Dagur - 23.09.1964, Blaðsíða 4

Dagur - 23.09.1964, Blaðsíða 4
4 5 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar hJ. Um síldar- verksmiðjur Á þessu sumri hefur meira verið afl- að af síld til bræðslu í verksmiðjum en nokkru sinni fyrr. Síldarverksmiðj umar hafa haft mikið að starfa. Það er út af fyrir sig ekki gleðiefni, að mikill hluti af þeim ágætu næring- arefnum, sem hér er um að ræða, skuli vera unnin í skepnufóður og áburð, eða íðnaðarhráefni, í stað þess að verða verðmætari markaðsvara til manneldis. En nú síðustu árin veiðist síldin að miklu leyti á hafi úti og skipin eru svo lengi á leiðinni til lands, að meiri eða minni hluti afla er farinn að skemmast hverju sinni, þegar til liafnar er komið. Og mark- aðurinn fyrir saltsíld er mjög tak- markaður, að því er virðist, enn sem komið er, þó ekki þurfi raunar að kvarta yfir því að þessu sinni, þar sem ekki hefur tekizt að salta upp í samninga. Framtíðartakmarkið hlýtur að vera, að gera sem mest af síklinni sem verðmætasta vöru með því að selja hana til manneldis. En eins og nú standa sakir er áreiðanlega áliugi fyr- ir því, að fjölga síldarverksmiðjum og auka afköst sumra þeirra, sem fyrir eru. Hæst hefur verið talað um Austfirði í því sambandi, og að sjálf sögðu vegna þess, að síldin, bæði nú og í fyrra, veiddist aðallega austan- við land. En reynslan sýnir, að aust- ustu liafnir Norðurlands hafa einnis legið nijög vel við síldarmiðunum. Hvergi Iiefur meiri síld borizt til lands en á Raufarhöfn. Og ef síldin er bæði fyrir norðan og austan, er Raufarhöfn alveg sérstaklega vel sett þar eru margar og vel búnar söltunar stöðvar, sumar alveg nýjar og aðrar nýlegar. En Síldarverksmiðja ríkis- ins þar hefur ekki verið stækkuð, þrátt fyrir verulegar frainkvæmdir annarsstaðar. Fyrir aldarfjórðungi vann hún úr 5 þús. málum á sólar- hring og vinnslugetan hefur ekki ver ið aukin. Það þykir því sjálfsagt mörgum að í tíma sé talað, er kjör- dæmisþing Framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra nýlega gerði ályktun um nauðsyn þess að stækka síklarverksmiðjuna á Rauf- arhöfn. Raunar hefur heyrst, að einkafyrirtæki syðra hafi hug á að koma upp verksmiðju á Raufarhöfn. Má vera að sú verði lausnin, og á meðan hin sérkennilegu lög um nú- verandi álagningu gjalda á síldarverk smiðjur gilda, er sú lausn að sumu leyti hagkvæmari fyrir lilutaðeigandi sveitarfélag. Þingsetningin: Guðmundur Halldórsson í ræðustól. (Ljósmynd: N. H.) Frá 26. Iðnþingi íslendinga 26. Iðnþing íslendinga var sett í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri miðvikudaginn 9. sept. sl. kl. 2 síðdegis forseti Landssambands iðnaðarmanna, Guðmundur Halldórsson, húsasmjn., flutti þingsetningarræðu og ræddi um ýmis hagsmuna og framfaramál iðnaðarmanna. I upphafi ræðu sinnar minntist hann tveggja manna, sem um langan tíma komu við sögu iðnaðarmálanna, þeirra Sigmundar Halldórsson- ar, arkitekts og byggingarfull- trúa í Reykjavík og Jóhanns Guðnasonar, byggingarmeistara á Akranesi. Skýrði hann frá störfum iðnfræðslunefndar, sem setið hefur á rökstólum síðan í nóvember 1961, en hún hefur nú skilað áliti til menntamálaráð- herra. Rakti hann tillögur nefnd arinnar í aðaldráttum en ræddi síðan ýmis önnur áhugamál iðn aðarmanna, s. s. lánamál iðnað arins, húsnæðis- og lóðamál o.fl. Lýsti hann