Dagur


Dagur - 07.10.1964, Qupperneq 4

Dagur - 07.10.1964, Qupperneq 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstrœti 90, Akureyri Símar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Þjóðfélagsfræði í skólum ÞESSA dagana eru hátt á þriðja þús und böm og ungmenni að setjast á skólabekk í Akureyrarkaupstað. Við sendum böm okkar í þessa skóla, bæði í skyldunámið, og frammhalds- skóla í trausti þess að það séu góðir skólar. Gáfaðir, traustir og velviljað ir skólastjórar, ásamt nýtum mönn- um í kennarastétt, gefa mikla trygg ingu fyrir því, að svo sé. Um kennslugreinar og kennsluað- ferðir er að sjálfsögðu bæði rætt og deilt, og nú síðast um lengingu skóla tímans. En í lýðræðislandi eins og hér, verður naumast gengið fram hjá því til lengdar, að annaðhvort skól- arnir, einhver samtök eða stofnanir veiti almenningi þá fræðslu í þjóð- félagslegum fræðum, sem nemendur nú, og raunar allur almenningur fer á mis við. Til kjósendanna sækja handhafar ríkisvaldsins vald sitt í gengum frjáls ar kosningar. Kjósendur ákveða hverjir fara með stjórn landsins og kjósendur hafa víðtækt vald , gegn um stéttarfélögin. Það fer því ekki milli mála að fræðsla um þjóðfélags mál er eitt af nauðsynlegustu atrið- um almennrar þekkingar og bein nauðsyn fyrir einstaklingana og þjóð arlieildina, svo framarlega að lýð- ræðinu sé ætlaðir langir lífdagar og að það þjóðfélagsform sé okkur heppilegt. Líklegt er, að fræðsla í þjóðfélags fræðum væri heppilegust í skólun- um, en af hræðslu við misnotkun við kennsluna, hefur mál þetta ekki náð fram að ganga og er ekki vansalaust. Prófessor Ólafur Jóhannesson ritaði nýlega grein um þetta efni í Tímann og minnti þar á að fyrir mörgum árum hefðu þeir Bernharð Stefáns- son og Gísli Guðmundsson, alþingis menn flutt þingsályktunartillögu um aukna fræðslu fyrir almenning í þjóðfélags- og þjóðhagsfræðum og var sú tillaga samþykkt en ekki á neinn hátt framkvæmd. Útvarp og þau blöð, senr yfir miklu rúmi hafa að ráða, gætu á verulegan hátt bætt úr brýnni þörf í þessu efni með að- stoð hæfustu manna. En almenn fræðsla um þjóðfélagsmálin a.m.k. merkustu þætti þeirra, er svo nauð- synleg, ekki aðeins fyrir ungt fólk, heldur einnig fyrir hina eldri, að hana má telja grundvallaratriði fyr- ir því velferðarríki, sem lýðræðis- skipulag þjóðar í landi mikilla fram fara og enn meiri möguleika getur veitt þegnum sínum. Gamall bóndabær, nánast sýningargripur. Sagnir þjóiSar, sem neifaSi Dr. Séamus O’Duileargy svarar nokkrum spurningum Dags SÉAMUS O’DUILEARGY frá Dyflinni dvaldi um tíma í sum- ar á Iandi hér. Hann er íri í merg og blóð, tekinn að reskj- ast, og ævistarf hans er slíkt, að óvíst er að önnur verk séu ná- komnari eða þýðingarmeiri írsku þjóðemi og írskri tungu. íslandi og Islendingum hefur hann kynnzt og tekið tryggð við Iand og þjóð. Nokkrum sinn um hefur hann dvalizt um skemmri tíma hér á landi hjá vinum sínum, en þeir eru marg ir. Síðast var hann hér árið 1961, er Háskóli íslands fimmtugur gerði hann heiðursdoktor sinn. Delargy er prófessor við ríkis- háskólann University Collega í Dyflinni og forstöðumaður þjóð fræðastofnunar fra: The Irish Folklore Commission, en þar er aðalstarf hans við skipulega söfnun