Dagur - 07.10.1964, Blaðsíða 2

Dagur - 07.10.1964, Blaðsíða 2
r Nokkrar samþykktir frá Iþróttaþingi KR vðnn Ákureyringa með 1:0 B-lið KR vann Keflvíkinga með 2:0 og Akur- r nesingar unnu Þrótt 1:0 í Bikarkeppni KSI ÞRÍR leikir fóru fram sl. sunnu dag í Bikarkeppni K.S.Í. Úr- slit þeirra urðu: B-lið KR vann Keflavík 2:0. Akranes vann Þrótt 1:0. A-Iið KR vann Akureyri 1:0. Þriðji leikur Akureyringa í Bik arkeppninni var við A-lið KR í Reykjavík á sunnudaginn fór svo að þeir urðu að láta í minni pokann, hvað mörk snerti. En þeim sem sáu leikinn ber yfir- leitt saman um að Akureyring- ar hafi átt möguleika á sigri, en mörkin ráða úrslitum, hvað sem öðru líður í leiknum. En súrt er að þola tap, fyrir hæpinn eða rangan dóm eins og fram kem um hjá mörgum að átt hafi sér stað að þessu sinni. Leikar stóðu jafnir fram á síðustu mín útu, að dæmd var aukaspyrna á Akureyringa á vítateigslínu, fyrir „brot“ sem fæstir urðu var ir við nema dómarinn kunni, Einar Hjartarson, Ellert Schr- am skaut föstu skoti í gegnum glufu í varnarvegg Akureyr- inga og í mark, og þar með voru úrslitin ráðin og Akureyr arliðið þar með úr sögunni í Bikarkeppninni á þessu hausti. Ovæntustu úrslitin urðu í leik B-liðs KR og nýbakaðra ís landsmeistara frá Keflavík. B- liðið stóð sig með prýði og hin- ir sigurvissu Keílvíkingar voru slegnir út úr Bikarkeppninni. í leik Þróttar og Akraness voru lítil tilþrif. BLAÐIÐ náði snöggvast tali af Árna Ingimundarsyni stjórnar- manns úr Knattspyrnuráði Ak- ureyrar og Jóni Stefánssyni, fyrirliða Akureyringa í leikn- iim. Hvað segir þú um leik Í.B.A. og KR. Árni? Ég er mjög óánægður með þessi úrslit. Okkar piltar léku oft vel saman voru yfirleitt fljótir „á boltan“ og áttu meira í leiknum þegar á allt er litið. Ég tel það mikla óheppni að þeim skyldi ekki takast að skora .mark, en Heimir varði líka vel fyrir KR. Aukaspyrn- an sem mark varð úr þegar um mínúta var eftir af leik, tel ég að hafi verið vafasöm. Þú sást b-lið KR-inga vinna íslandsmeistarana frá Kefla- ’vík? Já og það átti fyllilega skilið að vinna leikinn. Eg held að þetta b-lið KR gefi A-liðinu lít ið eftir, enda hef ég heyrt, að í æfingaleikjum milli liðanna í sumar hafi b-liðið eins oft sigr að. Og a-liðið óttast því mjög um sinn hag ef svo skyldi fara að bæði liðin mættu til úrslita leiksins í Bikarkeppninni. Hvað segir þú um fallleik ykkar Jón? Eftir gangi leiksins eru úr- slitin ekki sanngjörn. KR-ing- ar höfðu heppnina með sér og unnu mest vegna hennar. Sókn in var meir að okkar hálfu og markskotin mun fleiri, en knött urinn vildi ekki í netið, enda átti Heimir góðan leik. í heild var leikurinn fjörugur og okkar lið sýndi allt annan og betri FRÉTTABRÉF Kennaranámskeið á Húsavík DAGANA 25. til 28. sept. að báðum dögum meðtöldum var haldið kennaranámskeið á Húsa vík á vegum Kennarafélags Suður-Þingeyinga. Námskeiðið sóttu 19 kennar- ar úr Norður- og Suður-Þingeyj arsýslu. Aðal leiðbeinandi á námskeiðinu var Sigurþór Þor gilsson, kennari úr Reykjavík, en hann starfar nú sem leið- beinandi á vegum Fræðsluskrif stofu Reykjavíkur við barna- skólana þar. Verkefni nám- skeiðsins var „starfræn vinnu- brögð í kennslu lesgreina“. Á námskeiðinu fluttu erindi tveir námsstjórar, Óskar Hall- dórsson cand. mag. og Valgarð ur Haraldsson, settur námsstjóri á Norðurlandi. í sambandi við námskeiðið var haldinn aðalfundur Kenn- arafélags Suður-Þingeyinga. Meðal annars var þar samþykkt að breyta nafni þess í Kennara- félag Þingeyinga og gefa kenn urum í Norður-Þingeyjarsýslu lcost á að ganga í félagið. For- maður félagsins er Kári Arnórs son, skólastjóri, Húsavík. Skólar Iiefja vetrarstörfin: Barnaskóli Húsavíkur var sett ur 1. þ.m. og verða nemendur þar í vetur 220 í 10 bekkjardeild um Kennarar eru 8. Gagnfræða skóli Húsavíkur var settur 2. þ.m., en í honum verða í vetur 111 nemendur í sex bekkjadeild um Þá er Tónlistaskólinn að hefja starfsemi sína en í hon- um verða um 30 nemendur í vetur. Aðalkennari skólans er Reynir Jónasson. í Iðnskólan- um verða um 40 nemendur, en hann byrjar um miðjan október. Borinn kominn í Bjamarflag Borun eftir heitu vatni er nú hætt á Húsavík að sinni. í fyrra var boruð ein djúp hola með Norðurlandsbornum og í sumar hafa verið boraðar þrjár holur með minni bor. Ekki eru menn vonlausir um, að heitt vatn kunni að vera í holunum og liggur næst fyrir að rann- saka það nánar. leik en áður í Bikarkeppninni. Síðasta mínútan í leiknum varð afdrifarík fyrir okkur og auka spyrnan var kannske hæpinn dómur, annars er ekki alltaf gott fyrir leikmenn að hveða á um slíkt. En hvað um leik Keflvíkinga og b-liðs KR? Það var gaman að sjá þann leik. B-liðið átti hiklaust að vinna og sigurinn gat orðið stærri, því vítaspyrna hjá þeim nýttist ekki. Leikmennirnir eru flestir ungir, frískir og baráttu glaðir 'og ég tel þetta lið síst lakara en aðallið KR. Vonbrigði íslandsmeistaranna hafa áreið- anlega verið mikil, ekki síst eft ir það sem á undan var gengið. FRA HUSAVIK Borinn, sem hér var í sumar er nú kominn upp í Bjamarflag við Mývatn og verður notaður þar, til að fóðra holu, sem Norð urlandsborinn var áður búinn að bora. Reynt verður að fá þá holu til að gjósa með því að fóðra hana niður fyrir kalda æð, sem í henni er. ísjaki á siglingu. Glæstur ísjaki er á siglingu um Skjáifandaflóa þessa dagana. Á laugardag virtist hann hafa lagst við stjóra inni á Eyvík við Tjörnes og brugðu margir Hús- víkingar sér þangað úteftir til að-skoða hann. í Eyvík brotnaði af jakanum og situr brotið eft ir, en meginjakinn hefur færst norður með Tjörnesi og er nú, á mánudag, um .2000 m undan Hallbjarnarstaðakömbum. Sjúkrahúsbyggingin. Bygging sjúkraliúss á Húsavík gengur mjög vel. Verið er að slá upp fyrir steypu á annarri hæð hússins fyrir ofan kjaliara en það er einni hæð meira, en gert var ráð fyrir að steypt yrði upp á þessu ári. Félag rjúpnaveiðimanna. Hafin er á Húsavík undirbún- ingur að stofnun félags manna, er áhuga hafa ó rjúpnaveiðum og e.t.v. ýmiskonar öðrum sport veiðum. Undirbúningsfundur var haldinn sl. föstudag og þá kosin nefnd manna, til að gera drög að samþykkt fyrir félagið. Ný þvottastöð. Olíufélagið hf. hefur í sumar lát ið byggja á Húsavík mjög mynd arlega þvottastöð fyrir bifreiðar Stöðin sem stendur við Ketils- braut, rétt austan við Olíusölu K.Þ. var í fyrsta skipti tekin í notkun á síðastliðinn laug- ardag. Fyrsta bifreiðin, sem þangað rann til laugar var bif reiðin, Þ-l, en eigandi hennar er hinn kunni bifreiðarstjóri, Jónas J. Hagan, Húsavík. Þess er vænst, að notendur stöðvarinnar og aðrir gangi um hana með snyrtibrag, syo að hún verði fremur til prýði, en lýta í bænum. Þ.J. Eftirfarandi tillögur voru samþykktar á þingi íþrótta sambands fslands í Reykja- vík í sl. mánuði. Frá framkvæmdastjóm ÍSÍ íþróttaþing ÍSÍ 1964, heimilar framkvæmdastjórn að hefja und irbúning að því að koma upp æfinga- og námskeiðabúðum fyr ir íþróttasamtökin. íþróttaþing 1964 telur að sú þróun sé eðlileg, að séfsamband verði myndað fyrir íslenzka glímu. Fyrir því felur þingið framkvæmdastj. ÍSÍ að vinna að undirbúningi og stofnun sér- sambands í glímu, á þessu hausti. íþróttaþing ÍSÍ 1964, lýsir yfir eindregnum stuðningi við tillög ur þær um uppbyggingu íþrótta mannvirkja, er nefnd sú hefur samið, er menntamálaráðherra skipaði á sl. ári, til