Dagur - 24.06.1964, Blaðsíða 8

Dagur - 24.06.1964, Blaðsíða 8
Sumarbúðirnar við Vestmannsvatn, séðar frá suðri. — Ljósmynd: Ljósmyndastofa Péturs, Húsavík. Sumarbúðirnar viS Vesfmannsvatn vígðar á sunnudaginn af biskupi landsins, herra Sigurbirni Einarssyni SUNNUDAGINN 28: júní ætlar biskup landsins, herra Sigur- björn Einarsson, að vígja sum- arbúðirnar við Vestmannsvatn í Aðaldal í Suður-Þingeyjar- sýslu, sem æskulýðssamband kirkjunnar í Hólastifti hefur reist þar á staðnum. ! Athöfnin hefst kl. 2 e. h. og til aðstoðar verða æskulýðs- fulltrúi, séra Ólafur Skúlason, og prestar í sambandinu, en kór- söng annast kirkjukór Grenjað- arstaðarsóknar. — Biskupinn predikar og verður guðsþjón- ustan, ef veður leyfir, úti á svölum hússins. — Allir eru velkomnir á staðinn til þátt- töku í hátíðahöldunum, og geta þeir sem óska, fengið veitingar þar að lokinni vígslu. Hafist var handa við smíði sumarbúðanna 28. maí 1962 og hornsteinn að byggingunni lagð ur þann 8. júlí sama ár. — Síð- an hefur verkinu verið haldið áfram, og er húsið fullgert. — Daginn eftir vígsluna hefst sum arbúðastarfið með tveimur drengjaflokkum í júlí og tveim- ur flokkum fyrir stúlkur í ágúst. — Ennþá er möguleiki á að taka nokkra unglinga á nám- skeiðin. — Sumarbúðastjórar verða séra Jón Kr. ísfeld og séra Bolli Gústafsson. ELDFLAUGARSKOT FRÁ MÝRDALSSANDI FRANSKIR vísindamenn undir búa nú, ásamt íslenzkum vís- indamönnum, fyrsta geymskot- ið af íslenzkri grund. Er hér um að ræða rannsókn- ir á segulmagni jarðar í hinu svokallaða Van Allen belti. Eldflaug verður skotið upp frá Mýrdalssandi, nálægt Höfða brekku. Bóndinn á bæ þessum heitir Ragnar Þorsteinsson, og gleymdist alveg í hinum stór- kostlega undirbúningi Frakk- anna, sem bera hita og þunga rannsóknanna, að fá leyfi hans til undirbúnings í landi hans. Ur þessu var þó bætt á síðustu stundu. Q Teikningar af húsinu og eft- irlit annaðist Jón Gei'r Ágústs- son byggingafulltrúi, en yfir- smiður var Svanur Jónsson. — Bygginganefndina hafa þessir skipað: Formaður séra Sigurð- ur Guðmundsson prófastur, Gylfi Jónsson, séra Sigurður Haukur Guðjónsson, og er hann flutti af sambandssvæðinu, tók séra Birgir Snæbjörnsson sæti í nefndinni. í fjáröflunarskyni, til stuðn- ings þessu málefni, verður efnt til ferðahappdrættis. Vinningar eru flugferðir og skipsferð til Evrópulanda, innanlandsferðir (Framhald á blaðsíðu 7). Lýðveldisháfíðin á Sauðárkróki Frostastöðum 18. júní. Skagfirð- ingar minntust 20 ára afmælis lýðveldisins með hátíðahaldi á Sauðárkróki. Byrjaði það með guðsþjónustu í Sauðárkróks- kirkju kl. 11 f. h. og predikaði sr. Helgi Tryggvason sóknar- prestur í Miklabæ. Kl. 1,30 hófst svo útisamkoma á svæðinu framan við kjörbúð Kaupfélags Skagfirðinga, sem sett var af formanni þjóðhátíð- arnefndar, Friðrik Margeirs- syni, skólastjóra. Gísli Magnús- son í Eyhildarholti flutti ræðu, frú Snæbjörg Snæbjarnardóttir las ávarp Fjallkonunnar, eftir Björn Daníelsson, skólastjóra, fjórir þingeyskir góðvísnasmið- ir, þeir Baldur á Ofeigsstöðum, Egill Jónasson, Karl Sigtryggs- son og Steingrímur í Nesi fóru með frumsaminn kveðskap við mikinn fögnuð viðstaddra, en stjórnandi þess þáttar var Stef- án Yngvi Finnbogason, tann- læknir á Húsavík. Á milli þess- ara atriða sungu svo hinir þrír karlakórar héraðsins: Karlakór Sauðárkróks, undir stjórn .