Dagur - 24.06.1964, Blaðsíða 5

Dagur - 24.06.1964, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Súnar 1166 og 1167 Bitstjóri og óbyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Brofðlöm í bankamálum ALMENNRI þjónustu bankanna við almenning hefur hrakað, þrátt fyrir miklar innstæður sparifjáreig- enda. Og lánastarfsemin er smátt og smátt að færast út fyrir bankana, vegna þjónustutregðu. f sumum lánastofnunum er fyrir- greiðslum, sem sýnast sjálfsagðar, ekki einasta neitað, heldur neitað á þann veg, að mest minnir á einok- unarkaupmennina gömlu á mestu niðurlægingartímum þjóðarinnar. En tiltölulega fámennur hópur manna á þó alltaf innangengt í pen- ingastofnanimar og virðast ausa þaðan fé að vild. En lánsfjárörðug- leikar sem að almenningi snúa síð- ustu missirin hafa hrundið tnörgum góðum manninum í hendur okrar- anna, en lamað eðlilegt framtak annarra. Útibússtjórar aðalbankanna, t. d. hér á Akureyri em algerlega fjar- stýrðir menn og svo háðir aðalbönk- unum, að þeir þora jafnvel ekki að efna skýlaus loforð, vegna fyrirmæla að sunnan, sitt á hvað. Yfir hverjum aðalbanka trónar svonefnt bankaráð, sem er æðstaráð hvers banka og legg- ur línurnar í starfsemi viðkomandi stofnunar. En inn í grípa svo önnur öfl, af pólitískum toga, og hinir ýmsu áhrifaríku einstaklingar, innan banka og utan. Stundum er svo að sjá, að fyrirmælum bankaráða sé alls ekki hlýtt vegna áhrifa nefndra ein- staklinga, sem vilja sveigja lánastarf- semina í aðrar áttir en bankaráð telur hollt — og gera það þar sem við verður komið. Slysin eru orðin tíð í bankamál- um hér á landi og sum þeirra stór. Núverandi ástand hefur leitt lána- kreppu yfir almenning en gefið hvers kyns bröskurum tækifæri tii að nota sparifé almennings á vafa- saman hátt. A síðustu og verstu tímum hefur peninga- og bankavaldið verið not- að svo miskunnarlaust, að menn hafa ekki, vegna ótta við hefndarráðstaf- anir, þorað að skrifa um þessi mál og fletta ofan af ósómanum. Jafnvel lítil blöð úti á landi, sem telja sig málsvara fátæks almennings, þora ekki annað en að taka sér stöðu und- ir húsvegg bankanna og senda þeim tóninn, sem taka ófremdarástandið til meðferðar, eða einstaka þætti þess, sainanber liáðsglósur Verka- mannsins og jafnvel enn lítilfjör- legri afstaða er til. □ JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU: iiiiiimmmiimmmiiiiiiiiiiiimmiiiimriiiiiiiii Verður Möðruvaliaskóli endurreistur? FYRIR nokkru ritaði bóndi úr Hörgárdal grein í Dag, um erf- iðleika fólks í Eyjafjarðarsýslu í sambandi við skólamál ung- menna. Skólaskylda væri í land- inu og í kaupstöðum og sjó- þorpum væri víðast hvar séð fyrir því að unglingarnir gætu fengið þar þá skólamenntun, sem lögin mæla fyrir. í mörgum sveitum er aftur á móti eigin- lega allar leiðir lokaðar fyrir unglinga á skólaaldri vegna þess að þeir bæir og sýslur, sem hafa eignast gagnfræða- og hér- aðsskóla geta ekki tekið á móti nema fáum nemendum úr öðr- um héruðum. Á Akureyri hefur kaupstaðurinn reist mikinn gagnfræðaskóla, sem mun starfa í sambandi við iðnskólann. í þessum skóla eru meir en 500 ungmenni úr bænum og hann getur ekki tekið við fleiri nem- endum. Suður-Þingeyingar hafa nóg með Laugaskóla að gera fyrir sýsluna. Norður-Þingeying ar eiga í miklum vandræðum með skólahald og hafa hug á nýbyggingu, hvað sem úr því verður. Skagfirðingar