og varðveizlu alþýðlegra fræða og fróðleiks af sérhverju tæi. Hann gerðist ungur braut ryðjandi um söfnun þessa efnis og skipulagningu hennar. Þegar þjóðfræðastofnunin komst á fót gerðist hann forstöðumaður hennar og hefur nú verið það í 30 ár. Hann liefur einnig stuðl að að því, að hliðstæð varð- veizlu- og rannsóknarstörf væru unnin annars staðar og er kunn ur víða um lieim af starfi sínu. Menningartengsl fra og íslend- inga eru Delargy mikið áhuga- mál. Dvöl sína á íslandi í sumar notaði Delargy meðal annars til ferðalaga og fór víða um Norður og Vesturland. Silung veiddi hann á stöng í Mývatnssveit og lax í Botnsá, en á þeirri íþrótt hefur hann hinn mesta áhuga og stundar veiðar í frístundum sín um. Við írska sagnaskemmtun hefur Delargy ekki aðeins feng izt í söfnunarstarfi sínu. Hann er sjálfur óvenju lifandi og hríf andi sögumaður, og sögur hans frá íslandi eru mörgum kumiar í Dyflinni og víðar á frlandi. Mun hann nú enn bæta við sög umar og auka frum þekkingu — og forviíni á frændum sínum í norðri. Prófessorinn féllst á að svara nokkrum spurningum Dags með an setið var yfir kaffibolla og talið berst fyrst að íslenzkum málefnum. Þegar hann er beð inn að segja álit sitt á einhverj um sögulegum og þjóðfræðileg- um efnum hér segir hann: Fólkið er fullt af lifandi fróð leik. íslendingar eru gangandi bækur. Allt er fullt af bókum á íslandi. Landsbókasafnið á þær ekki allar. Þorkell Gravlund danskur fræðimaður, sagði eitt sinn: ,',Aldrei vissi ég svo lítið land, að það yrði ekki stórt við nánari kynni“. Það eru mjög fá lönd í veröldinni, hefi ég þó kynnst mörgum þeirra, sem leggja jafn mikla rækt við hús sín og heimili eins og hér er gert, og þau eru auðug af hús gögnum. Sjálft er ísland stórt hús og mjög vel húsgögnum bú ið. Ég frétti að þér hefðuð skoð- að byggðarsafnið á Grenjaðar- satð í gær? Já, og ég varð snortinn af tvennu þar: í fyrsta lagi af sam vinnunni, sem þar liggur áð baki meðal almennings, er lagt hefur sitt til safnsins. Fólkið, sem bæði hefur safnað munun- um og gefið þá, vill ekki láta þá hverfa. Landvörn íslands er að varðveita fortíðina. Sagan hér er ekki tengd byssum heldur því, sem er meira virði, fólkinu sem skóp ykkur. í safninu á Grenjaðarstað komu upp í huga mér hendingarnar: „Fagrar heyrði ég raddirnar. . “, sem mótuðu þetta land og þessa þjóð Almenningur í Þingeyjarsýslu hefur safnað hlutum, öllu því áþreifanlega. En þið getið ekki skilið þessa hluti nema vita hvernig þeir voru notaðir. Það verður að safna upplýsingum um notkun þeirra á svipaðan hátt og hin ágæta bók, „íslenzk ir þjóðhættir“ Jónasar á Hrafna gili segir frá. En öllunr íslend- ingum ætti að gera slcylt að kunna skil á þessari bók. Á Grenjaðarstað vorum við í húsi, sem geymdi hluti fortíðarinnar. Ég ber mikla virðingu fyrir fólkinu, sem þetta gerði. En það sem safnað var, var það sem hugurinn skapaði. Ég veit ekkert land í Vestur- Evrópu þar sem meira hefur verið prentað af alþýðlegum fræðum en á íslandi. Eg hugsa til þjóðsagna þeirra Jóns Árna sonar, Magnúsar Grímssonar, Ólafs Davíðssonar, Sigfúsar Sig fússonar og margra fleiri. í engu öðru landi en íslandi hefðu bækur á borð við þjóðsögur þeirra Jóns Árnasonar og Magn úsar