yfir ánægju iðnaðar manna vegna hinnar miklu efl- ingar Iðnlánasjóðs og einnig vegna lagasetningar um breyt- ingu á lausaskuldum iðnaðarins í föst lán. Þá ræddi hann einnig endur skipulagningu skipasmíðaiðnað arins í landinu og kvað það vera mikið gleðiefni að finna skilning fyrir því meðal æðstu ráðamanna þjóðarinnar, að hér á landi mun rísa mikill og öflug ur skipasmíðaiðnaður á næstu árum og áratugum. „En það þarf“, sagði Guðmundur Hall- dórsson, „að hlúa vel að þeim anga þessarar iðngreinar, sem þegar hefur fest hér rætur og gefa henni tækifæri til að þró- ast eðlilega og gera henni kleyft að standast erlenda samkeppni í meðan hún er að ná nokkrum þroska ... Þessi iðngrein, sem hér er að vaxa upp, á áreiðan- lega eftir að gegna mjög mikils verðu hlutverki í iðnþróun þjóð arinnar í framtíðinni." Ennfremur fór hann nokkrum orðum um húsnæðismál iðnfyr irtækja og hvatti iðnaðarmenn til að leysa húsnæðisþörf sín á félagslegum grundvelli. Þá minnti hann á þörf þess, að út- flutningsmál iðnaðarins væru könnuð rækilega og benti á, að selja beint til neytenda á erlend um mörkuðum dragi verulega úr sölumöguleikum íslenzks iðn aðarvarnings erlendis. Að lokum minntist hann á hina miklu eflingu Iðnaðarbank ans á síðasta ári og hvatti iðn aðarmenn til að fylgja henni fast eftir og styðja bankann af alhug. Magnús Guðjónsson, bæjarstj. á Akureyri, flútti stutt ávarp og bauð iðnþingsfulltrúa velkomna til Akureyrar. Hann lýsti yfir ánægju sinni með það, að Iðn- þingið skildi nú haldið á Akur- eyri og kvaðst vona, að starf þess yrði heillaríkt fyrir iðnað armenn og þjóðina í heild. Eftir þingsetningarathöfnina bauð Landssamband iðnaðar- manna gestum og fulltrúum til kaffidrykkju. Fundum var haldið áfram um kl. 4 og voru þá kosnir forsetar og ritarar þingsins og kosið í fastanefndir. Forseti Iðnþingsins var kjörinn Jón H. Þorvaldsson, formaður Iðnaðarmannafélags Akureyrar, 1. varaforseti Tóm- ar Vigfússon, húsasm.m. í Reykj vík og 2. varaforseti Ármann Þorgrímsson, formaður Tré- smíðafélags Akureyrar. Ritarar þingsins voru kosnir þeir Al- bert Sölvason, forstj., Akureyri, og Magnús Ástmarsson, prent- smiðjustjóri í Reykjavík. Enn- fremur var kosið í fræðslunefnd allsherj arnefnd, skipulagsnefnd, fjármálanefnd, löggjafarnefnd og kjörnefnd. Eftir að kosningum var lokið flutti framkvæmdastjóri Lands sambands iðnaðarmanna, Otto Schopka, skýrslu stjórnarinnar fyrir síðasta starfstímabil. Rakti hann framgang ýmissa þeirra mála, sem að hafur verið unnið að undanförnu. í lok skýrslunn ar fór hann nokkrum orðum um framtíðarþróun íslenzks iðnað- ar. Benti hann á, að hinn mikli skortur faglærðra iðnaðar- manna á undanförnum árum og minnkandi fjöldi lærlinga í mörgum iðngreinum, væri mjög alvarlegt mál, sem krefðist skjótra og raunhæfra aðgerða. Lagði hann til, að gerð yrði á- ætlun um þörf þjóðarinnar fyr ir faglært vinnuafl á næstu ár um og síðan yrði stefnt að því að iðnstéttunum fjölgaði í sam ræmi við hina vaxandi þörf. í því sambandi væri nauðsynlegt að auka áhuga ungs fólks á störfum iðnaðarmanna og efla starfsfræðsluna. Nokkrar umræður’ urðu um skýrslu stjórnarinnar. Þá voru lesnir upp reikningar Landssam bands iðnaðarmanna fyrir árið 1963 og þeir samþykktir. Um kvöldið bauð bæjarstjórn Akureyrar þingfulltrúum og konum þeirra til kvöldverðar í Sjálfstæðishúsinu. Forseti bæj arstjórnar, Jón G. Sólnes, bauð gesti velkomna, en forseti Lands sambands iðnaðarmanna, Guð- mundur Halldórsson, þakkaði fyrir ágætar veitingar. Fyrir hádegi á fimmtudag störfuðu nefndir, en síðan bauð Kaupfélag Eyfirðinga og Verk- smiðjur S.