Dagur - 23.05.1964, Síða 5

Dagur - 23.05.1964, Síða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Simar 1166 og 1167 Ritstjóri og óbyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Þrjú þúsund á biðlista SAMKVÆMT gildandi lögum, á á Húsnæðismálastofnun ríkisins að veita hverjum húsbyggjanda allt að 150 þús. kr. lán. Eggert Þorsteinsson alþingismaður gerði húsnæðismálin að umtalsefni í síðustu útvarpsum- ræðum frá Alþingi og lýsti öngþveit- inu. Um 3000 lánaumsóknir lágu í vor fyrir hjá Húsnæðismálastofnun- inni, og helmingur þeirra var óaf- greiddur. í vor hafði verið tilkynnt hátíðlega, að allar lánaumsóknir, sem bærust eftir 31. marz 1964 þyrftu engrar úrlausnar að vænta! Þannig er þá komið. Slík uppgjöf sem hér um ræðir er hreint viðreisnargjald- þrot í húsnæðismálum. Vitað er, að í landinu þarf að byggja 1600—1800 íbúðir á ári. Hið opinbera veitir að- eins 150 þús. kr. hámarkslán, og er skylt að veita það út á hverja íbúð. Þetta lán er auðvitað furðulega lágt, þegar þess er gætt að íbúð í fjölbýlis- húsi kostar um 700 þús. kr. og meira í einbýlishúsi. Það stóð þó ekki á þessum lánum fyrir kosningarnar síð- ustu, ef rétt er munað, enda ekki nein tæpitunga höfð um þennan mik ilsverða þátt „viðreisnarinnar" þá. Síðan í marz 1963 til þessa dags hef- ur aðeins ein úthlutun farið fram, og það voru aðeins 20 milljónir, sem ríkisstjórnin útvegaði á þessu tíma- bili. Nú vantar 300 millj. kr., miðað við 1. marz s.l., til að ujjpfylla lána- beiðnir, sem húsbyggjendur eiga rétt á, samkvæmt lögunum. En nú eru ekki kosningar fyrir dyrum, eins og vorið 1963, en þá var 80 millj. út- hlutað og nógir peningar til! Byggingarkostnaður hefur hækkað langt til um helming á 5 ára tíma- bili „viðreisnarstjórnarinnar.“ Allir sjá hve vonlaust er fyrir fólk með venjulegar launatekjur, að ætla að eignast eigið húsnæði, eins og nú er komið. Og skammarlegt er af hinu opinbera, að standa ekki einu sinni við lögboðnar skuldbindingar í þessu efni, — þótt húsnæðismálalánin hrökkvi skammt. f skjóli hinna miklu erfiðleika í húsnæðismálum, lánsfjárkreppunn- ar, húsnæðisskortsins og verðbólgunn ar hefur húsaleiguokrið ekki látið á sér standa. Það þarf engan að undra þótt launafólk með miðlungstekjur, sækji fast á um bætt kjör, þegar vextirnir einir af sæmilega góðri íbúð eða einbýlishúsi eru 60—80 þús. kr. á ári, og húsaleiga í slíku liúsnæði nokkru hærri. □ Fréttabréf úr Höfðakaupstað BARNA- og miðskóla Höfða- kaupstaðar var slitið á sunnu- daginn 3. maí s.l. Sóknarprestur inn, sr. Pétur Ingjaldsson, flutti hugvekju og bæn. Skólastjór- inn, Páll Jónsson, ávarpaði nem- endur og gesti. Þakkaði starfið í skólanum og árnaði nemend- um, kennurum og öðrum við- stöddum góðs gengis í framtíð- inni. í skólanum voru alls um 150 nemendur. Við skólann starfa 5 kennarar, auk skólastjóra, og einn stundakennari. 18 nemend- ur luku prófi úr barnaskóla, 16 úr unglingaskóla og 7 nemend- ur luku miðskólaprófi og enn eru nokkrir nemendur, sem fara nú að þreyta landspróf. Hæsta einkunn við barnapróf hlaut Bergur J. Þórðarson 9.43, sem er jafnframt hæsta eink- unn, sem tekin hefur verið við skólann. Hann hlaut verðlaun úr skólasjóði. Hæsta einkunn við unglingapróf hlaut Sólveig Georgsdóttir, 9.28. Lionsklúbb- ur Höfðakaupstaðar veitti henni verðlaun, en hann hefur á und- anförnum árum verðlaunað bezta námsárangur við unglinga