Dagur - 05.11.1964, Blaðsíða 4

Dagur - 05.11.1964, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrgSarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Skólamál SÉRSTAKA athygli ber að vekja á ályktun Norður-Þingeyinga um skólamál og skarpri grein Björns Haraldssonar í Degi 14. október sl. Ályktunin er svohljóðandi: „Almennur héraðsmálafundur í Norður-Þingeyjarsýslu þar sem mætt ir voru 6 þingmenn Norðurlands- kjördæmis eystra haldinn að Skúla- garði 4. sept. 1964 að tilhlutan Bún- aðarsambands Norður-Þingeyinga lýsir yfir eftirfarandi: „Frá því lög voru sett fyrir 18 ár- unt unt almenna fræðslu bama og unglinga 7—15 ára, hefur unglinga- fræðsla í sveitahreppum Norður- Þingeyjarsýslu nálega engin verið. Hið opinbera hefur veitt sjálfu sér undanjtágu frá því að framkvæma lögin. Á sama tíma hefur barna- fræðslan oftast verið framkvæmd af kennurum, sem ekki höfðu tilskylda menntun, og hvert bam í þessum hreppum hefur hlotið aðeins þriðj- ung kennslutíma á við böm þéttbýl- isins. Vanrækslu }>essa hafa aðstand- endur bama og unglinga reynt að bæta upp með heimakennslu og með því að senda unglingana á skóla í fjarlægum hémðum með æmum kostnaði. Margir unglingar, og stund um flestir fóm einnig á mis slíkrar fræðslu. í seinni tíð gerist æ torsótt- ara að fá aðgang að héraðsskólum landsins fyrir unglinga úr Norður- Þingeyjarsýslu, má kalla að það sé nú nálega útilokað. Norður-Þingeyjarsýsla og fræðslu- ráð hafa stofnað til tveggja bekkja unglingafræðslu í Skúlagarði næsta vetur. Þeirri framkvæmd hefur ver- ið vel tekið. Bamaskólinn í Skúla- garði og félagsheimilið leggja til hús- næði gegn vægu gjaldi og með því að þrengja að eigin starfsemi. Þessi ráðstöfun gildir því aðeins til bráða- birgða. Á framahgreindum rökum er sú krafa reist, að hið opinbera byggi héraðsskóla í Norður-Þingeyjarsýslu, svo fljótt, sem vera má. Sýslubúar standa einhuga um þessa kröfu. Fyr- ir því skorar héraðsmálafundur Norður-Þingeyinga á Alþingi að setja þegar á næsta vetri lög um hér- aðsskóla í Norður-Þingeyjarsýslu og veita ríflegt framlag til hans á fjár- lögum. Fundurinn felur öllum þing- mönnum Norðurlandskjördæmis eystra, að flytja í sameiningu fmm- varp um stofnun skólans og fylgja því fram til sigurs. Athygli skal vakin á því að í tveim austustu sveitalireppum sýslunnar er enn þá enginn heimavistarbama- skóli, og verður ekki öllu lengur við það unað.“ Husrleiöinfirar mn skólamál HAUSTIÐ er komið og skólam ir hafa flestir hafið sín störf. En skólarnir eru svo snar þáttur í uppeldi þjóðarinnar, að það er ekki að ástæðulausu, þótt hugs andi fólk vélti þessum málum fyrir sér á ýmsa vegu. Á þessu hausti var hafin kennsla hálfum til heilum mán- uði fyrr en venjulega hjá sum- um aldursflokkum í barnaskól- um Reykjavíkur, og eru þeir þar með orðnir 8%—9 mánaða skólar. Ekki eru menn sammála um þessar ráðstafanir, sem varla er von. Sumir foreldrar koma börnum sínum fyrir í sveit og vilja gjarnan hafa þau þar fram yfir göngur. Aðrir hafa einhverja vinnu fyrir sín börn o. s. frv. Sá hópurinn mun þó vera stærstur, sem hvorki kemur börnum sínum í sveit né hefur fyrir þau vinnu. Þegar svo þar við bætist, að þeim hús freyjum,(sem vinna utan heim- ilis, fjölgar stöðugt, þá fer að verða skiljanleg krafan um allt