Dagur - 11.11.1964, Blaðsíða 4

Dagur - 11.11.1964, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstoíur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Raf orku- mál RÍKISSTJÓRNIN hefur notað tím- ann illa til undirbúnings í raforku- málum og enn hefur ekki verið hægt að fá hana til að fallast á sam- starf við alþingismenn í stjórnar- andstöðunni um þessi mál. Fram- sóknarmenn leggja nú til, og lögðu til í fyrra, að Alþingi kjósi nefnd til að fjalla um stórvirkjunar- og stór- iðjumálið, kynna sér þær undirbún- > ingsrannsóknir, sem gerðar hafa ver- I ið og mikil leynd hvílir yfir, og gera I að því búnu tillögur. I»að er vel hugsanlegt, að slík vinnubrögð gætu leitt til samkomulags. En hvað sem því líður, væri þetta a. m. k. trygg- ing fyrir því, að hægt væri að koma fram mismunandi sjónarmiðum við meðferð málsins áður en það kemst á úrslitastig. Á þetta benti Eysteinn Jónsson mjög skilmerkilega í um-_ ræðum um tillögu Framsóknar- manna í vikunni, sem leið. Jóhann Hafstein iðnaðarmálaráðh. svaraði með nokkrum þjósti, sem liann er þó ekki vanur að gera. Hefur víst fund- ið, að aðstaða hans var óhæg orðin. f Morgunblaðinu kveður við skrítinn tón í þessu máli. Þar segir, að fráleitt sé að kjósa þessa samvinnunefnd í stór- virkjunar- og stóriðjumálum, sem Framsóknarmenn mæli fyrir, því í hana myndi verða kosinn „kommún- isti“ og með honum sé ekki hægt að vinna að málinu. Það er eins og blaðið viti ekki, eða ætlist til þess að almenningur viti ekki, að ríkis- stjórnin er nýbúin að beita sér fyrir því, að „kommúnistar“ hafi fulltrúa í öllum þingnefndum! Ef stjórnin hefur áhuga fyrir að koma upp stóriðnaði ætti líka að minnast þess, að „kommúnistar“ voru á sínum txma ákafir talsmenn þess á Alþingi, að hafin yrði þá þegar undirbúningur að stóriðnaði. Nefndu þeir einkum aluminíumverk smiðju í því sambandi. Sjálf er ííkisstjórnin óspör á að skipa nefndir og greiða kostnaðinn við þær af ríkisfé. í virkjunarmálið er hún búin að skipa tvær nefndir á þessu ári og aðra hafði hún áður á sínum vegum, þ. e. stóriðjunefndina. , Kostnaður við störf stóriðjunefndar er á ríkisreikningi 1962, 205 þúsund krónur og 225 þús. kr. árið 1963 og þar að auki 204 þús. kr. fyrir „sér- fræðilega aðstoð.“ Það er því eins og sagt var á þingi um daginn, engin furða þótt kjömir þjóðfulltrúar á Alþingi vilji fá að fylgjast með gerðum þessarar nefndar. □ ■■■ JÓN KR. KRISTJÁNSSON, VÍÐIVÖLLUM: . 111111111111111111111 BARNAFRÆÐSLA í SVEITUM LÖGIN um almenna fræðslu- skyldu barna gengu í gildi árið 1917, og með hliðsjón til þeirra var tekið upp farskólafyrir- komulag í flestum sveitum á næstu árum. Á stöku stað, þar sem þéttbýli var mest, risu smátt og smátt litlir heiman- gönguskólar. Um 1930, og á næsta áratug, voru stofnaðir um tuttugu heimavistarbarnaskól- ar, flestir mjög af vanefnum gerðir. Kennari var þar venju- lega einn, eins og í farskólum. Á síðustu árum hafa verið byggðir nokkrir stærri heima- vistarskólar fyrir börn fleiri sveitarfélaga, með tveimur til fjórum föstum kennurum. Að því undanskildu hefur furðu lítil breyting orðið á aðstöðu til skólahalds í sveitum s. 1. þrjátíu ár. Með endurskoðun skólalög- gjafarinnar 1936, og þó sérstak- lega 1964, var mjög bætt að- staða til menntunar í kaupstöð- um og sumum kauptúnum. Skólaskyldan var lengd, ný skólahús