þess að at- huga fjármál og framkvæmdir íþróttasjóðs. Frá íþróttanefnd. íþróttaþing ÍSÍ 1964, fagnar þeim framkvæmdum, sem í sumar hefur verið unnið að við íþróttakennaraskóla íslands að Laugavatni. Jafnframt beinir þingið þeim tilmælum til menntamálaráð- herra, að hann hlutist til um að gerð verði fimm ára áætlun um uppbyggingu íþróttakenn- araskóla íslands. FRó íþróttamerkjanefnd. íþróttaþing haldið í Reykjavík dagana 19. og 20. september 1964, samþykkir: 1. Hafin skuli keppni um íþróttamerki ÍSÍ fyrir kon ur. 2. Aldurstakmark verði lækkað úr 16 árum í 14 ár. Frá Þorsteini Einarssyni. íþróttaþing ÍSÍ haldið 19. og 20. september 1964, samþykkir að beina þeim tilmælum til hátt virts menntamálaráðuneytis, að húsakynni til íþróttaiðkana séu reist við hvern nýjan skóla jafn Olympíuleikarnir verða háðir í Tokíó í Japan að þessu sinni og hefjast n.k. laugardag. Mikill fjöldi sækir þessa leika og með al keppenda eru fjórir íslend- ingar, Valbjörn Þorláksson og Jón Þ. Olafsson, sem keppa í frjálsum íþróttum og Hrafnhild ur Guðmundsdóttir og Guð- mundur Gíslason sem keppa í sundi. Fararstjóri er Ingi Þor- steinsson, formaður F.R.Í. — Ekki er líklegt að ísl. keppend- urnir verði framarlega í keppni á þessum leikum, þó segja megi að árangur þeirra sé full boðleg ur hvar sem er. , Setningarathöfn Olympíuleik anna verður 10. október og snemma og fyrsti áfangi við- komandi skóla. Frá framkvæmdastjórn ÍSÍ íþróttaþing ÍSÍ, heimilar fram- kvæmdastjórn ÍSÍ að koma á landshappdrætti einu sinni á ári til styrktar hinu félagslega starfi íþrótta- og ungmennafé- laga í landinu. íþróttaþing ÍSÍ 1964, telur að sú reynsla er fékkst að for- mannafundinum í Haukadal 1963, sé það jákvæð, að rétt sé að framkvæmdastjórn ÍSÍ boði til formanna fundar, á því ári, sem íþróttaþing er eigi haldið. íþróttaþing ÍSÍ 1964, samþ. þá breytingu á lögum íþrótta- sambandsins, að inn í sambands’- ráð ÍSÍ komi fulltrúi frá hverju núverandi kjördæmi, í stað full trúa landsfjórðunganna. í Frá Þorsteini Einarssyni. íþróttaþing ÍSÍ haldið 19. og 20. september 1964, samþykkir að'- fela öllum sambandsaðilum sín um að vera vel á verði um: 1. að þau svæði eða lóðir,. sem á gildandi skipulagí. kaupstaða eða kauptúna,. eru ætluð undir íþrótta- mannvirki, séu eigi skert. eða feld niður sem slík og: tekin undir annað. 2. að koma tillögum um nauðsynleg svæði eða lóð ir undir íþróttamannvirki nógu snemma á framfæri til viðkomandi yfirvalda, er unnið er að skipuiagi nýrra byggðahverfa éða er gera skal breytingar á. gömlum hverfum. Ennfremur skorar þingið á ný- skipað skipulagsráð að gæta þess að vel sé séð fyrir þörfum almennings og íþróttamanna hvað snertir stærð og legu opi inna svæða, þar sem iðka má. íþróttir og að slík svæði séu skipulögð sem varanleg mann- virkí en ekki til bráðabirgða. f sambandi við skipulagningu skólalóða beinir þingið þeim til- mælum til menntamálaráðu- neytis, að fvrst og fremst sé um ræddar lóðir skipulagðar og unnar í tilliti til hreyfingar- og leikjaþarfar skólanemenda. strax næsta dag hefst sund- keppnin. — Guðmundur verður fyrstur íslendinganna í eldlín- unni, keppir þann dag í 100 m. skriðsundi — en daginn eftir í 400 m. fjórsundinu, sem er hans aðalgrein. Hrafnhildur keppir þá einnig í 100 m. skriðsundi, en 15. októ'oer í 100 m. flug- sundi. Keppni í frjálsum íþróttum hefst 14. október og næsta dag mun Valbjörn keppa í stangar- stökki. Aðalgrein hans verður hins vegar tugþrautin, sem fer fram 19. og 20. októbér og Jón Ólafsson keppir í hástökki þann 20. október. Fjórir keppendur Islands á Olynipiiileikununi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.