að 9 mánaða skóla í þéttbýlinu, og að allt námið fari fram í skól anum. Að undanförnu hefur verið mikið rætt og ritað um hinn mikla aðstöðumun þéttbýlisins og þeirra byg'gðarlaga, sem eng an framhladsskóla hafa. Bygg- ing fleiri héraðsskóla er höfuð- nauðsyn. En til þess að bót fá- ist fyrr en seinna á þessu ráðin, þá verður fólkið sjálft í þeim byggðarlögum, sem verst eru sett í þessu efni, að fylkja liði og vinna undanbragðalaust að skjótum endurbótum í þessari grein skólamála sinna. Því að aðalástæðan fyrir því, að sum byggðarlög dragast svb mjög aftur úr í skólamálum, er oft- ast áhugaleysi og forustuleysi heima fyrir. ar setur í bílum á engan hátt æskilegar. Til frekari skýringar á þessu málefni set ég fram þetta dæmi, þó að það sé ekki nákvæmt og má því ekki taka bókstaflega. 1. Gerum nú ráð fyrir, að nokkur hluti barnanna, segjum 10—15%, sé ágætlega til bók- náms fallinn og hafi þann áhuga, að lítið eða ekkert þurfi að kenna þeim heima. Þessi fá- menni hópur kemst af með stuttan kennslutíma, ef þessir nemendur eru ekkert að flýta sér, vegna framhaldsnáms. — Þessi fámenni hópur stendur sig alls staðar vel í skólum. 2. í næsta hópi áætla ég 60— 70% allra skólabarna. Þessi börn geta með sæmilegum eða góðum árangri numið allan venjulegan skólalærdóm, ef skynsamlega er að þeim búið. En ef heimilin eða skólarnir bregðast skyldu sinni, þá er þessi stóri hópur barna að meira eða minna leyti svikinn um sjálfsagðan undirbúning undir lífsbaráttuna í nútíma- þjóðfélagi, sem krefst meiri og meiri sérmenntunar af þegnum sínum með hverju ári sem líð- ur. 3. í þriðja hópnum eru svo börn, sem eru lítt til bóknáms fallin.' Rúmsins vegna sleppi ég að ræða um þau, þó að þau þurfi ekki síður góðan aðbún- að í skólum. Það er almannarómur, að fleiri og fleiri heimili í landinu óski eftir því að losna sem mest við kennslu barna sinna. Hvort sem þetta er í sjálfu sér æski- legt eða ekki, þá verður að hafa þessa staðreynd í huga við skipulag skólanna í dreifbýlinu. Það er vonlaust að krefjast þess af nokkrum kennara, að hann skili börnum vel undir- búnum með ca. 3V2 mánaða kennslu, fyrst og fremst vegna þess, að of mörg heimili bregð- ast þeirri skyldu að annast heimanám barnanna. Þegar svo þar við bætist, að skólahúsnæði er oft mjög ófullnægjandi og kennslutæki einnig. Þá er ekki von, að vel fari. Enn er þess að geta, að í mörgum sveitarfélögum eru íbúðir fyrir 'skólastjóra og kennara mjög lé legar. Og þar sem ástandið er aumast, fyrirfinnast engar íbúð ir fyrir þessa starfsmenn, þótt ótrúlegt sé frá að segja. Allt ber þetta að sama brunni, að- búnaður þessara stofnana er langt frá því að vera nógu góð- ur, og skipulagið sjálft mjög hæpið, ef ekki vonlaust til fram búðar. Skólamál sveitanna, sem hér hafa lítillega verið gerð að um- talsefni, hafa víða verið leyst hér á landi með myndarlegum heimavistarskólum, sem fleiri eða færri sveitarfélög standa að. Þetta fyrirkomulag hefur gefizt vel og er orðið þraut- reynt. í heimavistarskólunum er séð um, að börnin lesi undir tímana, og slíkir skólar standa að öðru jöfnu miklu betur að vígi með að fá góða kennara, en það er fyrir öllu. Þetta er vafalaust sú leið, sem sveitarfé lög verða að fara, sem mest hafa dregizt aftur úr í þessum efnum. Enn sem fyrr verður