Dagur - 11.11.1964, Blaðsíða 2
- Hvergi hægt a§ sýna leikfimi
(Framhald af blaðsíðu 8).
Hef ég því ekki tekið M. A.
með í þær töflur yfir þarfir
skólanna á íþróttasölum, sem
hér fara á eftir, en þær gilda
að sjálfsögðu aðeins um lög-
bundna íþróttakennslu, en ekki
um skólakeppni eða sýningar.
Verði reistur stór íþróttasalur,
kemur hann M. A. til góða í
því tilfelli eins og annarra skóla
bæjarins.
Á skömmum tíma varð í-
þróttahúsið fullsetið, og á þess-
um 20 árum hafa skólar bæjar-
ins stækkað og nýir bætzt við,
íþróttafélögin stækkað og ný
stofnuð og nýjar íþróttagreinar
iðkaðar, sem krefjast stærri
sala, og á þessum tíma hefur
íbúum Akureyrar fjölgað úr
5939 í 9000.
Árið 1962 var tekin saman
þörf skóla bæjarins á íþrótta-
sölum og var hún á þessa leið:
Fjöldi nemenda í Barnaskóla
Akureyrar, Oddeyrarskólanum,
Glerárhverfisskóla og Gagn-
fræðaskólanum voru 1748, sem
skiptust niður í 70 deildir. Þar
af áttu 32 deildir að fá 64 stund
ir í viku og 38 deildir 114 stund
ir í viku eða alls 178 stundir.
Sé einn salur nýttur frá kl.
8 til 12 og frá kl. 13—16 alla
virka daga nema laugardaga
frá kl. 8—12, fást 50 afnota-
stundir á viku.
Samkvæmt þessu er þörf
skólanna 4 salir 1962. Frá þeim
tíma hefur némendafjöldi auk-
izt um 250 eða upp í 1990, sem
eru alls 7 deildir, sem þyrftu á
15—20 tímum að halda í viku,
til viðbótar áðurgreindum þörf-
um skólanna.
íþróttafélög bæjarins, sem
hafa 1435 virka meðlimi, sem
stunda hinar ýmsu íþróttagrein
ar, og þar af 678 sem eru yfir
16 ára aldur, fá afnot af kvöld-
tímum hússins. Hefur starfsemi
þeirra í íþróttahúsinu aukizt
það mikið á siðustu árum, að
næstum útilokað er fyrir starfs
hópa og einstaklinga að fá þar
inni.
Salir íþrótahússins eru 8x16
m, og fullnægir sú stærð alls
ekki hópæfingum félaganna og
lögleg keppni er þar útilokuð
í flokkaíþróttum.
Um nokkurt skeið hafa hand-
knattleiksmenn og körfubolta-
menn farið með keppni í þess-
um greinum til Húsavíkur þeg-
ar mikið liggur við.
Það er oft talað um að nú
sjáist ekki fimleikamenn og
engin rækt sé lögð við slíka
hluti hér. Því er til að svara,
að næg eru efnin og margt
skólabarnið hér mundi sóma
sér vel í hvaða fimleikaflokki
sem væri, en eftir að skólaaldri
er lokið, virðist ekki að neinu
að keppa. Hér áður fyrr voru
fimleikasýningarnar sem héldu
áhuga manna vakandi og mögu-
leikarnir til þeirra hluta voru
meiri þá en nú. Það var sýnt í
Samkomuhúsinu og síðan á Hó
tel Norðurlandi, en báðum þess
um húsum var breytt, þannig
að útilokað er að sýna þar fim-
leika eða aðrar íþróttir, svo
nokkur mynd sé á.
Því verðum við að liafa í
huga þegar íþróttahús er byggt,
að þar sé áætlað gott rými fyr-
ir áhorfendur, sem geta séð í-
þróttasýningar og keppnir í sal,
sem fullnægir nútíma ki'öfum
um stærð og þægindi.
