Dagur - 09.05.1964, Qupperneq 8
8 7
SÍÐASTA STJNNUDAG voru sýningar haldnar í barnaskólum bæjarins á handavinnu og
tpikninguni nemenda, einnig í Gagnfræðaskólanum. Aðstandendur nemenda og fjöldi ann-
arra bæjarbúa lagði leið sýna á sýningar þessar. Og þar var margt að sjá, enda margar hend-
ur, sem að unnu í vetur. Þessar myndir eru úr Gagnfræðaskólanum, og sitja hér tvær „um-
sjónarkonur“ og einn gestanna snýr sér við og stingur upp í sig puttanum. Á neðri myndinni
er fjöldi muna úr horni og beini, seni ungir menn eru að skoða. (Ljósmyndir: E. D.)
Athyglisverð samþykkt á aðalfundi Mjólkursamlags K.E.A. sl. þriðjudag
í SÍÐASTA BLAÐI var sagt frá
ársfundi Mjólkursamlags KEA,
en þar sem honum var ekki lok-
ið, þegar blaðið fór í prentun,
verður nú skýrt frá nokkrum
SKAUT ALIGÆS
S.L. laugardagskvöld kærði
Snorri bóndi Pétursson á Lóni
til lögreglunnar á Akureyri tvo
menn, sem komið höfðu heim-
undir bæ sinn, skotið þar ali-
gæs og ekið síðan burt. Lýsti
Snorri bílnum og sat lögreglan
fyrir „veiðimönnunum“ þegar
þeir komu í bæinn með feng
sinn. Viðurkenndi annar þeirra
að hafa skotið gæsina. Snorri
bóndi á Skipalóni verður árlega
fyrir leiðum Nlieimsóknum
óþroskaðra bæjarbúa, sem ým-
ist ræna eggjum, drepa fugla í
varplöndum, fara gálauglega
með skotvopn og skjóta jafnvel
aligæsir á eggjum heima við bæ.
Það er engu líkara en að sumir
bæjarbúar líti svo á, að þeim
sé leyfilegt að nota skotvopn
leyfislaust í löndum bænda —
og að friðunarlögin þurfi ekki
að taka hátíðlega. □
þeim samþykktum, sem gerðar
voru.
Á fundinum voru rædd ýmis
mál er mjólkurframleiðendur
varða, þar á meðal um starf
Búfjárræktarstöðvarinnar í
Lundi og var einróma ákveðið
að veita 150 þús. kr. til styrktar
þeirri starfsemi.
Þá var mikið rætt um verð-
jöfnun á flutningsgjaldi mjólkur
á samlagssvæðinu og að lokum
var eftirfarandi tillaga sam-
þykkt: „Ársfundur Mjólkursam-
lags KEA 1964 samþykkir að
greiða %% af endanlegu mjólk-
urverði, sem greitt er í reikn-
inga framleiðenda, í jöfnunar-
sjóð mjólkurflutninga á sam-
lagssvæðinu. Gjaldið greiðist í
fyrsta sinni af framleiðslu árs-
ins 1964 og þar til öðru vísi verð-
ur ákveðið. Til þess að úthluta
úr sjóðnum kýs fundurinn þrjá
menn og jafn marga varamcnn
til þriggja ára, og úthluta þeir
úr sjóðnum, til þeirra deilda, er
lengst eru frá mjólkursamlag-
inu og eiga við mesta flutnings-
örðugleika að stríða.“
Önnur tillaga, svohljóðandi,
var samþykkt samhljóða: „Árs-
fundur Mjólkursamlags KEA
1964, beinir því til stjórnar og
framkvæmdastjóra samlagsins,
að ráða sem fyrst sérstakan
mann til þess að leiðbeina
mjólkurframleiðendum um með
ferð mjólkur á heimilum, og
verði með þessum hætti unnið
að bættri flokkun mjólkurinnar
á samlagssvæðinu.“
í fr'étt í síðasta blaði féll nið-
ur að geta um fitumagn innveg-
innar mjólkur til mjólkursam-
lagsins, en það var 3,824% á
síðasta ári. □
KARLAKÓR AKUREYRAR
efnir til samsöngs í Samkomu-
húsi bæjarins n. k. laugardag
og sunnudag kl. 5, báða dagana.
Þessar fyrstu söngskemmtanir
kórsins eru fyrst og fremst fyr-
ir styrktarfélaga kórsins og
gesti.
Söngstjóri Karlakórs Akur-
eyrar er Áskell Jónsson. Ein-
söngvari Jóhann Daníelsson, og
SMÁTT OG STÓRT
VANDI ER AÐ SKIPTA
VEGAFÉNU
Hin fyrirhugaða vegaáætlun
fyrir yfirstandandi ár verður
mörgum umhugsunarefni —og
áhyggjuefni einnig — hér um
slóðir. Til sumra vega hér í
kjördæminu hafa verið tekin
innanhéraðslán, sem standa
vaxtalaus, og fjárveitingar í ár
hrökkva jafnvel ekki til að
greiða skuldirnar, hvað þá
meira. En segja má, að hagnað-
ur sé að því fyrir byggðarlögin,
að hafa, vegna þessara lána,
fengið vegaframkvæmdir á með
an framkvæmdakostnaður var
lægri en nú. Þegar nýbygginga-
fé er takmarkað, og ekki fæst
meira, er vandi að skipta milli
landshluta og byggðarlaga.
