Dagur - 23.09.1964, Blaðsíða 8

Dagur - 23.09.1964, Blaðsíða 8
8 SMÁTT OG STÓRT Nýja ui.uu.o n^a i^auguiii i ive.yKjauai. (L,Josniynu: G. G.) .Nýít útibú K. Þ. lijá Hin nýja bygging vckur sérstaka athygli 11111 25. ágúst sl. tók til starfa nýtt útibú Kaupfélags Þingeyinga við þjóðveginn hjá Laugum í Reykjadal. Teikningu að húsinu gerði Friðgeir Axfjörð, Húsavík og hófst smíði þess sumarið 1962. Yfirsmiður var Hróar Björns- •son, smíðakennari, Laugum. Framkvæmdir lágu svo niðri þar til sl. vetur og sumar að unnið var að því að fullgera húsið. Teikningar að innrétting um gerði Sveinn Kjarval, hús- gagnaarkitekt, Reykjavík. Eru þær mjög með nýtízkusniði og þykja húsakynnin hin glæsileg ustu. Aðstæður eru þarna til rekst urs fjölbreyttrar matvöruverzl- unar og veitir útibúið velþegna þjónustu íbúum Reykjadals og einig má vænta viðskipta við hinn ört vaxandi ferðamanna- straum um þjóðveginn til Mý- vatnssveitar og Austurlands. í húsinu eru snyrtiherbergi til rými, þar sem fólk getur neytt nestis' eða annarrar hressingar, Má ætla að á næsta sumri verði rekstri útibúsins að einhverju leyti hagað með tilliti til þjón- ustu við ferðafólk, svo sem við- víkjandi afgreiðslutíma. Starfsfólk útibúsins er fyrst um sinn Guðmundur Gunnars- son, útibússtjóri og Hrönn Benó nýsdóttir, afgreiðslustúlka. G. G. Kynnirpr FÉLAG íslenzkra Bifreiðaeig- enda efndi til kynningax-fundar hér ó Akureyri síðastliðinn laug ardag. Arinbjörn Kolbeinsson lækn- ir, foi'maður félagsins, flutti mjög fróðlegt erindi um starf- semi félagsins og áhugamál svo sem vegamál, tryggingarmál, slysamál, hægrihandarakstur og fleira. Hann upplýsti m.a., að þótt fjárframlög til vega hefðu aukist um 100 millj. á þessu ári þá sæi þess ekki staðar vegna þess hve kostnaður hefði aukizt mikið við lagningu og viðhald vega og aukinnar dreifingu fjár ins. Framlög til vega á þessu ári væru 245 millj. en hefði þurft að vera um 400 millj. ef veru- leg bót ætti að vera að og þar sem bifreiðaeigendur greiða á þessu ári um 570 millj. í skatta af bifreiðum og rekstrarvörum þeiri'a, þó mætti teija það sann girniskröfu að megin hluta þess fjár yrði varið til endurbóta á vegakerfi landsins. Olíumalartilraunirnar, sem gerðar voru í fyrra virðast hafa gefist vel, sagði Arinbjörn, sér- staklega hér á Akureyri, en eng ar framhaldstilraunir hefðu ver ið gerðar i ár. Þetta hlyti samt að verða eitt af úrræðum fram tíðarinnar til að bæta vegakerfi landsins og vegagei'ð ríkisins hefði áhuga fyrir þessu. Sigtryggur Stefánsson fulltrúi (Framhald á blaðsíðu 7). KJÓRDÆMISÞINGH) VEL SÓTT Framsóknarfélögin hér í kjör- dæminu héldu, sem kunnugt er sambandsþing eða kjördæmis- þing sitt á Laugum dagana 29. og 30. ágúst sl. Góðviðri var þessa daga og þingsókn góð sem fyrr. Mættu þar hátt á sjöunda tug fulltrúa auk gesta, sem þang að komu til að hlýða á mál manna. Þetta kjördæmisþing er hið sjötta í röðinni, og hafa þau öil nema eiít verið haldin að Laug um í Reykjadal. Laugar eru á- gætur fundarstaður og öll að- staða til þinglialds góð á þessum tíma árs. Þingsóknin var tiltölu lega jöfn úr öllum kjördæminu, aílt frá úr Ólafsfirði til Langa- ness. FUNDURINN í SKÚLAGARÐI Annar fundur merkur, var hald inn í Skúlagarði í Kelduhverfi, og ekki á vegum stjómmálasam taka, en sex alþingismenn voru þar þó mættir samkvæmt ósk fundarboðenda. Búnaðarsamband N-Þingey- inga gekkst fyrir boðun þessa fundar og var sagt frá honum í síðasta blaði. Fundurinn var almennur héraðsmálafimdur og ekki einskoraður við landbúnað armál, þótt samtök bænda hefðu forgöngu. Fundarmenn voru á annað liundrað og stóðu umræður • lengi dags. Ýmsir höíðu orð á, að slíka fundi þyrfti oftar að halda, helzt ár hvert og víða um Iand. Landbúnaðarráðherra, sem þama skaut upp kollinum b á skemmtisamkomu Sjálfstæðis flokksins daginn eftir, var eitt- hvað óánægður með ályktanir fundarins og kvartaði um, að sér hefði ekki verið boðið! Sú kvörtun var á misskilningi byggð, því að þarna vom ýmis mál tekin til meðferðar, sem heyra undir aðra ráðherra, og