hafa ekki ungmennaskóla fyrir sveitina, en hinsvegar eiga þeir skólastað í Varmahlíð á vegum sýslunnar. Þar var fyrir nokkrum árum undirbúin stofnun héraðsskóla. Til er grundvöllur að slíkum skóla og góð teikning eftir Guð- jón heitinn Samúelsson. Af framkvæmdum varð ekki í það sinn nema að þar er byggð mjög góð sundlaug eftir teikn- ingu Sigurðar heitins Guð- mundssonar sem gaf það byggð sinni í Skagafirði. Sennilegt er að innan tíðar haldi Skagfirð- ingar ófram héraðsskólagerð í Varmahlíð, en um það verður ekki rætt hér. Skömmu eftir að ég las um- rædda grein í Degi var ég stadd ur á Akureyri og hafði tal af nokkrum góðkunningjum úr sýslunni sem allir báru fram sínar óskir um að þeir gætu einhvei'sstaðar komið ungmenn- um sínum í almennan skóla. Helst sögðust þeir verða að flytja í kaupstaðinn, en það er nú meiriháttar ráðabreytni vegna menntunar ungmenna. Ég vissi að ýmsum Eyfirðingum hafði komið til hugar, ef til skólabyggingar kæmi, að reisa þá stofnun á Möðruvöllum og má segja að það er álitlegur skólastaður fyrir héraðið. Ekki vantar þar sögufrægðina. Þar áttu nokkrar af söguhetjum Sturlungaaldarinnar heima á þeim söguríka tíma. Þar áttu heima um alllanga stund marg- ir frægir höfðingjar. Þar fædd- ist Hannes Hafstein. Þann garð gerði Bjarni skáld Thorarensen frægann og þar er gröf hans, ein hin veglegasta sem til er hér á landi frá þeim tíma. í kirkju- garðinum á Möðruvöllum stend- ur enn ekki fullgert leiði Davíðs Stefánssonar. Við þá sóknar- kirkju æskuáranna hafði skáld- ið valið sér hinsta hvílurúm. Ofar í dalnum er sveitin full af sögufrægð. Þar fæddist Jónas Hallgrímsson. Á Bægisá bjó eitt af höfuðskáldum þjóðarinn- ar á þeim tíma, Jón Þorláksson. Þegar ritstjóri Dags vissi að mér lék hugur á að skreppa út að Möðruvöllum bauð hann mér að sýna mér sveitina og staðinn. Ég hafði sjaldan komið að Möðruvöllum. Nú lá leiðin fram hjá barnaskóla þeirra Eyfirð- inga, að Laugalandi á Hörgár- bökkum, fjórum kílómetrum ofan við Möðruvelli. Við sáum skólann, það er myndarleg bygg ing og vel sett að sumu leyti fyrir börn úr næstu hreppum. Þar er jarðhiti og falleg sund- laug. Akureyrarbær ætlar að bora eftir heitu vatni að Lauga- landi í sumar í von um meira vatn sem leiða mætti til Akur- eyrar. Einn galli þykir á Lauga- landi sem skólastað fyrir börn úr sveitinni. Þjóðvegurinn ligg- ur hjá skólahúsinu og mikil um- ferð um veginn og hávaði af vagnskrölti. Sennilega þyrfti að færa veginn nokkuð fjær skólan um til að hlífa börnunum við óþarfa hávaða. Frá Laugalandi héldum við að Möðruvöllum og þótti þar ærið staðarlegt. Húsa- kynni eru mikil og sögufræg. Kirkjan, 100 ára gömul, stór og vönduð og vel við haldið að öllu leyti. Möðruvellir er mikil jörð, skipt til helminga. Presturinn hefur hálflenduna, en móti hon- um býr stórbóndi, einn hinn mesti í Eyjafirði, kvæntur hinni álitlegustu konu. Veita þau hjón forstöðu stórbúi sínu á Möðru- völlum. Við fórum að leiða tal- ið að hugsanlegu skólahaldi á Möðruvöllum. Bóndi og hús- freyja voru mjög fýsandi þeirri ráðabreytni ef á annað borð þyrfti að byggja skóla fyrir Eyfirðinga. Töldu þau að þar væri meir en nóg rúm, fyrir bóndann, prestinn og skólann. Við gengum nú með Möðruvalla bónda um staðinn að leita eftir byggingarstæði. Ekki var sú leit erfið. Stórbýlið gamla og fjós frá tímum Stefáns skólameist- ara, hið vandaðasta