Dagur - 24.06.1964, Blaðsíða 1

Dagur - 24.06.1964, Blaðsíða 1
Dagui kemur út tvisvar í viku og kostar 20 krónur á mánuði. XLVII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 24. júní 1964 51. tbl. Dagur Símar: 1166 (ritstjóri) 1167 (afgreiðsla) Krossanes heíur fengið 45 þúsund mál, en Hjalteyri 23 þúsund .... i ^ Sex sækja um bankann TALIÐ ER, .að senn líði að' bankastjóraskiptum í Utvegs- bankaútibúinu á Akureyri. — Blaðinu heppnaðist ekki að fá staðfest nöfn umsækjenda, sem munu vera sex að tölu, þar af eru, eftir- því sem óstaðfestar fregnir herma, fjórir banka- starfsmenn að sunnan og einn frá Siglufirði. Sjötti umsækjandinn er Bragi Sigurjónsson á' Akureyri og ekki ólíklegt að Norðlendingar hreppi hann í sæti Júlíusar Jónssonar. □ I FYRRINÓTT lönduðu á Hjalt eyri: Hannes Hafsteinll95 mál, Eldborg 12-28, -og nokkur skip minni með afla. Alls hefur Hjalt eyrarverksmiðjan tekið á móti 23.200 málum. Um kl. 3 e. h. í gærdag var lokið við löndun 6 skipa í Krossanesi, frá því á mánudags kvöld: Jörundur III. 2106 mál, Sigurður Bjarnason 1342, Björg- úlfur 726, Loftur Baldvinsson um 1000, Bjarni II. rúm 1700 og Ólafur Magnússon rösk 1200 mál. — Krossanesverksmiðjan hafði þá tekið á móti 45 þús. m. Aska, sem komin er til Aust- urlands mun senn hefja síldar- flutninga af miðunum. □ '-' \ 'V - ■ / - ■ . , - “ -'í * ' V' ■ V >. ■. - : . *■ **> ■ ' .* '*-***mmr ÓLAFUR MAGNÚSSON með fullfermi á Ieið inn Eyjafjörð s.l. laugardag. (Ljósmynd: E. D.) KÍSILIÐJAN H.F. STOFNUÐ IINIFURINN RISPAÐI EN GEKK EKKI A HOL Á LAUGARDAGINN gekk út- lendur maður til fjalls frá Ól- afsvik vestur, með hníf í hendi. Hann bar ástarsorg í brjósti og ætlaði að binda endi á líf sitt í fjallinu. Þegar komið var á ákvörðun- arstað svipti maðurinn frá sér fötum og ætlaði að fremja á sér hara-kiri, þ. e. kviðristu. En hnífurinn beit illa, rispaði skinnið, en gekk ekki á hol. Maðurinn hætti við fyrirtæk- ið, hélt til byggða og drekkti sorg sinni. □ Hlutafé félagsins er 10 milljónir króna HINN 20. JÚNÍ voru í Reykjavík undirritaðir samningar milli ríkisstjórnar íslands og hollenzka fyrirtækisins AIME, um bygg- ingu kísilgúrverksmiðju við Mývatn. — I fréttatilkynningu segir: Undanfarið hafa farið fram viðræður á milli fulltrúa ís- lenzku ríkisstjórnarinnar og forstjóra hollenzka fyrirtækis- ins AIME um samvinnu við byggingu kísilgúrverksmiðju við Mývatn. NYTT ÚTIBÚ Á í DAG opnar KEA nýtt og mjög myndarlegt útibú á Suð- urbrekkunni, Byggðavegi 98, sem undanfarið hefur verið í byggingu. Er þetta níunda kjör- Minkur drepur lömb ÞORLEIFUR ÞORLEIFSSON, ökumaður á Akurcyri og fjáreig andi, hefur tjáð blaðinu, að minkur liafi drepið fyrir sér 3 lömb ineð stuttu millibili, hálfs mánaðar gömul og yngri. Fyrir þennan ófögnuð tók, er Ilarald- ur Skjóldal vann 5 minka við Lónsbrú á dögunum. En þar nærri hefur Þorleifur fé sitt. □ OLÍUMÖLIN REYNIST VELÁ AKUREYRI EITT af þeim málum, sem Félag íslenzkra bifreiðaeigenda hefur barizt fyrir, er að notuð sé olíu- möl á götur og vegi. Hér á Akureyri var fyrsta til- raun með að nota olíumöl í stað malbiks á götu, gerð í fyrra- haust. Þessi gata (við sjóinn fyr- ir framan Samkomuhúsið) er sú bezta í bænum og sennilega bezta olíuborna gatan, sem hefur verið gerð hér á landi. Verkið var framkvæmt undir stjórn Stefáns Stefánssonar bæj- arverkfræðings. □ búð Nýlenduvörudeildar KEA af tíu útibúum í bænum. Hið nýja útibú er mjög full- komið og búið þeim beztu tækj- um, sem völ er á. Þar verða auk nýlenduvara, hreinlætis- vara og sælgætis, einnig seld búsáhöld. Deildarstjóri er Jens Ólafs son. Góð bílastæði eru þarna. Suðurbrekkubúar hafa lengi haft áhuga á að fá þarna nýtt nýlenduvöruútibú. Nú er þeirra tími kominn og munu þeir fagna hinni bættu aðstöðu. □ * I HINGAÐ eru komnir á veg- um Péturs Péturssonar, píanósnillingarnir Vladimir Asjkenazy og Malcholm Frager og lialda þeir tón- leika í Borgarbíói í kvöld. Efnisskráin er hin sama og í Háskólabíói í síðustu viku. En þar léku þeir félagar við mikinn orðstýr, verk eftir Mozart, Scliumann, Chopin, Rashmaninoff o. fl. (Ljósmynd Vigfús Sigur- geirsson). Viðræður þessar hafa nú leitt til þess, að laugardaginn 20. þ. m. var stofnað undirbúningsfé- lag, Kísiliðjan h.f., samkvæmt heimild í lögum nr. 22. 21. maí 1964, um kísilgúrverksmiðju við Mývatn. Stofnendur félagsins eru ís- lenzka ríkið og félagið SACOM IN S.A. í Zúrich, sem er dótt- urfyrirtæki hollenzka félagsins AIME. Stofnsamning félagsins undir- ritaði Jóhann Hafstein, iðnaðar- málaráðherra, fyrir hönd ríkis- ins, og fyrir hönd SACOMON S.A. var hann undirritaður af C. H. Kostering, sem er fram- kvæmdastjóri beggja félaganna SACOMON S.A. og AIME. Hlutafé félagsins er 10 millj. króna. Leggur íslenzka ríkið fram skipulagningu og annan undirbúning að byggingu og rekstri verksmiðju við Mývatn, er framleiði minnst 10.000 tonn árlega af kísilgúr úr botnleðju Mývatns. Eftirtaldir menn hafa verið skipaðir í stjórn félagsins: Magnús Jónsson, bankastjóri, stjórnarformaður, Karl Kristj- ánsson, alþingismaður, Pétur Pétursson, forstjóri, Stefán Stef ánsson, bæjarverkfræðingur, Akureyri, C. H. Kostering, for- stjóri. Stofnfundi lauk með því að iðnaðarmálaráðherra, Jóhann Hafstein, árnaði félaginu heilla og þakkaði Stóriðjunefnd vel 'unnin störf við undirbúning máls þessa, en formaður henn- ar, dr. Jóhannes Nordal, banka- stjóri, var viðstaddur stofnun félagsins. Einnig voru viðstadd- ir Brynjólfur Ingólfsson, ráðu- neytisstjóri og Halldór Jónatans son, ritari Stóriðjunefndar, auk stjórnarmanna hins nýja fé- lags. □ Ullarvörur fyrir allt að 70 milljónir króna DAG OG NÓTT er unnið í Fataverksmiðjunni Heklu á Akureyri við framleiðslu á 46 þúsund peysum, sem búið er að selja Rússum. Peys- urnar eru úr íslenzkri ull og garnið unnið á Gefjun. Með þessari framleiðslu hafa þá Rússar keypt Heklupeysur í fyrir 33 milljónir króna síð- ' ustu arin. Og á Gefjun er verið að framleiða ullarteppi, sem einnig fara „austur fyrir tjald,“ 25 þúsund að tölu, úr alull, í skærum litum. Á þriðja hundrað þúsund al- ullarteppi hafa verið seld til Rússlands undan farin miss- iri, fyrir 35—37 milljónir króna. □ Draug strandaðiá Hellunni NORSKA efti(-litsskipið Draug strandaði í blíðskaparveðri á Hellunni í mynni Siglufjarðar s.l. laugardagskvöld. Um tildrög er ekki vitað, þar sem um her- skip er að ræða og skipstjóri mætir því ekki í sjórétti á Siglu firði. Um 160 manns voru á skip- inu og voru sumir fluttir frá borði af öryggisástæðum. Draug náðist út, en skx-úfur skipsins voru laskaðar og nokk- ur leki kominn að skipinu. — mætir því ekki í sjórétti hér á landi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.