Í.S. á Akureyri þing- fidltrúum og konum þeirra til hádegisverðs á Hótel K E A Forstjóri KEA, Jakob Frímanns son, bauð gesti velkomna, en forseti Iðnþingsins Jón H. Þor- valdsson, þakkaði fyrir þeirra hönd. Fundum var haldið áfram síð degis í Sjálfstæðishúsinu, og flutti þá Sveinn Björnsson, fram kvæmdastjóri Iðnaðarmálastofn unar íslands, erindi um vinnu- rannsóknir og vinnuhagræðingu Á eftir var tekið fyrir álit alls herjarnefndar um vinnuhagræð ingu í iðnaðinum og það sam- þykkt eftir nokkrar umræður. Eftir kaffihlé skoðuðu þing fulltrúar verksmiðjur S.Í.S. á Akureyri. Um kvöldið var fundum hald ið áfram og afgreiddar inntöku beiðnir nokkurra félaga í Lands samband iðnaðarmanna. Enn- fremur var rætt um breytingu á reglugerð lífeyrissjóðs iðnaðar- manna. Þá flutti Tómas Vigfús- son skýrslu um starfsemi Iðn- lánasjóðs og Bragi Hannesson, bankastjóri, skýrslu um Iðnað- arbanka íslands hf. Að öðru leyti var umræðum um lánamál iðnaðarins frestað til næsta dags Á föstudag var fundi haldið á fram og fóru fram umræður um lánamál iðnaðarins. Ennfrempr var rætt álit fiæðslunefndar um tæknimenntun og iðnfræðslu og hafði Þór Sandholt, skólastjóri Iðnskólans í Reykjavík fram- sögu um það mál. Urðu miklar umræður um álit nefndarinnar og það samþykkt að lokum. Þá var lagt fram erindi frá Félagi garðyrkjumanna, þar sem farið er fram á, að skrúð- garðyrkja verði viðurkennd sem iðngrein. Skipulagsnefnd mælti með samþykkt erindisins en eft ir miklar umræður var sam- þykkt að vísa því frá, þar sem ekkert nýtt hefði komið fram í málinu, sem mælti með sam- þykkt þess, en máli þessu hefur verið hreyft hvað eftir annað á iðnþinginu um 17 ára skeið. Ennfremur var afgreitt erindi frá Stálvík hf., þar sem farið var fram á, að stálskipasmíði yrði viðurkennd sem iðngrein. Skipulagsnefnd lagði til, að mál inu yrði vísað til milliþinga- nefndar, og yrði nefndinni m.a. falið að kanna hvernig bezt yrði unnið að framgangi og vexti þessarar iðngreinar hér á landi. Nefndarálitið var samþykkt Þá voru einnig ýmis önnur nefndarálit tekin til afgreiðslu m.a. um lóða- og húsnæðismál iðnaðarins, útflutningsmál o.fl. Á laugardagsmorgun var hald inn lokafundur Iðnþingsins. Samþykkt var að gera þá Indr- iða Helgason, rafvirkjameistara á Akureyri, og Sveinbjörn Jóns son, forstjóra Ofnasmiðjunnar í Reykjavík að heiðursfélögum Landssambands iðnaðarmanna. Ennfremur voru þeir Sveinn Tómasson, slökkvistjóri á Akur eyri og Jóhann Frímann, fyrrv. skólastjóri Iðnskólans á Akur- eyri, sæmdir heiðursmerkjum iðnaðarmanna úr gulli. Þá fóru fram stjórnar og nefndarkjör. Ur stjórn Landssambands iðn aðarmanna áttu að ganga þeir Vigfús Sigurðsson og Gunnar Björnsson. Gunnar baðst ein- dregið undan endurkosningu og var Ingólfur Finnbogason, húsa smíðameistari, Reykjavík, kos- inn í hans stað. Um kvöldið hélt Iðnaðar- mannafélag Akureyrar hóf í til efni 60 ára afmælis síns. Veizlu stjóri var Alfreð Sölvason, for- stjóri. Jón H Þorvaldsson, for- maður félagsins bauð gesti vel- komna en síðan voru margar ræður fluttar og