að allri gerð er á víðáttumiklu. túni. Einng prestssetrið og kirkjan. Þessi hús öll mynda hverfi út af fyrir sig og myndi enginn vilja breyta neinu þar sem máli skipti. En sunnan við hið gamla bæjarstæði og kirkjunnar eru tún og grundir miklar og víð- lendar. Þar væri ágætur staður fyrir nýjar byggingar. Þar skyggði enginn á aðra. Á Möðru völlum er hin fegursta útsýn yfir byggðina, Eyjafjörð, Kald- bak og grónar hlíðar Vaðla- heiðar. Ef Eyfirðingar telja sér nauðsynlegt að byggja nýjan ungmennaskóla þá er það þeirra mál að ráða hvar hann verður byggður. Ilér er aðeins rætt um kosti Möðruvalla, sem liggja í augum uppi fyrir aðkomumönn- um. Þegar byggðir eru héraðs- skólar í sveitum fer vel á að þeir verði líka samkomustaðir héraðsins vegna margháttaðra mannfunda. Þannig er aðstaða Eiðaskóla, Laugaskóla, Hóla- skóla, Reykjaskóla við Hrúta- fjörð, Núpsskóla í Dýrafirði, Reykholtsskóla í Borgarfirði, Laugarvatnsskóla í Árnessýslu og Skógaskóla undir Eyjafjöll- um. Möðruvellir mundu hæfa vel fyrir Eyjafjarðarsýslu, bæði um skólahald og mannfagnað héraðsbúa. Greindarmaður, sem ég talaði við á Möðruvöllum, og var bæði kunnugur sunnanlands og norðan sagði að eitt af því sem mælti með Möðruvöllum sem héraðsskólastað væri það að þar væru náttúruskilyrði fyrir fleiri stofnanir. Hann sagð- ist álíta elns og nú væri komið í sveitum að færi vel á að fleiri stofnanir væru á sama stað. Nefndi hann í því sambandi Laugarvatn og lét sér um munn fara, það sem mér þótti góð at- hugasemd að víða væri mikil nauðsyn í sveitunum að hugsa um stað fyrir aldraða fólkið eins og það unga og mun þetta réttmæli. Hann benti á að aldr- að fólk þyrfti sérstaka aðstöðu miðað við sínar kringumstæður. Hann sagðist hafa veitt því eft- irtekt í Reykjavík, að það sem drægi aðkomufólk til að sækja þangað í stórhýsin á Grund í miðjum bænum væri hreyfingin og nálægð við starfslífið. Nú er það að ýmsu leyti óhentugt að allt sveitafólk fari, þegar það hættir starfi, í kaupstaðinn. Böðvar Laugarvatnsbóndi, sem er 85 ára, vill að stofnað verði heimili fyrir aldrað fólk á Laugarvatni. Það væri ekki nóg að hugsa um þá ungu. Hitamál getur haft mikla þýðingu í sam- bandi við Möðruvelli, hvort sem það verður aðeins bújörð eða skólaheimili. Borað verður í sumar hjá barnaskólanum á Laugalandi. Þar er nú jarðhiti sem nægir sundlauginni og skólanum, en ekki meira. Vel getur farið að þar finnist mikill jarðhiti og þaðan verði hægt að leiða hita til Akureyrar. Það getur svo farið að þar finnist hiti nægur til þess að hita skóla á Möðruvöllum en ekki handa Akureyri. Ef ekki finnst nýr hiti á Laugalandi þá er eins hægt að hafa héraðsskóla Eyfirðinga á Möðruvöllum og öðrum köldum stað. Undir þeim kringumstæðum yrði að hita húsin með olíu eða raforku eins og gert er nú í svo mörgum skólum. Mikill áhugi er nú í Eyjafirði fyrir unglingaskóla. Sennilega yrði sú stofnun reist á Möðru- völlum og að, bærinn verði, eins og oft fyrr, höfuðstaður byggðar innar. í þriðja lagi mundi þar fara vel um eldra fólkið. Ég vil ekki nota orðið gamalmenna- hæli fremur en barnaskólinn er nefndur barnahæli. Fyrst vikið er hér að þeim málefnum, þá má minna á að nú muni þeir sem eitthvað til þekkja til heim- ila fyrir gamalt fólk vera frábit- ið því að reisa í því skyni stór- byggingu fyrir hundruð manna. Stórhýsi af því tagi eru mjög 5 