byggð, stofnaðir gagn- fræðaskólar, þar sem nokkur hluti skyldunámsins fer fram og skipt er í bóknáms- og verk- námsdeildir, eftir því sem við þykir eiga. En sveitirnar hafa yfirleitt fengið undanþágu frá lengingu skólatímans, enda ekki aðstaða fyrir hendi, eða kennslu kraftar, til þess að nemendur þar fái fjölþættari kennslu, svo að verulegu nemi. Skólavist sveitabarna hefur þvi víðast hvar verið meira en helmingi skemmri tíma en þeirra, er í þéttbýli búa. Hliðstætt er að segja um námsaðstöðu unglinga í sveitum landsins á umræddu tímabili. Nýjasti héraðsskólinn var stofnaður fyrir 15—20 ár- um; bænda- og húsmæðraskól- um hefur ekki fjölgað. Þessi kyrstaða í menntamál- um dreifbýlisins má vera hugs- andi fólki ærið íhugunarefni og því furðulegra þar sem á sama tíma hafa yfir dunið örari breyt ingar á þjóðlífsháttum en áður um alda skeið. Við blasir sú staðreynd, að samtimis því að heimili sveitanna standa ver að vígi en fyrr, sökum fólksfæðar, að geta sinnt uppeldis- og fræðsluhlutverki, þá fellur yfir börn þeira og ungmenni skriða af kröfum um kunnáttu og rétt viðbrögð, ef þau eiga að rísa undir sínu hlutverki og halda sínum hluta, heima og heiman. Það hefur mikið verið rætt um erfið lífskjör og óhæga fjár- hagsafkomu í sveitum nú undan farið, og stuðst við rök. Hitt þarf almenningi að verða Ijóst, ekki sízt sveitafólkinu sjálfu, að alvarlegasta hættan, sem þar steðjar að, er hinn mikli að- stöðumunur fólks í dreifbýli og þéttbýli til náms í skólum og til fjölþættari menntunar. Það sem var. Það er oft talað um sveita- menningu, ýmist í alvöru' eða háði. Glöggir menn hafa löngu gert sér ljóst, að umönnun bú- fjár, ræktun jarðar, marghátt- uð samskipti við það sem vex og grær, skapar jákvæðari lífs- viðhorf og fyllri unað en veiði- mennska, iðnaður og önnur hliðstæð störf. Það er stað- reynd, þótt margir sætu í myrkri umkomuleysis og deyfð- ar, að víðsvegar um byggðir landsins voru furðu mörg heim- ili, sem verðskulduðu það að vera kölluð menningarheimili, bæði að útliti og innri gerð. Þrátt fyrir skort og kúgun bjó þjóðarstofninn yfir því lífs- magni og grózku, að merkilegir Llutir gerðust, þegar eitthvað rýmkaðist um, rétt eins og í ríki náttúrunnar, þegar snjóa leysir á vorin. Þessi heimili voru flest mannmörg og samlíf náið við störf og hvíld. Fólkið vandist því að miðla hvert öðru þekk- ingu og reynzlu, er það bjó yfir. Ferðalög voru tiltölulega tíð og kynni af mönnum og málefnum meiri en ætla mætti. Hinn tak- markaði bóka- og blaðakostur var nýttur eftir því sem auðið var. Gáfaðir menn og framsækn ir gerðu sér vissar greinar að íþrótt. Stundum breiddist þetta út, og þátttakan varð almenn á vissu svæði, enda komu þá stundum erfðaeiginleikar einn- ig til greina. Sem dæmi í þessu sambandi má nefna ritstörf og Ijóðagerð Þingeyinga og hag- leik og myndlist Árnesinga, er hvort tveggja vakti eftirtekt um skeið. Hitt er svo annað mál, að marga þá, er eftirtekt vöktu fyrir afrek sín á einhverju vissu sviði, skorti oft fjölþættari menntun og félagslega þjálfun, til þess að njóta sín sem skyldi og verða stærri heild að meira liði. Kjörviður að uppruna varð stundum aðeins kalviður vegna þess er á skorti. Það sem meslu réði var sá tími, sem fólkið hafði, að þeir, sem hneigðust til mennta og sérstakra andlegra eða efnislegra afreka, gátu veitt sér það að sinna hugðarefnum sínum, a. m. k. stund og stund í senn, og sumir þeirra voru að nema ævina alla. Fátækir bænd ur og fjölskyldumenn, eins og t. d. Guðmundur á Sandi, Þor- gils Gjallandi og Benedikt á Auðnum, svo að einhver þekkt nöfn séu nefnd, sáu sér fært að eiga hvíld frá bústörfunum, setjast við ritstörf eða heim- sækja sálufélaga, af því að auð- velt var að fá menn fvrir lítil sem engin laun til að inna af hendi hin daglegu störf heimil- isins. „Nú er öld snúin.