Dagur - 18.11.1964, Blaðsíða 1

Dagur - 18.11.1964, Blaðsíða 1
............. Dagur kemur út tvisvar í viku og kostar 20 krónur á mánuði MEl.)il'¥LGJANDI MYND er af nýiu ráðhúsi 1 iiremen. Káðhús þetta eða höll er 228 metr- ar á lengd og 80 metra breitt og kostaði 30 milljónir marka. Innan veggja þess er íþrótta- og sýningarsalur, sem rúmar 7000 manns í sæti. Útlitið mun þó vekja mesta athygli. FRÁ BÆJARSTJÓRN Á FUNDI bæjarstjórnar Akur- eyrar 10. nóv. s.l. voru mörg mál afgreidd, sem komið höfðu fyrir áður hjá bæjarráði eða nefndum. Stórvirkjun og stóriðja. Bæjarstjórn samþykkti álykt un þá um stórvirkjun og stór- iðju, sem bæjarráð hafði áður samþykkt og Dagur sagði frá. Ályktunin er svohljóðandi: „Bæjarstjórn Akureyrar læt ur í ljós eindreginn áhuga sinn á því, að næsta stórvirkjun fall- vatns hér á landi verði staðsett á Norðurlandi og bendir í því sambandi á áætlanir þær, sem nú nýlega eru framkomnar um virkjun Laxár. Einnig verði stóriðja, sem stofnað kann að verða til í sam bandi við orku frá vatnsvirkj- un staðsett við Eyjafjörð. Telur bæjarstjórnin, að með slíkri staðsetningu stórvirkjun- ar og stóriðju væri unnið að nauðsynlegu jafnvægi í byggð landsins.“ Miklar umræður urðu á fund inum um þessi mál, en að lok- um var ályktunin samþykkt með 9 atkvæðum gegn atkvæð- um Alþýðubandalagsmanna. Lán vegna borunarframkvæmda. Samþykkt var eftir tillögu bæjarráðs, að taka 1.25 millj. kr. lán hjá Jarðhitasjóði ríkis- ins vegna borunarframkvæmda í grennd við Akureyri. Gert er ráð fyrir um 2.5 millj. kr. kostn aði við þær framkvæmdir. Bæjarverkfræðingi var falið að hafa eftirlit með borununum að Laugalandi fyrir hönd bæj- arins. Endurskoðun á reglum um af- greiðslutíma verzlana. Bæjarfógetinn á Akureyri hafði sent bæjarráði bréf um, að hann telji nauðsynlegt að Félag áhugamanna um fiskirækt Gunnarsstöðnm 16. nóv. Hér var stofnað nýtt félag áhuga- manna um fiskirækt og fisk- eldi hinn 12. þ. m. Félag þetta nær yfir Þistilfjörð, Langanes og Langanessströnd. Á þessu svæði eru margar veiðiár, sum- ar góðar, og mörg vötn og lón. Hið nýja félag ætlar að vinna að aukinni lax- og silungsgengd og hyggst í þessu sambandi vinna að því, að komið vei-ði upp klakstöð. hér eystra, enda mjög nauðsynlegt, þar sem .um er, að iæða lax- og silungsár. Enn er. akfaep't um allar. jarðir. Lítilsháttar föl er á jörð og. . sauðfé víðast»við hús. endurskoða reglúr og sam- þykktir, Um afgreiðslutíma verzlana á Akureyri og telji æskilegt að sett yrði nefnd í málið, þar sem fulltrúi embætt isins ætti sæti. Bæjarstjórn samþykkti með 6 atkvæðum gegn 5 tillögu bæjarráðs, að fresta afgreiðslu málsins, unz nánari upplýsingar lægju fyrir frá bæjarfógetaembættinu. Lánveitingar úr Byggingalánasjóði. Lagðar voru fram á fundin- um samþykktir bæjarráðs um úthlutun lána úr Byggingalána sjóði Akureyrarbæjar. Var alls úthlutað 70 lánum eða samtals kr. 1.790.000.00, en alls höfðu borizt 82 lánsumsóknir. Lánin skiptust þannig: 49 lán á kr. 30.000.00. 11 lán á kr. 20.000.00. 