Dagur - 18.11.1964, Blaðsíða 4

Dagur - 18.11.1964, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Stuna Sigurðar A. Magnússonar Á KONUNGINN Mídas uxu asna- eyru. Hann huldi þessi lýti með höf- uðfati. Hárskeri hans varð þó að vita um þetta, en af hárskeranum var tekið fullkomið þagnarheiti. Hárskerinn var í eðli sínu trúr, en honum varð ofraun að steinþegja yfir þessu voðalega leyndarmáli. Hárskerinn fór þess vegna á af- vikinn stað, gróf holu og hvíslaði í hana: Mídas konungur hefur asna- eyru. Vindurinn heyrði leyndarmál- ið og hljóp með það út um allt. í sumar sem leið fór líkt fyrir ein- um ritstjóra Morgunblaðsins, Sig- urði A. Magnússyni, og hárskera Mí dasar. Hann sagði það, sem á Morg- unblaðsheimilinu mátti alls ekki segja. Hann sagði það heldur ekki í Morgunblaðinu sjálfu, en reikaði með það í Lesbókina. Honum var of raun að steinþegja. Hinn 9. ágúst sl. stundi hannjiví upp, að íslenzku þjóðfélagi miði nú með hverju ári „æ meir í átt til hreinræktaðs braskara þjóðfélags.“ Almennir borgarar, sem stutt hafa Sjálfstæðisflokkinn, ættu að veita þessari persónulegu tjáningu Morg- unblaðsritstjórans athygli. I»eir vilja að sjálfsögðu ekki frekar en aðrir þjóðfélagsþegnar, að íslenzkt þjóðfé- lag verði „braskara þjóðfélag“, en þeir hafa dyggilega stutt að því með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Sú húfa, sem Sjálfstæðisflokkur- inn hefur borið, hefur hulið þeim eyru hans. Þeir hafa ekki gert sér þess grein, að innan hans eru höfuð- braskarar þjóðfélagsins. Ekki heldur komið auga á það, að þessi ár, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með stjóm landsins, hefur braskið — „gróðasvindlið“ — aukizt og marg faldazt einmitt í skjóli hans og af hans völdum. Hin ofsalega verð- bólgualda stjómarfars þessara ára ber braskarana á faldi sínum. Reykjavík ber þess ljósan vott og Akureyri nokkum. Stuna Sigurðar A. Magnússonar ritstjóra 9. ágúst í sumar var sprott- in af þjáningu óbærilegrar þagnar hárskerans um málefni húsbænd- anna. Hún var greinilegt aðvörun- armerki innan úr húsinu, til þeirra, sem úti fyrir standa, og eru venju- lega duldir þess þýðingarmesta, sem innan veggjanna gerist. NÚ á tímum þykir það næstum sjálfsagt mál, að hver þjóð, bæði stór og smá, hafi forráð eigin mála og öðlist stjórnar- farslegt sjálfstæði. Hins vegar sýna dæmin úr líðandi sögu, að sjálfstæðisyfirlýsingar, þótt studdar séu með viðurkenning- um voldugustu stórvelda eru haldlausar, ef að baki þeirra stendur ekki raunverulegt sjálf stæði í efnahags- og atvinnu- málum. Hinn raunverulegi styrkur sjálfstæðis hverrar þjóðar fer ekki eftir stærð hennar, heldur eftir því, hve styrkum fótum hún stendur í landi sínu. Okkur hættir til að keppa á flestum sviðum við að verða hlutgengir í samanburði við stærri þjóðir. En hinu má ekki gleyma, að margir þýðing- armestu þræðir í uppistöðu efnahagslegs sjálfstæðis þjóð- arinnar verða ekki samanburð- aratriði við margfalt stærri þjóðir. Ort vaxandi þjóð krefst þess, að sjálft landnámið verði gildur þáttur í baráttunni til efnalegs sjálfsforræðis. En í bráð og lengd mun þetta verða prófsteinninn á það hvort þjóð- in getur axlað sjálfstæði sitt, án þess að kikna í hnjáliðum eða velta af sér byrðinni. SJALFSTÆÐI ÞJÓÐARINN- AR BYGGIST Á NÝTINGU LANDSINS GÆÐA. Alhliða nýting landsgæðanna er uppistaða raunhæfs sjálfstæð is, og leiðin til fulls forráðs í atvinnu og efnahagslífi. Það er ekki að undra þótt sú röskun sem átt hefur sér stað í búsetu þjóðarinnar hljóti að vekja marga til umhugsunar um að hvort ekki sé með þeirri þróun stefnt í gagnstæða átt. Ekki getur farið hjá því, að við þessa röskun fari svo, að mörg lands- gæði falli í vanyrkju og jafnvel sé stefnt að framleiðslusam- drætti. Hins vegar eru þeir margir, sem hvorki hafa komið auga á neina hættu í sambandi við þessa þróun né telja að nein þjóðfélagshætta sé á ferð- um. Þeir