“ Kyrrðin er rofin. „Dagsins glymja hamarshögg, heimurinn er í smíðum,“ kvað séra Helgi Sveinsson fyrir nokkrum árum. Þeir, sem muna fyrsta og ann- an áratug þessarar aldar, og bera þá saman við þann sjötta og sjöunda, finna að munurinn er mikill. Það er ástæðulaust að eyða mörgum orðum til þess að lýsa því sem er. Allir vita, að flest sveitaheimili eru fámenn, einkum á vetrum. Þrátt fyrir öll tækin, góðar byggingar, raf- magn og fleiri nútímaþægindi, sem smátt og smátt eru að verða almenningseign, er að- staða þeirra til að sinna upp- eldismálum ótrúlega erfið. Pabbinn á bænum er önnum kafinn allan ársins hring við störf, sem hann getur ekki haft börn sín með sér við. Móðirin sér sjaldan þrot þeirra verk- efna er kalla á úrlausn án taf- ar. Tíminn til fjölskyldu- og félagslífs er ákaflega naumur hjá flestum, nánast sagt stolnar stundir frá hinu óhjákvæmi- lega. Og þótt stöku barnaheim- ili sé svo vel statt, að eiga afa eða ömmu, eða annað einstætt gamalmenni, innan veggja, þá gætir uppeldisáhrifa þeirra minna en fyrr, svo margt annað kallar hærra og glepur. Það liggur því ljóst fyrir, hvort sem það þykir ljúft eða leitt, að fela verður skólunum uppeldis- og fræðslustarfið í æ ríkara mæli. — Eins og vikið var að hér að framan, er menntunar- þörf sveitaæskunnar nú marg- föld á við það sem áður var, og skal bent á nokkur atriði því til stuðnings; a) Daglegt líf nútímamanns krefst fjölþættrar þekkingar á almennum efnum, miklu frem- ur en áður var, eigi hann að vera liðtækur þjóðfélagsþegn. b) Sveitabarn, er ætlar sér þar framtíð, þarf bæði að afla sér almennrar menntunar og staðgóðrar sérþekkingar með tilliti til ævistarfsins, áður en að því er horfið, vegna óhægr- ar aðstöðu til félagslífs og menntunar eftir það. c) Sveitabarn, sem fyrr eða síðar leitar á svið annarra at- vinnugreina, þarf, þegar þar að kemur, að vera þannig á vegi statt, að það sé fyllilega hlut- gengt samanborið við aðra, en liljóti ekki það hlutskipti að verða annarra þræll. d) Sveitirnar verða að vera þess umkomnar að leggja þjóð inni til opinbera starfsmenn, ekki aðeins á sviði búvísinda og félagsmála bænda, en einnig á hvaða sviði sem er. Hlutur dreifbýlisins verður ekki stór eða verulegur, ef ráð öll er því við koma eru í höndum þeirra, er ekki eiga þar rætur eða þekkja þær af eigin raun. Hvernig eru þá sveitirnar við því búnar og gegna þessum skyldum? Þegar frá eru talin þau svæði, þar sem fleiri hreppar hafa sam einazt um að byggja vandaða heimavistarskóla, vel búna að tækjum og kennslukröftum, þá verður að játa, að víðasthvar er ástandið alls ekki viðunandi. Enn eru farskólar í sumum sveitum. Á öðrum stöðum eru gömul skólahús, ýmist heiman- gönguskólar eða litlir, gamal- dags heimavistarskólar. Nær alls staðar er aðeins einn fastur kennari, í mörgum tilfellum kennari án kennararréttinda, af