VEGUNUM ÁBÓTAVANT
Fyrir byggðarlögin innbyrðis
er það undirstöðuatriði á þessu
sviði, að vegir milli verzlunar-
eða markaðsstaða og þau lands-
svæði, sem þessi „þéttbýlis-
kjarni“ hefur samskipti við, séu
sæmilega greiðfærir allt árið,
eftir því sem veðrátta og tækni
leyfir. En vegna umferðar milli
byggðarlaga og um landið, en
sú umferð er einkum á sumrin,
er einnig mikil þörf á vegum
um óbyggðir, „millibyggðaveg-
um,“ fjallvegum o. s. frv. Sum-
um byggðarlögum er nauðsyn á
slíkum vegi til að rjúfa einangr-
un eða stytta leiðir. Ástand
hinna svonefndu akfæru vega
er mjög misjafnt. Sumir gaml-
ir vegir eru „sokknir“ og gerð
þeirra úrelt. Á nálega 200 km
„þjóðbrautarkafla“ í austur-
hluta þessa kjördæmis er ná-
lega helmingur vegarins ennþá
aðeins „ruddur“ vegur. En á
þessum vegum þramma nú
áætlunarbílar, sumir komnir
alla leið frá Reykjavík og hafa
áætlun austur á Iand. Ýmsar
sögur voru Degi sagðar af
ástandi þessara vega í fyrravor,
af þeim, sem þá voru í kosn-
ingaferðum, og sumir frambjóð-
endur treystu sér ekki þá nema
flugleiðina. □
STRÁKAVEGUR
Strákavegur og jarðgöngin í
gegn um Stráka við Siglufjörð
er enn á dagskrá, en því miður
er ekki hægt að segja fréttir af
stórstígum áföngum í fram-
kvæmdum. Hitt sýnist aftur á
móti augljóst, að þessum vegi
verður ekki lokið í sumar, eins
og lofað var fyrir kosningar. Því
(Framhald á blaðsíðu 7).
Yerkamannasamband sfofnað
STOFNÞING Verkamannasam-
bands íslands verður sett í fé-
lagsheimili Dagsbrúnar og Sjó-
mannafélags Reykjavíkur, að
Lindargötu 9, nk. laugardag 9.
maí kl. 2 e. h.
Til stofnþingsins er boðað af
Verkamannafélaginu Dagsbrún,
Verkamannafélaginu Hlíf og
Verkalýðsfélaginu Einingu,, en
sameiginleg nefnd þessara fé-
laga hefur annazt undirbúning
stofnþingsins og sent þátttöku-
boð öllum almennu verkalýðs-
félögunum innan Alþýðusam-
bands íslands.
Ekki er enn vitað að fullu um
hve þátttaka verkalýðsfélag-
anna í stofnun hins nýja sam-
bands verður víðtæk, en þau
hafa mörg hver að undanförnu
rætt málið á fundum sínum og
kosið fulltrúa á stofnþingið.
Aðalviðfangsefni stofnþings-
ins verða umræður um hlutverk
og starfsemi sambandsins, sam-
þykkt laga og fjárhagsáætlunar
og að sjálfsögðu umræður og
ákvarðanir varðandi kjaramál
verkafólks eins og þau liggja nú
fyrir.
undirleikari Hlöðver Áskelsson.
Söngmenn eru 35.
Á söngskrá eru 14 lög eftir
innlend og erlend tónskáld.
Á skömmum tím er reynt að
koma miðum til allra styrktar-
félaga, en ef út af ber — að
miðar komi — eru viðkomandi.
beðnir að hafa samband við
J. J. í síma 2138. □
Fyrirhugað er að stofnþing-
inu ljúki á sunnudag.
(Fréttatilkynning frá Verka-
mannafélaginu Dagsbrún,
Verkamannafélaginu Hlíf og
Verkalýðsfélaginu Einingu).
##############################
ÞRYMUR Á HÚSAVÍK
SYNGUR I
Húsavík 8. maí. Karlakórinn
Þrymur efnir til jconserts í sam
komuhúsinu á Húsavík n. k.
laugardagskvöld. — Stjórnandi
kórsins er Sigurður Sigurjóns-
son. Undirleik annast Reynir
Jónasson. Þrír einsöngvarar
syngja með kórnum, Eysteinn
Sigurjónsson, Guðmundur
Gunnarsson og Ingvar Þórar-
inssön. Þ. J.
##############################■
Aðalfundur Mjólkur-
mjólkrsamlags K. Þ.
Húsavík 8. maí. Aðalfundur
Mjólkursamlags Kaupfélags
Þingeyinga var haldinn á Húsa-
vík 6. þ. m. Mættir voru 24 full-
trúar frá 10 deildum auk stjórn-
ar, framkvæmdastjóra og endur
skoðenda.
Mjólkurinnlegg á reikningsár-
inu var 5.401.596 kg. og hafði
aukizt um 14% frá árinu áður.
Fitumagn mjólkur var 3,7109%.
Aðeins 13,5% af innveginni
mjólk var.selt sem neyzlumjólk
en 86,5% fór í vinnslu á skyri,
smjöri, ostum og kaseini. End-
anlegt verð til bænda er krónur
5,545. Þ. J.