benda á að velmegun og framleiðsla hafi vaxið, þrátt fyrir byggðaröskunina. Vegna ólíkra sjónarmiða um gildi byggðajafnvægisins í þjóð arbúskapnum er rétt að reyna að gera gildi þess frekari skil. Samkvæmt áætlun kunnugra miðað við núverandi fólksfjölg- unarhlutfall er líklegt, að þjóð- in verði tvöfalt fjölmennari um næstu aldamót. Ef við leggjum niður fyrir okkur tilflutning fólks á árunum 1951—1963, kemur eftirfarandi í Ijós. Á þessu tímabili fjölgaði þjóðinni um 40372 eða um 27%, en á sama áraskeiði fjölgaði fólkinu um 33258 í Reykjavík og á Reykjanessvæðinu eða um 82% af allri fólksfjölgun í landinu. Haldi þessi þróun áfram til aldamóta óhindrað mun af þjóð arfjölguninni 150 þús. bætast við á Faxaflóasvæðið en aðeins 36 þús. í öllum öðrum lands- hlutum. Allt stefnir að því að 8 af hverjum 10 börnum, er ná þroska, ávaxti pund sitt í Reykjavík og á hraunflákum Suðumesjanna. Ég held að það sé fullkomlega tímabært, að þjóðhollir menn staldri við og geri sér grein fyrir, hvað þessi þróun boðar. Stefnir þessi þróun til fram- leiðsluaukningar í útflutningi og matvælaframleiðslunni, sem eru hyrningarsteinar efnahags- kerfisins? Ég held að rétt sé að leiða fram til vitnis upplýsingar hagtíðinda um skiftingu þess sjávarafla er lagður var á land 1962. Samkvæmt þeim var með- al sjávarafli tæp 4 tonn á hvern landsins íbúa eða allt 711 þús. tonn. Þar af fóru á land á Faxa- flóasvæðinu 181 þús. tonn eða 25% af heildaraflamagni, en það svarar til sem næst 1,7 tonn á mann. Á þessu sést að hlutur Faxaflóasvæðis er undir meðallagi við öflun gjaldeyris- tekna þjóðarinnar. HVAÐ ER ÞAÐ, SEJI LOKK- AR FÓLKIÐ? Það er því augljóst, að það er ekki útflutningsframleiðslan, sem lokkar til sín fólkið, held- ur liggur straumurinn frá fram leiðslunni. Sé hins vegar litið á söluskattinn, sem dæmi um veltu, þjónustu og - viðskipta verður dæmið Faxaflóasvæðinu hagkvæmara. Það dæmi sýnir að um % verzlunarveltu þjóð- arinnar fer um hendur Reykja- víkur á einn eða annan hátt. Þetta er máske skýring á því hvað það er, sem dregur að. Rétt er því að athuga starfs- stéttaskiptingu þjóðarinnar eft- ir einstaklingstekjum til að sjá hvert stefnir í verkaskiptingu þjóðarinnar. Hlutfallið verður þannig á árinu 1962, að í hlut þeirra er leggja fyrir sig bjarg- ræðisatvinnuvegi landsins, fisk- veiðar, fiskvinnslu og landbún- að fellur 29,6%, en í hlut þeirra er stunda iðnað og húsbygging- ar 23,3%, en stærsti hluturinn fellur í hlut milliliðanna, verzl- unar, opinberra starfa, þjón- ustustarfa, varnarliðsstarfa og flutninga, eða alls 41,6%. Þessi samanburður sýnir að iðnaður- inn er að verða jafndrættingur gömlu atvinnuVeganna og milli liðastarfsemin er fjölmennasta atvinnugrein þjóðarinnar. Sé búseta þess fólks athuguð, sem stundar iðnað og milliliðaþjón- ustuna, kemur í ljós, að allur þorri þess er í Reykjavík og nágrenni. Dæmið reiknast því þannig, að þótt Faxaflóasvæðið leggi óeðlilega lítið fram hlut- fallslega til gjaldeyrisöflunar, er þáttur þess í iðnaði og milli- liðastarfsemi svo snar og áhrifa ríkur, að meðaltekjur eru þar hærri og jafnari en í öðrum landshlutum. Hér held ég að eftir ÁSKEL EINARSSON bæjarstjóra á Húsavík blasi við orsakir hinna miklu fólksflutninga til Faxaflóasvæð isins. Eðlileg verkaskifting í þjóðfélaginu hefur raskast, þannig að hún er gagnstæð framleiðslunni. Þetta er mis- vöxtur, sem stefnir örast að djúpum þjóðfélagsmeinsemd- um, ef hin blinda þróun verð- ur ekki stöðvuð. Sú hagræna spurning knýr á, hvernig met- in skuli jöfnuð dreifbýlinu í hag. Er það hægt með fram- leiðsluaukningu, sjávar- og land afurða og með óbreyttri verka- skiftingu landshlutanna? Það er skylt að íhuga þetta sjónarmið rækilega. ÞRÓUNIN f NORÐLENZK- NM BÆJUM. Við skulum athuga þróunina í fjórum norðlenzkum bæjum, Sauðárkróki, Ólafsfirði, Dalvík og Húsavík, sem ekki hafa orð- ið fyrir verulegum skakkaföll- um vegna