gjafir afhent- ar. Við þetta tækifæri afhenti forseti Landssambands iðnaðar- manna, Guðmundur Halldórs- son, Sveini Tómassyni heiðurs- merki iðnaðarmanna, sem sam- þykkt hafði verið að sæma hann Framkvæmdastjóri Landssam- bands iðnaðarmanna, Otto Sch- opka, flutti félaginu árnaðarósk ir og kveðjur Landssambands- ins. Ingólfur Finnbogason, form. Iðnaðarmannafélagsins í Reykja vík, færði félaginu kveðjur frá Ísafirði. Ýmsir fleiri fluttu á- vörp. Að loknu borðhaldi og ræðuhöldum skemrntu menn sér við dans fram eftir nóttu. (Fréttatilkynning) Fimmtíu ára afmæli H, S. Þ. Afniælisins minnzt með vedegu hófi að Lauciim o o o Laugum, 24. ágúst 1964 í GÆR minntist Héraðssam- band Suður-Þyngeyinga 50 ára afmælis síns með veglegu af- mælishófi að Laugum. Til þess var boðið fyrrverandi stjórnar- mönnum sambandsins, stjórnum ungmennafélaga á sambands- svæðinu, oddvitum sveitastjóra og sýslunefndarmönnum úr hér aði, forystumönnum íþrótta- hreyfingarinnar í landinu og ná grannahéruðum, mönnum, er starfað höfðu á vegum sam- bandsins að kennslu og þjálfun og forvigismönnum félagasam- taka ýmissa í Suður-Þingeyjar- sýslu. Alls munu hafa setið hóf ið um 250 manns. Fyrirhugað var að byrja hátíðahöldin með íþróttakeppni, en af því gat ekk; orðið sökum veðurs. Um kl. 17 settust boðsgestir að veglegu kaffiborði í matsal Laugaskóla, en skólinn lét sambandinu í té veitingar og aðstöðu alla endur- gjaldslaust sem þakklætisvott fyrir baráttu og brautryðjenda- starf sambandsins og félaga þess við stofnun skólans. Formaður HSÞ, Oskar Ágústs son, Laugum setti samkomuna og fól formanni hátíðanefndar, Þráni Þórissyni, skólastjóra, Skútustöðum að vera veizlu- stjóra. Hann kvaddi aftur til Pál H. Jónsson fyrrum kenn- ara, Laugum, . að stjórna al- mennum söng í hófinu. Fyrstur ræðumanna var formaðm' sam- bandsins, Oskar Ágústsson, er rakti nokkra þætti úr sögu þess og starfsemi og þær aðstæður er það hefði búið og byggi við í starfi sínu. Skúli Þorsteinsson, framkv,- stjóri UMFÍ færði sambandinu að gjöf hvítbláan fána á stöng Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ sæmdi formanni HSÞ gullmei'ki ÍSÍ og færði sambandinu vegg- skjöld þess að gjöf, ísak Guð- mann, formaður íþróttabanda- lags Akureyrar færði IISÞ að gjöf vandaðan silfurbikar til frjálsrar ráðstöfunar, Sveinn Jónsson, formaður UMSE færði HSÞ að gjöf veggskjöld úr silfri, Stefán Kristjánsson, íþrótta- kennari, Reykjavík og kona hans, Kristjana Jónsdóttir, sem undanfarin ár hafa þjálfað iþróttafólk HSÞ, gáfu fagran silfurbikar, er keppa skal um á unglingamótum sambandsins. Brynjar Halldórsson-, formaður UNÞ færði HSÞ kveðjur og árn aðaróskir. Jón Illugason, for- maður umf. Mývetnings færði HSÞ að gjöf frá félagi sínu 10.000,00 kr. og áður um daginn hafði umf. Bjarmi, Fnjóskadal, gefið jafnstóra upphæð. Formaður HSÞ þakkaði sér- staklega þessa rausn félítilla fé- laga, sem vissu, hve fjárskort- ur væri sambandinu mikill fjöt- ur um fót. Kveðjur og ávörp í bundnu máli fluttu Þórólfur Jónsson, bóndi Hraunkoti, Ket- ill Indriðason frá Ytra-Fjalli, Páll H. Jónsson og Steingrímur Baldvinsson í Nesi. Aðrir þeir, sem til máls tóku voru Jónas Jónasson frá Hriflu, Jónas Jónsson frá Brekknakoti, Jón Sigurðsson, Ystafelli, Sig- fús Jónsson, Einarsstöðum, Guð mundur Kr. Guðmundsson, Reykjavík, er fyrstur