Dagur - 19.08.1964, Síða 8

Dagur - 19.08.1964, Síða 8
8 Landlega í Neskaupstað. (Ljósmynd: J. I.) Gjörbreyting á samgöngum við Neskaupstað í sumar Milli 70 og 80 skip liggja nú inni vegna brælu SMÁTT OG STÓRT BLAÐIÐ leitaði í gær frétta frá Neskaupstað, og átti af því til- efni stutt viðtal við Bjarna Þórðarson bæjarstjóra. Hann sagði, að búið væri að salta um 25 þúsund tunnur síld- ar og bræða rúmlega 240 þús- und mál. Bræðslu er ekki lokið ennþá, þótt uppihald sé nú á veiðunum, síðan fyrir helgi. Mjög hefur verið erfitt með söltunina, sagði bæjarstjóri, því síldin hefur verið svo blönduð, eða oft aðeins 25—30% af henni söltunarhæf. Nú er talin mikil síld úti fyrir og vona menn að enn geti góð veiði orðið, þegar veður batnar. En síldarskip munu flest í vari og hér liggja inni um 70 skip. Aðspurður um framkomu að- komumanna í landlegum, segir bæjarstjórinn, að því sé fljót- svarað og að engin vandræði SNJOR I FJOLLUM Ólafsfirði 18. ágúst. Hér er mjög kalt, norðan stormur og rigning. S.l. nótt snjóaði niður í miðjar hlíðar. Lágheiði tepptist þó ekki og er fær öllum bifreiðum. Siglufjarðarskarð er mjög þung fært. — Landlega er hjá trillu- bátum. B. S. FRÉTTIR herma, að nýstofnað einkafyrirtæki í Reykjavík sé búið að fá land á Raufarhöfn, sem ætlað er til að byggja á því nýja síldarverksmiðju. Máttarstólpi hins nýja fyrir- tækis er sagður vera Sveinn Benediktsson, stjómarformaður síldarverksmiðja ríkisins. Hann virðist, eftir þessu að dæma, njóta sín betur í einkaframtak- inu en í verksmiðjustjórninni. Til Raufarhafnar kemur alltaf síld, bæði til söltunar og í bræðslu, hvort sem hún veiðist fyrir norðan eða austan. hafi af þeim hlotist. Nú væru t.d. fjölsóttir dansleikir á hverju kvöldi og færu þeir vel fram. í sambandi við samgöngur gat bæjarstjóri þess, að Flugsýn hefði haldið uppi áætlunarferð- um frá því í apríl í vor, daglega SÍÐAN skattaskrá Reykjavíkur var birt, hafa skattamálin verið mjög á dagskrá í blöðum syðra. Ríkisstjórnin má sjálfri sér um kenna, en almenningi koma háu skattarnir á óvart. Ríkisstjórnin hefur sjálf í tíma og ótíma aug- lýst, að hún væri búin að lækka alla beina skatta stórlega. En þó að álagningarreglum hafi verið breytt, kemur það nú að litlu haldi, því að viðreisnardýrtíðin hefur gert breytingarnar að litlu eða engu, eins og menn raunar gátu sagt sér sjálfir, að hún myndi gera. Þetta er eins og þegar stjórnin þóttist vera að lækka innflutningstolla, — en hækkaði þá miklu meira með því að breyta genginu. Að söluskattinum viðbættum Sagt er, að síldarverksmiðjan á Raufarhöfn hafi æfinlega bor- ið sig vel fjárhagslega og stund- um orðið af henni mikill hagn- aður. En afköst hennar eru ekki nema 5000 mál á sólarhring. Stjórn síldarverksmiðjanna telur sig víst ekki hafa haft efni á því að stækka hana. Það virðist þó hafa legið beinna við. GREINARGERÐ frá Eiríki Briem, samanburður á orku- verði, áætlaðra virkjana við Brúar og Búrfell kemur í næsta blaði. '□ og stundum farið fleiri ferðir á dag. Væru því samgöngurnar ólíkt betri en áður. Auk áætl- Unarflugsins hefði Flugsýn litla vél eystra og væri hennar mik- il not yfir síldartímann. Þá sagði bæjarstjórinn, að lokum, að nokkrar trillur og tveir þilfarsbátar stunduðu þorskveiðar og sæktu stundum allt norður að Langanesi, en afli hefði verið fremur tregur. □ er útkoman sú, að ríkisálögur á þjóðina hafa meira en þrefald- ast síðan núverandi stjórnar- flokkar komu til valda. Það er til marks um rökvísi stjórnar- blaða um þessar mundir, að þeim sýnist stjórnarandstæðing- ar standa illa að vígi, að hafa greitt atkvæði með skattalaga- breytingum stjórnarinnar s.l. vetur. Þessar breytingar höfðu út af fyrir sig skattalækkanir í för með sér, og voru því til bóta fyrir skattgreiðendur, en viðreisnardýrtíðin mátti sín meira. Þessvegna eru skattarn- ir svona háir — og útsvörin líka. □ AÐ FARA f BERJAMÓ Nú eru blessuð berin komin og margir fara í berjamó, bæði til að vera úti í nátíúrunni og til að safna hinum ljúffengu ávöxt- um. En hvert á að fara? Svo virð- ist, sem margir álíti berjalönd- in einskis manns land og öllum heimil. Þetta er þó ekki svo og þurfa