þeirri einföldu ástæðu, að enginn með tilskilda menntun fæst til starfsins við þá aðstöðu, sem um er að ræða. Hvað er svo námstíminn langur? Fræðsluskyldan er talin frá sjö ára aldri til fimmtán ára ald- urs. í sveitum er víðast veitt undanþága til átta eða níu ái-a, jafnvel tíu, skólavistin síðan þrír mánuðir á vetri, mest, og skólaskyldu lokið ,við fjórtán ára aldur, af því að þar eru eng in skilyrði til að fullnægja skólaskyldunni til fimmtán ára aldurs. Með öðrum orðum; Sveitabarnið fer seinna í skóla en þéttbýlisbarnið, það er meira en helmingi styttri tíma í skóla vetur hvern, og það fer á mis við námsaðstöðu síðasta skyldu námsár jafnaldrans í þéttbýl- inu. Þegar þessi börn koma svo í framhaldsskóla með öðrum þeim böi’num, er notið hafa kennslu samkvæmt skólalög- gjöfinni, kemur í ljós, að af eðli legum ástæðum vanta flest þeirra mikið til að standa jafnt að vígi. Héraðsskólarnir, sem taka við mörgum þeirra til fram haldsnáms og búa þau undir gagnfræða- eða landspróf, kom- ast í ærinn vanda af þessum sökum, og almenningur heimt- ar oft af þeim meira en sann- gjarnt er. Ur þessu misræmi þarf að bæta hið bráðasta. Fullnægja verður námsskyldunni í sveit- um sem annars staðar, með skólavist til fimmtán ára ald- urs, og láta það nám fara fram í barnaskólunum undir sömu yfirumsjón og fyrr, en hrekja börnin ekki milli skóla á skyldu námsstiginu, eins og nú er gert í kaupstöðunum. Hvað er framundan? Samkvæmt lögum ber fræðslu málastjóra, með aðstoð fræðslu ráðs hlutaðeigandi sýslufélaga, og að fengnu samþykki meiri hluta skólanefnda á hverjum stað, að ákveða hve stórt svæði skuli vera um hvern skóla, og í hvaða formi hann sé. Það er eðlilegt þar sem hið opinbera greiðir stofnkostnað skólanna að svo stórum hluta (heimavist arskóla og tæki þeirra að % og heimangönguskóla að %)., þá vilji það ráða miklu um fram- kvæmdir. Hins vegar skiptir það ákaflega miklu, að jákvæð- ur skilningur og einhugur al- mennings náist um þær ákvarð anir, sem teknar eru varðandi þessi mál. Tvennt er það eink- um, sem hætt er við að valdi ágreiningi við skjóta athugun: hvað hver skóli skuli vera fyr- ir stórt svæði, og hvort hann skuli vera heimangönguskóli eða heimavistarskóli. Farskóla- fyrirkomulagið mun tæpast nokkur maður líta á lengur sem viðunandi fræðsluform. Það var yfirleitt venja, að hvert sveitarfélag væri skóla- hverfi og a. m. k. fastur kenn- ari aðeins einn. í flestum tilfell um verður að líta svo á, að þetta eigi ekki lengur við. Kröf ur þær, sem gerðar verða til barnaskólanna í framtíðinni, munu reynast það miklar, að einum manni verður ofvaxið að fullnægja þeim. Allra sízt kem- ur slíkt til greina í heimavistar skólum, þar sem umsjón með börnum utan kennslustunda bætist við störf kennarans. Heimangönguskóli getur aldrei orðið fyrir nema mjög takmark- að svæði, jafnvel þótt bílar séu notaðir til flutninga að og frá skólastað, og fylgja honum þá annmarkar smáskólans. Auk þess má a. m. k. öllum Norð- lendingum vera ljóst, að veður farið hlýtur að trufla það skóla hald meira eða minna. Lítill heimangönguskóli á frekast- rétt á sér, þar sem myndazt hefur þéttbýliskjarni í sveitarhluta við útgerð og verzlun, eða af öðrum ástæðum, og þá fyrst og fremst fyrir yngri börnin þar. Samkvæmt fenginni reynzlu mundi smátt og smátt verða um það sótt, að börnin