Dagur - 21.10.1964, Qupperneq 8
8
segir Trausti Gestsson skipstjóri á Snæfelli
Enn er lax í kistunni. Henni er ýtt frá landi, borið grjót á og landíesiar treysíar. (Ljosm: E. D.)
má tvöla
FYRIR nokkru er laxveiðum
lokið og síðan hefur sá lax, sem
ekki ánetjaðist eða gleypti flug
ur veiðimanna, haldið sig á
hrygningarstöðvum ánna í ró og
næði.
Laxveiðin þykir sennilega
ekki mikill þáttur í þjóðarbú-
skapnum, en þó er það svo, að
laxinn er verðmikill fiskur og
árlega er laxinn fluttur á er-
lendan markað, svo nemur
nokkrum tugum tonna. Verðið
er hátt á útfluttum laxi og inn
anlands er hann líka í háu verði
allt að 100 krónum kílóið af
honum nýjum og 250 krónur
kostar hann reyktur.
En þótt laxverð sé hátt þykir
veiðimönnum það þó ekki um
of, því veiðiréttindi í laxánum,
eru seld á háu verði, og hærra
verði en svo, að það geti talist
grundvallast á söluverði lax-
fisksins. Til marks um þetta má
nefna dæmi um milljónasamn-
inga úr Húnavatnssýslu. En yfir
leitt miða landeigendur við lax
árnar leiguna við meðaltölu
veiddra laxa í viðkomandi á og
margfalda þá upphæð með eitt
þúsund krónum. Leiga ár, sem í
veiðast 100 laxar að meðaltali,
ætti því að gefa 100 þúsund
krónur í leigutekjur. Ekki hef-
ur reynst erfitt að leigja góðar
laxár svipuðum kjörum og hér
er frá sagt. Eru þetta mikil
hlunni.ndi fyrir hlutaðeigandi
bændur, sem núorðið vilja flest
ir heldur selja veiðiréttindin fyr
ir ákveðna upphæð á ári, eftir
settum reglum' um stangafj ölda
o.fl., en að veiða laxinn sjálfir
og selja hann siðan. Enda má
segja, að hagfræðin sé ekki lögð
til grundvallar hinni háu leigu
í laxveiðiám yfirleitt, heldur
ræður hér framboð og eftir-
spurn. Þar sem netaveiði er
stunduð, svo sem í Árnessýslu
og Borgarfirði eru sjónarmiðin
allt önnur og nota landeigendur
þar veiðirétt sinn sjálfir.
Giska má á, að árlega veiðis
um 25 þúsund laxar í veiðián-
um, og um sjóveiði er ekki að
ræða, þar sem slíkt er með lög
um bannað (undanskyldar 2—3
laxagildrur í sjó). Helmingur
þessara veiði er stangveiði.
En að þessum tölum athuguð
um getur hver og einn gert sér
í hugarlund, að laxárnar hafa
nokkra fjárhagslega þýðingu.
Og þá vaknar strax sú spurning
hvort auðvelt sé að auka lax-
gengd í þessum ám eða gera
þær ár að laxám, sem ekki eru
það nú.
Ymsar rannsóknir einstakra
manna og tilraunir í þessa átt
gefa svo miklar vonir, að það
ætti síður en svo að vera of
mikil bjartsýni þótt því sé sleg
ið föstu, að laxgengd megi auka
um helming eða jafnvel meira í
þeim ám sem nú eru taldar lax
ár. Sannleikurinn er sá, að lax-
veiðin, eins og hún hefur verið
fram að þessu er næstum ein
liliða. Laxinn er veiddur í eins
ríkum mæli og fært þykir, og
stundum ríflega það, en ekkert
látið í staðinn.
Með því að hjálpa náttúrunni
ofurlítið til, svo sem með því
að setja upp klakstöðvar og ala
upp laxaseyði, allt upp í göngu
stærð, og sleppa í árnar, taka í
burtu hindranir á laxaleið eða
byggja laxastiga, er unnt að
gjörbreyta laxagöngum..
En laxaklakið og laxeldi
fyrstu árin, eða þar til laxinn er
orðinn 10—13 sm langur og kom
Grænleit leiftur
FERÐAMAÐUR einn, hringdi
til blaðsins í fyrradag og sagði
eftirfarandi: í gærkveldi, er ég
var nýlega farinn frá Húsavík,
áleiðis til Akureyrar, sá ég og
þeir, sem með mér voru í bíln-
um, grænleit, björt og snögg
leiftur í vestri. Komu þau hvert
■af öðru með nokkra sekúnda
millibili. Var ég þá staddur hjá
'Laxamýri og báru leiftrin yfir
Kinnarfjöll í stefnu nálægt
inn er tími til þess fyrir hann,
að ganga í sjó, gefur einnig
(Framhald á blaðsíðu 5).