próf hér við skólann. Þá voru Birnu Guðjónsdóttur afhent verðlaun frá skólanum fyrir á- gæta einkunn í reikningi við landspróf síðastliðið vor, en þar fékk hún eink 9.9. En þar sem búið var að slíta skólunum þeg- ar landsprófi lauk, voru verð- launin ekki afhent fyrr en nú. Nýtt skólahús var byggt hér og hafin kennsla í því haustið 1958. Við það batnaði öll aðstaða til kennslustarfa. Þá var settur hér fastur miðskóli, sem hefur starfað síðan með landsprófs- deild, svo skólahúsið er strax of lítið, þar sem bekkjardeildir eru 9, en ekki nema 4 kennslustofur til afnota. í ráði er að byrja á byggingu íþróttahúss nú í vor, en hér er engin aðstaða til í- þróttakennslu eins og er. Sundlaug er hér á staðnum og hefur UMF. „Fram“ séð um rekstur hennar. Lionsklúbbur Höfðakaupstaðar gaf í vetur mjög vandað sjónprófunartæki til afnota hér í skólanum. Tíðarfar er hér heldur kalt með norðaustan stormum og litlum gróðri. Sauðburður er að byrja. Sjómenn eru að koma heim af Suðurnesjum, þar sem þeir hafa haft mikinn og góðan afla í vetur. Nokkur atvinna er hér við húsbyggingar, þó fólk sé að flytja héðan í von um meira gull á öðrum stöðum. Páll Jónsson. SEXTUGUR: Guðmundur Guðlaugsson, forsfj. Heilagar kýr í ausfri og vesfri Ferðaskrifsfofa Zoega eykur mjög starfsemi sína Kostakjör í einstaklingsferðum til útlanda FERÐASKRIFSTOFA Zoega h. f. í Reykjavík er elzta starfandi ferðaskrifstofa landsins og hef- ur frá fyrstu tíð verið einkaum- boðsaðili fyrir hina heims- þekktu og virðulegu ferðaskrif- stofu Cooks í London. Hefur Zoega m. a. haft umfangsmikla fyrirgreiðslu í sambandi við komu erlendra skemmtiferða- skipa hingað til lands. Forstjórar Zoega-ferðaskrif- stofunnar, sem hefur aðalbæki- stöð í Hafnarstræti 5 í Reykja- vík, eru feðgarnir Geir H. Zoega og Tómas Zoega, en umboð á Akureyri hefur Ferðaskrifstof- an, Túngötu 1. Hefur forstjóri hennar, Jón Egilsson, skýrt blaðinu svo frá, að Zoega-skrifstofan sé að auka starfsemi sína og m.a. skipuleggi hún óvenju hagstæðar einstak- lingsferðir til fjölmargra landa í Evrópu, s. s. Danmerkur, Eng- lands og Skotlands, Frakklands, Luxemborgar, Hollands, Spán- ar, ítalíu o. fl. Alls hefur skrif- stofan auglýst um 25 mismun- andi ferðir, sem standa frá 6 til 16 daga. Innifalið í verðinu er fargjald, gisting og morgunmat- ur og í sumum tilfellum allar máltíðir. Sem dæmi um hag- stæða ferð má nefna 14 daga ferð til Kaupmannahafnar og London, sem kostar kr. 9.050.00. Er þá gert ráð fyrir, að dvalizt verði í Kaupmannahöfn fulla 6 daga (7 nætur) og 5% dag (6 Á ANNAN í hvítasunnu, þann 18. þ. m. varð Guðmundur Guð- laugsson forstjóri Kaffibrennslu Akureyrar sextugur. Guðmundur er Breiðfirðingur að ætt og uppruna. Hann er son ur Guðlaugs Guðmundssonar prests að Dagverðarnesi við nætur) í London. Til saman- burðar má geta þess, að flug- farið eitt til London og Kaup- mannahafnar kostar álíka upp- hæð, eða kr. 8.820.00. Sem annað dæmi mætti nefna 10 daga ferð á Edinborgarhátíðina (16. ágúst til 5. sept.), sem kostar kr. 6.450. 