dreifbýlið að vera þess umkom- ið að ala upp vel menntað og dugandi fólk, en það verður ekki gert, nema með góðum skólum og góðri samvinnu heim ila og skóla. Eiríkur Brynjólfsson. En hver er þá aðstöðumunur barnafræðslunnar í dreifbýli og þéttbýli? Um það vil ég fara nokkrum orðum. Mörg sveitarfélög í landinu hafa farið þá leið að aka börn- um á skólastað annan hvorn dag í ca. 6—7 mánuði. Af þessu leiðir, að hvert barn er í skól- anum 3Vz—4 mánuði á móti SVz—9 mánaða kennslu í þétt- býlinu. En dettur nú nokkrum óvitlausum manni í hug, að hér sé ekki um aðstöðumun að ræða? Um þetta er nauðsynlegt að skrafa og skrifa. En ég er þeirrar skoðunar, að hér sé um mikinn og óheillavænlegan að- stöðumun að ræða fyrir sveit- irnar. Og hann er engu betri fyrir það, þótt hann sé að mestu eða öllu leyti tilbúinn heima í héraði. Ef góðs árangurs á að vænta af slíku fyrirkomulagi, þá hlýtur að vera gert ráð fyrir því, að heimilin annist kennsluna að talsverðu leyti, og sjái a. m. k. skilyrðislaust um, að börnin lesi vel heima. Kennsla annan hvom dag í ca. 7 mán. stendur og fell- ur með því, að þessu skilyrði sé fullnægt. En í þessu efni vill boginn bresta, og það svo alvar- lega, að slíkt skólahald virðist dauðadæmt. Auk þess eru lang- - Fréllabréí írá (Framhald af blaðsíðu 1) Húsmæðraskólinn á Hallorms stað er byrjaður og mun full- skipaður. Þar hafa orðið skóla- stjóraskipti. Ásdís Sveinsdóttir lét af störfum, en við tók Ing- unn Pálsdóttir. Barnaskólinn á Egilsstöðum er tekinn til starfa. í fyrra var þar eins vetrar framhaldsdeild en verða tvær í vetur. Nemend ur eru rúmlega 100 í barna- og unglingaskólanum. Margt er af ungu fólki í Egilsstaðaþorpi, á framleiðslualdri og er barn- margt. Skólastjóri er Þórður Benediktsson. Þá er heimavistarbarnaskóli á Eiðum tekinn til starfa. Skóli sá er fyrir Eiðaþinghá og Hjalta staðaþinghá. Bjöm Magnússon er skólastjóri. í Jökuldal er heimavistar- bamaskóli á Skjöldólfsstöðum og skólastjóri Skjöldur Eiríks- son. í öðrum hreppum eru far- skólar. En þar verður senn breyting á, því að í byggingu er mikið skólahús á Hallormsstað fyrir Fell, Fljótsdal, Skriðdal og Velli. Þá hafa aðeins tveir hreppar ekki ráðið það við sig, Egilsstöðum hvernig þeir leysa sín skólamál. Þeir eru Jökulsárhlíð og Hró- arstunga. Á Egilsstöðum eru a. m. k. 6 íbúðarhús og skattstofa fyrir Austurland í smíðum. Gæsirnar eru að verða óró- legar og hópa sig. Virðast þær búa sig undir brottförina. Þær eru í stórum breiðum og þeir, sem óska þeim út í hafsauga og helzt lengra, bíða þess að þær hverfi og vona að þær komi aldrei aftur. Hér hefur skotið upp nýrri atvinnugrein, en það er bíla- þjófnaður. Tveim bifreiðum hef ur verið stolið, en báðar eru þær fundnar. Annar þeirra, er valdur var að bifreiðahvarfinu, var litlu síðar tekinn fastur, er hann sat að kaffidrykkju hjá sýslumanninum á Eskifirði. Hin um bílnum hafði verið lagt framan við skrifstofu sýslu- mannsins á Seyðisfirði. Báðir voru bílarnir óskemmdir. Þessi bílaþjófnaður er orðinn að gam- anmálum hér eystra. Og jafn- framt eru menn farnir að læsa ökutækjunum á kvöldin. V. S. 5 KTKa Sfeingrímur jóhannesson frá Yztu-Vík SMÁTT OG STÓRT STEINGRÍMUR Jóhannesson, fyrrum bóndi í Yztu-Vík, and- aðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hinn 