settust sem fyrst í næsta heimavistarskóla, ef sveitin ætti aðild að honum. En eigi slíkir þéttbýliskjarnar fyi'ir sér öran vöxt, er eðlilegt að litli skólinn þar Verði síðar stækkaður, og hann Tákkt^á hendur að fullnægja skólaþörf síns svæðis. Eins og nú standa sakir virð- ast flest rök hníga að því, að einboðið sé fyrir íslenzkar sveit ir að keppa eftir að eignast vandaða heimavistarbarnaskóla af hæfilegri stærð. Sú revnzla, sem þegar er fengin hér innan lands, styður þetta mjög ein- dregið. Og aðrar þjóðir, sem lengri reynzlu hafa af skólamál um en við, hallast sumar mjög að þessu formi, þó að þéttbýlt sé. Það er engin tilviljun, að árið 1907 er talað um fræðslu- lög, en hálfri öld síðar um skóla löggjöf. Hin fyrstu lög voru við það miðuð, að bætt skyldi rú brýnustu þörf á almennri þekk- ingu, en uppeldisþátturinn væri eftir sem áður fyrst og fremst í höndum heimilanna. Tvær heimsstyrjaldir á fáum áratug- um hafa leitt í Ijós þann voða, er stafar af hraðri tækniþróun án þess að mannræktin eflist að sama skapi. Því er nú hlutfalls- lega meiru varið til mennta- mála en nokkru sinni áður, og vonir við það bundnar, að auk- in menntun kennara, sálfræð- inga, presta og annarra þeirra manna, er uppeldismálum sinna — og bætt starfsskilyrði fyrir þá — fái verulega áorkað x þessu efni. Augljóst er, að heimavistarskólar. hafa sterkari aðstöðu til uppeldisáhrifa en aðrir skólar. Kynni kennara og nemenda verða nánari, og færra sem truflar. Samkennd og fé- lagshyggja eiga þar vaxtarskil- yrði, vináttubönd hnýtast þar sterkari og varanlegri. „Sam- vinna og sjálfsagi leggur grund völl að lýðræðisþjóðfélagi“, hef ur vitur maður sagt. Það er vissulega mikill viðburður fyrir lítið barn, sem verið hefur í fá- menni, og e. t. v. notið ýmissa sérréttinda í heimilinu, að koma allt í einu í hóp jafnaldra, sem líkt er á komið með. En fyrr eða síðar verður það að öðlast þá reynzlu, að aðrir eigi jafnan rétt, og svo virðist sem flestum sé hentara að öðlast hann sem fyx-st. Þótt nauðsyn- legt sé að bæta einum vetri við skyldunám sveitabarna, af fyrr greindum ástæðum, ei' sjálfsagt að reyna að komast hjá því, að dvöl þeii-ra í skóla hvern vetur þui'fi að lengjast verulega, a. m. k. fyrri árin. Víðast er það svo í hinum nýrri skólum, að yngstu börnin dvelja þar að hausti og vori, og koma e. t. v. til skyndiprófs þar á milli. Þann ig kynnast þau skóla sínum snemma og tileinka sér náms- venjur. Eldi'i böi'nin skiptast í deildir, er dvelja í skólanum á víxl, oftast 2—3 vikur í senn, og skólinn býr þeim heimanám í hendur á skipulegan hátt. Þyk ir þetta vel gefast. Með þessu móti helzt sterkt samband bæði við heimilið og skólann, sem vei’a ber, og börnin venjast jafn framt á ákjósanlegar námsað- ferðir, þar sem beint er inn á brautir sjálfstæðrar íhugunar og stai'fs. Svo vii’ðist sem heppi legast sé, að stærð heimavistar- bai'naskóla miðist við að þar sé hæfilegt vex-kefni fyrir 3—5 fasta kennara. Séu skólai'nir minni, koma ýmsir annmarkar í ljós. Séu þeir stæi’i'i, koma ný- ir örðugleikar til gi-eina, meðal annars of mikið langræði, þeg- ar skipt er um námsflokka. Kostnaðaratriðið á ekki að ráða miklu. En öllum má ljóst vei-a, að ódýi-ai-a er að byggja færri skóla og stæri’i. Og í opinber- um skýrslum, er bii’tust í „Menntamálum“ ekki alls fyrir löngu, kom í Ijós, að