Grímssonar, sem út komu fyrir 1960, verið keyptar í stór um stíl af alþýðu manna. Sú útgáfa var ekki handa söfnum einum, því þessar bækur eru til á fjölda heimila, það hef ég sjálfur séð. Þetta gæti hvergi gerst nema hér á landi. En þessi nýja útgáfa ætti að vera til á hverju bókasafni vítt um heim. Þér minníust áðan á „stóra húsið“. Stóra húsið, landið ykkarj er fullt af hlutum, sem sýna for- tíðina þeim, er kunna að lesa úr þeim. En margir eru hlutirnir eins framandlegir íslendingum og þeir eru útlendingum. Því er það mikils virði að safna öll um upplýsingum sem tilheyra þeim. Á fslandi er eklp til neitt kerfisbundið safn, sem kalla mætti þjóðfræðasafn, er næði yf ir allt landið eins og á hinum Norðurlöndunum og á Irlandi og mörgum öðrum löndum. Yfir vofir sú hætta að það gleymist að skrá eftir fólki, eins og fólk- ið segir frá — ekki eins og ein hverjum finnst að fólkið ætti að segja frá — hinn lifandi fróð- lenk, sem jafnvel er svo hvers dagslegur að engum dettur í hug að segja hann óspurður. Hvað viljið þév segja um okk ar sögulegu heimildir? Hér á landi eru til þrjár teg- undir heimilda: Fyrst handritin síðan prentaðar heimildir af öllu mögulegu tagi, og að lokum allt það, sem óskráð er af sagnafróð leik, sem gengur frá kynslóð til kynslóðar. En þess verður að gæta, að nú þegar hefur svo mikið verið prentað af slíku efni og ýmislegt er snertir þetta svið að það er mikil hætta fyrir safn andann. Hann verður að leggja sig allan fram um að ganga úr skugga um, að fróðleikurinn sem hann fær, sé ekki kominn til sögunnar úr bókum. Og öðru atriði má ég alls ekki gleyma segir prófessorinn. Þeir eru mjög fáir, ef nokkrir eru, er við íslenzkan sagnafróðleik vinna erlendis, sem geta. lesið hann Það mundi því verða mjög mik ilvægt ef vandað úrval af hinum ýmsu tegundum þjóðsagna, sömuleiðis þjóðháttarfræði, væri út gefin á einhverju alþjóðlegu máli svo útlendir fræðimenn gætu haft aðgang að. Að fráteknum klassiskum bók menntum Grikkja og Rómverja eru íslendingar og írar þær þjóð ir, sem lagt hafa heiminum til mestar og merkilegastar bók- menntir á mjög ólíkum og erf- iðum tungumálum. Meðal beggja þjóðanna var mjög sterk bókmenntaleg arfleifð, er iðkuð var af hliðstæðum stétt- um beggja landanna. Fyrst af öllu af kirkjunnar mönnum í klaustrunum og af lærðum mönnum á forna vísu. Það fyrsta, sem ritað var á írlandi, var að vísu ski-áð á. latinu, og hafa það verið klerkleg fræði. En fljótlega var einnig farið að skrá á írsku máli. frska varð að al-ritmálið, og þá.fóru þjóðleg irsk fræði og menntir að komast á skrá. Bókmenntir á írlandi voru iðkaðar af höfðingjastétt- um, sem töldu það skyldu sína að varðveita ýmsan fróðleik, svo sem lög, ættartölur o.fl. En ekki má gleyma því, að blóðstraum ur írsku bókmenntanna eins og hinna íslenzku, var munnmæla fróðleikur alþýðunnar. Og aldr ei má heldur gleyma því, að uppruni allra bókmennta eru munmæli. Höfðingjabókmenntir og alþýðumenntirnar voru því tvær tegundir, sem hvor hafði áhrif á aðra. Það er margt í klassiskum bók menntum íra, þ. e. yfirstéttar- bókmenntunum, sem ekki verð ur skilið nema með hliðsjón að munnmælum alþýðunnar. Það var því ákaflega mikilvægt að hið geysimikla magn af alþýð- legum