Dagur - 24.06.1964, Blaðsíða 2

Dagur - 24.06.1964, Blaðsíða 2
Sundmeistaramót íslands fór fram með glæsibrag á Akureyri um síðusfu helgi Guðmundur og Hrafnliildr höfðu yfirburði SUNDMEISTARAMÓT íslands hið 34. í röðinni var haldið í útisundlauginni á Akureyri s.l. laugardag og sunnudag, í bezta veðri, sunnan golu og hita. ísak J. Guðmann, formaður íþróttabandalags Akureyrar, ávarpaði keppendur og gesti í mótsbyrjun og bauð þá vel- komna. Erlingur Pólsson, for- maður Sundsambands íslands, setti mótið með ræðu og rakti í stuttu máli gang sundmála í landinu, gat um nokkra sund- viðburði og hvað væri helst framundan hjá íslenzkum sund- mönnum í framtíðinni. Hófst þá keppnin. Mesta athygli og að- dáun áhorfenda vakti hin frá- bæra frammistaða Guðmundar Gíslasonar og Hrafnhildar Guð- mundsdóttur úr Reykjavík. Unnu þau öll sundin, sem þau tóku þátt í. Davíð Valgarðsson fi'á Keflavík setti líka mikinn svip á mótið. Einar Einarsson, aðeins 13 ára, frá ísafirði synti knálega og setti eitt sveinamet. Annai'S var árangur fremur slakur á mótinu heilt yfir, mið- að við undanfarin sundmót í Reykjavík. Hrafnhildur vann tvo bikara á mótinu, Kolbrúnar- bikarinn og Pálsbikarinn. Lítið komu norðlenzkir sund- menn við sögu á þessu móti og Austfirðingar áttu engan full- trúa. Alls voru keppendur 78 frá eftirtöldum aðilum: ÍBH (íþróttabandalagi Hafn- arfjarðar) 9, ÍBK (íþróttabandalagi Kefla- víkur) 11, ÍA (íþróttabandalagi Akra- ness) 4, SRR (Sundráði Reykjavíkur) 20, Vestra (ísafirði) 10, Kvenna- og drengja- mót UMSE HIN ái-legu kvenna- og drengja- mót Ungmennasambands Eyja- fjarðar í frjálsum íþróttum fara fi’am á íþróttavellinum á Lauga landi í Eyjafirði laugardaginn 27. þ. m. kl. 2 e. h. Keppnisgreinar fyrir stúlkur verða: 100 m hlaup, 4x100 m boðhlaup, kúluvarp, kringlu- kast, hástökk og langstökk. Keppnisgreinar fyrir drengi vei’ða: 100 m hlaup, 400 m hlaup 1500 m hlaup, 4x100 m boðhlaup langstökk, hástökk, þrístökk, kúluvax-p, spjótkast og kringlu- kast. — Aldurstakmax-k drengja er 18 ára og yngri. Veitt verða verðlaun á báðum þessum mótum, t. d. hljóta þau félög bikara, sem vinna flest stig. □ UMFS -(Ungmennafélagi Sel- fossj 7, UMSS (Ungmennasambandi Skggfirðinga) 5, HSÞ (Héraðssambandi Þing- eyinga) 4, og ÍBA (íþróttabandalagi Akur- eyrar) 8. Hrafnhildur Guðmundsdóttir — hlaut Kolbrúnarbikarinn og Pálsbikarinn. — Ljósmynd. S. Mótið fór í alla staði mjög vel og skipulega fram undir stjórn ísaks J. Guðmanns, sem var mótsstjóri, en íþróttabandalag Akureyrar sá um undix-búning og framkvæmd þess. Það er mikið átak að halda svo stór mót sem þetta, sve vel, sem raun ber vitni. — Áhorfendur voru allmargir báða dagana. Urslit í einstökum greinum: 100 m skriðsrmd karla. íslandsmeistari