manna kenndi íþróttir á vegum sam- bandsins 1915 og á eftir máli hans las frú Elín Friðriksdóttir kvæði, sem Indriði á Fjalli orti til Guðmundar að námskeiði loknu. Enn töluðu Gunnlaugur Gunnarsson, Kasthvammi, Þór- ir Steinþórsson, skólastjóri, Reykholti, Karl Kristjánsson, alþingismaður, Ármann Dal- mannsson, fyrrverandi formað- ur ÍBA, Pétur Jónsson, Reyni- hlíð, Jón Jónsson, Fremstafelli og að lokum Arnór Sigurjóns- son, fyrsti skólastjóri, Lauga- skóla. Ekki er hér rúm til að gera neina teljandi grein fyrir ræð- um manna, en að sjálfsögðu beindust þær mjög að upprifj- un liðinna tima, einkum þáttum úr sögu og starfi sambandsins og þingeyskra ungmennafélaga. Margir komu að því í máli sínu, hve stórkostlegt átak og afrek það var á sínum tíma, þegar sambandið hratt byggingu Laugaskóla í framkvæmd. Einnig kom fram, að rætur ung mennafélagsskapar í Suður- Þingeyjarsýslu mætti rekja lengra aftur í tímann en áður var vitað, jafnvel allt aítur til 1875. Brýnustu framtíðarverk- efni sambandsins töldu þeir, er að þeim málum viku, vera íþrótta- og æskuIýðsstarfsemL Yfirleitt bar mál manna þess ljósan vott, hve sterk ítök sam- bandið og ungmennafélagsskap- urinn hefur átt og á í hugum Þingeyinga. Að hófinu loknu var stutt dagskrá í íþróttasal skólans. Þar söng fyrst Karla- kór Reykdæla nokkur lög, Jón Aðalsteinsson, Lyngbrekku,, flutti frásöguþátt, sem í var fléttað Ijóðmælum, frumortum og þýddum og Þorgrímur Starri Björgvinsson, Garði. fór. með gamanmál, rýmuð og órýmuð. Að lokum var stiginn dans nokkra stund, og lauk samkom- unni, sem á alla grein var hin ánægjulegasta, urn kl. 1,30 í nótt. G.G. - SamkoiuSag i (Framhald af blaðsíðu 1) mjólkur til bænda kr. 7,44 pr. líter. í sambandi við þessa samn- inga hefur ríkisstjórnin gert samkomulag við fulltrúa bænda í sex-mannanefnd, sem felst í eftirfarandi yfirlýsingu landbún aðarráðherra: „I. Afurðalán landbúnaðarins úr Seðlabankanum miðast við sama hundraðshluta og afurða lán sjávarútvegsins. Lán frá við skiptabönkunum verði að hundr aðshluta sambærileg út á land búnaðarafurðir og sjávarafurð- ir. II. Ríkisstjórnin leggur fyrir næsta Alþingi frumvörp að bú- fjárræktarlögum og jarðræktar lögum, sem feli í sér að framlög hækki á næsta ári um allt að 30% í heild miðað við sömu framkvæmdir og 1963. Jarðræktarstyrkurinn verði greiddur samkvæmt sérstakri Gísli Halldórsson sæmir Óskar Ágústsson gullmerki f.S.I. (Ljósmynd: G. G.) NOKKUR KVEÐjUORÐ Jóhannes, Jónasson, verkstjóri Eyrarlandsvegi 20 á Akureyri var jarðsunginn frá Akureyrar- kirkju- á laugardaginn, 19. þ.m. Fjöldi manns fylgdi hopum til grafar. Hann var nær 78 ára er hann varð bráðkvaddur á heim ili sínu. Fæddur er hann 8. nóv ember 1886 að Ystuvík á Sval- barðsströnd. Ungur að aldri lagði hanri 'lejð sína inn í Eyja fjörð og var þá m.a. við viiinu og nám hjá séra Jónasi á Hrafna gili en þaðan lá leiðin til Akur- eyrar, einnig til náms og'starfa. Hann stundaði nám í Gagnfræða skólanum ásamt mörgum þeim mönnum, sem síðan urðu þjóð- kunnir á ýmsurn sviðum þjóð- lífsins, en vann hjá Magnúsi Kristjánsfeyni, síðar ráðherra, við fiskverkun og fleira á sumr in. Segja má, að Jóhannesi Jónas syni hafi aldrei fállið verk úr hendi allt frá æskuárum til dauðadags, svo mikill starfsmað ur var hann og verkefnin sá hann allsstaðar, enda lagði hann