Dagur


Dagur - 07.10.1964, Qupperneq 8

Dagur - 07.10.1964, Qupperneq 8
8 SMÁTT OG STÓRT Steinker á höíninni í Vopnafirði. (Ljósmyncl: S. H.) Senn er loldð brúarsmíði á Hof sá Búið að bræða urn 230 þúsund mál i sumar Vopnafirði 6. október. Einn og einn síldarbátur kemur hingað enn með sílcl í bræðslu, síðast I.oftur Baldvinsson. Búið er að bræða um 220 þús. mál og má það gott heita. Hér vantar alltaf fólk til starfa, því margt þarf að gera, bæði við . síldarbræðslu, afskipanir, í slátur- húsi og byggingar. Búið er að slátra um 7 þús. fjár og reynist féð vel vænt, svo munar á annað kg á kropp. Hafnarlramkvæmdum er að mestu lokið að þessu sinni og verður þeim haldið áfram næsta sumar. Áætlaðar voru 6 milljónir til þessara framkvæmda í sumar. Bygging barna- og unglingaskóla stendur yfir og miðar nokkuð. En ennþá er kennt í gamla skólanum og félagsheimilinu. Gamli barna- skólinn er frá 1903 og byggðu Vopnfirðingar hann án aðstoðar liins opinbera. En nú er hann orðinn gamall og of lítill. Ónákvæm frásögn ALÞÝÐUBLAÐIÐ segir frá því í gær, að í Surtseyjarflugferð frá Akureyri liafi verið svo mikil ölv- un, ,,að til stórvandræða horfði og kom til átaka----og ttrðu á- flog og illindi. Drykkjuskapúrinn var almennur og urðu einstaka farþegar ákaflega óttaslegnir." SVAR: Surtseyjárferðinni var aflýst og því aldrei farin. Lækni höfum við og erum á- nægðir yfir því að vera þó ekki læknislausir. Hins vegar erum við prestslausir og þykir heldur verra til lengdar. Nokkrar trillur róa og afla sæmilega þegar gefur. Nú er að ljúka brúarsmíói á Hofsá og verður mikil samgöngu- bót að henni. — Þar nálægt var maður nær drukknaður í haust. Var hann, ásamt fletri mönnum, að reka fé yfir ána, en datt þá og barst niður ána og var bjargað. Maðurinn mun hafa verið ölvað- ur. — K. W. „STJÓRNARFUNDUR haldinn í Iðju, félagi verksmiðjufólks á Akureyri, föstudaginn 2. októ- ber 1964, mótmælir harðlega þeim ákvörðunum stjórnarvald anna, að leyfa alfrjálsan og eftir litslausan innflutning á erlend- um iðnaðarvarningi til landsins. Telur fundurinn að slík ráðstöf un sé í alla staði háskaleg fyrir þann iðnað, sem hefur verið að þróast og vaxa í landinu. Lítur fundurinn einnig svo á að sú mikla og öra fjárfesting, sem lögð hefur verið í uppbygg ingu iðnaðarins á undanförnum árum, hafi verið gerð á þeim grundvelli, að uppfylla á sem flestum sviðum þarfir þjóðarinn ar, og spara með því erlendan gjaldeyri og nýta innlent vinnu afl. En eins og nú er gjört með taumlausum innflutningi er- lendra iðnaðarvara, er hér siglt þvert á þessa megin grundvall- ar reglu hins íslenzka iðnaðar. Stjórnin telur að þjóðin hafi um innflufning ekki efni á að viðhafa slík vinnu brögð, þar sem hér er raunveru lega verið að flytja inn erlent vinnuafl og stuðla að samdrætti iðnaðarins, eða jafnvel stöðva hann með öllu. Nú þegar hefur orðið vart samdráttar í iðnaðinum í Reykja vík og einnig hér á Akureyri, þar sem a.m.k. eitt fyrirtæki hef ur sagt upp nær öllu starfs- fólki sínu, og sölutregða gert vart við sig hjá öðrum. Hér er því um mikið vandamál að ræða sem ráðamenn þjóðfélagsins verða tafarlaust að leysa í sam- ræmi við hag og heill lands- manna.“ SEINT KOMA VEGABRÉFIN Öðru hverju kvarta menn um, að seint komi'vegabréf þau, sem yfirvöldin gáfu vonir um fyrir löngu. Kvartanir þessar eru á rökum reistar, því vegna vönt unar vegabréfanna tapa ýms meiriháttar lagaákvæði gildi sínu að verulegu leyti svo sem þau er kveða á um aldurstak- mörk folk sérstaklega, svo sem í sambandi við áfengiskaup að- gang á skemmtisamkomur og margt fleira. Margvíslega á- rekstra, sem sumir eru mjög alvarlegs eðlis má til þessa rekja og þarf ekki að nefna sér- stök dæmi um svo þekkt mál. Hinir tíðu árekstrar og raun ar klögumál minna sterklega á vegabréfaþörfina, og um hana er raunar ekki deilt. En hvers- vegna þessi bið? Og hversvegna gerist ekkert annað en það, að í skjóli hinna illframkvæman- legu laga þróast hin verstu þjóð félagsmein. Bæjarstjóm Akureyrar og bæjarfógetinn hafa fyrir sitt leyti viljað fá reglugerð um vegabréf hér. En ekki er