þreytandi. Heimilið er alltaf betra heldur en hótelið. Hvort sem menn byggja í sveitum heimli fyrir aldrað fólk þarf að nota þá fyrirmynd sem nú er bezt þó að hún sé fengin úr öðrum löndum. Heimili aldraðs fólks þarf að vera samsafn smá- hýsa, þægileg fyrir einn mann eða hjón. Allt fólk vill hafa sitt heimili meðan unnt er, þó að lítill verði húsakosturinn. Þar una menn betur en í höllum þar sem lífið verður með verk- smiðjublæ.Vitaskuld þarf þetta heimili að hafa gott sameigin- legt eldhús, borðstofu, setustofu og einstök herbergi fyrir þá, sem orðnir eru of gamlir til að vera einir um heimilisstörfin. Þegar ellin sækir fast að mönn- um sækja þeir meir og meir inn í fjölbýlishúsið en ekki fyrr en þörf krefur. Þróunin í landinu er nú með þeim hætti að sveita- fólkið sendir börn sín í heima- vistarskóla fyrir fermingu. Síð- an í almennan skóla eða sér- skóla til að búa þau undir lífs- baráttuna. Þá kemur hjónaband, heimilismyndun og langur starfstími. Síðan kemur aldur- inn. Þreyttir stríðsmenn hverfa af vígstöðvunum og sækjast eftir litlum heimilum í skjóli við meginstofnun aldursheimil- anna. Þannig getur vel farið ef þróunin í Eyjafirði verður með þeim hætti að sveitabörn úr dölum norðan Akureyrar sæki skólagöngu að Laugalandi. Síð- an í Möðruvelli og ýmsa skóla á Akureyri og víðar. Starfstíma- bil fólksins lengist með batnandi lífskjörum og bættri heilsu. Áður'en skilið er við þetta um- rædda héraðsskólamál Eyfirð- inga, vil ég minnast á náttúru- skilyrði og aðstöðuna í hérað- inu sem hefur öld eftir öld gert Möðruvelli að höfuðstað byggð- arinnar og jafnvel fjórðungsins. Fyrst er hin fræga fortíð staðar- ins á þjóðveldistímanum og kaþólska tímanum. Síðar verða Möðruvellir og næstu byggðir mjög tengdir skáldskap þjóðar- innar. Þar orti Bjarni Thorar- ensen nokkur af sínum fræg- ustu kvæðum. Við þann stað er skáldferill Davíðs Stefánssonar (Framhald á blaðsíðu 7). & ± 17. júní 1964 é I * * t I £ 1 I ■í- * I £ I £ I £ 1 I t VJC £ 4- I £ i I I £ é I .t £ i * t * t t & t £ t •f- HÁTÍÐARLJÓÐ eftir HELGA VALTÝSSON Treystum i dag vor brœðrabönd við blóð-tengsla hrynjandi brag! Og réttum hvert öðru hcita hönd á hátiðarstund i dag! Hún fœri oss tvöfaldan fagnaðar-óð, sem flceði um hverja ceð! Og pökkum, live Drottins dásemd er góð: Hans drjúpandi blessun á land vort og frá himnanna liœstu liceð! Hvort fengum vér lýðveldið fegrað og treyst? — Frelsis vors langpráða fley! — Hvort höfum vér pegnskapar-prautirnár leyst með pakklátum drengskap? — Nei! Þjóðinni gleymdist pökk að tjá, svo pörf er að mörgii að gá: 1 tvítugum flokks-rceðis blindösku-byl var bróðernið harla flátt! Þar léku menn dátt með gamanið grátt og moluðu andstceðings mannorð smátt, — unz lýðveldishugsjónin hvergi var til! Þvi vendum nú pjóðar-kvœði i kross nceslu fullveldis-árin fimm! Svo fósturlands-hamingjan fylgi oss, og fjarlcegist skammdegis-nóttin dimm úr pjóðlífs vors sundruðu sál! — Lát lýðveldis-klukkurnar klingja, unz kunnum vér öll að syngja ■ púsundfalt: — samróma pakkar-mál! Lát 17. júni, Guð minn góður, glccða ást vora og fórnarlund! Lát huga vorn hlýna, svo hjartans gróður hraðfara spretti á óskastund! Lát vor-kulda hverfa, og grundirnar gróa, ó, Guð vors lands, döggva pyrsta jörð! Blessun pín drjúpi á firði og flóa og fylli pá úthafsins silfruðu lijörð. Nú stigum á stokk og strengjum heit með ftceltan