18. f. m. eftir hálfsmánaðar legu. Hann var jarðsunginn frá Akureyrar- kirkju 23. október sl. Steingrímur var fæddur á Þorsteinsstöðum í Grýtubakka- hreppi 29. september árið 1883. Foreldrar hans voru Jóhannes Jónsson og Sigurlaug Guðmund dóttir. Fjölskyldan fluttist um aldamótin að Yztuvík í sömu sveit. Þar veiktist móðir hans af holdsveiki nokkrum árum síðar. Steingrímur Jóhannesson kvæntist árið 1912 Ingibjörgu Jónínu Jónsdóttur, góðri konu, þingeyskri, sem lifir mann sinn. Þau hófu þegar búskap í Ystu- Vík og bjuggu þar til ársins 1945 Þá var Steingrímur orðinn heilsuveill og fluttu þau hjónin þá til Akureyrar. Þar annaðist Steingrímur blaðadreifingu Dags og Tímans á meðan heils an entist. Þau hjónin ólu upp tvö fóstur börn, en margir unglingar, sem hjá þeim voru um lengri eða skemmri tíma, tóku við þau æfi langri tryggð. Steingrímur Jóhannesson var mikill dýravinur og átti úrvals skepnur, sem hann umgekkst sem vini, og gæðinga átti hann, hvern fram af öðrum. í Ystu- Vík þótti öllum gott að vera, hjá þeim Steingrími og Ingi- björgu, og minnast þeir þess jafnan með þakklæti. Engan vissi ég trúrri mann við dreifingu blaðanna en Stein grím, og gott var að blanda við hann geði, því hann var greind- ur í bezta lagi, minnugur og margfróður. Og hann var hinn mesti drengskaparmaður í smáu og stóru, sem í engu vildi vamm sitt vita, enda naut hann mikilla vinsælda. Steingrímur var trölltryggur vinum sínum og traustur samferðamönnum. Ganga hans öll var sæmdar- ganga. * J Við leiðarlok þakka ég honum vináttuna frá því okkar sam- starf hófst fyrir nærfellt 15 ár- um, og sendi eftiiiifandi konu hans og öðrum ástvinum inni- legar samúðarkveðjur. E. D. Stangveiði og fiskirækt Frostastöðum, 15. okt. — Ætla mætti, að félög stangaveiði- manna, sem risið hafa á legg í. síauknum mæli, einkum hin síð ari árin, stuðluðu meir að því að eyða laxi úr íslenzkum veiði ám og vötnum en auka hann og má vera að ekki sé tiltökumál. Undantekningarlaus regla er það þó enganveginn. í Stanga- veiðifélagi Sauðárkróks, sem tel ur um 40 meðlimi eru að vísu áhugasamir og duglegir lax- veiðimenn. En þeir eru einnig fiskiræktarmenn. Þeim er ljóst, að framtíð laxveiði á landi hér er undir því komin, að ekki sé aðeins fyllt í þau skörð, sem veiðin heggur árlega í laxastofn inn, heldur og aukið drjúgum við. Þessu viðhorfi sínu hefur félagið fylgt eftir í verki, með því að koma upp og reka klak stöð. Forsaga þess máls er annars í fáum orðum sú, að félagið gerði samning við eigendur Svartár, (Húseyjarhvíslar), um einkaleyfi á veiði í ánni til 5 ára gegn því að sleppa í hana árlega ákveðnu magni af seyð um. í fyrra haust var svo hafizt handa og keyptir 5 lítrar af frjóvguðum hrognum af Raf- magnsveitu ríkisins, því seiði voru ekki fáanleg utan kvið- pokaseiði frá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, sem félagið fékk nokkuð af. Sjáanlegt var þó, að út úr þessu fengjust ekki nógu mörg seiði til þess að félagið gæti staðið við samninginn við eigendur Svartár. Því brugðu veiðifélagsmenn sér í Svartá, náðu þar í hrygnu og hæng og hófu eigið klak í þvottahúsi í íbúð Jóhanns Baldurs, for- stöðumanns Bifreiða- og véla- verkstæðis Kaupfélags Skagfirð inga. Var aðstaða þar góð að því leyti að stutt er í