Dagur - 05.11.1964, Blaðsíða 2

Dagur - 05.11.1964, Blaðsíða 2
2 - Sauðnautin talin skemmtilegur bíipeningur (Framhald af blaðsíðu 1). fórum við með þá til tjalda okk ar og fóðruðum þá á pílvíði- kvistum og mjólk. En pílvíðir er uppáhaldsfæða sauðnaut- anna. Síðan var flogið með þá suður til Vermont, eftir að þeir höfðu verið bólusettir gegn loft veiki. Heima voru kálfarnir settir í sterka stálnet-girðingu, og er þeir höfðu einu sinni árangurs- laust reynt að brjótast í gegn- um hana, reyndu þeir það aldrei framar. Kálfarnir urðu brátt tamir og eltu okkur um allt. Eitt fyrsta kvöldið stóð ég inni í girðingunni hjá þeim, er hund- arnir okkar komu þjótandi fyrir utan girðinguna. Kálfarnir hafa sennilega haldið, að þetta væru úlfar, verstu óvinir þeirra. Þeir þutu því til mín, slógu hring um mig, stöppuðu niður framfótun- um og blésu í bræði að hundun- um. Þá skildist mér, að þeir höfðu þegar talið mig „einn af sínum“ og viljað verja mig. Nú eru sauðnautin orðin tömdustu gripirnir á bænum. Og þveröfugt við það sem við höfðum búizt við, eru þau mjög mannelsk og vilja láta klappa sér og klóra. Þau nudda sér upp við okkur og snuðra eftir góðgæti í vösum okkar. Og þá getur nú kárnað gamanið, þeg- ar kroppsþunginn er orðinn allt að því hálf lest, eða jafnvel enn meira!-------- í girðingunni bregða þau oft á leik á margvíslegan hátt og reyna kraftana innbyrðis. Og kálfarnir hafa einnig elt hús- móðurina og börnin út í vatnið, er þau fóru að baða sig, og synt þar og buslað með börnunum og skemmt sér vel. Og dimm- raddað baul þeirra og nauð eru SKÁKMÓT U.M.S.E. HIÐ ÁRLEGA skákmót U. M. S. E., fjögurra manna sveita- keppnin, hófst sl. þriðjudag að Melum í Hörgárdal. Sjö sveit- ir taka þátt í keppninni að þessu sinni. Úrslit í fyrstu umferð urðu: Umf. Svarfdæla, Dalvík, gex-ði jafntefli við A-sveit Umf. Skriðuhrepps 2:2, Umf. Æskan, Svalbarðsströnd, gerði jafntefli við Umf. Möðruvallasóknar 2:2, og B-sveit Umf. Skx-iðuhrepps vann Umf. Öxndæla með 3V2 vinning gegn %. Sveit Umf. Saurbæjarhr. og Dalbúinn, Saur bæjarhi-eppi sat hjá. Næsta umferð verður á Dal- vík 9. þ. m. □ SKEMMTIKVÖLD UMSE gengst fyrir vandaðri samkomu í Laugarborg n. k. laugardagskvöld. Þar koma fram hinir víðkunnu, þingeysku vísnasmiðir, Egill Jónasson, Baldur á Ofeigsstöðum og Stein grímur í Nesi, Jóhann Daníels- son og Sigurður Svanbergsson syngja, fjórir 12 ára drengir leika og syngja bítlalög, spilað verður Bingó og að lokum dans- að. □ nú hversdagslegar raddir á bæn um. Sérkennilegast við sauðnaut- in okkar eru vitsmunir þeii-ra og gáfur. Þau eru afar námfús og venjast öllu fljótt. Þau hlýða nöfnum sínum, læra að opna hlið og hurðir og vita, hvar þau eiga að dvelja á nóttunni og koma hlaupandi í básinn sinn, þegar við köllum á þau. Eins og öllum krökkum er þeim illa við allar bólusetningar og flýja í felur, ef þau sjá bíl dýralækn- isins nálgast. f maí—júní fai-a sauðnautin úr hárum og fella þá þykkan ullai'flókann sinn, qiviut, sem losnar frá bjórnum, svo hægt er að x-ýja hann af þeim i stói-- um flyksum. Líkist ullin mest ull kashimír-geitarinnar, en hár in ei-u miklu lengri. Á fulloi’ðnu sauðnauti er ullin 2.5 kg. að þyngd, en ull kashimír-geitar- innar aðeins 85 gr. Úr 1 kg. af qiviut (sauðnautarullar) má spinna 85 km. langan þráð. — Peysur og vettlingar úr qiviut eru svo létt, að maður finnur varla til þeirra, en eru afar heit. Á heimskautaslóðum bex-a kýi-nar aðeins annaðhvort áx-, því þær verða ekki yxna með- an kálfarnir ganga undir þeim. En við færum frá þeim, þegar kálfai-nir eru oi-ðnir þriggja mánaða, og þannig verður kálfa fjölgunin helmingi rreiri.