vilja og por, að hvar sem vér stöndum i stjórnmála-sveit, sé stcersta brœðralags-pcgnskylda vor að helga pér, œttjörð, hvert hjartaslag! — Vér heitum pví öll i dag! Vors lýðveldis dýrasta dag. ■<■ © t 1 £3 * t I í I f t t t i’.c. % % % | t t f © * ± t I f f © -»• © t I * ± * © HVÍ VAR HÆTT VIÐ FAGRA- STRÆTIÐ? Ég hefi eins og fleiri fylgzt með skrifum hr. Dúa Björnsson- ar um Barðstúnið, líklega mest vegna þess, að ég hefi ekki séð neitt svar við skrifum hans. Þau hafa samt rifjað upp fyrir mér, hve einkennilegt mér þótti, er ég fór að bera „Norðurljósið“ út til kaupenda hér í bæ, að Jakob heitinn Lillienhdal bókbindari skyldi eiga heima í húsi, sem nefnt var Fagrastræti 1, þótt þar væri enga götu að sjá. Mig minnir helzt, að ég hefði orð á þessu við hann og að það væri hann, sem sagði mér, að það hefði staðið til, að gata yrði lögð þar út brekkuna, neðan Eyrarlandsvegar. En hætt hefði verið við að bygga þar, af því að Guðmundur G. Bárðarson jarðfræðingur hefði varað við að byggja framarlega á brekk- unum hér á Akureyri. Ástæða þess var sú, að hann taldi jarð- lög liggja þannig í brekkunum, að þau gætu sigið fram undan þunganum, ef þarna væri byggt. Hafði þessi aðvörun verið tek- in til greina. Séu menn farnir að hugsa til að byggja þarna, mætti spyrja, hvort varnaðarorð jarðfræðings- ins séu gleymd eða hvort nýjar jarðfræðirannsóknir hafi leitt i ljós, að þau hafi ekki verið á rökum reist? S. G. J. HUGLEIÐING LAUNÞEGA Til þjóðfélaga er stofnað af ýmsum ástæðum, t. d. legu landsins, trúarjátningu, litar- hætti eða ætternis fólksins. sem þjóðina mynda, svo fá dæmi séu tekin, en afkoma þjóðfélaganna hafa og munu ætíð tvö öfl skapa, þ. e. atvinnuveitandinn og atvinnuþyggjandinn. Yfir þessi tvö öfl þjóðfélags- ins eru sett löggjafar- og dóms- vald, en þau völd hafa í flestum kringumstæðum verið sniðin eða breytt í samræmi við kröf- ur þessara afla á lengri eða skemmri tíma hverju sinni. Frá fyrstu tíð hefur ríkt mjög mikið ósamkomulag milli þess- ara afla, sem verður að skrifast sem meginsök atvinnuveitenda, þeir höfðu yfirleitt greiðari að- gang að löggjafar- og dómsvaldi ríkisins, þeir hafa ætíð talið sér bera það gtóran hluta af af- rakstri vinnunnar, að til þess að fyrirtækjunum væri kleift að halda áfram rekstri sínum hef- ur orðið að halda niðri vinnu- launum eða öðrum kostnaði. Algengasta svar vinnuveit- enda við kaup- og kjarakröfum hverju sinni hafa verið og munu verða: ,Hvar á að taka peninga fyrir þessum auknu útgjöldum?" Þó er það nú svo, að tæpast hefur nokkru sinni fyrirtæki orðið gjaldþrota vegna þeirra vinnulauna, er það hefur þurft að greiða, heldur hafa ýmis önnur atriði orðið því valdandi og þá helst léleg framkvæmda- stjórn eða breyttir markaðs- möguleikar. Fram á síðustu öld voru at- vinnuþyggjendur ýfirleitt í mjög slæmri aðstöðu, er þeir fjölluðu um kjör sín við atvinnu veitendur, fyrst og fremst vegna þess, að þá varð hver launþegi að berjast fyrir sig, og þeir höfðu ekki það fjármagn á bak við sig, að þeir gætu þolað nokkurra daga eða vikna at- vinnuleysi, sem hjálpaði gftur á móti viðkomandi atvinnuveit- anda, er hafði undir flestum kringumstæðum upp á meira fjárþol að taka. Af biturri reynslu í þessum málum fóru launþegar að mynda með sér félög, er þeir létu mæta fyrir sína hönd við samningaborðin. Nú orðið, eft- ir harða baráttu, eru