fróðleik, sem írska þjóð- in bjó yfir, væri skrásett. Til þess lágu tvenn rök: í fyrsta lagi þurfti að leggja fræðum og vísindum til efni, sem lærðum mönnum var með öllu ókunn- ugt. í öðru lagi varð að skrifa í fyrsta sinn sögu írsku þjóðar- innar handa henni sjálfri — eða þeim hluta hennar sem lifað hafði af ofsóknir, áþján og brott flutning úr landi —. Skrifa sögu þjóðar, sem neitaði að deyja. Vilduð þér segja frá því í stór- um dráttum, livemig unnið er að þessum málum á írlandi? Já, árið 1934 stofnsetti írska ríkisstjórnin með De Valera í broddi fylkingar sem nú er mað ur háaldraður og forseti írska lýðveldisins, írsku þjóðfræði- stofnunina. En hún hefur verið í nánum tengslum við ríkishá- skólann, University College í Dublin. Þér munuð vera fyrsti próf- essorinn í þjóðlegum fræðum á Bretlandseyjum? Prófessarinn svarar því ját- andi og segir að stofnunin njóti stuðnings háskólans og yfir- stjórnar menntamála, kennara- samtaka í landinu, og umfram allt njóti hún stuðnings irska sveitafólksins, hins hægláta fólks, sem þó hefur frá svo mörgu að segja, þegar eftir því er leitað. Þess vegna hafi írska þjóðfræðistofnunin orðið eitt mesta safn munnlegra og rit- aðra sagna og fróðleiks, sem til sé í heiminum. Viljið þér gefa okkur einhverj ar hugmyndir um stærð safns- ins? Finnska akademían gaf í fyrra Roskinn sagnaþulur mælir a£ munni fram foman fróðleik, sem síðan er varðveittur. út skrá yfir írskar þjóðsögur 47 þús, talsins. Þar af voru sum ar mjög langar, hin lengsta 30 þús orð. En af þessum 47 þús. sögnum hafði stofnun okkar í Dublin safnað 37 þús. í óútgefn um handritum. í þjóðfræðasafni okkar eru 100—200 þús. sagn- ir og nokkur þúsund þjóðvísur og orðatiltæki, sem aldrei hafði verið skráð áður og er mjög mikils virði fyrir orðabókarstarf Þá má nefna örnefni, gátur, barnaleiki, gamlar bænir, venj ur, trú og hjátrú, útfararsiði, há tíðasiði, lausavísur o.s.frv. Og allt þetta gaf fólkið án þess að ætlast til launa. Hinn þjóðlegi fróðleikur, hvar sem er, verður þess valdandi, að þjóðirnar snúa sér við til að líta á sjálfa sig. Eg hefi verið svo heppinn að geta stutt að því að koma hliðstæð- um stofnunum og írsku þjóð- fræðistofnuninni á legg t.d. á Wales, eynni Mön og við Lund- únarháskóla. Hvemig er söfnuninni hagað á írlandi herra prófessar Við höfum þrjár aðferðir við söfnunina. í fyrsta lagi vinna starfsmenn okkar að söfnun, menn, sem ekki starfa að öðru. í öðru lagi safna fjölmargir í hjáverkum og senda inn liand- rit sín, sem safnið svo kaupir. Og í þriðja lagi sendum við út spurningalista um viss efni, svo sem um fiskveiðar, fjárgæzlu, giftingar- og greftunarsiði, siði á hátíðum og tyllidögum, um smíðar og smíðaverkfæri, aðferð ir við lestrar- og skriftarkennslu og margar fleiri spurningar, er aldrei höfðu áður verið lagðar fyrir fólk. Þetta voru aðferðirnar þrjár við söfnunina, en þar að auki fengum við menntamálastjórn- ina og 4 þús. barnaskóla, Ræði börn og kennara til að safna munnlegum fróðleik í nágrenni sínu. Þetta varð liður í skóla- starfinu og mikilvægt, og í fyrsta sinn, sem börn, kennarar, foreldrar, afar og ömmur unnu sameiginlega að verkefni um nágrenni sjálfra sín. í hverjum skóla var sérstök bók, þar sem