00. Allar nánari upplýsingar varð andi ferðir þessar eru gefnar í Ferðaskrifstofunni að Túng. 1. Auk þess mun þar veitt öll önn- ur fyrirgreiðsla í sambandi við utanlandsferðir, hvort heldur er um að ræða einstaklinga eða hópa. Breiðafjörð og konu hans Mar- grétar Jónasdóttur prests að Staðarstað. í móðurætt er því Guðmund- ur Skarðsverji, Elinborg amma hans, sú hin merka kona, var dóttir Kristjáns Skúlasonar, Magnússonar á Skarði á Skarðs- strönd. Bræður Guðmundar eru þeir Kristján, þjóðkunnur verzl unarmaður og Jón'as heitinn Guðlaugsson skáld. Sautján ára lauk Guðmundur burtfararprófi úr Verzlunar- skóla íslands og stundaði verzl- unar- og útgerðarstörf þar til hann fluttist til Akureyrar 1932. Þá gerðist hann starfsmaður samvinnufélaganna á Akureyri. Við forstöðu Kaffibrennslu Ak- ureyrar tók hann árið 1942 og hefur haft hana með höndum ætíð síðan. Guðmundur er ágætlega vel greindur og starfhæfur maður og hvort sem það er sökum þess, að hann er Skarðsverji eða ekki, þá kann hann vel með fé að fara og hjúuná að stjórna. — Hann er hvorutVeggja í senn, Ijúfmenni og höfðingi. — Guðmundur hefur starfað mikið að félagsmálum á Akur- eyri. Um langt árabil var hann ,X r dagbók lífsins” KVIKMYNDAR með þessu nafni hefur oft verið getið í fréttum, enda hvarvetna hlotið eftirtekt og mikla aðsókn. Hún fjallar um vandamál æskunnar. Magnús Sigurðsson skóla- stjóri Hlíðarskólans í Reykjavík lét gera þessa mynd, og flytur stutt en greinagott erindi um þetta margslungna vandamál, eftir því sem tími hans hefur til unnizt í sambandi við sýn- ingarnar. í Borgarbíói var „Úr dagbók lífsins11 sýnd fyrir hvítasunnuna og flutti Magnús erindi fyrir hverja sýningu. formaður í félagi Framsóknar- manna og um átta ára skeið sat hann í bæjarstjórn, sem fulltrúi Framsóknarflokksins. Þar var hann kjörinn forseti bæjai'- stjórnar og stjórnarformaður Síldarverksmiðjunnar í Krossa- nesi, en um langt skeið hefur Guðmundur haft framkvæmda- stjórn hennar með höndum. Guðmundur er kvæntur hinni ágætu konu Guðríði Aðalsteins- dóttur, Jörundssonar útvegs- bónda í Hrísey og konu hans Guðbjargar Sumarliðadóttur. — Þau Guðríðui' og Guðmundur eiga tvær mannvænlegar dætur, Guðbjörgu og Margréti, báðar útskrifaðar úr Menntaskólanum á Akureyri, en þær hafa dvalið við nám og störf í Reykjavík undanfarinn vetur. Á þessum merku tímamótum í ævi Guðmundar veit ég að ég má bera fram beztu þakkir til hans fyrir margþætt störf í þágu bæjarbúa. — Og um leið og við samvinnumenn þökkum honum ágæt störf, bæði innan flokksins og hjá fyrirtækjum samvinnusamtakanna, þá eigum við þá ósk bezta að við eigum enn um langa hríð eftir að njóta starfskrafta hans. Vinir og samstarfsmenn senda honum, konu hans og dætrum hinar beztu árnaðaróskir. Bjöm Bessason. UM SAMA LEYTI og undrin á Saurum tóku hugi fjölda íslend- inga fanginn, fékk ég bréf frá einum þekktasta borgara Banda ríkjanna, Cyrus Eaton. Efni bréfs hans var að leita álits míns á því hvort gagnlegt mætti verða ef vísindamenn úr ýms- um löndum og heimsálfum kæmu saman á ráðstefnu og ræddu um hjátrú og áhrif henn- ar í fullri einlægni. Ástæðan til þess, að þessi heimsfrægi Bandaríkjamaður skrifar mér og fleirum bréf um þetta mál er, að hann er nýkom inn frá Indlandi, þar sem hvar- vetna blöstu við augum hans að kallandi verkefni þjóðar, sem þrátt fyrir gamla og merka menningu er vanþróuð á tækni- sviði og milljónir Indverja svelta heilu hungri. En meðan indversk börn far- ast úr næringarskorti, fóðrar indverska þjóðin 250 milljónir kúa eða eina kú á hverja tvo Indverja.. Flestai' eru þessar kýr svo magrar sökum elli, að þær eru lítið annað en bjórinn og beinin. En Indverjar líta á kúna sem heilagt dýr og ein- mitt þegar Cyrus Eaton