talið fært, án aðstoðar dómsmála- ráðuneytisins, að bæta vega- bréfaskyldunni í lögreglusam- þykkt bæjarins. Síðast í vor fór hún þess á leit við ráðuneytið, að það gæfi út reglugerð um þetta efni fyrir Akureyri. Ekk ert svar hefur borizt. Fordæmi eru þó fyrir hendi þar sem Vest mannaeyjar eru. En málaleitan Akureyringa hefur engan ávöxt borið því sá, sem valdið hefur, neitar okkur um úrlausn. VANTAR HJÚKRUNAR- KONUR Um margra ára skeið hefur ver ið rætt um vöntun á vel mennt uðum hjúkrunarkonum. Hjúkr unarkvennaskólinn hefur ekki haft aðstöðu til að útskrifa nægi lega margar hjúkmnarkonur ár Fjölsólt kirkjukvöld í Hrísey Ungliiigadeild starfrækt við barnaskólann Fyrra laufeardag gekkst Æsku- lýðsfélag Hríseyjarkirkju fyrir kirkjukvöldi. Var það svo fjöl sótt að kirkjan rúmaði ekki fleira fólk. Séra Birgir Snæ- björnsson flutti þar ræðu um börnin og heimilin, Gylfi Jóns- son sýndi litskuggamyndir af norðlensku æskulýðsstarfi og Stefán Jón Heiðarsson flutti ræðu, en tveir æskulýðsfélagar lásu kvæði eftir Davíð Stefáns- son frá Fagraskógi og Ólöfu frá Hlöðum. Séra Bolli Gústavs son sóknarprestur í Hrísey stjórnaði kirkjukvöldinu. A, kirkjukvöldinu safnaðist all- mikið fé til æskulýðsstarfs- ins. Á vegum Æskulýðsfélagsins starfar skátadeild og er hún nú- að hefja vetrarstarfið. Starfsemi Æskulýðsfélagsins er til iiúsa á prestsetrinu. Ungmennafélagið Narfi hóf starf sitt með skemmtisamkomu um sl. helgi. Starfrækt verður í vetur unglingadeild við barna- skólann og verða þar 12 nem- endur. Við skólann lcenna þeir, Alexander Jóhannsson og séra Bolli Gústavsson, auk skóla- stjórans, Sigurjóns Jóhannsson ar frá Hlíð. Björg Bjamadóttir frá Haga kemur hér úr þriggja daga göngum á Grímstungu og Haukagilsheiði (Ljósm. EJ).) lega til að sjúkrahús landsins hefðu á að skipa nægil. starfs- liði hvað þetta snertir. Fyrir fáum dögum var frá því sagt í fréttum, að stærstu skurðstofu Landspítalans hefði þurft að loka vegna vöntunar hjúkrunarkvenna, ennfremur, að starfandi hjúkrunarkonur þyrftu víða að vinna tvöfalt starf til að bæta úr brýnustu þörfum. Dr. Friðrik Einarsson sagði í blaðaviðtali fyrir helg- ina, að það væri kaldhæðnisleg staðreynd, að neitað væri um 4 millj. króna framlag til stækk unar Hjúkrunarkvennaskólans en þjóðinni boðið upp á sjón- varp, sem kostaði 180 milljónir króna. Akureyringar mega vera á- nægðir hvað þetta snertir, því hjúkrunarkonur vantar ekki við Fjórðungssjúkrahúsið, enda á það lögð áherzla að búa vel að hjúkrunarkonum, samanber hinn nýja bústað hjúkrunar- kvenna. Auk þess eru í bænum margar húsmæður lærðar hjúkr unarkonur, sem vinna við hjúkr un þegar þörfin kallar. Verður þeirra starf vart of metið. MEÐ IIUND í BANDI Víða tíðkast það mjög, að hafa hund í bandi. Hér á landi er hundahald sumsstaðar með ölln bannað í þéítbýli, en annarsstað ar leyft með sérstökum, skilyrð- um, svo sem liér á Akureyri. Þau skilyrði eiga að úíiloka ó- næði af hundum og bit grimmra hunda. Hér á því að vera sómasam- legt hundahald. En yfir því hefur verið ki aríað, að bömum sé leyft að fara um götumar með stóra og liávaðasama hunda, þar' sem stundum er þó skift um hlutverk, svo að hund urinn teymir bamið ef honum býður svo við að horfa eða slít ur sig lausan. Þegar um slíkt er að ræða og hlutverkum snúið við, er mál til komið að grípa í taumana, og krefjast þess af hundaeigendum, að settum regl um sé fylgt. Fyrsta flugvélin lenti í Yestmannaeyjuni fyrir 25 árum FYRIR 25 árum síðan, þar.n 1. október 1939, lenti landflugvél í fyrsta sinn í Vestmannaneyj- um. Flugvélin, TF-SUX, var eign Flugmálafélags íslands og í henni voru sæti fyrir tvo flug- mann og einn farþega. Flugmaður var Agnar Ko- foed-Hansen, núverandi flúg- málastjóri, og með honum var Bergur G. Gíslason. Báðir áttu þeir sæti í stjórn Flugfélags ís- lands. Douglas DC-3 (,,Dakota“) flugvél frá Flugfélagi íslands lenti í fyrsta skipti á hinum nýja Vestmannaeyjaflugvelli.ær þá var í byggingu, þann 12. okt. 1946 og í marzmánuði 1947 hóf (Framhald á blaðsíðu 7),

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.