Dagur - 05.11.1964, Blaðsíða 1
Dagur
Símar:
1166 (ritstjóri)
1167 afgreiðsla)
r~~ ............... ^
Dagur
kemur út tvisvar í viku
og kostar 20 krónur á
mánuði
■l ......-JJ
FORSETAKOSNINGARNAR
sem fram fóru í Bandaríkjun-
um í gær, vöktu lieimsathyggli.
Þótt ltosningaspár væru Lyn-
don B. Johnson hliðhollar, og
því hliðholiari, sem nær dró
kosningunum, varð sigur hans
enn meiri.
Lyndon B. Johnson.
Um hádegi í dag bárust þær
fréttir, að hann hefði sigrað í
44 ríkjum af 50 og hann hefði
hlotið 490 kjörmenn móti 25
kjörmönnum, sem andsfæðing
urhans, Barry Goldvvater, for-
setaefni Republikana, fékk, sam
kvæmt sömu fregnum. En þá
voru úrslit ekki kunn í öllum
kjördæmum.
Kosningabaráttunni var sjón-
varpað bæði austan hafs og
vestan, kosningadaginn, með
aðstoð þriggja gerfihnatta, raf-
reikna o. fk tæknitækja.
Demokratar hafa, er þetta er
ritað, tryggt sér traustari meiri
hlutá bæði í öldungadeild og
fulltrúadeild Bandaríkjaþings,
en þcir höfðu áður — undir for-
ustu Lyndons B. Johnson for-
seta.
Sigur L. B. Johnson í þessum
kosningum er einnig mikill sig-
ur fyrir hina gifturíku stefnu
J. Kennedy, því að í stærstu
dráttum er stefna þeirra hin
sama.
Hinir rúmlega 70 milljón
kjósendur Bandaríkjanna hafa
því valið stefnu friðarins, jafn-
réttis hvítra manna og svartra,
stuðnings við alþjóðlega sam-
vinnu, afnáms atvinnuleysis,
aukinna trygginga og afvopn-
unar.
Kosningasigri þessarar stefnu
er því víðast fagnað í frjálsum
löndum. . □
Hér iiggur kennsiufiugvéhn eiiir siysið.
(Ljosm. E. D.).
Lítil flugvél fórst á Akureyri
SUNNUDAGINN 25. okt. sl.
fórst lítil eins hreyfils
kennsluflugvél í Glerár-
hverfi á Akureyri. Tveir
menn voru í vélinni og
sluppu lítið meiddir, en flug
vélin er nær ónýt.
Flugmaðurinn, ungur mað
ur héðan úr bænum, sem
hefur einkaflugspróf, hafði
flugvélina leigða og bauð
kunningja sinum með í flug
ferðina.
Þeir fóru hringflug yfir
bæinn. Áður en slysið varð,
hafði flugvélin lækkað flug-
ið mikið, og þegar flugmað-
urinn var að taka beygju til
vinstri, rakst annar vængur-
inn niður og við höggið kast
aðist vélin til jarðar. Slys-
staðurinn er nokkra metra
frá íbúðarhúsinu Kollugerði
II í Glerárhverfi.
Þegar slysið varð, var
flugveður gott, logn og gott
skyggni.
Ekki munu stjórntæki vél-
arinnar hafa bilað. Flugvél-
in var frá Flugskóla Tr. H.
Þeir óku fram í JökuldaS
Stórutungu í Bárðardal 22. okt.
Hinn 20. þ. m. fóru 5 menn á
tveimur Landroverbílum fram
í Jökuldal í Tungnafellsjökli.
En þar þóttust ferðamenn í sum
ar hafa orðið kinda varir og þar
fundust leifar tveggja kinda, er
báru beinin þar í dalnum síð-
asta vetur.
Eftir 5 klst. akstur úr byggð,
var komið í mynni Jökuldals.
Akfæri var gott, lítill snjór á
leiðinni og enginn snjór frammi
í Jökuldal. Þar var fullt af rjúp
um en engin kind.
Þegár leitarmenn höfðu geng
ið úr skugga um, að fé var ekki
(Framhald á blaðsíðu 2).
Egilsstöðum 22. október. Hér er
grátt í rót eftir lítilsháttar snjó-
komu í nótt, en hvítt er orðið
til fjalla. Menn hafast vel við
og eru meira að segja byrjaðir
að ganga til rjúpna, fáir að vísu,
því nóg er ar.nað að starfa og
rjúpurnar enn tæpast viðmæl-
andi, nema uppi á háfjöllum.
Menn starfa við húsbygging-
ar, sumir eru enn í síldinni og
aðrir við sláturstörf. Féð er tal
ið með vænna móti.
