Dagur - 03.06.1964, Page 1

Dagur - 03.06.1964, Page 1
Dagur fcemur út tvisvar í vifcu og kostar 20 krónur á mánuði. Dagur Símar: 1166 (ritstjóri) 1167 (afgreiðsla) LÁ MEÐVITUNDARLAUS í FLÆÐARMÁLINU SAMKV. upplýsingum lög- 'reglunnar á Akureyri, hefir verið mikil ölvun í bænum að undanförnu, sérstaklega um síðustu helgi. Þá voru 11 kærðir fyrir ölvun á almanna færi. Var það bæði bæjar- fólk og aðkomumenn, sem í hlut átti. Þá voru unnin skemmdarverk á þrem bif- reiðum, sem stóðu á bifreiða- stæðum í miðbænum. Brotin var rúða í einum þeirra, handföng brotin og loftnet skemmd. Biður lögreglan þá, sem geta gefið upplýsingar um þessi skemmdarverk, að láta sig vita. Nokkrir bif- reiðaárekstrar hafa orðið, en ekki slys á mönnum í sam- bandi við þá. Á laugardagskvöldið lagð- ist 17 ára aðkomustúlka, al- klædd, til sunds við Torfu- nefsbryggju. Svamlaði liún þar í sjónum Um stund, en komst síðan upp í flæðarmál- ið og var þá orðin meðvitund arlaus. Lögreglunni var til- k.vnnt um atburðinn, og kom hún á staðinn, og hóf þegar Iíígunartilraunir, sem háru fljótt árangur. Stúlkan var flutt í sjúkrahús. í ljós kom, að hún var mjög ölvuð. □ Frá Aðalfundi KEA. — Neðri niyndin sýnir stjór.i félagsins og starfsmenn fundarins. (Ljósm.: E. D.) Frá aðalfundi Kaupfélags Eyfirðinga, sem haldinn var á Akureyri i gær og fyrradag: Laimagreiáslur KEA 60 millj. JAKOB FRÍMANNSSON kaupfélagsstjóri. BRYNJÓLFUR SVEINSSON stjórarformaður. 250 þús. króna framlag til efnarannsóknarstofu landbúnaðarins. Heildarsala 550 milljónir kr. AÐALFUNDUR Kaupfélags Eyfirðinga var haldinn í Samkomu- liúsi Akureyrarbæjar dagana 1. og 2. júní. Rétt til fundarsetu höfðu 189 fulltrúar, en mættir voru 183 úr 22 deildum félagsins auk stjórnar þess, kaupfélagsstjóra og endurskoðenda ásamt ýmsum starfsmönnum kaupfélagsins og gestum. Fundarstjórar voru kjörnir Ólafur Magnússon, Akureyri og Stefán Halldórsson, Hlöðum og fundarritarar Rósberg G. Snæ- dal, Akureyri og Jónas Hall- dórsson, Rifkelsstöðum. í upphafi fundarins minntist Brynjólfur Sveinsson, formaður kaupfélagsins, Sigurðar Krist- inssonar, fyrrv. framkvæmda- stjóra SÍS, Ingimundar Árna- sonar, fulltrúa, Arnheiðar Skaptadóttur og Valdimars Haraldssonar, er öll höfðu lát- ist frá síðasta aðalfundi, og öll gegnt mikilvægum störfum fyr- ir Kaupfélag Eyfirðinga með trúnaði og dugnaði. Risu fundar menn úr sætum í virðingarskyni við hina látnu. Formaður fluttj skýrslu stjórnarinnar og greindi einkum frá verklegum framkvæmdum á s.l. ári. Kaupfélagsstjórinn, Jakob Frímannsson, skýrði frá rekstri félagsins og las reikninga þess fyrir árið 1963. Heildarvörusala félagsins í innlendum og erlend- um vörum, þegar með eru tald- ar útflutningsvörur, verksmiðju framleiðsla og sala þjónustu- fyrirtækja, hefur aukizt á árinu um 15—20% og mun nema alls um 550 milljónum króna. Fundurinn ákvað að verja tekjuafganginum, um 4% millj. króna, til endurgreiðslu á 4% af ágóðaskyldri vöruúttekt fé- lagsmanna og leggist upphæðin í stofnsjóði þeirra. Ennfremur ákvað fundurinn að greiða í reikninga félags- manna 6% af úttekt þeirra í Stjörnu Apóteki, sem þeir höfðu sjálfir greitt. Ur menningarsjóði KEA hafði verið úthlutað 60 þús. kr. og samþykkti fundurinn að leggja 100 þús. kr. til sjóðsins. Samþykkt var einróma tillaga stjórnar kaupfélagsins um 250 þús. kr. framlag til að koma upp á Akureyri efnarannsóknar- stofu í þágu landbúnaðarins. Að lokum fóru fram kosning- ar. Jón Jónsson, kennari og Sig- urður O. Björnsson, forstjóri voru endurkjörnir í stjórn fé- lagsins til þriggja ára. — Guð- mundur Eiðsson, bóndi var endurkosinn endurskoðandi til (Framhald á blaðsíðu 2). Sláttur hefst semi GRASSPRE-TTAN er víðast góð miðað við árstima. í Eyjafirði verður farið að slá fyrstu skák- irnar, sem snemma fengu áburð og búpeningur gekk ekki á. Er það nokkru fyrr en venja er til. □ a r Þorskaflinn nægir varla í soðninguna handa Olafsfirðingum Ólafsfirði, 2. júní. Ólafur Bekkur er farinn á síldveið- ar og verið er að undirbúa aðra báta hér til síldveið- anna. Þessir bátar stunda síldveiðarnar fyrir Norður- og Austurlandi í sumar: Ól- afur Bekkur, Sæþór, Guð- björg, Stígandi og Þorleifur Rögnvaldsson. — Munu þeir brátt halda á miðin. í nótt kom dekkbáturinn Anna, sem er á ufsaveiðum, með 28 tunnur af síld, ásamt ofurlitlu af ufsa, sem veitt var á Flateyjarsundi. Síldin, sem er fremur smá og mis- jöfn, var sett í frystingu. Minni dekkbátar eru nú á ufsaveiðum og kom einn þeirra með 12 tonn í gær. Þorskveiði er engin, svo að jafnvel gengur erfiðlega að fá í soðið. B. S.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.