í eigu bæjarins eru þessir
tveir salir íþróttahússins, sem
hafa 256 m2 gólfflöt. íbúafjöldi
á Akureyri við manntal 1. des.
sl. voru 9398. Samkv. reglum
margra Evrópuþjóða komi 0.9
m- leikfimisalagólfa á hvern í-
búa. Akureyri því talin þurfa
1000 m2. Vantar þá í dag 748
m2 eða nálægt þeirri stærð,
sem stórt íþróttahús með 20x
40 metra gólffleti væri.“
Þá ræddi Hermann einnig
um byggingu æskulýðshúss í
sambandi við íþróttahúsið, og
sagði að lokum:
„Hér hefur verið tekin sam-
an þörf skóla og félaga á íþrótta
húsi, en ekki getið nánara um
frekara notagildi þess. Þar sem
ætla má að eitt stórt íþróttahús
og æskulýðshús kæmi að bezt-
um notum fyrir bæinn, eru
möguleikar til nýtingar á sal
með gólffleti 20x40 m og rúm-
góðu áhorfenda plássi ótal
margir ,en ekki mun ég rekja
það nánar hér, en að sjálfsögðu
þarf að athuga vel þær hliðar
málsins áður en til kemur að
teikna það.“
„Þá er ekki að efa, að slíkt
hús myndi verða til eflingar í-
þróttaiðkunum almennings og
íþróttafélaga. f því yrði góð að-
staða til keppni og sýninga,
sem myndu auka íþróttaleg við
skipti æsku Akureyrar við
æsku annarra kaupstaða. Með
tilkomu félags- og æskulýðs-
heimilis myndi gjörbreytast öll
aðstaða til batnaðar fyrir æsku
lýðsstarf í bænum.“
Fjölsótt skemmtikvöld
UM SÍÐUSTU helgi efndi Ung
mennasamband. Eyjafjarðar til
kvöldskemmtunar í Laugar-
borg, sem þótti takast vel, enda
góð skemmtiatriði á boðstólum.
Komu þar fram hinir lands-
kunnu hagyrðingar úr Þingeyj-
arsýslu, tveir góðir söngmenn
frá Akureyri og ein yngsta
bítlahljómsveit landsins. Auk
þess var spilað Bingó c>g dans-
að.
Vegna þess að færri komust
að e n vildu á þessa skemmtun,
er nú ætlunin að endurtaka
hana í Árskógi 21. þ. m. □
- HEITA VATNIÐ ...
(Framhald af blaðsíðu 1).
Vil ég eindregið hvetja okk-
ar ágætu forsvarsmenn í bæn-
um til þess að taka höndum
saman um að vinna af alefli að
lausn á þessu hagsmunamáli
Akureyrar.
Heitt jarðvatn og fallvötnin
eru okkar einustu olíulindir og
gullnámur, og þær verðum við
að virkja framar öllu öðru,
Tryggvi Helgason.
Ávarp um hjálparbeiðni
EINS OG alþjóð er kunnugt, fórust tveir vélbátar frá Flat-
eyri í Önundarfirði þann 9. og 11. október sl. og með þeim
sjö menn.
í tilefni af því hefur verið ákveðið að hefja fjársöfnun til
styrktar aðstandcndum þeirra, sem fórust. — Biskupsskrif-
stofan hefur lofað að aðstoða við söfnun þessa og einnig eru
blöð beðin að styðja söfnunina og veita viðtökum framlög-
um til þeirra.
Söfnunarnefndin, Flateyri:
Séra Lárus Þ. Guðmundsson, prestur í Holti.
Séra Jón Olafsson, fyrrv. prófastur.
Hjörtur Hjálmarsson, skólastjóri.
Jón Guðmundsson, skrifstofumaður.
Kristján Guðmundsson, bakari.
F. h. Vestfirðingafélagsins, Akureyri:
Arnfinnur Arnfinnsson.
F. h. Vestfirðingafélagsins, Reykjavík:
Sigríður Valdimarsdóttir.
F. h. Önfirðingafélagsins, Reykjavík:
Gunnar Ásgeirsson.
SMÁTT og stórt
(Framhald af blaðsíðu 8).
ingu limist við fætur gangandi
fólks Iíkt og hveraleir. En það
liefur þó tekizt, því miður. En
þctta óvenjulega efni hefur ein
ig þann liæfileika að mynda
rykský í umferðinni, þegar
þurrt er. Um endingu þessa
efnis á götunum þarf naumast
að fjölyrða. Þessir óvenjulegu
hæfileikar ofaníburðarins gera
bæði ryki og for mögulegt að
leggjast yfir þær götur, sem
malbikaðar eru, svo að þær
verða með sama markinu
brenndar.