SÍLÐVEIÐUM norðanlands og
austan hefur áður lokið í ágúst
mánuði, oftastnær. En að þessu
sinni eru þær stundaðar með
ágætum árangri og er ekkert
lát á gcðri veiði þegar veður
leyfir. Hinn langi úthaldstími er
því nýr í sögunni og kann að
valda tímamótum í sumarsíld-
veiðunum Samkvæmt áliti Jok-
obs Jokobssonar fiskifræðings,
hefur mátt stunda síldveiðar
með góðum árangri miklu leng
ur fram eftir hausti ár hvert
en gert hefur verið. í vor lagði
hann enn ríkari áherzlu á þann
möguleika að lengja síldarver-
tíðina. Og að þessu sinni héidu
mörg skipanna áfram veiðum og
veiða enn. Kenning fiskifræð-
ingsins sýnist hafa verið rétt,
og kann það að hafa mikil áhrif
Kristján bóndi á Hólmavaði tekur hrogn úr laxahrygnu og fær
góðan líter úr þessari. Hjá' stendur t.h. Stefán Þórðarson, sem ætl-
ar að sjá uin klakið og Jóhannes Kristjánsson. (Ljósm: E. D.)
Kristjan lieiuur á hrygnunni en úr henni hafa verið strokin 6—8
þús. lirogn, enda er hún mjóslegin. En hún syndir með miklum
liraða út í liylinn, þegar henni er gefið frelsið á ný. (Ljósm: E. D.)
Björgum. Er komið var á Vaðla
heiðat'brún sáum við eitt leift
ur enn í stefnu á Garðsárdal
austanverðan. Klukkan var þá
að ganga ellefu, en fyrri leiftrin
sáum við kl. 8,30.
Jónas Jakobsson, veðurfræð-
ingur, sem staddur var hér í
'bænum í gær, telur leiftur
þessi muni vera eldingaleiftur,
er séu alltíð yfir jöklunum.
f þessari kistu eru laxarnir geymdir þar til hinn rétti timi kemur.
Kristján bóndi varpar þessum hæng fyrir borð, þegar lokið er hans
ætlunarverki. (Ljósm: E. D.)
á síldveiðar á komandi árum, a.
m. k. á meðan síldin hagar göng
um sínum á svipaðan hátt og
hún hefur gert síðustu árin.
í . tilefni af haustveiðunum,
sem eru algerð nýjung á síldar-'
miðunum fyrir austan land,
sneri blaðið sér til Trausta Gests.
sonar skipstjóra á Snæfelli frá
Akureyri, er kom til Krosseness
um helgina og losaði 1578 mál
síldar, og spurði hann almennra
frétta af miðunum.
Hvernig ganga síldveiðarnar
yfirleitt nú á liaustdögum?
Þær ganga yfirleitt vel, segir
skipstjórinn. Síldin er á tak-
mörkuðu svæði, eins og dagleg
ar síldarfréttir herma. Ef ég
ætti að giska á stærð þessa svæð
is, myndi ég nefna Eyjafjörð
sem hliðstæðu.
Síldarsvæðið hefur stundum
verið kallað „Rauða torgið“?
Já og það er kannski ekki að
ástæðulausu, því hundruð rúss
neskra skipa stunda þarna síld
veiðarnar af kappi í reknet. Þeg
(Framhald á blaðsíðu 5).
HVENÆR VERÐUR
KJÖLUR LAGÐUR AÐ
NÝJU SNÆFELLI?
SAMKVÆMT fréttum af síldar-
miðunum austan við land, er
veiði enn góð og er nýlunda hve
lengi síldarvertíðin stendur að
þessu sinni.
Snæfell frá Akureyri er ann-
að aflahæsta skipið og er það
búið að afla nær 43 þús. mál og
tunnur síldar í sumar. Þetta 21
árs gamla happaskip, sem smíð-
að var á Akureyri af Akureyr-
ingum, og síðan stjórnað af dug-
legum skipstjórum, einnig úr
höfuðstað Norðurlands, hefur
tvisvar verið aflahæst á síld-
veiðum norðanlands og er nú í
öðru sæti.
Margt virðist mæla með því,
að hafin vex-ði smíði annars
Snæfells, því fjárhagur útgerð-
arinnar hlýtur að vera góður,
og reynslan af þessu skipi er
slík, að fágætt er. Margir tala
um það, hvenær kjölur verði
lagður að nýju Snæfelli. □
SVALBARÐS-
STRANDARBÓK
SVALBARÐSSTRANDAR-
HREPPUR hefur ráðizt í það að
gefa út sögu Svalbarðsstrandar
alit frá landnámstíð til þessa
dags, skráða af Júlíusi Jóhannes
syni. Bókin er 324 blaðsíður í
stóru broti, prentuð á vandaðan
pappír, prýdd 200 ljósmyndum
af eldri og yngri mönnum úr
sveitinni ásamt bæjarmyndum,
prentuð í POB á Akureyri.
Hér er um merka bók að
ræða, sem verður væntanlega
nánar getið siðar. Oddviti Sval-
barðsstrandahrepps, Valdimar
Kristjánsson í Sigluvík tekur á
móti áskriftum.
Veiði er pfin þegar veður leyfir