áðisf vísitölu, sem miðast við fram- kvæmdakostnað. Bráðabirgða- ákvæði við jarðræktarlögin tryggi bændum fjármagn til uppsetningar á súgþurrkunar- tækjum með mótor og blásara, er nemi að meðtöldum jarðrækt arstyrk Vs kostnaðar. Sé um færanlega vél að ræða skal styrkurinn miðast við hæfilega stóran rafmagnsmótor. Bráða- birgðaákvæði þetta gildir næstu 5 ár. III. Verja skal árlega næstu 5 ár allt að kr. 5 milljónum til að stoðar þeim bændum, sem verst eru settir, eftir nánari ákvæð- um og í samráði við Búnaðar- félag fslands, landnámsstjóra og stjórn Stéttarsambands bænda. Fulltrúar bænda í sex-manna nefndinni gera ráð fyrir að aukning afurðalánanna geri slát urleyfishöfum og mjólkurbúum fært að hækka fyrstu útborgun til bænda um 10%. Vegna samkomulags ríkis- stjórnar, verkalýðsfélaganna og atvinnurekanda frá 5. júní sl. koma verðhækkanir á landbún- aðarvörum fram í hækkuðu kaupi miðað við kaupgreiðslu- vísitölu nóvembermánaðar, nema til komi aukuar niður- greiðslur. FRÁ LÖGREGLUNNÍ (Framhald af blaðsíðu 8). Á sunnudagsmorgun kviknaði í m.s. Akraborg sem lá hér við Torfunefsbryggju. Slökkviliðinu var tilkynnt um eldinn og kom það strax á vetvang. Hafði kviknað í útfrá eldavél í eldhúsi skipsins. Tókst fljótt að yfir- buga eldinn en nokkrar skemmdir urðu á skipinu. hönd á margt. Hann var beikir og bátsmaður, fiskimatsmaður, stundaði lengi búskap í hjáverk um, en verkstjórn var hans aðal starf, allt frá því hann ungur kom til Akureyrar og vann hjá Magnúsi Kristjánss. og Jakobi Karlssyni en síðan hjá Kaupfé- lagi Eyfirðinga í áratugi. Árið 1951 tók hann að sér verkstjórn hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. og vann þar til dauðadags. Jóhannes var kappsfullur og sjálfur harðduglegur verkmað- ur, sem jafnan valdi sér erfið- ustu störfin þegar tími vannst til og hlífði sér þá hvergi. En við engan var hann harðstjóri nema sjálfan sig. Mikill mann- þekkjari var hann eins og títt er um beztu verkstjórana. Jóharmes var mjög vel gerð- ur maður, bæði andlega og lík- amlega. Snemma tók hann þátt í opinberum málum og margs konar félagsstörfum. Hann var t.d. einn af stofnendum Ung- mennafélags Akureyrar og Leik félags Akureyrar og sjálfur góð ur leikari. Hann stofnaði Bif- röst með Helga Tryggvasyni, var einn af stofnendum Nýja Bíós svo eitthvað sé nefnt. Hann átti sæti í Bæjarstjórn Akureyr arkaupstaðar um skeið fyrir Framsóknarflokkinn og var lengi fátækrafulltrúi bæjarins. Kona Jóhannesar, sem dáin er fyrir allmörgum árum var ekkjan Gunnlaug Kristjánsdótt- ir. Þeirra sonur er Mikael deild arstjóri Byggingarvörudeildar KEA, en fóstursonur þeirra Magnús Kristinsson rafvirkja- meistari. Gunnlaug átti þrjú börn með fyrri manni sínum. Heimili hennar og Jóhannesar var jafnan mannmargt. Þar var gott að vera því húsráðendur voru höfðingjar í lund, sem ekki létu sér nægja að veitá vel gest um og gangandi, en fæddu marg an fátækan skólapiltinn heilu veturnar, án þess að ætlast til greiðslu. Jóhannes Jónasson var virtur maður og vinsæll, einarður í skoðunum, geðheitur og prúð- ur. Hann gekk að starfi til síðasta dags. Bæjarfélagið stend ur í mikilli þakkaskuld við Jó* liannes verkstjóra og fjöldi ein staklinga vottar hinum látna heiðursmanni vinsemd og þökk við leiðarlok. E. D.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.