skráð var það bezta, sem gert hafði verið í þessu efni. En Þjóðfræðastofnunin fékk allar bækurnar 4000 að tölu og eru þær ekki taldar með hér að framan. Þetta efldi mjög átt- hagaástina eins og athugun eig in heimkynna jafnan gerir. Þannig að hver lítill staður verð ur snar þáttur í lífi þessarar söguríku þjóðar. Hin fátæka írska þjóð hafði sitt að segja, því hún átti for- feður. Þér eruð heiðursdoktor við Háskóla íslands, er ekki svo? Eg var sæmdur þeirri nafn- bót árið 1961, á 50 ára afmæli skólans. Það var einhver stolt- asta sund lífs míns, ásamt þeirri er ég nú síðasta vor var heiðrað ur á sama hátt við Uppsalahá- skólann. Sambandið við Skandi naviu hefur haft afarmikla þýð- ingu fyrir starf mitt, því að af Englandi verður lítið lært í þess um efnum. Og fyrstan manna mundi ég nefna Svíann Wilhelm von Sydow, sem var prófessor í þjóðlegum fræðum við háskól ann í Lundi. Og þegar ég lít yfir farinn veg er ég stoltur af að hafa getað stutt tengsl tveggja lítilla en mikilsverðra þjóða. Það á ég mörgum góðum íslendingum að þakka, en sér- staklega prófessar Einari Ólafi Sveinssyni, sem fékk mig til að koma hingað til lands fyrir 17 árum til að læra íslenzku og til að skilja fólkið, sem talar hana, en það er ekki síður mikilvægt. Og að lokum segir prófessar- inn: Ég er nú á förum til lands míns með fullan poka af Ijúf- um endurminningum um vini mína sunnanlands og norðan, bæði í Reykjavík, Saurbæ á Hvalfjarðaströnd, Haganesi við _ Mývatn og Skútustöðum í sömu sveit, og mörgum öðrum stöð- um, sem ég nefni ekki en minn ist með hlýjum huga fyrir vel- vild og góðar móttökur. Dagur þakkar hin eftirtektar- verðu svör prófessars Séamus Delargy og vonar að orð hans og áhugi falli í frjóa jörð meðal lesendanna. E. D. Stórbýli - MIKIÐ er nú búið að prédika það í ræðu og riti, hve nauðsyn legt og sjálfsagt það sé að auka ræktun sveitabýlanna. Stórt skal það vera. Stórt! Miklir menn erum við, Hrólf ur minn! Það er svo að sjá, að smábú- skapur eigi sér ekki viðreisnar- von á íslandi framar. Ég fékk líka að kenna á því, hve hugmyndin um smábýli er fjarri öllu lagi, eiginlega vitlaus. Það var á fjölmennum kvenna fundi á Norðurlandi, ekki alls fyrir löngu, að einhver fór að ympra á því hve nauðsynlegt og sjálfsagt það væri að auka rækt unina, annað væri ekki mann- sæmandi. Ég fór þá, í mesta sakleysi, að minnast á það, að í öllum ná- grannalöndum okkar væri fjöldi smábýla, bæði í sveitum og í nágrenni bæjanna. — Smábýli, sem hefðu litla ræktun, en hefði lífsuppeldi sitt og barna sinna af ýmislegum smábúskap: Garð- yrkju, hænsnarækt, ef til vill af vefnaði, saumum eða smíð- um. — Ættu kannske eina kú og heyjuðu handa henni með orfi og ljá og hrífunni sinni. Þetta ættum við að geta gert líka. Þá sprakk blaðran! Konurnar hlógu, skellihlógu — Þetta var svo vitlaust, náði engri átt. — Gat ekki verið al- vara, bara grín? Ég varð hissa, steinhissa. — Jæja, var búið að fjasa svo lengi AÐALFUNDUR Kennarafélags Eyjafjarðar var haldinn í Barna skóla Akureyrar laugardaginn 26. sept. Eiríkur Sigurðsson skólastjóri setti fundin og minnt ist Steinþórs Jóhannssonar kennara, sem lézt á árinu, en hann var lengi kennari við Barnaskóla Akureyrar. Einnig minntist hann