sek. Guðmundur Gíslason SRR 58,6 Davíð Valgarðsson ÍBK 60,1 Guðm. Þ. Harðarson SRR 61,6 50 m bringusund telpna. íslandsmeistari sek. Kolbrún Leifsdóttir Vestra 39,9 Matth. Guðmundsd. SRR 39,9 Eiín Jóhannsdóttir Vestra 42,8 100 m bringusund karla. íslandsmeistari mín. Fylkir Ágústsson Vestra 1:16,6 Ei-lingur Þ. Jón.son SRR 1:18,8 Gestur Jónsson ÍBH 1:21,6 50 m baksund telpna. íslandsmeistari sek. Auður Guðjónsdóttir ÍBK 38,8 Ásta Ágústsdóttir ÍBH 38,9 Inga Harðardóttir UMSS 43,3 100 m baksund kvenna. íslandsmeistari mín. Hrafnh. Guðmundsd. SRR 1:20,9 Auður Guðjónsdóttir ÍBK 1:27,4 Ásta Ágústsdóttir ÍBH 1:29,1 200 m baksund karla. íslandsmeistari mín. Guðmundur Gíslas. SRR 2:26,7 Guðm. Þ. Harðarson SRR 2:46,6 100 m skriðsund drengja. íslandsmeistari mín. Trausti Júlíusson SRR 1:05,3 Logi Jónsson SRR 1:05,6 ■Kári Geirlaugsson ÍA 1:07,8 200 m bringusund kvenna. íslandsmeistari mín. Hrafnh. Guðmundsd. SRR 3:01,2 Auður Guðjónsdóttir ÍBK 3:09,0 Matth. Guðmundsd. SRR 3:09,2 200 m einst. fjórsund karla. íslandsmeistai’i mín. Guðmundur Gíslas. SRR 2:24,1 Davíð Valgarðsson ÍBK 2:36,8 3x50 m þrísund drengja. íslandsmeistari mín. Sveit SRR 1:45,9 Sveit ÍA 1:53,3 Sveit UMSS 1:54,5 Davíð Valgarðsson, Keflavík, Guðmundur Gíslason, Reykjavík, og Guðmundur Þ. Harðarson, Reykjavík. — Ljósmynd: S. 3x50 m þrísund telpna. íslandsmeistari mín. Sveit SRR 1:56,5 Sveit ÍBK 2:02,0 Sveit UMFS 2:02,7 4x100 m fjórsund karla. íslandsmeistari mín. A-sveit SRR 4:48,9 B-sveit SRR 5:32,2 100 m flugsund karla. íslandsmeistari mín. Guðmundur Gíslas. SRR 1:04,5 Davíð Valgarðsson ÍBK 1:07,0 Guðm. Þ. Ilarðarson SRR 1:12,5 100 m bringusund kvenna. íslandsmeistari mín. Hrafnh. Guðmundsd. SRR 1:21,6 Auður Guðjónsdóttir ÍBK 1:27,9 Matth. Guðmundsd. SRR 1:28,0 100 m bringusund drengja. íslandsmeistari mín. Einar Sigfússon UMFS 1:20,3 Gestur Jónsson ÍBH 1:20,9 Reynir Guðmundss. SRR 1:23,3 400 m skriðsund karla. íslandsmeistari mín. Davíð Valgarðsson ÍBK 4:46,9 Logi Jónsson SRR 5:14,0 Trausti Júlíusson SRR 5:22,4 KNATTSPYRNUMÓT ÍSLANDS - II. DEILD: Akureyringar unnu Sigiíirðinga Einar Einarsson, Isafirði, setti sveinamet. — Ljósmynd: S. AKUREYRINGAR unnu Sigl- firðinga í II. deildarkeppninni s.l. sunnudag á Akureyri. Urðu mörkin 4 gegn 1 og mega Sigl- firðingar vel una þeim úrslitum því Akureyringar voru nær stöðugt í sókn. Fyrsta mark leiksins kom á þriðju mínútu og skoraði Skúli Ágústsson það af stuttu færi fyrir Akureyringa. Nokkru síð- ar bætti Kári Árnason við tveim mörkum með stuttu millibili. Var undirbúningur að því síð- ara skemmtilegur. Steingrímur Björnsson fékk boltann fram hægri' kantinn, lék upp að enda- mörkum og gaf vel fyrir mark- ið til Kára, sem afgreiddi bolt- ann í netið með ágætum skalla án