Dagur - 19.08.1964, Page 1

Dagur - 19.08.1964, Page 1
Dagur kemur út tvisvar f viku og kostar 20 krónur á mánuði. Dagur XLVII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 19. ágúst 1964 — 66. tbl. Dagur Símar: 1166 (ritstjóri) 1167 (afgreiðsla) FRÁ MALBIKUN gatna á Akureyri. (Ljósmynd: S. H.) Skallaálögurnar nýju eru griðarof Sannleikurmn um erlendu skuldirnar, sem ráðherra og stjórnarblöðin geta ekki hrakið MIÐSTJÓRN Alþýðusambands íslands hefur harðlega mótmælt hinu mikla ranglæti, sem hún telur birtast í álagningu skatta og útsvara er nú liggur fyrir, og hefur krafist viðræðna um þessi mál við ríkisstjómina. Ályktun miðstjórnar Alþýðu- sambandsins um þessi mál er svohljóðandi: HÉR í blaðinu var sýnt fram 5. það samkvæmt gögnum, sem fyrir lágu, að. skuldir íslendinga erlendis hefðu um s.l. áramót verið meiri en í árslok 1958, um það leyti, sem vinstri stjórnin fór frá völdum. Þetta var birt til fróðleiks og til að vekja athygli á því, hve fráleit hefði verið sú kenning . viðreisnarmanna á sínum tíma, ■að vinstri stjórnin væri búin að sökkva þjóðinni í óbotnandi skuldir. Margir sjúklingar NU í sumar munu vera fleiri sjúklingar í Fjórðungssjúkrahús inu á Akureyri en nokkru sinni áður og naumast hægt að anna hinni miklu aðsókn. Hrafnkell Helgason, sem er sérfræðingur í lyflækningum og var deildarlæknir á sjúkrahús- inu, hefur látið af störfum og mun á förum eða farinn til Svíþjóðar. Við störfum hans hefur tekið Magnús Ásmunds- son. Þá hefur Ingibjörg Magnús- dóttir yfirhjúkrunarkona fengið ársleyfi frá störfum á Fjórðungs sjúkrahúsinu, til framhalds- náms í Danmörku, en við því tekið Guðfinna Thorlacius. Q Greinin úr Degi var síðan endurprentuð í Tímanum og hefur orðið stjórnarblöðunum í Reykjavík áhyggjuefni. Við- skiptamálaráðherrann, Gylfi Þ. Gíslason, fór á stúfana í Alþýðu blaðinu til að andmæla ummæl- um Dags, og Morgunblaðið og ísafold endurprentuðu glefsur úr ráðherraboðskapnum. En ráðherrann gat ekki hrakið stað- reyndir. Svar hans var út í hött. í árslok 1958 áttu bankarnir inni í viðskiptareikningum er- lendis 228 millj. kr., en lán til langs tíma voru 2227,6 millj. kr. Skuldir, að frádregnum inn- eignum, 1999,1 millj. kr. í árslok 1963 áttu bankarnir inni í viðskiptareikningum er- lendis 1311,3 millj. kr. En víxil- skuldir fyrirtækja erlendis (sem nú eru leyfðar) voru 491 millj. kr. og lán til langs tíma 3167,6 millj. kr. Skuldir að frádregnum inneignum 2347,3 millj. kr., eða 348,2 millj. kr. hærri upphæð en 1958. Hinsvegar voru birgðir út- flutningsvara í landinu 81 millj. kr. meiri 1963, og ef tillit er tekið til þess, hafa skuldirnar hækkað um nálega 290 millj. kr. Þetta eru staðreyndirnar um (Framhald á blaðsíðu 7). Logaði í sængurfölunum LITLU munaði að stórslys yrði á Hótel Akureyri í fyrrinótt. Hótelgestur þar vaknaði við reykjarlykt. Gerði hann nætur- vérði aðvart. Hann brá fljótt við og fór inn í gistiherbergi það, sem reykinn lagði úr. Voru 2 næturgestir í því. Logaði þá í sængurfötum annars þeirra og var sá að vakna við vondan draum, en' hinn svaf sem fast- ast. Tókst fljótt að yfirbuga eldinn og varð ekki mikið tjón af. — Talið er að kviknað hafi í út frá logandi vindlingi. Báðir voru herbergisfélagar þessir ölvaðir og tók lögreglan þá og færði yfir á annað „hótel.