forsetafrúarinnar, Dóru Þórhallsdóttur, sem nú er nýlátin. Risu fundarmenn úr sætum í virðingarskyni við hina látnu. Flutti hann kveðju for- manns félagsins, Hannesar J. Magnússonar skólastjóra, en hann treysti sér ekki til að sitja fundinn sökum sjúkleika. Er- indi á fundinum fluttu: Valgarð ur Haraldsson námsstjóri og tal aði um skólastarfið í vetur, Osk ar Halldórsson námsstjóri í ís- lenzku og Jónas Pálsson sálfræð ingur. Ræddi Jónas um sál- fræðiþjónustu í skólum höfuð borgarinnar og taldi, að þar væri stigið stórt skref í átt til hjálpar þeim, sem ættu í mikl- um örðugleikum með nám. Jafn hliða sálfræðiþjónustunni yrði þó að koma upp hjálpardeildum með sérmenntuðu kennaraliði. Gera mætti ráð fyrir, að- í ná- inni framtíð yrði komið á fót ferðaþjónustu út frá aðalstöð sálfræðiþjónustunnar og síðar fast staðsettar deildir í hverjum landsfjórðungi. Dr. Matthías Jónasson prófessor var á fund- Smábýli um stórbúskap að konurnar voru svona harðsnúnar. Nei, mér var svo sannarlega alvara, fúlasta alvara! Hefur ekki allur okkar bú- skapur, frá fyrstu gerð, verið smábúskapur, með nokkrum stórbúum innan um að vísu, en ekki voru þau öll til fyrirmynd- ar. Landnámsmenn vildu hafa olnbogarúm, þannig byggðist vort stóra ágæta land, - og oln- bogarúm höfum við íslendingar jafnan viljað hafa. Höfum ekki tileinkað okkur fjölbýlið enn, sem varla er von. Okkar frjósömu, fögru dalir voru vel setnir, okkar fiskisælu strendur og eyjar sömuleiðis. — Þar uxu upp kjarnakvistir menningar vorrar, þaðan kom margt af mestu og beztu mönn um þjóðar vorrar, konur og karlar. Það liggur við að kalla megi þá menn skýjaglópa, sem vilja flytja allt okkar fólk á hrjóstr- ugasta blettinn á okkar frjó- sama, víðáttumikla landi. Við skulum vona og óska að okkar fögru dalir og fríðu strendur byggist að nýju glöðu og góðu fólki. — Unga fólkið uni sér í blómguðu dalanna skauti og gamla fólkið fái að vera kyrrt í heimahögunum. Og að í nægjusemi og rósemi megi vor styrkur vera. Guð gefi að það verði. inum og talaði einnig um sál- fræðiþjónustuna í skólunum, en hann hefur undanfarna viku dvalið hér í bæ og rannsakað nokkur börn. Var mikið um þetta rætt og eftirfarandi tillaga samþykkt einróma: Aðalfundur Kennarafélags eyjafjarðar beinir ! þvi til Fræðsluráðs Akureyrar og Fræðsluráðs Eyjafjarðar að hefj ast þegar lianda um að stofna til sálfræðiþjónustu við skólana í bænum og héraðinu og leita samvinnu við fræðslumála- stjórnina í því efni“. Þá var samþykkt einróma eft irfarandi tillaga: „Aðalfundur Kennarafélags Eyjafjarðar, Akureyri 26. sept. 1964 lítur svo á að vcgna laga- fyrirmæla, er snerta aldur og réttindi fólks í sambandi við á- fengiskaup, dvöl í danssölum, kvikmyndahúsum o.fl., verði ekki lengur hjá því komist að gefa út vegabréf, er fólk, eftir nánari • aldursákvörðun, verði skylt að sýna, ef krafist er og skorar því á löggjafa og stjóm arvöld, sem um þessi mál eiga að fjalla, að ráða liér bót á svo skjótt sem mögulegt er“. Stjórn félagsins baðst ein- róma undan endurkosningu, en í henni áttu sæti Hannes J, Magnússon, skólastjóri, Eiríkur (Framh. á bls. 7). Halldóra Bjamadóttir. Sálfræðiþjónusta í skólum

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.