í’ekstrar- kostnaður heimavistai’barna- skóla var um það bil helmingi lægri á hvern nemanda í stærri skólunum nýju við jarðhitann, en í hinum litlu,’ gömlu skól- um. Menntun og uppeldi sveita- æskunar er mál dagsins í dag og mál framtíðarinnar. Breyt- ing á stærð skólahvei’fa og bygging nýi-ra skólahúsa kalla að án tafar. Lausn þeirra mála þai-f að vei-a hátt hafin yfir stundai’viðhoi’f, hi-eppapólitík og einkahyggju. FjÖLSÓTT SAMKOMA Gunnarsstöðum 10. nóv. Félag ungra Framsóknarmanna við Þistilfjöi’ð hélt óvenjufjölmenna samkomu á sunnudaginn, og fór hún vel fram. Valtýr Krist- jánsson flutti þar ávarp, Guð- mundur Gunnlaugsson söng einsöng, þrjár frúr sungu við gítai-undirleik, töfrabrögð voru sýnd og gamanvísur sungnar. Samkomugestir voi’u 270. Búnaðai’sambandið hélt fund í Skúlagai’ði á sunnudaginn. Þar töluðu m. a. Ingi Þorsteins- son jai’ðvegsfræðingur og Jón- as Jónsson búvísindamaðui’. Þóiti fundur þessi hinn fróðleg asti. Allir vegir eru vel færir. Ó. H. SVALBARÐSSTRANDARRÓK í FYRRAVETUR gaf Búnaðar- samband Suður-Þingeyinga út merkilega bók, sem heitir „Byggðir og bú“. Bókin er, eins og segir á titilblaði hennar,: „Aldarminning búnaðai'samtaka Suður-Þingeyinga í máli og myndum.“ Þar er að finna mik- inn fróðléik um búskap og fél- agsmál Suður-Þingeyinga um aldarskeið. Ennfi’emur eru þarna lýsingar alli’a bújarða í sýslunni í stuttu máli og mynd- ir af bæjunum og flestum hús- ráðendum um það leyti, er bók- in kom út. Utgáfa þeiri’ar bókar var mikið átak og stói’myndar- legt. Nú hefir ein sveitin, sem þar var að vei’ki, Svalbarðs- strandarhreppui’, ekki látið stað ar numið fyrir sitt leyti, heldur viljað taka betur á, og gefið út á þessu hausti 324 blaðsíðna bók í Skírnisbroti. Ber sú bók heitið Svalbarðsstrandarbók og er hvorki meii'a né minna en „saga Svalbarðsstrandar allt frá land- námstíð til þessa dags“, eftir því sem þeim, er skráðu bókina hafa hrokkið til við könnun. Höfundur Svalbai’ðsstrandar- AÐ HEILSAST og kveðjast, það er lífsins saga. Meir en hálfur annar áratug- ur mun nú liðinn, síðan við Sig- urjón í Ási rákumst saman á lífsleið okkar, þá var Glerár- þorpið tilheyrandi Glæsibæjar- hreppi. En á sínum tíma hafði það fengið raforku frá gömlu Glerárstöðinni, og þegar Laxár virkjunin kom til skjalanna, þá munu flestöll býli í Glei’ái’þorpi hafa fengið rafmagn, sem ekki höfðu það áður. Þarna var dreif býlt og þótti seinlegt að aflesa mæla og innheimta rafmagns- reikninga þar, var þá hoi'fið til þess ráðs, að fá einhvern þorps- búa til þess að taka þetta stai’f að sér fyrir rýmilegt gjald, og fyrir valinu varð Sigurjón í Ási. Það má alltaf um það deila, hvernig menn leysa störf sín af höndum, og hvort þessi eða hinn er vel fallinn (eða illa) til að taka að sér það verk, sem honum er falið. En ég hika ekki við að fullyi’ða, að betri og sam- vizkusamari mann hefði tæp- lega verið hægt að fá, til að inna þetta verk af hendi en Sigurjón í Ási. Ti’úmennska hans og skyldurækni var alveg einstök, og oft mun hann hafa gengið þreyttur til hvíldar að kvöldi á vetrum, þegar færð var slæm, því vanalega setti hann sér ákveðna áætlun fyrir hvern dag, sem framundan var. Svona liðu árin, Sigui-jón var ráðinn fastur starfsmaður hjá Rafveitu Akureyrar. Innheimtu svæði hans stækkaði, yfii’ferðin jókst frá ári til árs. Hann vildi gera