Dagur


Dagur - 11.11.1964, Qupperneq 8

Dagur - 11.11.1964, Qupperneq 8
8 íþróttahúsiö á Akureyri er 20 ára gamalt og lynr longu ordið of litið. (Ljósm. L. D.). anhussi í SÍÐASTA blaói var sagt frá umræðufundi á Akureyri um byggingu nýs íþróttahúss fy)rir bæinn. Æskulýðs- og íþrótta- fulltrúi bæjarins, Hermann Sig tryggsson flutti þar fróðlega ræðu um það ófremdarástand, sem nú ríkir í skólunum í bæn- um, að ekki er hægt að halda uppi lögboðinni íþróttakennslu Allmargir nemendur fá enga íþróttakennslu innan húss, en aðrir minni cn fræðslulögin segja til um. Ekki er ástandið betra hjá í- þróttafélögunum, þar sem að- staða til hópæfinga eða löglegr- ar keppni er útilokuð vegna þrengsla í íþróttahúsi bæjarins. Og engin áhorfendasvæði eru þar. Harðast mun þetta koma niður á handbolta- og körfu- knattleiksfólki, sem þarf að fara í aðrar sýslur til löglegrar keppni. Á Húsavík er ágætlega búið að skólum og félögum hvað þetta snertir, og á Dalvík er að rísa upp fullkomið íþrótta hús, og má segja að höfuðstað- ur Norðurlands gegni ekki því forustuhlutverki í íþróttamál- unum, sem eðlilegt væri. Hér á eftir verða birtir kafl- ar úr ræðu Hermanns, sem sýna fram á hvað bygging í- þróttahússins er brýn. „íþróttahús Akureyrar hefur um margra ára skeið verið of lítið og fullnægir á engan hátt þörfum bæjarins og kröfum, sem nú eru gerðar til slíkra mannvirkja. KLUBBFUNÐLR FRAMSÓKNARFÉLAG- ANNA NÆSTI klúbbfundur Fram- sóknarfélaganna verður í Félagslieimilinu Hafnarstr. 95, sunnudaginn 15. þ. m. kl. 4 e. h. Frummælandi Ingvar Gíslason alþingismaður, og .ræðir hann um stjórnmála- viðhorfið. Mætið stundvís- Iega. FRAMSÓKNARFÉLÖGIN. í húsinu fer fram leikfimi- kennsla alh-a barnaskóla í bæn um og Gagnfræðaskólans, auk kvöldtíma einstaklinga og fé- laga. í Barnaskóla Akureyrar eru 28 bekkjadeildir, sem allar eiga að hafa tíma í leikfimi og leikj- um frá 2 og upp í 4 á viku. Engin þessara deilda fær tilskil inn tíma í íþróttasal, svo sem ráð er fyrir gert í fræðslulög- gjöfinni. f Oddeyrarskólanum eru 15 bekkjadeildir, þar fær 1. og 2. bekkur enga leikfimi í sal, en aðrir bekkir 2 tíma á viku, sem ekki er nema helmingur af því, sem gert er ráð fyrir að elztu bekkirnir, 5. og 6. fái. f þeim skóla er börnunum bætt þetta að nokkru upp með úti- æfingum og leikjum. í Barnaskólanum í Glerár- hverfi eru 6 bekkjadeildir, þrjár af þeim fá enga leikfimi og þrjár tvo tíma á viku. Hvað barnaskólunum við- kemur, eru yngstu nemendurn- ir ekki sendir í leikfimi vegna fjarlægðar íþróttahússins frá sumum skólunum, enda enga tíma að fá þar, þótt börnunum væri komið að húsinu. Árið 1944—45, þegar íþrótta- húsið tók til starfa, voru nem- endur Gagnfræðaskóla Akur- eyrar 195 og fengu nemendur hans 3 leikfimitíma á viku. Síð- 'an hefur nemendum fjölgað, og í dag eru þeir 670—680. Nemendur skólans skiptast niður í 22 bekkjadeildir, og eft- ir fræðslulöggjöfinni skal hver nemandi hafa 3 stundir í leik- fimi á viku. Vegna hússnæðisskorts hafa 332 nemendur ekki nema 2 stundir í viku í leikfimisal. Þess má einnig geta, að fjöldi nemenda í hverri kennslustund í íþvóttasölunum er það mikill, að útilokað er að ná þeim ár- angri sem æskilegt væri. Salir íþróttahússins eru gefnir upp fyrir 20 manna hámark, en nú eru í sumum tímum G. A. allt að 39—35 manns. Skólakeppni og . íþróttasýningar skólans koma ekki til greina í þessum sölum. Þegar íþróttahúsið var tekið í notkun fyrir 20 árum, var það ætlað fyrir alla skólana í bæn- um, félög og einstaklinga. M. A. fór þá í byggingu síns eigin sal- ar, en af því leiddi, að áætlað- ur 3. salur við íþróttahúsið var ekki byggður. (Framh. á bls. 2.) SVAR TIL VERKAMANNS- INS Dagur hefur spurt Gísla Guð mundsson alþingismann, hvort hann vilji nokkuð svara kveðju þeirri, er honum var send í Verkanianninum nýlega. „Geipan sú er varla umtals- verð“, sagði Gísli. „Það er ekk- ert leyndarmál orðið, að Bragi Sigurjónsson var settur útibús- stjóri með atkvæðum þriggja bankaráðsmanna, og ekki held- ur liverjir þessir þrír banka- ráðsmenn voru. Segja má, að þau tvö atkvæði, sem greidd voru á annan hátt, hafi verið greidd móti þessari ráðstöfun, en mótatkvæða var ekki form- lega leitað.