hefði þá ekki siður átt að bióða þeim. En fundarmenn Þcrarinn Þórarinsson fimmlugur í útibúinu. (Ljósmynd: G. G.) í GÆR lágu tvö rússuesk skip í höfn á Akureyri, bæði frá Mur mansk. Annað er tankskip, sem flytur vatn til rússnezka veiði- flotans í norðurhöfum, og var þeii-ra erinda hér, að taka vatn Hitt er björgunar- og drátt- arskip, mjög vel búið, og var það einnig að taka vatn. Rúss- neskir sjómenn voru á götum bæjarins í gær margir þeirra myndarlegir í sjón en ekkj til- haldslegir í kiæðaburði, kurteis ir menn og ekki til vandræða í landi, svo sem alltítt er þó um erlenda sjómenn í íslenzkum höfnum, þegar aginn er tak- markaður. Q ÞÓRARINN Þórarinnsson ritstj. og alþingismaður varð fimmtug ur sl. laugardag, 19. september. Hann hefur verið ritstjóri Tím- ans frá 1938 og alþingismaður Reykvíkinga síðan 1959. Hann var fyrsti form. Sambands ungra Framsóknai'manna og einnig fyrsti formaður bindindisfélaga í skóium. Sæti á hann í útvai'ps ráði og fjöldamörgum ráðum og nefndum. Kvæntur er Þórarinn Ragnheiði Vigfúsdóttur, Þormar frá Geitagerði í Fljótsdal en sjálfur er Þórarinn Snæfelling- ur að ætt. Þórai'inn hefur nú staðið í fremstu víglínu þjóðmálabarátt unnar meii-a en aldarfjórðung, aðeins fimmtugur að aldri og hefur lagt fjölmörgum þýðingar mestu framfaramálum öflugt lið. Þói-arinn er skarpur maður og rökvís. Sérstaka athygli hafa fjölmargar greinar hans um al- þjóðamál vakið, og hann mun einn málsnjallasti alþingismað- urinn á þessum árum. menn sína til viðtals. BARA ÞEIR SELJI NÚ EKKI MEIRA EN FISKINN Svo er að sjá í Þjóðviljanum, að Sósíalistaflokkurinn (ekki Al- þýðubandalagið!) hafi verið að selja síld og þorsk austur í Rúss landi. Við skulum vona, að þeir kumpánar liafi ekki selt landið í misgripum fyrir fiskinn! Það er óvenjulegt, að útlend ir semji um vörukaup við póli- tíska floklta og að politískir flokkar hafi slík viðskipti með höndum. En Sósíalistaflokkur- inn er líka óvenjulegur flokkur. „fSLENDINGUR“ A BÁGT íslendingur birti forsíðufrétt um það á föstudaginn að ritstjóri Dags hafi ekki setið iðnþingið, sem nýlega var lialdið á Akur- eyri og „Svo heimtar hann bara fréttir“ segir blaðið. Það var fal- lega gert af íslendingi að sakna ritstjóra Dags, sem því miður var fjarverandi, og tjá söknuð sinn á fremstu síðu. En það er liinsvegar mjög Ieiðinlegt, að ritstjóri íslendings skuli vera svo fáfróður um tignustu konu landsins, nýlátna, frú Dóru Þór hallsdóttur, sem raun ber vitni í síðasta blaði lians. Þar skákar ritstjórinn lienni norður að Eyja firði og lætur liana annast þar búsýslustörf. Er nú ekki nema um tvennt að velja fyrir ritstjór ann, að biðjast afsökunar á fá- vizku sinni eða færa rök að hinni nýju kenningu. Þorarum Þórarmnsson Dagur árnar afmælisbarninu allra heilla á þessum tímamót- um. FRÁ LÖGREGLUNNI Á laugardaginn valt bifreið á götunni framan við Hafnarstr. 35 Akui-eyri. Ökumaðurinn mun hafa litið til hliðar með fyri'greindum afleiðingum. Bif- i'eiðin var á lítilli ferð. Hún skemmdist allmikið. Ökumann og tvö börn, sem voru í bílnum sakaði ekki. Þá valt jeppabifreið á sunnu- dag vestan til á Vaðlaheiði. Var hálka á veginum þar og missti ökumaður stjói'n á bifreiðinni. Við veltuna hlaut ökumaður á- verka á höfði, en kommst til breja og tilkynnti um atburðinn. Bíllinn skemmdist allmikið. Vörubifreið valt út af þjóð- veginum í Dalsmynni í síðustu viku. Ökumaðurinn slapp ó- meiddur en bifreiðin skemmd- ist lítilsháttar. Á mánudaginn kviknaði í Bu- ick-bifreið, sem stóð á þjóðvegin um við Laufás. Skemmdir urðu allmiklar og er bíllinn óökufær. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar á Akureyri ber mikið á skemmdarverkum á bifreið- um í bænum. Hafa bílarnir verið rispaðir að Utan, rúður brotnar í þeim og fleiri spellvirki unnin. Ekki hefir tekist að hafa upp á skemmdarvörgunum. Mikið ber á að ljósabúnaður bifreiða sé ekki í lagi en lögreglan hefir verið að athuga þau mál að und anförnu. (Framhald á blaðsíðu 5).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.