“ Q Síldarðllinn 1.8 milljón mál og lunnur segir miðstjórn Alþýðusambands íslands þega er algerlega ofboðið. Mest- ur hluti launa nokkuð fram á „Miðstjórn Alþýðusambands íslands mótmælir mjög eindreg- ið ranglæti því, sem augljóslega birtist í álagningu skatta og út- svara að þessu sinni og vakið hefur almenna reiðiöldu laun- þega. Andi þess samkomulags, sem Alþýðusambandið gerði á liðnu vori við ríkisstjórn fslands var sá, að lífskjör launþega skyldu ekki skert á samningstímanum. Með þeim drápskryfjum skatta, sem launþegum er nú ætlað að bera, er algerlega rask- að grundvelli þeim, sem griða- sáttmáli ríkisstjórnarinnar og Alþýðusambandsins byggðist á. Þegar hann var gerður, voru allir fulltrúar verkalýðssamtak- anna, sem að honum stóðu, í góðri trú um, að skattar myndu lækka, en ekki hækka, a. m. k. á lágtekjur og miðlungstekjur. Fyrir því höfðu menn hátíðleg- ar yfirlýsingar og fyrirheit sjálfs fjármálaráðherrans, sem nú eru að engu orðin. í stað lækkaðra skatta, hafa hinar ofsalegu skattahækkanir, sem nú blasa við, komið eins og reiðarslag yfir launastéttirnar. Greiðsluþoli vel flestra laun- næsta ár fer til skattgreiðslu, og lítið — og í sumum tilfellum ekkert, verður eftir til lífsfram- færis. Hér gengur skattnýðslan á launastéttunum langt úr hófi fram. Er það ástand óþolandi með öllu. Auðljóst er, að skatt- svik vaða uppi og stórgróðafyr- irtækjum og auðmönnum er hlíft við réttmætum skattabyrð- um. Þannig eru launþegar að borga fyrir aðra — þeir fátæk- ari fyrir þá ríkari. Á þessu verð- (Framhald á blaðsíðu 7). I Kjördæmisþing | [ Framsóknarmanna i I KJÖRDÆMISÞING Fram- í I sóknarmanna í Norðurlands- 1 \ kjördæmi eystra verður að i 1 Laugum dagana 29. og 30. I i ágúst og hefst kl. 2 e. h. i \ laugardaginn 29. i \ Formenn Framsóknarfélag I ; anna í kjördæminu eru vin- 1 = samlegast minntir á að til- i i kynna fulltrúatölu til skrif- i \ stofu flokksins á Akureyri, i i sími 1443, sem fyrst i i Kjördæmisstjórnin. i Var á sama tíma í fyrra 930 þús. mál og tunnur SÍLDARAFLINN í síðustu viku var 151 þúsund mál og tunnur og voru veiðisvæðin djúpt út af Langanesi og í Seyðisfjarðar- dýpi, allt suður í Reyðarfjarðar- dýpi, 30—50 sjómílur undan landi. Heildaraflinn á yfirstandandi síldarvertíð norðanlands og austan, var s.l. laugardags- kvöld 1.825.933 mál og tunnur, en á sama tíma í fyrra var hann 930.875 mál og tunnur. Aflinn hefur verið hagnýttur þannig: í salt 226.244 uppsaltaðar tunnur, í fyrri 346.932. í frystingu 24.494 uppmældar tunnur, í fyrra 26.463. í bræðslu 1.575.195 mál, í fyrra 557.390. Helztu löndunarstöðvar eru nú þessar: Siglufjörður ......... 239.101 Ólafsfjörður .......... 20.295 Hjalteyri ............. 39.135 Krossanes ............. 83.114 Húsavík................ 30.070 Raufarhöfn ........... 366.037 Vopnafjörður ......... 171.073 Bakkafjörður .......... 18.744 Seyðisfjörður ........ 289.226 Neskaupstaður ........ 241.524 Eskifjörður .......... 121.466 Reyðarfjörður ......... 92.920 Fáskrúðsfjörður .... 63.418 Breiðdalsvík........... 18.416 í Vestmannaeyjum hefur frá júníbyrjun verið landað 124.387 málum. SKAFRENNINGUR í GÆRMORGUN hafði snjóað í fjöll og sumsstaðar hafði gránað niður í byggð. Á Vaðla- heiði var dálítil snjóföl í gær- morgun og skafrenningur upp á háheiðinni. Q Aflahæstu skipin. Um síðustu helgi voru þessi fimm skip aflahæst: Jörundur III. 29.600 mál og tunnur, Jón Kjartansson 28.557, Snæfell 25.349, Sigurpáll 24.241 og Sigurður Bjarnason 24.158 mál og tunnur. Q „LITLI FISKIMAÐURINN“ — við Búnaðarbankahúsið.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.