Ög- mundar Svavarssonar, karlakór- inn Feykir, undir stjórn Árna Jónssonar og karlakórinn Heim ir, undir stjórn Jóns Björnsson- ar. Sungu kórarnir bæði hver fyrir sig og auk þess þrjú lög sameiginlega. Hátíðin var mjög fjölmenn og var þó veður óheppilegt, stöð- ug rigning og nokkur norðan- gola. Leiddi veðurfarið til þess, að íþróttakeppni, sem fram átti að fara, féll niður utan sund- keppni. Undir kvöldið var kvik- myndasýning í Bifröst og um kl. 10 hófst dansleikur, sem stóð nokkuð fram yfir miðnætti. í þjóðhátíðarnefndinni áttu sæti: Friðrik Margeirsson, Helgi Rafn Traustason, Sveinn Frið- vinsson og Sigurgeir Þórarins- son. — mhg NÚ í fyrsta sinn verða haldin hér í bæ sumarnámskeið á veg- um Tízkuskóla Andreu. Ætlun- in er að halda slík námskeið á sumri hverju í framtíðinni. — Námskeiðin eru með tvennu móti, annars vegar tízkunám- skeið og hins vegar snyrtinám- skeið. í tízkuskóla læra stúlkur m. a. að ganga fallega og bera sig eðlilega. Það er misskilningur að halda, að kennslan sé ein- göngu miðuð við þarfir þeirra, sem ætla að gerast sýningar- stúlkur, enda þótt segja megi, að engin stúlka sé fær um að sýna föt á tízkusýningu nema sú sem tileinkað hefur sér .rétt göngulag og tilgerðarlausan limaburð, og þeim sem tekst það verða um leið ekki? að- eins öruggari heldur líka sið- fágaðri í framkomu. Hér er ■ ekki úr vegi að geta þess, að reynt er að gera það sem hægt er fyrir nemendur skólans. Stúlkur eða konur, sem vilja t. d. megra sig, læra sérstakar megrunaræfingar, sem gefa yf- irleitt mjög góða raun. Kennar- ar skólans reyna líka eftir beztu getu að telja kjark og sjálfs- traust í þær stúlkur, sem þjást vegna feimni eða öryggisleysis í framkomu. Á snyrtinámskeiðunum læra nemendur flest það, sem viðvík- ur dag- og kvöldsnyrtingu kvenna. Fróðlegt er að geta þess hér, að það er brýnt sér- staklega fyrir ungum stúlkum Síldarafiinn yfir 300 þúsund mál GÓÐ síldveiði var síðustu viku, fyrst djúpt út af Langanesi, en síðan kom síldarganga á Aust- fjarðamið og veiddist þar vel, 15—40 mílur undan landi, allt frá Héraðsflóa til Reyðarfjarð- ar. Vikuaflinn varð um 147 þús. mál og lunnur. En heildaraflinn var í lok síðustu viku orðinn 301.337 mál og tunnur, þar af fóru 5.422 tunnur í frystingu. Á sama tíma í fyrra var heild- araflinn aðeins 134.134 mál og tunnur. Bræðslusíldaraflinn skiptist þannig á löndunarstaðina, mi'ð- að við vikulok: Siglufjörður Hjalteyri Krossanes Húsavík Raufarhöfn Vopnafjörður Bakkafjörður Seyðisfjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Breiðdalsvík G2.447 