skrif- aði bréf sitt í marz sl. höfðu þeir sent hjartnæma hjálpar- beiðni til Bandai'íkjamanna. Það sem þeir báðu um var fóð- ur handa horuðum kúm, ekki matur handa börnum. Heilagleiki kúnna á Indlandi Akureyringar sýndu mynd- inni of mikið tómlæti, enda margir í þeirri trú, að unglinga- vandamálin séu annars staðar, en ekki hér. Þessi kvikmynd er sönn og til mikils skilningsauka á margþættum vandamálum. Og hún flytur áróður fyrir því, að þjóðfélagið þurfi að veita meiri aðstoð, bæði munaðarlaus um og þeim, sem lent hafa á villigötum. Sá áróður gæti að sjálfsögðu verið mun sterkari og jafn-sannur þó. En mynd Magnúsar er, þrátt fyrir hóg- værðina, góð kvikmynd og lær- dómsrík, og hafi hann þökk fyr- ir komuna til Akureyrar. □ mun vera flestum íslendingum framandi. En er þá ekki eitt- hvað álíka fráleitt hjá okkur og heilögu kýrnar hjá Indverjum? Ég myndi ætla að leynivínsal- ar á íslandi væru sízt þarfari íslenzku þjóðfélagi en horuðu kýrnar því indverska. Ég hef nokkrum sinnum vik- ið að því hversu fráleitt væri að láta tugi, jafnvel hundruð, full- orðinna karlmanna sitja undir stýri á bílum, er samanlagt kosta milljónir króna, án þess að sinna svo heitið geti öðru en leynivínsölu. Ötulir lögreglumenn munu telja næsta gagnslítið að hafa hendur í hári leynivínsala og kæra þá sökum þess, að úr hömlu dregst að taka mál þeirra fyrir og dæma í þeim. Dómar, 'sem þessir menn fá, eru oftast ótrúlega mildir og trufla þá ekki svo teljandi sé í framhaldi leynivínsölunnar. Ekki er þó hægt að afsaka aðgerðaleysið í þessum málum með rúmleysi á Litla-Hrauni eins og stendur, þakkað veri Skálholtskirkju. Það hefur vakið furðu, að þegar haldin var ráðstefna á- byrgra aðila um áfengisvanda- mál, voru mál leynivínsalanna ekki ofarlega á blaði. Þau virð- ast tæpast hafa borið á góma að því er ráða má af fréttum og er- indum, sem þegar hafa verið birt. Dettur þeim sem ábyrgir eru í þessum málum í hug, að al- menningur muni taka orð þeirra alvarlega, meðan þeir gera ekki hreint fyrir sínum eig in dyrum og losa þjóðina við ó- happaverk manna, sem einskis svífast þegar sölumöguleikar eru annars vegar? Hafa ekki að sinni nógu mörg slys hlotizt af völdum ölvaðra bílstjóra, sem verndaðir eru með því að þegja um nöfn þeirra? Mætti ekki auka virðingu æskunnar fyrir lögunum með því að gefa henni ekki kost á viðskiptum við leynivínsala? Væri ekki ráð að láta heilögu kýrnar á íslandi skipta um bit- haga og koma þeim þangað, sem þær gera ekki vorgróðurinn að svörtu flagi? Ólafur Gunnarsson. Merki mannaferða setja svip sinn á Surtsey MARGIR leggja nú leið sína til Surtseyjar. Þess sjást líka merki á eyjunni. Samkvæmt fregnum, er þar þegar mikið af hinum leiðu fylgifiskum ferðamanna, svo sem flöskum, dósum, bréf- um og matarleifum. Svo virðist, að ferðamenn ætli að gera Surts ey að sorphaugi áður en fyrstu landnemar gróðurríkisins skjóta þar rótum. □ J afnr étti í kaupi kar 1 a og kvenna mikilvæ Sigríður hafði kvatt borgina. Hún hafði líka kvatt Iðunni. Hún veit ekki, hvort þær muni hittast framar. Iðunn á ekki heima hér Vestanfjalls. Og kannski fer hún héðan einn góðan veðurdag. Sig- ríður finnur enn til öfundarinnar gömlu. Hvers vegna á Iðunn að eiga alltaf svo margra kosta völ? Og geta alltaf farið að eigin vilja? — Hvers vegna er annars hugsunin um Iðunni að gera henni gramt í geði? Sigríður vill þó ekki ala slíkar