þessi fé- lög viðurkennd, sem sá aðili, er atvinnuveitendur verða að semja við um verðlag þeirrar vöru, þ. e. vinnuaflsins, sem fé- lagar þeirra hafa upp á að bjóða. Um skipulagningu og starfs- aðferðir þessara félaga mætti skrifa langt mál, en höfuðmáli mun skipta fyrir félagana inn- an þeirra, að þeir sýni ræktar- semi við félög sín, mæti vel á fundum þeirra, velji sér nýta menn í stjórnir þeirra, og gæti þess að félögin séu ekki algjör- lega févana. Glöggt dæmi um hvað svona félög géta, ef þau mynda sam- bönd og eru samtaka, eru þeir samningar, er voru undirritað- ir aðfaranótt hins 5. júní s.l., slíkir atburðir væru óhugsandi ef ekki kæmu til sterk félaga- sambönd fyrir hönd atvinnu- þyggjenda. Gagnstætt þessu má t. d. taka að hér í bæ eru tvö kvikmynda- hús og starfsfólk þeirra mun ekki tilheyra neinum launþega- félögum, þetta fólk vinnur að- allega á kvöldin og á helgum, sem sagt á þeim tíma er öll launþegafélög verðleggja vinnu félaga sinna hæst, en stúlkur, sem vísa í sæti og starfa enn- fremur að sælgætissölu hjá þessum atvinnuveitendum hafa kr. 25,00 fyrir kvöldið, en starfs tími þeirra er eftir atvikum 2 til 2Vz klukkutími hverju sinni. Launþegar geta séð á þessu hversu þeir geta átt að vænta ef þeir hugsa ekki vel um félaga samtök sín. Hafið því ætíð hugfast að hvetja hvern annan til þess að mæta vel á félagsfundum ykk- ar, sýnið það í verki að ykkur sé annt um afkomu félaga ykk- ar, ekki aðeins þegar fjallað er um kjaramál, heldur allar stund ir. E. H. MíÐNÆTURSÓLARFLUG FLUGFÉLAGSINS UM JÓNSMESSUNA EINS og undanfarin ár efnir Flugfélag íslands nú um og eft- ir Jónsmessuna til „miðnætur- sólarferða,“ en slíkt hefur verið fastur liður í starfsemi félagsins undanfarin ár. Ferðunum verður hagað þann ig, að lagt verður af stað frá Reykjavík kl. 22,30 og flogið norður fyrir heimsskautsbaug. Á heimleið er lent í Grímsey og höfð þar stutt viðdvöl. Síðan er flogið yfir hálendið og komið til Reykjavíkur um kl. 02,00 eft- ir miðnætti. í „Miðnætursólarferðunum“ eru farþegum bornar veitingar og hver og einn fær skrautritað skjal, til minningar um ferðina. Fyrsta „Miðnætursólarflug- ferðin var farin laugardaginn 20. júní og þær næstu verða laug- ardagana 27. júní og 4. júlí. ( Fr éttatilkynning ). Iðunn hefir eytt vindlingnum, sem Rossí gaf henni. Hún gæti víst allt eins vel farið inn til sín. Ef til vill rætist betur úr þessu, þegar þau koma á skipsfjöl. Þá verður Rossí sennilega samvistum við þau öll þrjú. Hún óskar þess líka. Rossí getur verið skemmtilega ræðinn. Hún lítur umhverfis sig í stofunni. Húsgögnin eru öll klædd hlifðar- hjúp. Að öðru leyti er stofan óbreytt. Rossí vill hvorki sleppa Stofn- uninni né íbúð sinni. Allt í einu lítur hann beint framan í Iðunni, eins og hann læsi hugsanir hennar: — Ég ætla heldur ekki að sleppa íbúðinni minni fyrst um sinn. Ég ætla að hugsa mér heimilið hérna eins og heimilið mitt. Heimili sem ég á sjálfur og tekur á móti mér, ef svo kynni að vilja til, að ég kæmi einhverntíma aftur. Það er gott að geta hugsað til þess að eiga einhversstaðar athvarf, sem hægt er að kalla heimili sitt. — Húsið' hérna með stofnuninni og öllu sem í því er, á að vera hugar-heimili mitt. Eg hefi ráð á því. Og er fólk talar um eignina, á það framvegis að segja: Hjá Villa Ross x Fegrunartofunuinni. — En þegar þér komið nú aftur til Ameríku, hvað — ? greip Iðunn fram í. — Hefi ekki afráðið neitt um það að svo stöddu, segir Rossí stutt og laggott og snýr sér frá henni. Var þá sem hann lokaði sig allt í einu inni. Iðunn var nú farin að þekkja Rossí, sem stundum gat ger- breytzt f^'rir augunum á henni. Og þannig er það nú. Henni finnst hann helzt vilja vera einsamall. Býst hann þá við einhverjum? Hún stendur upp. Hún heldur að hann óski helzt, að hún hypji sig á burt sem fyrst. Henni verður litið á lokaðan flygilinn. Hana langar allt í einu til að spila eithvað, létta í tónum öllu þessu sem þyngir. Hvaða áhrif myndi það hafa á Rossí? — Má ég segir hún og ýtir upp lokinu. AUÐHILDUR FRÁ VOGI: GULLNA BORGIN — O-já. Svarið var veikt eins og andardráttur. Hann setzt á stól- brík skammt frá. Iðunn leitar í huga sér eftir einhverju til að spila. Henni er ljóst, hvað myndi henta henni í svipinn. Og byltingar-etyða Chopins brýzt fram undan fingrum hennar. Tónarnir spretta upp, áleitnir og djarfir, og æsa upp hug og heila í trylltu stríði. Hernaðar-styr og vopnagnýr fylla geyminn og deyfa öll önnur hljóð, unz byltingar-kynngin siokknar sem dvínandi eld- yr. — O, ég var í öðrum heimi! hvíslar Rossí og stríkur létt um enni sér. — Hvers vegna voruð þér nú að spila einmitt þetta? — Æ, sökum þess, að mér fanst þetta myndi eiga vel við í dag, bæði fyrir yður og mig. Hún brosir ofurlítið. — Ef til vill heyra allir einhverntíma á æfinni byltingarlag innra með sér. Hún dregur lokið aftur hægt niður yfir hljómborðið og snýr sér að Rosí. — Já. Hann kinkar kolli. Þér hafið víst rétt fyrir yður í því. — Jaeja, við hittumst þá á skipsfjöl í kvöld, segir Iðunn létt og gengur fram á gólfið. — Já, — nei, kannski, en ég hefi ætlað mér að vera útaf fyrir mig, hvíla mig vel og rækilega, segir hann snöggt og stendur upp. Hann tekur nokkur spor fram og aftur um gólfið. Augnaráð hans er hvikult og vandræðalegt og Iðunn áttar sig ekkert á því. Hún opnar hurðina. Hann kemur á eftir henni. -— En við sjáumst sennilega um borð! segir hann og brosir dá- lítið vandræðalega. — Já, það gerum við auðvitað. Jæja, sjáumst þá heil! segir hún og flýtir sér út. En Rossí segir ekki „sjáumst heil.“ Hún veitir því eftirtekt. Hversvegna var hann svo ókunnuglegur og hikandi, er hún nefndi, að þau myndu hittast um borð? Og hversvegna er hann að fara þetta? Hún finnur enga lausn á þesu. Hún heyrir ekkert til Rossís eftir þetta síðdegis. Hann hvílir sig kannski undir ferðina. Það er alveg stillt inni hjá honum fram til kvölds. Og senn er kominn tími til að fara um borð. Björg er enn ekki komin upp úr Stofnuninni. Hún þarf sennilega að vinna fram yfir timann. Og ef til vill getur hún þá ekki komið á bryggjuna. Iðunn fær simskeyti rétt áður en hún leggur af stað. Það skyldi þó ekki vera Jörundur, sem — ? Nei, það er frá foreldrum hennar: „Osk- um þér góðrar ferðar. Gáðu nú vel að þér.“ — Já eitt eða tvö tár hrynja ofan kinnina, en hún þurrkar þau snöggt burt aftur. Tár sam- ræmast ekki því, sem hún hefir nú ákveðið. Yfirleit finnur hún enga tilhneigingu til að klökkna. Hún er hvorki kvíðin né æsi-spennt og tekur öllu rólega.. Hún tekur handtöskurnar tvær sem eftir eru. Bíll- inn rennur af stað. Hún horfir aðeins fram á við. Haraldur tekur á móti henni við landgöngubrúna. Hann tekur tösk- urnar hennar. , Framhald.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.