“ „SPURT OG SPJALLAГ í útvarpinu var nýlega „spurt og spjallað“ um stórvirkjanir og stóriðju. Einn af varaþing- mönnum stjórnarflokkanna upp lýsti þar, að á Suðurlandi myndi ekki verða rafniagns- skortur fyrr en á árinu 1968, eða að því er virtist í lok þess árs. Úrbætur virðast því ekki meira aðkallandi þar en hér. Og betra er að draga ákvarðan- ir í raforkumálum í eitt ár eða svo, og vinna þann tíma eðli- lega að þessum málum, en hrapa að framkvæmdum, sem almenningur hefur engan tíma og litlar upplýsingar fengið um til að átta sig á. ÓFIMLEGT BJÖRGUNAR- SUND Björgunarsund þeirra við- reisnarmanna er heldur ófim- legt um þessar mundir. Nýjasta aðferðin er þessi: Kreppulán til að borga skatta! Slíkt hefur aldrei áður skeð hér á landi, og ekki kunnugt um, að það hafi heldur skeð í öðrum lönd- um. Þegar „viðreisnin“ hófst, var fullyrt, að skattamir ættu að lækka svo um munaði, en nú er svona komið. OF HÁIR REIKNINGAR Framsóknarmenn á Alþingi Froskmenn kafa við Oddeyri til að rannsaka skemmdir á erlendu skipi. (Ljósm. E. D.). liafa bent á, að réttast væri að lækka skattreikningana, úr því að þeir eru óeðlilega liáir, og um það eru víst nokkuð margir sammála, að reikningarnir séu of háir. Stjómin viðurkennir nú sjálf, að svo sé. Ef ríkisstjórnin hefur nóg fé til að veita kreppulánin, þá ætti það að vera eins hand- bært til að lækka skattreikn- ingana, beint og í gegnum jöfn- unarsjóð sveitarfélaganna. Hitt verður þó líklega niðurstaðan, að skattgreiðendur verði skrif- aðir fyrir skuld og teknir af henni viðreisnarvextir. RÁÐHERRARÖK Mikið liefur verið um skatta- (og útsvars) -málin rætt á AI- þingi undanfarið. Einn daginn kom fjármálaráðherrann með þær upplýsingar, ' að endur- greiðsla eða lækkun tekjuskatta væri ómöguleg, því að útlit væri fyrir, að tekjuskatturinn yrði ekki nema 265 milljónir króna á árinu. Sigurvm Einarsson benti þá á það, að ráðherrann segði sjálfur í greinargerð fyrir fjárlagafrumvarpinu, að tekju- skatturinn ætti að verða 480— 500 milljónir króna á næsta ári, að óbreittum lögum. Eittlivað skyti þessu nú skökku við. Ráð- herrann mun hafa séð þetta sjálfur, og svaraði engu. KIRKJUGESTIRNIR f GLERARHVERFI Maður einn, sem staddur var dag nokkurn í Glerárhverfi, varð vitni að því að fólk beið eftir bifreiðum, er áttu að flytja það að Lögmannshlíðarkirkju, varð frá að hverfa og halda lieimleiðis. Farartækin komu þó á tilsettum tíma, en fólk sem beið, var orðið útatað af aur- slettum annarra bifreiða, sem um veginn fóru. Benti maður þessi réttilega á, að í Glerár- hverfi væri enn ólögð fyrsta gangstéttarhellan, vegirnir eða göturnar með öllum verstu ein- kennum þess, sem illa er gert, og umferð oft mjög hröð. TEKJUHÁIR FROSKMENN í sunnanblöðum var nýlega sagt frá froskmannnámi fslend- inga í Noregi. Ilafa hinir ís- lenzku neinendur ytra frá því sagt, að hinir 5 eða 6 frosk- menn, sem starfa á íslandi, séu ófáanlegir til að kenna öðrum,'- en vilji sitja að þeirri atvinnu einir, sem býðst, og hafi ofsa- legar tekjur af starfi sínu. En á síðustu árum hafa frosk menn mjög oft orðið íslenzkum skipum að ómetanlegu liði. Hafa komið í veg fyrir dýr ar tafir skipa svo segja má, að verðugir séu þeir menn sæmi- legra launa. AUR, RYK OG MALBIKUN Að undanförnu hafa bæjar- búar orðið þess áþrcifanlega varir, hve einstakt efni er í hin- um ómalbikuðu götum bæjar- ins. Það mun ekki hafa verið vandalaust verk, að finna það efni til ofaníburðar, sem í rign- (Framhald á blaðsíðu 2). SMÁTT OG STÓRT

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.