtileg og þess háttar. En — ég elska ekki. Það er bara ein, sem ég elska! Ég hitti hana í fyrra á ferð fyrir austan. Hún er ekki beinlínis fall- egri en hinar, sem ég hefi hitt. Það er bara eitthvað sérstakt við hana. Hún hefir vit á náttúrufegurð og öllu sem fallegt er í líf- inu. . . . Sigríði finnst hún verða alveg lömuð innvortis. Hún kemur ekki upp orði. Hún hálfliggur í faðmi hans. Allar tilfinningar hennar virðast dauðar. Slokknaðar. Skilur Erlingur þá ekki, hve orð hans hljóta að kvelja hana? Skilur hann þá ekki nokkurn skapaðan hlut? Er hann sljór fyrir öllu öðru en sínum eigin ástamálum og hughrif- um? — Og nú heldur hann áfram: — En við erum víst svona, karlmennirnir, að okkur finnst eftir- sóknarvert að leika við allar fallegu stúlkurnar, sem við hittum á förnum vegi, þangað til við þreytumst á öllu gamninu. Þá litumst við eftir hvílustað, svo að segja, — þá leitum við að stúlku, sem við getum talað við í alvöru öðru hverju. Og þegar við loks finnum hana, grípum við sækifærið! Erlingur rís upp til hálfs. — Var ekki klukka að slá? Taldi ég ekki til tólf? — Já, það er orðið framorðið, segir Sigríður og ris upp. Hún varð allt einu dauðþreytt. Hún gat ekki einu sinni feluklætt sig með brosi. Hún finnur til þreytu í kinnunum af að brosa svona lengi og óslitið. Nú var þessu lokið. Ollum kvöldum með Erlingi! Hann tekur hattinn sinn. Hún opnar hurðina fyrir honum. Hann tekur í hönd hennar, brosir og er sá sami og áður. En ekki í hennar augum. Hún reynir að brosa. Hún verður í hamingjubænum að forðast að láta hann verða þess áskynja, hve djúpt særð hún er, hve afskaplega hann hefir gert henni illt! — Góða nótt, Sigríður, segir hann hressilega. — Og þökk fyrir í kvöld. Hún horfist í augu við hann. — Góða nótt! segir hún og tekst að brosa. Hún heldur augum hans örlitla stund. — Skilur hann þá ekki nokkurn skapaðan hlut! Hana dauðlangar til að segja honum í alvöru, hve illt hann hefi gert henni, segja honum að hann sé kaldur og tilfinningalaus, Framhald, t

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.