tilfinningar í brjósti, því að í rauninni geðjast henni vel að Iðunni. En Iðunn hefur svo sterk tök á þeim, sem hún talar við, að þá langar ósjálfrátt til að segja henni í trúnaði allt um sjálfa sig. Já, Sigríður er viss um, að öðrum sé einnig þannig farið. Sjálf hefði hún sagt Iðunni allt að heiman. Hefði víst meira að segja nefnt Lárus. Æi-svei. Hún veit varla, hvort hún eigi að sjá eftir þessu. Og hún hefir á tilfinningunni, að hafa sagt Iðunni fullmikið. Það er eins og Iðunn sæi þvert i gegnum hana. Henni finnst eitthvað dular- fullt við Iðunni. Og hana skyldi ekki furða, þótt hún frétti, að eitt- hvað mikið væri orðið úr Iðunni! Nei, nú vill Sigríður hvorki hugsa um Iðunni né Stofnunina. Og ekki heldur Rossí. Hún hefir kvatt vini og kunningja í borginni. Séyldu þau sakna hennar nokkuð? Hún er alls ekki viss um það. Sum hefðu spurt hana, hvað hún ætlaði sér að hafast að? Hún hefði sagt þeim, að fyrst um sinn ætlaði hún að vera heima. — En hefði þau bara grunað, hvað hún ætlaði sér! Það er aðeins hún sjálf, sem veit það, og þau heima. Lárus veit það ekki, en foreldrar hans. — Hvað skyldi hann annars hugsa, ef hann vissi, að hún hefði vistað sig hjá foreldrum hans? Bara að hann haldi nú ekki, að hún geri þetta af meðaumkun, að hún ætli að látast vera svona góð, af því hann sé veikur! — Nei, í hamingjubænum! Það má hann ekki halda! Hún er hvorki góð né væn. Og ekki er þetta meðaumkun heldur. Jæja, hvers vegna gerir hún þá þetta: Segir frá sér góðu starfi og stöðu, snýr baki við borgarlífinu, sem hún hefir hælt svo mjög? — Já, hverju ætti hún að svara, ef Lárus skyldi spyrja hana um þetta? Æ-i, hún gæti víst sagt honum svo margt. Að hún ætli að afla sér meiri þekkingar og lífsreynslu eða þessháttar. Annars finnst henni þetta vera rétt, og er ánægð með það. En ef Lárus skyldi nú halda, að hér sé eitthvað annað að baki? Haldi kannski að tilfinníngar hennar gagnvart honum hafi breytzt? — Nei, hún veit ,að hann muni alls ekki halda það. Til þess hefir hún verið alltof berorð við hann og ákveðin. Og þessvegna hafi þau ekki hitzt síðan. Þau hafi naumast talazt við síðan í fyrravetur. Lárus má annars hugsa og halda, hvað sem hann vill, geti það aðeins stuðlað að því, að hann nái heilsunni aftur. Hún hafði lofað móður hans því að koma eftir áramótin. Og það ætlar hún að efna. Það var hún sjálf, sem hafði stungið upp á þessu, þegar móðir hans kom til þeirra á jólunum og nefndi þá, hve erfitt væri að ná í stúlku. Þær færu allar heldur til borgarinnar. Svo hefði hún einn- ig minnzt a Lárus, og þau ummæli læknisins, að það væri kannski réttast að senda hann á hæli, svo að hann hesstist fljótar. Segðist læknirinn ekki skilja almennilega, hversvegna það gengi svo seint AUÐHILDUR FRÁ VOGI: GULLNA BORGIN 40 ENDA þótt meginreglan um sömu laun fyrir sömu vinnu sé miklvæg, verða menn að gera sér ljóst, að hún er aðeins part- ur af hinu mikla vandamáli í sambandi við launakjör kvenna yfirleitt, og að laun þeirra eru að jafnaði lægri en laun karl- manna, segir í skýrslu frá Al- þjóðavinnumálastofnuninni (IL O) til Efnahags- og félagsmála- ráðs Sameinuðu þjóðana (ECO SOC). Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að útrýma því launamisrétti, sem fyrir hendi er, en hér er fyrst og fremst þörf á betri menntun, þjálfun og ráðgjafar- þjónustu fyrir ungar stúlkur og konur, segir í skýrslunni, sem einnig leggur áherzlu á sameig- inlegt átak hins opinbera og einkaaðila til að hvetja ungar konur — og foreldra þeirra — til að færa sér í nyt möguleik- ana á menntun og þjálfun, og nota síðan menntun sína á raun hæfan hátt. í skýrslunni er drepið á ýmsa tálma, sem eru því til fyrirstöðu að hægt sé að jafna launamis- rétti karla og kvenna. Þar er m. a. um að ræða vandkvæði á því að finna áreiðanlegar og hlut- lægar aðferðir til að mæla og meta umfang tiltekins verkefn- is, gera samanburð á ýmsum- starfsgreinum. Einnig er til- finnanlegur skortur á ýmsum upplýsingum, t. d. um það, hvers vegna fólk fær ekki sömu laun fyrir sömu vinnu í ákveðn- um starfsgreinum og fögum, hvers vegna vinnuveitendur eða launþegasamtök og jafnvel kvenfólkið sjálft leggst gegn launajafnrétti, og loks hver sé hin almenna afstaða til stöðu konunnar á vinnumarkaðinum. 46 ríki hafa nú staðfest sátt- mála ILO frá 1951 um sömu laun fyrir sömu vinnu. Meðal þeirra átta ríkja, sem staðfestu sáttmálann á árunum 1962 og 1963, eru Finnland og Svíþjóð. Hafa þá öll ríkin á Norðurlönd- um staðfest hann. í þeim kafla skýrslunnar, sem gerir grein fyrir, hvað gerzt hafi á þessum vettvangi síðustu árin, skýra Danir frá því að þar í landi séu laun kvenna um 73 af hundraði miðað við laun karlmanna. Norðmenn skýra frá því, að launajafnrétti verði komið á innan verzlunar og við- skipta í þremur áföngum fyrir 1. október 1965. Svíar vísa til samnings um útrýmingu alls launamisræmis milli karla og kvenna í járn- og verksmiðju- iðnaði, sem gengur í gildi árið 1965. með batann. Pilturinn hefði þó öll skilyrði til að frískna fljótt, hefði hann bara meiri kjark og lífslöngun! En hann virtist alveg kærulaus um allt og alla, jafnvel sitt eigin líf. En hér. veltur einmitt mikið á því, segði læknirinn, að efla lífsþrána, að vilja sjálfur verða frískur. Beitti hann þessum eiginleikum nægilega, mætti telja honum borgið, sagði læknirinn. Já, Sigríður man vel allt þetta, sem móðir Lárusar hefði spjallað um á jólunum. Og þessi síðustu ummæli læknisins ollu því, að hún samstundis tók ákvörðun sína. Að þvísu hafði hún ætlað sér að vera heima, áður en hún byrjaði á því, sem hún hafði sett sér. Nú þykir henni vænt um, að svo færi sem fór. En henni er ljóst, að þetta getur hún ekki sagt Lárusi blátt áfram, að hún sé hingað komin til að kveikja í honum Iífsþrána og lífskjarkinn. Takist henni það! Þetta getur hún ekki sagt honum, því þá myndi hann halda, að þetta væri aðeins meðaumkun af hennar hálfu. Og það veit hún hann þolir ekki. Hún þekkir hann of vel til þess! En er þetta þá aðeins meðaumkun, og ekkert annað, ef satt skal segja? Nei, um það vill hún ekkert hugsa núna. Enda veit hún það ekki sjálf. Hún er í nokkrum vafa.---------- En nú verður hún að tína saman í skyndi ferðadótið sitt. Eimreiðin hefir blásið fyrir stöðinni!------ Foreldrarnir athuga Sigríði í laumi fyrsta kvöldið heima. Hún verður þess vör. Hún þykist einnig skynja efann í augnaráði þeirra, sem þau reyna þó að dylja: — Hvort það myndi raunverulega vera alvara hennar að vista sig hjá foreldrum Lárusar, æskukunningja hennar, í veikindum hans. En svar hennar var stutt og laggott: Hún fór þangáð í bítið morguninn eftir! Sigrxður nemur staðar sem snöggvast, áður en hún gengur heim til bæjar. Hún þarf að blása mæðinni ofurlítið eftir að hafa gengið hratt á sæmilegu hjarnfæri. En hve allt