hentugt og gott vatnsból og heit tvatn við hendina til að flýta fyrir klakinu. Og ekki verður annað sagt, en að árangurinn af þess- ari tilraun hafi orðið ágætur því nú var sleppt í ána 15800 seiðum. Reyndist útkoman mjög mikið betri af eigin klaki en hinum aðfengna efnivið. Þar 'sem svo vel tókst til með þessa fyrstu fiskiræktarviðleytni félagsins þótti því einsýnt að halda áfram klakinu. Hafa nú verið fest kaup á skúr og hann innréttaður sem klakhús. Er unnt að klekja þar út 120 þús und hrognum og með nokkurri viðbót við þann klakskáp, sem félagið hefur, er unnt að auka þá tölu upp í 200 þús. hrogn. Fé lagið á nú í pöntun eldiskar frá Trefjaplast á Blönduósi. Sá fiskur, sem nú er í mynd un hjá Stangaveiðifélagi Sauð- (Framhald á blaðsíðu 7). NÝJUNG í SÍLDVEIÐUM Sumarið, sem nú er að kveðja, hefur á margan hátt verið gjöf- ullt, bæði til lands og sjávar. Á sumarsíldveiðunum voru öll eldri aflamet slegin. Og sú ný- ung var upp tekin af nokkrum tugum stærri veiðiskipa, að halda síldvciðum áfram fram eftir hausti. Hefur það gefið liina beztu raun. Veiðin er gef in þegar gott er í sjó, sagði einn síldarskipstjórinn við blað ið nú í haust. Togarar hafa liinsvegar ekki veitt mikið og lijá þeirri útgerð eru miklir örð ugleikar. Nokkrir togaranna hafa þegar verið seldir úr landi fyrir litlar fjárhæðir. Norðlenski smábátaflotinn hrósar að þessu sinni ekki miklum afla, en veið ar glæddust þó með haustinu. SÍLDARDÆLAN Nýtt tæki, síldardælan, var í fyrsta skipti reynt hér við land í sumar með góðum árangri. Með henni má taka síldina úr veiðiskipum á miðunum beint í flutningaskip, er síðan geta flutt aflann hvert á land sem er. Síldardælur og flutningatæki ættu að vera hentugri úrlausn en bygging. nýrra síldarverk- smiðja. Síldarverksmiðjur lands ins geta annað allri síldarbræðsl unni á mjög hóflegum tíma ef hráefninu er miðlað til þeirra eftir þörfum. Og afli síldveiði- skipa á að geta orðið mun meiri, ef þau þurfa ekki að tefj ast við að fara til lands með afla sinn — og bíða þar löndun ar. HIN AUÐU HÚSFREYJU- SÆTI Bændur heyjuðu vel í sum- ar og heyverkun var góð. Eru þeir því vel undir veturinn bún ir nú í haust. Sauðfjárslátrun er og lokið og berast frétt- ir af vænna sláturfé frá flestum sláturhúsum, en í fyrrahaust. Verðlagsgrundvöllurinn nýi er örfandi yfir aukna sauðfjárrækt og var meira en tími til kominn að jafna metin milli aðalbúgrein anna. Víðast í sveitum er rækt- un töluverð. En þróun þeirra mála er áberandi í þá átt, að bilið milli fátækra bænda og bjargálna breikkar með ári hverju og er sú þróun ískyggi- leg. Sumarfrostin slógu enn á framtakssamar hendur, korn- og kartöfluræktarmanna og sannaði þetta sumar, eins og svo oft áður, hve grasræktin á íslandi er mikið tryggari en önnur ræktun. Nokkur hundruð konulausir bændur búa í landinu og er framtíðarbúseta á þeim bæjum mjtíg ótrygg. frar og Hollend- ingar flytja árlega úr löndum sínum tugþúsundum saman, bæði vegna landþrcngsla og af öðrum ástæðum, einkum ungt og vel menntað fólk. Væri ekki athugandi að fá hingað til lands nokkurn hóp hraustra og vel menntaðra kvenna til að fylla hin auðu húsfreyjusæti sveit- aima? VELFERÐARÍKIÐ VIÐ EYJAFJÖRÐ Akureyri er cinskonar velferð- arríki í augum margra lands- ínanna. Þar er næg og trygg