BÆJARSJÓÐUR í
VANDRÆÐUM?
Hafnfirðíngar vekja á sér at-
hygli um þessar mundir. Það
bar til hinn 5. nóvember, að
kennari einn þar í bæ kom á
Bæjarskrifstofuna til að fá októ
berlaun sín. En í stað þess að
greiða launin, hringdi bæjarrit
arinn á lögregluna og bað hana
að fjarlægja kennarann, sem
hún og gerði, en kennarinn
liafði neitað að fara án þess að
fá launin. Varð nú mikill úlfa-
þytur, enda voru laun þessi
gjaldfallin. Siðar hefur vitnazt,
að fleiri starfsmenn syðra þar,
fá ekki laun sín greidd hjá bæn
um á tilskildum tíma.
Kratar, sem um áratugi hafa
annazt hag kaupstaðarins, eru
í hinum mestu þrengingum út
af máli þessu. En sannleikur
málsins er sá, að í efnahagslegu
tilliti er fjárhagur bæjarins
mjög þröngur, svo talið er að
liggi við upplausn.
ÞETTA SAGÐI GYLFI:
„í öllum ríkjum er til óþjóð-
hollur gróðalýður, sem hefur
það sem æðsta mark sitt í lífinu
að skara eld að sinni köku og
kæra sig kollótta hvemig það
gerist. Þessi gróðalýður hefur
liér á íslandi átt sitt sverð og
skjöld, þar sem er Sjálfstæðis-
f lokkurinn.... Gróðastéttin
teygir loppu sína upp á hvert
matborð og nælir sér í hluta af
því, sem fram er reitt. Hún legg
ur skatt á hverja flík, sem
þjóðin klæðist. Hún treður vas-
ana fulla í sambandi við hverja
húsbyggingu. Hún læðist að
sjómanninum og hrifsar til sín
hluta af afla hans hér innan-
lands og af gjaldeyrinum fyrir
framleiðslu hans utan lands.
Hún hefur tögl og hagldir í
bönkunum, og sé þetta allt ekki
nóg, þá á hún umboðsmenn í
ráðherrastólunum. Þetta er
það, sem þarf að breytast í ís-
lenzku þjóðlífi. íslenzkur al-
menningur verður að skilja, að
áhrifum Sjálfstæðisflokksins á
íslenzk málefni verður að
ljúka.....“
Já, þetta sagði Gylfi Þ. Gísla-
son — áður en hann varð sjálf-
ur handbendi Sjálfstæðisflokks
ins.
NÝjAR KÁPUR
og KJÓLAR
VERZLUNiN HEBA
Sími 2772
HÚSMÆÐUR!
Bezti ofna-hreinsilögurinn heitir
EASY-OFF
Gjörir gamla ofna sem nýja.
KJÖRBÚÐIR K.E.A.
OLÍULUKTIR
Nýkomnar 2 stærðir af
OLÍULUKTUM.
Enn fremur GLÖS.
VERZLUNIN
EYJAFJÖRÐUR H.F.
og útibú Stórholti 1,
sími 1041.
VATTBOTNAR
7” VATTBOTNAR
í mjólkursigti.
VERZLUNIN
EYJAFJÖRÐUR H.F.
NÝTT! - NÝTT!
SKINNVESTI
SKINNBINDI
PRJÓNAJAKKAR
á drengi.
Alltaf eitthvað nýtt!
KLÆÐAVERZLUN
SIG. GUÐMUNDSSONAR
NÝKOMIN:
TELPU
KULDASTÍGVÉL
úr gúmmí.
TIMPSON drengjaskór
TIMPSON herraskór
SKÓVERZLUN
M. H. LYNGDAL H.F.
Barnanærfatnaður
á 2ja—12 ára
(buxur og hlírabolir)
Brjóstahaldarar
síðir, nr. 44—46.
VERZLUNIN RÚN
Sími 1359
MISGRIP!
Sá, sem tók gráleita úlpu,
með tvíbanda vettlingum
í vasa, á Gafeteríu K.E.A.
fyrra þriðjudag, vinsam-
legast skili henni þangað
og taki sína.
TERVAL KVENÚR
tapaðist af Norðurbrekk-
unni á leið í miðbæinn.
Skilvís finnandi skili því
á afgreíðslu Dags gegn
lundarlaunum.
I