virðist kyrrt og hljótt, þegar þegar allt er snævi hulið. Hún þarf að taka duglega í sjálfa sig, hleypa í sig kjarki og kröftum til þess, sem hún er að búa sig undir. Þeim hinum finnst þetta kannski ekki neitt sérlegt vandamál. En henni er þetta nokkur hluti lífsins. Það er þá fyrst þetta, að gera eitthvað gott í annarra þágu. Um það hefir hún aldrei áður hugsað í neinni alvöru. Eða hefir hún kannski hugsað um það stundum, og löngunin til að gera gott legið eins og glóð í samvizkunni. Hún hefir bara ekki viljað líta í þá áttina. Nei, hún er alls ekki góð né væn nú heldur. Hún vill aðeins haga sér. eftir eigin höfði. Hún þolir ekki lengur að lifa tómu og tilgangslausu lífi. Líf hennar verðut ’einnig að hafa eitthvert hlutverk og markmið! Fótatak hennar heyrist ekki, er hún gengur um hlaðið í mjúkum snjónum. Nú verður hún að heilsa heimafólkinu og Lárusi líka. Móðir hans á von á henni. Hjónin og tveir yngri bræðurnir sitja að morgunverði við eldhúsborðið. Sigríður sér, að konan hefir líka sett fram disk handa henni, en þó þannig, sem búizt sé við gesti, er fara muni aftur innan stundar. En þau skyldu nú sannarlega verða annars 'vísari! . Sigríður setur frá sér ferðatöskuna og segist ætla að heilsa Lárusi, áður en hún fari að borða. Móðir hans fylgir henni upp á loftið. Henni svipar talsvert til móður Sigríðar, dálítið hærri og lítið eitt grennri. En í augum hennar bregður fyrir sama glettnisbliki og í aug- um Lárusar. Jæja, nú er um að gera, að þetta verði ósköp hversdagslega eðli- legur fundur þeirra Lárusar og blátt áfram, eins og hún hefði litið inn til hans margsinnis undanfarið, en alls ekki komið til hans í eitt einasta skipti allan þennan tima, síðan hann varð veikur. — En nú kemur hún! — Viltu að ég komi með þér inn til hans? segir móðir hans og horfist í augu við Sigríði. — Nei, nú spjara ég mig sjálf! Sigríður brosir, og móðirin svarar því á sama hátt. Það er sem brosið tengi þær saman. Svo fer móð- irin ofan aftur. En Sigríður opnar dyrnar að herbergi Lárusar. Hann liggur og snýr andliti til veggjar. Hann heldur sennilega, að móðir sín sé á ferðinni og snýr sér ekki strax. — Eða — hún veit ekki, —• því nú snýr hann sér alll í einu og lítur beint framan í hana. — Sæll Lárus! segir hún glaðlega. — Sæl! segir hann. —Henni virðist eins konar kæruleysishreimur í röddinni. Hún gengur inn að rúminu og hugsar, að auðvitað hefði hún átt að rétta honum höndina, en hún áræðir það ekki. Hún er smeyk um, að hún megni þá ekki að vera nógu róleg. Hún getur ekki að því gert. Hún finnur, að það myndi ýfa upp einhverjar tilfinningar. Eða — hvernig er henni annars varið? Nú verður hún að vera sá sterki. Er það ekki einmitt það, sem hún hefir sett sér? — Það er langt síðan síðast, segir hann. Hann reynir víst að brosa, en það tekst ekki fylliíega. Augu hans eru svo alltof alvarleg. — En nú ætla ég að koma oft upp til þín! Hún sezt á stól nálægt rúminu. Hann lítur spurnaraugum á hana. — Hefirðu kannski fengið auka- frí? — Ja-há. Frí frá borginni um óákveðinn tíma, — og kannski fyrir fullt og allt. — Hvað áttu við? — Að ég mun líta upp til þín, hvað eftir annað á öllum tímum dagsins. Það er að segja, þegar þú sefur ekki! Hún brosir. — Jæja, það er þá ekki erfitt að brosa. —Eg er semsé ekki svo langt undan, skilurðu, heldur hún áfram. (Framhald),

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.