sem flestum til hæfis, og vann það til að koma aftur og bókar er Júlíus Jóhannesson, í'úmlega sjötugur að aldri, bú- settur á Akureyri síðan 1962, en alinn upp á Svalbarðsströnd og búsettur þar nær óslitið til 1962. Hann er því í bezta lagi staðkunnugur Svalbarðsströnd. Auk þess ber bókin með sér, að hún er unnin af fræðimannleg- um áhuga og eljan. Bókin hefst á foi’mála, þar sem Júlíus Jóhannesson gerir grein fyrir tildrögum þess, að hún var rituð og útgefin. Enn- fremur segir hann þar frá því, hvert hann helzt sótti efnivið- inn, sem er víðsvegar að feng- inn. Nefnir hann þar til: kirkju- bækur, hreppsbækur, Fornbréfa safn, annála, manntöl, ættartöl- ur, Jai’ðabók Á. M. og P. V. frá 1712“. Þá getur hann þess, að Bene- dikt Árnason, sem var bóndi á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd 1828—-1879, hafi látið eftir sig í handritum ýmislegt gagnlegt, eins og tilvitnanir í bókinni bera með sér. Næst á eftir formálanum er „Aldamótaljóð Svalbarðsstrand- aftur til sama manns, ef þess var óskað. Aldrei taldi Sigurjón það eftir sér, ef árangur fékkst, þó hann yrði oft að vera fram á kvöld, og fengi þar afleiðandi óreglulegar máltíðir. Svo fór heilsa hans að bila, og þó hann vildi ekki slá undan eða kvarta, þá mun hann ekki hafa gengið lieill til verks nokkur síðustu árin. Á síðastliðnu sumri varð hann að leggjast á sjúkrahús um tíma. Þaðan komst hann eftir tiltölulega stuttan tíma og taldi sig hafa fengið mikla bót sinna meina. En fimmtudaginn 29. október kom hann að venju upp á skrifstofu Rafveitunnar, og er hann hafði stutta stund setið þar í stól, kvartaði hann um mikinn höfuðverk. Eftir and artak leið hann í ómegin og kom aldrei til meðvitundar aft- ur. Sigurjón var sérstaklega vandaður og umgengnisgóður maður. Hann var mjög afskipta laus um annarra mál og orðvar með afbrigðum. í daglegri breytni var hann gamansamur og glettinn, hafði yndi af vel kveðnum vísum, og öllu, sem var vel og hnittilega sagt. Hann hafði gaman af skepnum og átti lengi eitthvað af fé, sem hann fór mjúkum höndum um. Heimilisfaðir mun hann hafa verið eins og bezt verður á kosið. Vertu sæll, Sigurjón, og þökk sé þér fyrir gott samstarf. Þitt hjarta var trútt, og því áttu góða heimvon á landinu handan móðunnar miklu. Konu og börnum votta ég innilega samúð mína. B. H. ar“ eftir Bjarna Arason, sem bjó um aldamótin á Svalbarði, en fluttist 1903 að Grýtubakka í Höfðahverfi, — kunnur gáfu- maðui’. Lag eftir Júlíus Jóhannesson fylgir ljóðinu. Kemur þá efnisyfii’lit bókar- Júlíus Jóhannesson. innar. Henni er skipt í tvo meg- in hluta. Fyrri lilutinn er: I. Landnám. II. Landslag, verðrátta, gróður. III. Byggðin, örnefni og lýsing jarða. (Fylgir lýsingu hveiTar jarðar mynd af bænum). IV. Búnaður. V. Fé- lagsmál og skólar. VI. Sjósókn. VII. Slysfarir. Síðari hluti bókarinnar er: Búendur í Svalbarðsstrandar hreppi. Búendaskrá. (Nafnaregistur með bls. tilgreindri). Búendatalið nær á gömlu býl unum yfirleitt aftur undir 1700 eða til Jarðabókar Árna Magn- ússonar og Páls Vídalíns, en sums staðar þó miklu lengra. Valdimar Kristjánsson. Um stofnun nýbýlanna á seinni árum finnst mér að mátt hefðu verið fyllri frásagnir. Myndir ei;u af húsbændum og húsfreyj- um, eftir því sem til hefur náðzt. Þó sakna ég þar myndar af Stefán sál. Stefánssyni á Svalbarði og tveim síðustu