mál 18.267 mál 30.948 mál 8.942 mál 86.374 mál 41.235 mál 2.105 mál 21.165 mál 13.532 mál 6.950 mál 3.953 mál «55555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555« íþrótfa- cg félagsnámskeið að Laugalandi í Eyjafirði Á SUNNUDAG hefst að Lauga landi í Eyjafirði námskeið í íþróttum og félagsstarfi fyrir unglinga á aldrinum 12—-16 ára og stendur það yfir í viku. Það er UMSE, ÍSÍ og UMFÍ sem standa að námskeiðinu. Á daginn verður leiðbeint í fi'jálsum íþróttum, knattspyrnu, handknattleik, sundi, leikfimi og farið verður í ýmsa leiki. — Einnig verður kynning á starfs- íþróttum, Á kvöldin verða kvöld vökur, þar sem þátttakendur sjálfir undirbúa dagskráratriði að einhverju leyti. Þá fer fram kennsla í almennum dönsum og þjóðdönsum. — Sýndar verða íþróttamyndir og nokkrir gest- að fara sparlega og smekklega með snyrtivörurnar, enda er fátt hvimleiðara en ósmekklegt bruðl, bæði í tíma og ótíma, og er ólærðum sérstaklega hætt við því. Tízkuskóli Andreu hef- ur umboð fyrir Lancome, sem * býr til einhverjar þær vönduð- ustu snyrtivörur, sem völ er á. Kennarar skólans eru þær frú Andrea Oddsteinsdóttir og frú Sigríður Straumland. Frú Andrea var við nám í , heilan vetur í Tízkuskóla Lucky ar í París. Lucky þessi var um tíu ára skeið eftirlætissýningar- .stúlka Christians Diors, tízku- kóngsins heimsfræga. F-rú Sigur . laug er hins vegar útskrifuð úr snyrtiskóla Lancome í París. Nemendum skólans er skipt í flokka eftir aldri að svo miklu leyti, sem því verður við kom- ið. Auk ungkvennaflokka eru t. d. sérstakir frúarflokkar. ■ □ ir munu heimsækja námskeið- ið, þ. á. m. Vilhjálmur Einarsson kennari. Forstöðumaður verður Hösk- uldur Goði Karlsson íþrótta- kennari. Aðstaða á Laugalandi er mjög góð, þar er ný sundlaug, góður íþróttavöllur, vandað samkomu- hús og aðbúnaður í Kvennaskól- anum hinn bezti. Um 40 unglingar hafa ákveð- ið að sækja námskeiðið, en enn má bæta við fleirum og tekur Þóroddur Jóhannsson Akureyri, sími 2522, við umsóknum sem þurfa að berast fyrir n. k. laug- ardag. □ Frú Andrea Oddsteinddóttir, — forstöðukona tízkuskólans. AFLI AÐ GLÆÐAST VIÐ LANGANES uanganesi 21. júní. í fyrsta siniv. á þessu ári berst góður afli á línu — á land í Þórshöfn í gær. Daníel Þórhallsson frá Siglu- firði hefur tekið söltunarstöð Fiskiðjuvers á Þórshöfn á leigu og undirbýr síldarsöltun þar. Komnar eru þangað tunnur og salt. Fyrir nokkrum dögum höfðu 30 refir verið unnir á Langa- nesi og í Þistilfirði. En talið er, að greni þar og á Tungusels- heiði, gömul og ný, séu 90 tals- ins og álíka mörg í Þistilfirði og Þistilfjarðarheiðum. □ Nýtt félag á Húsavík Húsavík 22. júní. Á Húsavík er hafinn undirbúningur að stofn- un félags um varnir gegn hjarta og æðasjúkdómum. Stofnfundur er ákveðinn föstudaginn 26. júní. — Á fundinum mætir prófessor Sigurður Samúelsson og flytur erindi um þetta mál- efni. Þ. J. Tízkuskóli Andreu á Ákureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.