Dagur - 18.11.1964, Blaðsíða 8

Dagur - 18.11.1964, Blaðsíða 8
8 Hið nýja pípuorgel í Húsavíkurkirkju. Reynir Jónasson er að leika á orgelið og hjá lionum stendur Páll Kr. Pálsson, organisti FANNST ORENDUR í BÍL SÍNUM AÐFARARNÓTT hins 11. nóvember urðu þau sorg- legu tíðindi, að maður á bezta aldri, Jón Karlsson frá Knútsstöðum í Aðaldai, ! lézt af voðaskoti nálægt Salt vík. Hafði hann daginn áð- ur verið á Húsavík, m. a. hjá systur sinni, og virtist honum þá ekkert að meini. Jón var ókvæntur, dugleg- ur maður og myndarlegur, fyrirvinna aldraðra for- eldra. (Samkvæmt frétt frá skrifstofu sýslumannsins á Húsavík). □ Selur í Þýzkalandi Dalvík 16. nóvember. Sílclarbát arnir eru nú allir komnir heim af síldarvertíðinni. Björgvin hefur verið á tog- veiðum að undanförnu og siglt með aflann. Er hann nú í ann- arri söluferðinni í Þýzkalandi, með um 65 tonn. Frystihúsið starfar alltaf og leggja smábátarnir upp þar, en veiðin hjá þeim er yfirleitt lít- il. — Atvinna virðist vera næg fyrir heimafólk. S. H. SMÁTT OG STÓRT Einar Olgeirsson semur viS íhaldið FRJÁLS ÞJÓÐ ræðir 13. þ. m. um Alþýðusambandsþing það, sem nú er hafið og segir m. a. þessar fréttir: „Vitað er, að viss hópur sósí- alista hefur í sumar, að undir- lagi Einars Olgeirssonar, haldið uppi stöðugu samningamakki við fulltrúa íhalds og krata í verkalýðsfélögunum í Reykja- vík með það fyrir augum að mynda samstjórn þesasra aðila í A. S. í. Hafa þeir reynt að fá stjórnarflokkana til að fallast á Eðvarð í Dagsbrún sem sam- eiginlegt foi'setaefni. Vissulega hefur ekki staðið á stuðningi forsætisráðherra, Bjarna Bene- diktssonar, við þá hugmynd, en þeim Eðvarði er vel til vina síðan sá síðarnefndi var aðlað- ur af íhaldinu á sl. vetri.“ Þá segir Frjáls þjóð, að einn- ig hafi komið til mála, að Al- Hundamir fcguðust á m minkinn MINKURINN hefur víða gert sig heimakominn í Fnjóskadal. Fyrir skömmu settist einn að í torfvegg í Brúnagerði og varð ágengur í hænsnabúi bónda. Var hann búinn að drepa helm- inginn af hænunum þegar minkabani kom á vettvang og drap hann. Þá bar það við í Nesi í sömu sveit, að minks varð vart við Nesána, sem fellur örskammt frá bænum. Þangað kom Ár- mann Olgeirsson með hunda sína og byssur og hófst svo leit in. Hundamir fundu minkinn við ána, en hann komst undan og náði að skríða inn í gamla vatnsvél, sem stendur í skúr við ána. Þar gerðu hundarnir Berklaveiki á Þórshöfn Gunnarsstöðum 16. nóv. í sum- ar varð berkla vart á Þórshöfn. Átta berklaveikir dvelja nú á berklahælum. Smitberinn var eldri maður. Berklarannsókn hefur farið fram í barnaskólan- um. Ó. H. vel heppnaða árás. Fóru þeir sinn hvoru megin í vatnsvél- ina, náðu taki á kvikindinu og vildi hvorugur sleppa. Lauk í þeim átökum ævi minksins. □ þýðusambandsstjórn verði skip uð „4 kommum + 4 krötum og einhverri atkvæðalítilli toppfí- gúru í forsetasæti“, eins og blaðið orðar þetta, og