Búið var að segja okkur, að
í sumar æti að rannsaka jarð-
AMERÍSKUR jarðeigandi,
John Teal að nafni, sem fyrst-
ur manna mun hafa gert til-
raun með sauðnautarækt, segir
í amerísku tímariti skemmti-
lega sögu af þessum búpeningi
sínum, og er hún endursögð hér
nokkuð stytt:
Sauðnautin eru landdýr heim
skautalandanna, nú aðeins á
Austur-Grænlandi og á heim-
skautaslóðum Kanada. Hefur
þeim verið útrýmt miskunnar-
laust af veiðimönnum og heim-
skautaförum, svo áð lá við ger-
eyðingu.
Sauðnautum hefur verið lýst
sem ljótum skepnum og illvíg-
um, mannýgum og mannskæð-
um. Og ýmsir landkönnuðir
hafa lýst þeim sem „hættuleg-
ustu villidýrum í heimi“. En á
bænum mínum í Vermont, sem
er eitt n. au. fylkja Bandaríkj-
anna, rétt sunnan við landam.
Kanada, höfum við haft hóp
sauðnauta síðan 1954, og
reynsla okkar er sú, að dýrin
eru bæði góðlynd og vel skyn-
söm. Og ull þeirra er meðal fín-
gerðustu ullarhára í heimi. —
Það var stofnun Bandarikj-
anna til rannsókna á búnaðar-
skilyrðum á heimskautaslóðum,
sem fyrst hóf tilraunir með
tamnirigu sauðnauta árið 1954,
eftir að íslenzk-ameríski heim-
skautakönnuðurinn Vilhjá.lmur
Stefónsson hafði rekið látlaus-
an áróður um framkvæmdir á
þessum vettvangi síðan 1920.
Og loks fékk hann mig til að
gera þessa tilraun.
Ríkisstjórn Kanada hafði
friðað sauðnautahjarðirnar þar
nyrðra, en hafði nú veitt leyfi
til að handsama nokkra kálfa
með því skilyrði, að það ylli
ekki fullorðnu dýrunum neinu
tjóni.
Handtaka kálfanna fór þann-
‘ * ' * ,
hitann hér í nágrenninu. Ekk-
ert bólar á þeirri rannsókn enn
þá. Búið var áður að bora tvær
holur í Urriðavatni, og fékkst
56 stiga heitt vatn úr annarri
borholunni.
En svo mikilsvert, sem heita
vatnið er, eru menn ennþá
spenntari fyrir gasinu í Lagar-
fljóti. Um gasið eru tvær tilgát
ur. í fyrsta lagi getur það staf-
að af rotnandi jurta- og dýra-
leifum á milli nýlegra jarðlaga
eða undir leirlögum. En gasið
gæti líka átt uppruna sinn í
Sauðnautin talin skemmtilegur búpeniugur
ig fram, að við rákum kýrnar
með kálfana út í grunnt vatn
og hlupum síðan sjálfir út í og
drógum kálfana til lands. Síðan
(Framhald á blaðsíðu 2).
'MÍll&ý;,:
Sauðnautin eru vitur og mannelsk dýr.
eldri jarðsögutímabilum, og ef
svo væri, kynnu þarna að vera
mikil verðmæti. Búið var að
segja okkur, að þetta yrði einn-
ig rannsakað í sumar, en ekki
hef ég orðið var nokkurra
manna við þær rannsóknir. Og
til þess að ganga úr skugga um
þetta, þurfa jarðboranir að fara
fram.
Skólar eru nú teknir til starfa
eða eru í þann veginn. Alþýðu-
skólinn á Eiðum verður settur
á morgun, en framhaldsdeild-
irnar hafa þegar starfað um
tíma. Rúmlega 100 manns verða
í Eiðaskóla í vetur. Þórarinn
Þórarinsson er í veikindafríi í
vetur, en Halldór Sigurðsson
annast skólastjórastörfin í fjar-
veru hans .
(Framhald á blaðsíðu 4).
Ný rafstöð í Grímsey
Gríinsey 4. nóv. Nú hafa Raf-
veitur ríkisins sett hér upp 70
kw dísilrafstöð og keypt rafstöð
þá, er hér var áður, af KEA og
Grímseyj arhreppi.
Er nú rafmagn komið í hvert
hús, bæði til ljósa og suðu, og
er því mjög fagnað. S. S.
Bændaklíibbsfundur
verður haldinn að Hótel K. E.
A. mánudaginn 9. nóvember kl.
9 e. h.
Að þessu sinni verður fund-
urinn tileinkaður Ármanni Dal-
mannssyni, formanni B. S. E. í
tiiefni sjötugsafmælis hans 12.
september síðastliðinn.