kaupfélagsstjórum á Svalbarðs- eyri. Alls eru um 200 myndir í bókinni, staðamyndir og manna myndir, og þeim skipað niður eftir efni, því pappír bókarinn- ar ei- allur myndhæfur, og £r þetta mikill kostui’. Mannlýs- ingar eru víða í búendatalinu og þar er mikil ættfræði. Ég hygg, að óhætt sé að full- yrða, að Svalbarðsstrandarbók sé einstæð bók, þegar á allt, sem hún flytur, er litið í heild; ýtai'legri byggðarsaga en nokkru sinni hefur vei'ið stofn- að til að gefa út á íslandi. Höfundurinn hefur lagt mikla vinnu í að viða að bókinni. Framsetningin er mjög skil- merkileg og víðasthvar þó stutt orð við hæfi. Lýsingar lands- lags og greinargerðir um ör- nefni svo vel upp settai’, að lík- ast er því, að iesandinn hafi kort fyrir framan sig. Mikil varanleg verðmæti fyrir tung- una liggja í örnefnum eins og þeim, sem þai’na eru skráð til frambúðar og staðfærð. Þau segja líka á sinn hátt sögu lið- inna alda. Lýti tel ég það á þessari merku bók, að höfundur gætir þess ekki undantekningai’laust að vera hlutlaus sem skyldi og foi’ðast sleggjudóma. Hann seg- ir, svo dæmi sé nefnt, á bls. 54 um vissar ráðstafanir á Sval- barðseyri: „bak við þær stóðu Lokaráð", en rökstyður þetta ekki eða ræðir meira. Á þessu fer illa í sagnfræðilegi’i bók. Þetta er eins og illhæra á ann- ars áferðargóðri voð. Ég minn- ist á þetta, af því að ég þykist vita, að bók þessi kunni að verða höfð til hliðsjónar eða fyrirmyndar við útgáfu slíkra rita — eins og líka vissulega má um margt — en þá ber þó að forðast svona misfellur. Utkoma Svalbai'ðssti’andai'- bókar er ótvíi'æður vottur um framtakssemi sveitai’félagsins, sem að stendur. Má af formála höfundar ráða, að hi’eppsnefnd- ai’oddvitinn, Valdimar Krist- jánsson, bóndi í Sigluvík, eigi þar í mikinn hlut. Nú á Svalbarðsströnd sögu sína frá liðnum tíma í bók þess- ari, grafna upp og tínda saman á söndum aldahafsins, eftir því sem til hefur náðzt og heppn- azt. Framtíðaríólkið á Sval- barðsströnd ætti að eiga hægt með að sjá um skráningu fram- halds sögunnar á komandi tím- um, jafnharðan og þeir líða, og gæta þess, að ekkert af hinu markverðasta „kefji í sand.“ Og vitundin um, að sagan geymist, mætti vei’ða hverri byggð og hverjum einstaklingi í byggðinni hvöt til að gera sinn þátt í sköpun sögunnar sem beztan. Með útgáfu bókarinnar hef- ur Svalbarðsstrandai’hreppur gefið gott fordæmi. Vera má, að einhvei-jar vill- ur, er máli skipta, leynist í bók inni fyrir augum annai'ra en ná kunnugra, t. d. skökk ártöl, fæð ingardagar, mannanöfn o. s. fi'v. Um það get ég ekki dæmt, því ég hef hvorki gögn í höndum né kunnugleik til þess. Vildi mega ætla að svo sé ekki. Hitt veit ég samt, að bók sem þessa er ákaflega örðugt að gera villu- lausa. Höfundur slíkrar bókar þarf að vera vægðarlaus við sjálfan sig í ki’öfum um vand- virkni, og beita vei’ður stál- hörku við endurskoðun hand- rits að svona bók. Komi fram villur í Svalbarðs- strandarbók, er til baga séu, tel ég útgefendum skylt að safna þeim saman óg gefa út leiðrétt- ingar, er líma megi inn í bók- ina, því að svo mikilsvert er, að bókin geti orðið — eins og fyrir sveitarfélaginu hefur að sjálfsögðu íyrst og fremst vak- að — ábyggilegt heimildarrit. Karl Kristjánsson. ■■■HMMMagHHHlWMHIHHHWni Sigurjón Jónsson í Ási KVEÐJUORÐ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.