telur, að einhverjir og þá líklega Eðvarð og Bjarni Ben. hafi gert sér vonir um, að Hermann Guð- mundsson í Hafnarfirði yrði fá- anlegur til að gerast þessi „topp fígúra“. Sé þó heldur ólíklegt að H. G. fáist til slíks. Þetta seg ir Frjáls þjóð, og ætti raunar eitthvað að vita um þessi efni, þar sem Þjóðvarnarmenn og „kommar" voru nýlega í kosn- ingabandalagi við alþingiskosn- ingarnar. Alþýðusambandsþing er nú hafið og munu þar skýrast lín- urnar. □ Læknislaust er nú í Ólafsfirði Ólafsfirði 16. nóv. Hvotsótt hef ur herjað á fólk hér í bænum að undanförnu, og lagzt illa á marga, sérstaklega fullorðna. Hafa sumir legið marga daga og jafnvel vikur. Læknislaust er nú hér í bili, þar sem héraðsíæknirinn okk- ar, Halldór Guðnason, liggur á sjúkrahúsi í Reykjavík. Héraðs læknirinn á Hofsósi, Valgarður Björnsson, kemur hingað tvisv- ar í viku og er mikil hjálp að því. En nú er Lágheiði orðin ó- fær og læknirinn kemst ekki hingað. Undanfarna þrjá daga hefur verið hvöss norðaustanátt með snjókomu af og tiL Snjór er þó ekki mikill í bænum. Ekkert hefur verið róið þessa óveðursdaga, en áður var afli lélegur, þó skárri á færi en línu. B. S. STEFNIR t ÖNGÞVEITI „Undanfarin ár hefur frænd- þjóðum okkar á Norðurlöndum orðið tíðrætt um hinn öra vöxt og útþenslu höfuðborga sinna. Hefur sú þróun þó fram undir þetta verið látin afskiftalítil, að liöfuðborgirnar soguðu til sín fólk, fjármagn og áhrifa- stofnanir. En nú sjá menn að óðum stefnir í öngþveiti. Of- vöxtur höfuðborga er að verða alþjóðlegt vandamál, sem reynt er að spyrna gegn með ýmsu móti. M. a. eru uppr tillögur um það á Norðurlöndum, og raunar víðar, að dreifa þurfi rík isstofnununum meira um lönd- in en verið hefur.“ Þessi athygl isverðu ummæli standa í grein argerð tillögu, sem Ingvar Gíslason og Karl Kristjánsson flytja á Alþingi „um framtíðar- staðsetningu skóla og eflingu skólabæjar á Akureyri.“ MYNDBREYTING I VÆND- UM Alþýðusambandsþing er hald ið í Reykjavík annað hvort ár, að undangengnu fulltrúakjöri í sambandsfélögunum. Kosning- um í félögunum er nú lokið fyrir nokkru, en þingið var sett s.l. mánudag, 16. nóvember. Hannibal Valdimarsson er nú forseti Alþýðusambandsins og er búinn að vera það undan- farin 10 ár. Nú er talið, að hér sé að þessu sinni eitthvað í vafa ekki þó vegna þess að stjómar- flokarnir hafi hlotið meirihluta, og heldur ekki af því, að Hanni bal hafi neitt sér til óhelgi unn- ið, heldur af öðrum ástæðum, óskýrðum. Sumir álíta, að til- raun sú sem sagt hefur verið frá, til að stofna Alþýðubanda- lagsfélög hér norðanlands nú í liaust, hafi verið liðskönnun vegna togstreytu, en aðrir telja að þar sé aðeins um að ræða upphaf nýrrar myndbreytingar. AFL ATR YGGIN G AS JÓÐUR Fyrir Alþingi liggur nú til- laga þess efnis, að kosin verði milliþinganefnd til að endur- skoða lögin um aflatryggingar- sjóð sjávarútvegsins. En svo er fyrir mælt