þess að markmaður kæmi nokkrum vörnum við. Og enn hélt sókn Akureyringa áfram, og á 33. mínútu skoraði Stein- grímur síðasta mark Akureyx’- inga í leiknxun. Fyrri hálfleikur var nokkuð vel leikinn af Akureyringum. Náði fiamlínan oft sæmilegum samleik og vörnin braút niður sóknartilraunir Siglfirðinga. Seinni hálfleikur var daufur af beggja hálfu og sýndust margir leikmenn sljóir og kæru- lausir. Yfirburðir Akureyring- anna héldu áfram, en þröngt spil og frábær klaufaskapur við mark mótherjanna kom í veg fyrir stói-tap Siglufjarðar. Sigl- firðingar fengu fá tækifæri til markskota, en’ samt heppnaðist eitt þeirra. Sævar Gestsson skaut föstum bolta af löngu færi, sem Samúel markmaður áttaði sig ekki á og í markið fór boltinn. Þar með unnu Siglfirð- ingar hálfleikinn. Nokkuð líf færðist í leikmenn við markið, en ekkert markvert gerðist. Urslitin 4:1 Akureyringum í (Framhald á blaðsíðu 7). 100 m skriðsund kvenna. íslandsmeistari mín. Hi’afnh. Guðmundsd. SRR 1:04,7 Ingunn Guðmundsd. SRR 1:12,7 Hrafnh. Kristjánsd. SRR 1:17,6 100 m baksund karla. .íslandsmeistari mín. Guðmundur Gíslas. SRR 1:09,0 Guðm. Þ. Harðarson SRR 1:19,5 Óli G. Jóhannsson ÍBA 1:30,0 50 m skriðsund telpna. íslandsmeistari sek. Ingunn Guðmundsd. UMFS 33,8 Hrafnh. Kristjánsd. SRR 36,0 Ásta Ágústsdóttir ÍBH 36,5 200 m bringusund karla. íslandsmeistari mín. Fylkir Ágústsson Vestra 2:54,4 Gestur Jónsson ÍBH 2:55,5 Einar Sigfússon UMFS 2:56,3 200 m einst. fjórsund kvenna. íslandsmeistari mín. Hrafnh. Guðmundsd. SRR 2:56,3 Auður Guðjónsdóttir ÍBK 3:06,5 (telpnamet). Kolbrún Leifsd. Vestra 3:27,2 100 m baksund drengja. íslandsmeistari mín. Trausti Júlíusson SRR 1:20,9 Gísli Þórðarson SRR 1:24,6 Logi Jónsson SRR 1:31,0 3x50 m þrísund kvenna. íslandsmeistari mín. Sveit SRR 1:52,0 Sveit ÍBK 2:02,2 Sveit Vestra 2:04,1 4x200 m skriðsund karla. íslandsmeistari mín. A-sveit SRR 9:32,8 Sveit ÍBH 10:45,1 B-sveit SRR 11:32,7 Fjórðimgsmót norðlenzkra hestamanna að Húnaveri D A G S K R Á : LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ: Kl. 9.00 Mætt með öll sýningarhross lijá dómnefndum. — 17.00 Undanrásir kappreiða. — 22.00 Danslcikur í Húnaveri. (Gautar leika.) SUNNUDAGUR 28. JÚ.NÍ: Kl. 11.00 Form. L. H., Einar G. E. Sæmundsen, setur mótið. Siingur. — 11.15 Sýning á hryssum. M A T A R FI L É . KJ. 13.00 Sýning stóðhesta. — 14.15 Ræða. Form. Búnaðarfélags íslands. — Söngur. — 14.35 Born koma fram á hestuni. H L É . Kl. 16.00 Hestamenn ríða í fylkingu á sýningarsvæðið. — 16.15 Blcssunarorð. Séra Jón ísfeld flytur. — 17.00 Sýning góðhesta. — 19.30 Úrslit kappreiða. — 22.00 Dansleikur í Húnaveri. (C.autar leika.) Mætið sem flestir til að njóta holirar og góðrar gleði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.