bæjarbúar að virða eigna- og umráðarétt þess fólks, sem berjalönd hafa óvéfengjanlega til umráða. Leyfi fyrir berja- tínslu, fyrir lítið gjald, eða e. t. v. ekkert, >fæst víðast,-en hins vegar er það mikil ókurteysi ef menn virða ekki eignaréttinn og taka það sem þeir ekki eiga, hvort heldur um ber er að ræða eða aðra hluti. ERFIÐLEIKAR FISK- VINNSLUSTÖÐVANNA Erfiðleikar fiskvinnslustöðv- anna eru af ýmsum toga hér norðanlands og austan. Afla- magnið hefur verið of lítið of mikinn hluta ársins.. Og fiskur- inn er smár. Sumsstaðar truflar blessuð síldin rekstur fisk- vinnslustöðvanna tíma á sumr- in. Frystihúsin eiga við fjárhags- örðugleika að stríða og eiga í erfiðleikum með að koma á nauðsynlegri hagkvæmni í rekstrinum, ef liún kostar fé. Nefna má eitt enn: Það hefur á sumurn stöðum reynst erfitt að fá liæfa kunnáttumenn til að stjórna verki í frystihúsunum. Allt of fátt er af kunnáttumönn- um á þessu sviði og þetta hefur að sjálfsögðu áhrif á öll vinnu- brögð og þjálfun starfsfólks. í þessu sambandi er vert að minna á baráttu Framsóknar- manna fyrir stofnun fiskiðn- skóla, sem Alþingi tregðaðist við að sinna, þar til nú í vetur, að stjómarflokkunum þótti ekki á því stætt lengur að svæfa mál- ið. GOTT ÁRFERÐI TIL LANDSINS Það sem af er þessu ári, lief- ur árferði verið gott frá náttúr- unnar liendi. Veturinn var mild- ur eftir áramót, vorið hagstætt, heyskapartíð góð og spretta víða mikil, a. m. k. á Norðurlandi. Bændur munu því eiga mikinn og góðan vetrarforða í hlöðum í þessum landshluta. Um væn- leik dilka verður engu spáð, en fallþungi licfur farið minnkandi undanfarin ár. Vonandi heldur sú þróun ekki áfram, a. m. k. ekki umfram það, sem eðlilegt má telja vcgna aukins fjölda tvílembinga. Annars eru menn ekki á eitt sáttir, hvað veldur breytingum á vænleika fjárins. Mjólkurframleiðslan eykst, og gefur mjólkursamlagið á Akur- eyri góða hgmynd um það. Á sviði þeirrar framleiðslu er þetta sumar hagstætt, það sem af er. SÍLDARSÖLTUN OF LÍTIL Við sjávarsíðuna er „árgæzk- an“ misjöfn. Mikið hefur veiðst af síld austan við land, mest á hafi úti. En þó aflamagnið sé mikið, er tiltölulega lítið saltað. Lengi sumars voru hlutföllin á þá leið, miðað við s.l. ár, að helmingi meira veiddist af síld nú en þá. Og, að helmingi minna var saltað í sumar en gert var á sama tíma í fyrra. Mikið af síldinni, sem nú veiðist, er ekki liæft til söltunar, auk langræðisins. Dregur þetta úr gjaldeyrisverðmætum aflans, og er illt, ef ekki er hægt að salta upp í samninga við erlenda að- ila. Fram á þennan dag hefur víst fáum dottið síldarsöltun í hug án síldarstúlkna. Nú berast fréttir um það, að einnig á þessu sviði líti út fyrir þá breytingu, að vélar komi í kvenna stað. „VIÐREISNIN“ SÁLUGA OG ÞORSKURINN Útgerð norðlenzkra fiskiskipa á þorskveiðum hefur gengið illa á árinu, afli mjög rýr fram á mitt sumar, en eftir það eitthvað skárri, a. m. k. í sumum ver- stöðvum. Útgerðarmenn héldu- fund um vandamál sín, og munu Dalvíkingar hafa beitt sér fyrir honum. Fulltrúar þess fundar (Framhald á blaðsíðu 5). Krapahríð á Möðru- dalsöræfum Vopnafirði 18. ágúst. Norðaust- an kaldi og rigning gengur hér yfir og hiti er aðeins 3—4 stig. í nótt snjóaði í fjöll. Krapahríð var á Möðrudalsöræfum síð- degis í gær og í nótt. Engin síld hefur komið hing- að í um viku tíma og bræðslu er að ljúka í síldarverksmiðj- unni. Línu- og handfærabátar hafa veitt ýsu norður undan Langa- nesi og lagt upp aflann hér. Hér er minnkandi atvinna, en aðkomufólk dvelur hér enn, í von um að síldin láti sjá sig aftur. K. W. Bagur Kemur ekki út á laugardaginn. — Síðasta blað fyrir sumarfrí kemur út n. k. miðvikudag. □ £<$xSxSxí><5><Sv*'^<íx»xíxíx$xí><í><fc<Sxíxfc<Sxí><$xSxíx?><Sx$><S><S><$><SxíxS><í><S>^<í^^ BÍLINN, sem valt á Öxnadalsheiði, er illa útleikinn, eins og myndin sýnir. Er furðulegt talið, að nokkur, sem í honum var er slysið bar að, skyldi komast lífs af. (Ljósmynd N. H.) 4x$k$x$>^*$x$x$x$x$x$k$x$x$~$x$x$: Sveinn Ben. c. fl., æfla eð byggja síldsrverksiniðju á Rauferhöfn Ríkisálögur á þjóðina hafa þre- faldazf undir „viðreisn"

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.