atvinna, vel metnar rnennta- stofnanir, skemmtistaðir nógir, skrautlegir blómagarðar við ná- lega hvert hús, íbúðir fólks vand aðar og vel búnar, fjárhagur bæjarfélagsins traustur, iðnað- ur hlutfallslega meiri en ann- arsstaðar á landinu og bærinn ber menningarlegan svip á margan háít. Fáir eru þar mjög ríkir og sár fátækt, eins og liún þekkist hörmulegust, er þar naumast til. Þar eru tvö elliheimili, ágætt sjúkrahús, öfl ugt kaupfélag og annað minna, svo og. kaupmannaverzlanir, þrjú hankaútibú, kirltjur, virðu leg bæjarstjórn, vöðvastæltir lögregluþjónar, löggiltir vín- sölustaðir, niergð bifreiða o. s. frv. Hin reglubundna vinna iðn aðar og verzlunar setur dálítið drungakenndan svip á þetta norðlenzka velferðarríki. Árstíð arbundnar sveiflur atvinnulífs- ins þekkjast ekki, eins og títt er í mörgum öðrum kaupsíöð- um landsins. Nokkuð fjölgar þó í bænum haust hvert, er skólar taka til starfa og náms fólk utan af landi flytur liing að um stundarsakir. Stækkun bæjarins er ekki ör. MISSA AF STRÆTIS- VAGNINUM Sagt er, að þeir sem eru vel mettir, séu að jafnaði rólegir og seinir til átaka. Þetta sann- ast e. t. v. hér í höfuðstað Norð urlands. Góðærum er varlegt að treysta og bærinn þarf að vera vel á verði til að fylgjast með tímanum, jafnvcl vera í farar- broddi í verklegum efnum, ekki síður en andlegum. Á nokkrum sviðum virðist Akureyri vera að missa af strætisvagninum. Hvergi á landinu er betri að- staða til stálskipasmíða. Slíkar skipasmíðar eru að rísa annars staðar á landinu. Ullariðnaður og íleiri iðnaður í sambandi við landbúnaðarvörumar er hér mikill en í of mikilli kyrrstöðu. í öðrum landshlutum eflist þessi iðnaður. Útgerð á Akur- eyri en alltaf nokkur, en frá náttúrunnar hendi hefur staður inn ekki nema að sumu leyti heppilega aðstöðu til útgerðar- innar. Stærsta útgerðarfyrirtæk ið berst í bökkum en hjarir fyr ir hjálp bæjarsjóðs. Finna þarf leið til að skifta um atvinnu- tæki, láta iðnaðinn leysa þann þátt útgerðarinnar, sem erfið- ust er. OLÍA FYRIR NORÐAN — VIRKJANIR SYÐRA Norðlendingar hafa nú fullnýtt raforkuna frá Laxá og hafa fram á rafmagnsskort. Ríkis- stjómin eyðir milljónatugum í rannsóknir við Þjórsá. Tregðast við að birta opinberar áætlanir um virkjun þar, í líkingu við þá áætlun Laxár, sem Laxár- virkjunarstjórn sendi frá sér nú (Framhald á blaðsíðu 7). Láras J. Rist MIN N IN G FYRIR 77 árum kom átta ára sveinn með föður sínum sunnan úrSeljadal í Kjósarsýsíu og sett ust að í Eyjafirði, fyrst á Stokka hlöðum. Sveinninn var Lárus J. Rist, er varð síðar þjóðkunnur íþróttafrömuður. Hann andað- ist á Hrafnistu 9. okt. sl., hálf níræður að aldri, en var jarð- sungin frá Akureyrarkirkju hinn 16. október og hvílir í ey- firskri mold. Foreldrar Lárusar voru hjón- in Ingibjörg Jakobsdóttir ljós- móðir frá Valdastöðum í Kjós og Jóhann Pétur Jakob Rist Sveinbjarnarson. Móður sína missti Lárus er hann var aðeins þriggja ára. Eftir það brá faðir hans búi og dvaldist á ýmsum stöðum syðra unz hann flutti til Eyjafjarðar. Lárus vandist fjölþættum störfum sveitanna. Hann var smali, heyskaparmaður, vann að vegagerð, stundaði vefnað, gekk til rjúpna og lá á grenjum. En brátt tók að bera á ákveðnum skoðunum hjá hinum sunn- lenzka pilti og löngun til mennt unar. Þá var fátækum