10 lán á kr. 10.000.00. Ákveðin kaup á fullkomnum malbikunarvélum. Bæjarstjórnin samþykkti ein róma að fela bæjarverkfræð- ingi að ganga frá pöntun á hrærivélasamstæðu í malbik- unarstöð. bæjarins og sömuleið- is malbikunar-útlagningarvél. Áætlað verð á báðum þessum vélum er ca. 3 milljónir króna. Var bæjarstjóra heimilað að taka lán til kaupa á þessum tækjum. (F.amhald á blaðsíðu 5). Alþýðusambandsþingið hófsl á mánud Björn Jónsson var kosinn fyrsti forseti þingsins MÁNUDAGINN 16. nóvember var þing Alþýðusambands ís- lands sett í KR-húsinu í Reykja vik, kl. rúmlega 4 síðdegis. Var þá þorri fulltrúa mættur. Forseti Alþýðusambandsins, Hannibal Valdimarsson, setti þingið með ræðu. Hann minnt- ist forsetafrúarinnar, Dóru Þór hallsdóttur, og þeirra forvígis- manna verkalýðshreyfingarinn- ar, sem látizt höfðu á árinu, og alveg sérstaklega Ólafs Frið- rikssonar, sem nú er nýlátinn. Þingfulltrúar risu úr sætum í virðingarskyni við hina látnu. Eftir setningarræðu forseta A. S. í. var þingstörfum frestað til næsta dags. í gær kl. 1.30 hófust þingstörf að nýju. Var þá lokið skoðun kjörbréfa og reyndust kjörnir fulltrúar 367 talsins og voru kjörbréf þeirra samþykkt einróma. Þá var gengið til kosninga á þingforseta. Björn Jónsson hlaut kosningu með 198 atkvæð um, en Eggert Þorsteinsson hlaut 156 atkvæði. Fyrsti varaforseti var kjör- inn Óskar Jónsson frá Selfossi og annar varaforseti Jón Snorri Þorleifsson, Reykjavík. Kosnar voru sex þingnefnd- ir, fjórar þeirra sjö manna og tvær níu manna nefndir. Þessu næst flutti forseti A. S. í. skýrslu sambandsstjórnarinn ar fyrir síðastliðið starfsár, og stóð ræða sú yfir þegar blaðið hafði síðast spurnir af. Q: SÁMNINGAR UM SÍLD OG OLÍU NÝLEGA samndi Síldarútvegs nefnd Við Pólverja um sölu á 30 þúsund tunnum saltsíldar af Suðurlandsmiðum. Áður en samningar um þessa sölu voru undirritaðir, hafði samizt um það við Rússa, að þeir keyptu 65 þúsund tunnur af saltsíld, einnig af vetrarvertíðinni. Þá hafa samningar milli íslands og Sovétríkjanna leitt til samnings um, að íslendingar kaupi olíur eystra fyrir 330—340 milljónir króna. Q Rjúpnaskyttur fóru villur vegar Haáur Guðlaugsscn orpnleikari kemur til Akureyrar um helgina og leikur hér á kirk-uorgelið á vegum Tónlistarfélagsins á sunnudagskvöld 22. nóv. kl. 9 e. h. Ekki má minna vera en haldinn sé árlega einn kirkjukoncert, þar sem hið glæsilega pípuorgel fái að njóta sín, og ungum listamönn- um á þessu sviði gefist kostur á að reyna þar hæfni sína. Ættu bæjarbúar að veita þeim uppörvun með því að sækja hljómleik- ana .vei. Aðgöngumiða verður hægt að fá við innganginn, auk þess Húsavík 17. nóv. Fyrir viku síð an villtust tvær rjúpnaskyttur frá Húsavík í þoku á Reykja- heiði. Voru mennirnir þá ekki saman og vissu hvorugur af öðrum. Félagar annars þeirra brugðu á það ráð að skjóta upp í loftið, og lýsa út í þokuna með bílljósum, þegar þeim tók að leiðast biðin. Ráðið dugði svo vel, að báðir hinir vegvilltu veiðimenn komu fram úr þok- unni. í villunni var þá annar búinn að ganga í hring, en hinn hafði gengið lengi í öfuga átt við þá, sem hann taldi rétta. Að undanförnu hefur verið unnið að hækkun og lengingu Húsavíkurflugvallar. Hann -var lengdur um 350 m og er nú um til Húsavíkur hefur fjölgað frá því sem var í sumar. Þær eru nú þrjár í viku, þ. e. þriðju daga, fimmtudaga og laugar- daga. Þ. J. Lömb hurfu af túni Ófeigsstöðum 17. nóv. Nú er snjóatíð og kuldi. í gær og dag er hér 9 stiga frost. Færð á veg um er að byrja að þyngjast. Allir eru búnir að taka fé í hús hér í sveit. Fvrir fimm dögum hurfu fimm lömb úr stærri hóp af tún inu á Torfunesi. Búið er að leita þrotlaust að lömbunum síðan, en. enn eru þau ófundin. Ó. H. sem síyrktarfélagar verða búnir að fá sína miða. (Fréttatilk.) orðinn 1350 m langur. Flugferð B. B.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.