--- (Snarað og stytt. Helgi Valtýsson. LAXÁ HIN fagra og víðfræga Laxá fyllist ár hvert af laxi, allt fram að virkjununum miklu við Brú- ar. Þaðan og allt til Mývatns er laxlaust svæði. En þessi efri hluti Laxár er lireint ævintýra- land, svo fagurt er þar og frið sælt við ána. Laxdælingar hafa mikinn áhuga fyrir því, að gera Laxá, ofan virkjunar, að góðri laxveiðiá. Nokkrir fossar voru við Brú- ar og ekki laxgengir áður en virkjað var en auðvelt var þá að gera laxaveg þar upp. Nú er þar óhægra um vik og dýrt að gera laxveg upp fyrir stýflur virkjananna. Hins vegar hafa ýmsir á það bent, að unnt sé að flytja laxinn upp fyrir fossana þótt hann komist það ekki af eigin ramleik. Veiðimálastjóri og verkfræð- ingur Veiðimálaskrifstofunnar komu norður fyrir skömmu og athuguðu aðstöðuna við Laxá, með þessi mál í huga. Þeir létu svo um mælt, samkvæmt frétt um að austan, að gjörlegt væri og til þess góð aðstaða, að taka laxinn í kistu neðan við Brúar og flytja á efra svæðið. Slíkt er þekkt frá öðrum stöðum og hefur gefið góða raun. En að sjálfsögðu er laxavegurinn æskilegastur, ef fært þykir kost aðarins vegna. En líklegt má telja, að Laxárvirkjun myndi á einhvern hátt greiða fyrir fram gangi málsins, eftir nánara sam komulagi. - Þeir óku í lökuldal (Framhald af blaðsíðu 1). á þessum slóðum, óku þeir allt vestur undir Laugarfell, sér til skemmtunar. í gær gekk yfir hvassviðri- með hellirigningu. Ekki urðu teljandi skaðar vegna veðurs- ins, en þrumur og eldingar fylgdu. Á Kálfborgará sló eld ingu niður á íbúðarhúsið og nið ur reykháfinn. Hávaðinn var því líkastur, sem Kölski sjálfur riði þar húsum og eldavélin spúði eldtungum. Hér er nú gott veður, en kalt og haustlegt. Lítilsháttar föl er á jörð eftir snjókomuna í nótt. Féð er vænna en fyrirfarandi háust. Víða eru sett á fleiri lömb en áður. Ekki er mikið um í-júpur hér um slóðir. En lík- lega á það eftir að breytast, þegar fer að snjóa fyrir alvöru. Þ. J. - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). iriíiar mun verða nánar rætt hér í blaðinu síðar. Framsögu- maður þess er Gísli Guðmunds- son, en flutningsmenn ásamt honum eru Skúli Guðmunds- son, Halldór E. Sigurðsson, Hall dór Ásgrímsson, Ágúst Þor- valdsson og Sigurvin Einarsson. JÓLASKEIÐIN 1964 er komin. NÝTT! NÝTT! GLITKERAMÍK unnið úr íslenzku hrauni. Mjög glæsileg vara. GESTABÆKUR fleiri gerðir. TÉKKNESK KAFFISTELL falleg og ódýr NÝJA MÁLVERKABÓKIN samin af Thor Vilhjálms- syni og EFTIRPRENT- ANIR listaverka Jóhann- esar Kjarvals. BLÓMABÚÐ BLÓMABÚD K.E.A. TILKYNNIR: Seljum næstu daga postulíns- og glervöruafgaoga á stórlækkuðu verði. BLÓMABÚÐ NORSKU MASCOT- ÚTVARPSTÆKIN frægu með bátabylgju og fleiri gerðir Bæjarins mesta úrval af LOFT-, VEGG-, GÓLF- og BORÐLÖMPUM PROGRESS-ryksugur bónvélar og hrærivélar Verzlanir! PROGRESS- gluggavifturnar eru komnar ♦ ísskápar, rafofnar, straujárn, hárþurrkur Brauðristar o. m. fl. Verzlið við fagmenn. RAFORKA H.F. Gránufélagsgötu 4 Sími 2257 TIL LEIGU Tvö herbergi með eldun- arplássi og tvö sérher- bergi. Uppl. í síma 2791. TIL SÖLU: Chevroletvörabíll, smíðaár 1952, í góðu lagi. Þorkell Pétursson, Árhvammi, Laxárdal, S.-Þing. BANN! Öll rjúpnaveiði strang- lega bönnuð óviðkom- andi mönnum í löndum Kóngsstaða, Hverhóls og Krosshóls í Skíðadal. Landeigendur. Lambalifur BARNAVAGN TIL SÖLU. Selst ódýrt. Uppl. í síma 2052. TIL SÖLU: Vel með farinn BARNAVAGN Uppl. í síma 2789. 100 HESTAR af góðri töðu til sölu. Stefán Árnason, Höfðabrekku. Sími um Grenivík. Lambahjörfu er ágætis matur. KJÖTBÚÐ K.E.A. NÝTT FISKFARS flesta morgna. KJÖTBÚÐ K.E.A. SKÚTUGARN Nýjar tegundir. 14 grófleikar. TUGIR FALLEGRA LITA. * SKÚTUGARNIÐ er mest selda garnið á íslandi í dag. BRYNJÓLFUR SVEINSSON H.F. KARLMANNAFÖT, verð aðeins kr. 1998.00 KARLMANNAFRAKKAR, þunnir, þykkir STAKKAR úr leðurlíki, allar stærðir NYLONSKYRTUR, verð frá kr. 237.00 HERRADEILD

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.