ungling- um ekki opin leið til skólagöngu en hér var maður, sem vissi hvað hann vildi. Faðir Lárusar kvæntist öðru sinni og var kona hans Þóra Þorkelsdóttir. Þau reistu bú á Botni í Hrafnagils- hreppj og við þann stað tók Lár- us miklu ástfóstri. Hann eign- aðist síðar jörðina og gaf hana Akureyrarkaupstað til skógrækt ar og til þess að þar mættu ung ir menn og konur kynnast rækt- unarstörfum við rætur Fögru- hlíðar. Lárus dvaldi í Möðruvalla- skóla 1897—1899. Hann var þá vel úr grasi vaxinn, orðinn hár og herðabreiður, djarfur í fram gönug, skarpríkur nokkuð en þó félagslyndur. Eftir námið í Möðruvallaskóla fór Lái'us til Noregs og nam vefaraiðn en hélt að því búnu heim til ís- lands. En árið 1903 var hann sestur á skólabekk á Askov í Danmörku, ásamt tveim sonum séra Jónasar á Hrafnagili, og var þar tvö ár en nam síðan fimleika í Kaupmannahöfn og lauk fimleikakennaraprófi þar árið 1906, ásamt aukaprófi í sundkennslu. Var harm annar íslendingurinn, sem þau próf tók þar í borg. Enn lá Ieiðin til íslands og stóðu honum nú opnar allar dyr í höfuðboi'ginni, því hvai'vetna vantaði kennara með slíka menntun. En Lárus fór noi'ður til Akureyrar og settist þar að og hóf kennslu í leikfimj og sundi. Þar tneð ui'ðu þáttaskil í þessax-i gi'ein uppeldismála á Ak ureyri. Hann var fimleikakenn- ari við Gagnfræðaskólann á Ak- ureyri til ársins 1932 og lauk þá íþróttastarfi hans hér fyrir norðan. Frá 1907—1922 kenndi Lárus sund á Akureyri á hvei'ju ári. Mjög kom hann við sögu ungmennafélagsskaparins og veitti góðum málum stuðn- ing af sinni alkunnu atorku og drengskap. Um skeið var Lárus spítala- ráðsmaður á Akureyri. Og hann var fyrsti afgreiðslumaður Dags, sem hóf göngu sína 1918. Nokkru eftir að Lárus lét af kennslustörfum á Akureyri flutti hann til Hvei-agerðis og hafði forystu um byggingu sund laugar í Laugarskarði og var þar lengi kennari. Sjálfur var Láxus mjög góður sundmaður á yngri árum, en sund hans yfir Eyjafjörð árið 1907 gerði hann landskunnan. Lárus fékkst nokkuð við rit- störf á efri árum og skrifaði m. a. æviminningar sinar „Að synda eða sökkva“. Sem íþróttafrömuður miðaði hann ávallt kennslu sína við uppeldi fólksins og alhliða lík- amsmenningu einstaklingsins, en hafði andúð á „metasýkinni“ innan íþróttahreyfingarinnar. Lárus J. Rist kvæntist Mar- gréti Sigurjónsdóttur frá Sörla- stöðum árið 1911 en missti hana eftir 10 ára sambúð. Böm þeirra voru 7 og eru 5 þeirra á lífi. Með Lárusi J. Rist er einn af kempulegustu mönnum samtíð- arinnar genginn, maður, sem í senn var fi'jálshuga hugsjóna- maður, gæddur kai-lmennsku. Hann hélt tryggð við æskuhug- sjónir sínar til hinztu stundar, bar traust til æskunnar og vann fyrir hana alla ævi. E. D. NÝJAR BÆKUR BÓKAFORLAG Odds Bjöi'ns- sonar á Akureyri hefur sent frá sér nokkrar nýjar bækur og má þar fyrsta nefna Austfirsk skáld og rithöfundar eftir dr. Stefán Einarsson, prófessor. Bókin er gefin út að tilhlutan sögusjóðs Austfirðinga. Næst er að nefna tvær ís- lenzkar skáldsögur, báðar eftir konur. Seint fyrnast ástir er eftir Hildi Ingu, en Hold og hjarta eftir Magneu frá Kleif- um. Barnabókin Prinsinn og rósin er eftir Ómar Berg. Letrið er stórt og teiknimyndir eftir Bar-< böru Árnason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.