í tillögunfti, að milli þinganefndin skuli sérstaklega gera sér far um, að kynna sér skoðanir útvegsmanna og sjó- manna í einstökum landshlut- um og reynslu þeirra af starf- semi aflatryggingasjóðsins. — Framsóknarmenn flytja þessa Raufarhöfn 16. nóv. Hér er norðan- og norðaustangustur með snjókomu öðru hvoru. Snjólétt er þó enn og allir ak- vegir færir. Afli er sæmilegur þegar gef- ur á sjó, sérstaklega á línu. Er það mest ýsa, sem veiðist, og er hún hraðfryst, en slík vinnsla hefur legið niðri hér í 1 !4 ár. í sumar var saltað hér í 66.772 tunnur síldar. HæstU söltunarstöðvamar voru: Óð- inn 12.059 tn., Hafsilfur 11.183 tn., Norðursíld 10.628 tn. og Borgir með 10.320 tunnur. Er mest af síldinni farið héðan, en aftur á móti er mjöl og lýsi nær allt ófarið. Heilsufar er mjög sæmilegt, enda kemur það sér vel, því að læknislaust er hér, þar sem enginn læknir fæst hingað til dvalar yfir veturinn, þrátt fyr- ir góða aðstöðu hér. Verðum við því að leita til Kópaskers um læknisaðstoð. H..H. tillögu, og er Gísli Guðmunds- son framsögumaður málsins í þinginu. HLUT ATRY GGING AS J ÓÐUR Lög um hlutatryggingasjóð bátaútvegsins voru sett fyrir 15 árum, en árið 1962 var náfni þeirra breytt og togaraflotinn tekinn inn í aflatrygginguna. Sjóðurinn skiftist nú í fjórar deildir: Síldveiðideild, almenna deild bátaflotans, almenna deild togaraflotans og jöfnunardeild. Hlutverk jöfnunardeildarinnar er samkvæmt lögunum, að „veita liinum deildunum lán eða styrki, er svo stendur á,“ en sjálf fær hún helminginn af öllum tekjum sjóðsins. En ár- legar tekjur sjóðsins eru 114% af fob-verði útfluttra sjávaraf- urða (nema hvala- og selaaf- urða) og framlag úr ríkissjóði, sem nemur 50% af útflutnings- gjaldinu. Sjóðurinn greiðir bætur þeg ar um er að ræða „almennan aflabrest“ samkvæmt lögunum og er landinu skift í bótasvæði. „MEÐALVEIÐIMAGNIГ Á fiskiþingi og víðar hafa komið fram óskir um breyting- ar á lögunum. M. a. hafa héðan af Norðurlandi heyrzt raddir um, að ekki sé allskostar eðli- legt, að miða bætur við hið svokallaða „meðalveiðimagn,“ eins og gert hefur verið. Tví- mælis orkar að láta bátaútgerð og togaraútgerð hafa sameigin- lega aflatryggingu. Æskilegt væri, að úthlutunarreglur gætu verið eitthvað einfaldari og kunnari almenningi en þær nú eru og að landshlutarnir í fjar- lægð frá höfuðborgarsvæðinu ættu meiri ítök í stjórn sjóðs- ins en þeir nú eiga. Fleira mætti nefna, sem til athugunar kæmi við endurskoðun. ÞRIGGJA ÁRA SVEFN f ST J ÓRN ARRÁÐINU Nú nýlega var til fyrstu um- ræðu á Alþingi frumvarp Fram sóknarmanna um breytingar á hafnarlögum þess efnis, að fjárframlag ríkisins til nánar (Framhald á blaðsíðu 5). FIMMTUGUR BJÖRN STEFÁNSSCN skóla- Stjóri í Ólafsfirði og fréttaritari Dags þar„varð 50 ára 9. nóvem- ber sl. • Blaðið sendir honum hinai beztu árnaðaróskir. f"

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.