síldveiðanna, en hafa búið við vaxandi aflabrögð eft- ir landhelgisstækkunina. Á ár- unum 1951—1963 fjölgaði fólk- inu í þessum bæjum um 916 manns eða 23%, sem er 4% undir meðaltali. Þessi þróun er sérstaklega athyglisverð vegna þess að fjölgun fólksins er mest í þeim bæjum sem öðrum þræði eru þjónustumiðstöðvar stórra verzlunarsvæða. Á Húsavík var fjölgunin 445 manns og á Sauðárkróki 272 menn eða alls 717 manns. Fólksfjölgunin á Dalvík og Ólafsfirði er því 199 manns eða innan við 20%. Þetta sýnir að landhelgisstækk- unin, ein mesta hagsbót sjávar- útvegsins, hefur ekki dugað að orka nægilega til jafnvægis, nema þar sem til kom að auki verzlun og iðnaður. IÐNAÐUR OG ÞJÓNUSTU- STÖRF LOKKA FÓLKIÐ. Dæmin frá síldarbæjunum, sem búið hafa við uppgrip síð- ustu árin t. d. Norðfirði var íbúaaukning 1951—1963 aðeins 17% eða 10% undir meðallagi. Á Vopnafirði, Seyðisfirði, hef- ur íbúafjöldinn staðið i stað. Þó hafa þorp eins og Eskifjörð- ur og Raufarhöfn haldið rúm- lega meðalfjölgun, en þau eru því miður örfáar undantekning- ar. Gamalgrónar verstöðvar eins og Vestmannaeyjar hafa rétt slefað í að halda meðal fólksfjölgun. Það liggur því alveg ljóst fyrir, að aukning hráefnaframleiðslunnar nægir ekki ein til þess að stöðva fólks streymið og tryggja jafnvægi. Öðru máli gegnir um hinar ört vaxandi þjónustustöðvar í land búnaðarhéruðunum. Á árun- um 1951—1963 fjölgaði á Sel- fossi um 923 eða 90%, í Borgar- nesi um 30% og Egilsstöðum um 50% og Hvolsvelli um 40%. Þessi dæmi sanna ótvírætt að l iðnaðurinn og milliliðastarfsem in soga til sín fólkið, hvort heldur er í þéttbýli eða dreif- býlissvæði. Þeim þýðingarmikla hópi í þjóðfélaginu er stundar gömlu frumatvinnuvegina fækk ar hlutfallslega. En hins vegar blasir það við að arður framleiðslunnar fer í vaxandi mæli til milliliðanna og því vaxa þau landssvæði að auði, þar sem milliliða- og þjónustustéttirnar eru voldugri og áhrifaríkari, auðvitað á kostnáð hinna, sem stefna hröð um skrefum til efnahagslegrar vanþróunar. Hér erum við komnir að sjálfum kjarna málsins, sem brjóta þarf til mergjar. Á tíma- bilinu 1951—1963 er fólksfjölg- unin undir meðallagi í öllum landshlutum nema í Reykjavík og Reykjanesi. En í þeim lands- hlutum fjölgaði fólkinu um- fram meðal fólksfjölgun um 13700 manns. Röskun búsetunn- ar á tímabilinu svarar til þess að allir íbúar í kaupstöðum á Norðausturlandi og Austfjörð- um hefði yfirgefið heimili sín og flutt til Faxaflóa. Þetta gæti líka svarað til að meðalfjöl- skylda flytti hvern rúmhelgan dag til Faxaflóasvæðisins frá öðrum landshlutum á áður- nefndu tímabili. Ekki er vafi á að sígandi framleiðslusam- dráttur hlýtur að koma í kjöl- farið. Ennfi-emur getur dæmið frá Siglufirði um skyndilegan samdrátt skollið á heilum lands hlutum, sem búa við líkar at- vinnuaðstæður. Þá verður alls- herjarskriða t. d. fækkaði fólki á Siglufirði um 17% frá 1951— 1963 og er það 44% undir með- alaukningu. SOGKRAFTUR HINNAR BLINDU ÞRÓUNAR. Staðreyndirnar blasa við. Sogkraftur þeirra landshluta, sem hafa náð undirtökum í hinni blindu þróun efnahags- lífsins, vegna staðsetningar iðn- aðar og milliliða og annars veg ar sveiflur í atvinnulífi aðal- 5 fLýlis atvinnuvega dreifbýlisins, vegna misjafnra fiskigengda og veðrabrigða, eru þau öfl, sem dreifbýlið hefur við að glíma. í fyrstu röð, þjóðhagslega séð, er að treysta hin brigðulu, en ómissandi undirstöðufram- leiðslu. Sagan af Siglufirði er víti til þess að varast. Fram- leiðslugreinarnar verða ekki treystar með því einu að efla þær sjálfar einar saman. Nauð- synlegt er, að sem næst hverri framleiðslustöð sé staðsett öll sú þjónusta og iðnaður, sem framleiðslunni er nauðsynleg. Jafnframt þarf að hefja full- vinnslu þess hráefnis, sem framleitt er á staðnum. Þetta mundi tryggja það að sá arður af framleiðslunni, sem eðlilega fer um hendur iðnaðar- og þjónustu styrki sjálfa fram- leiðsluna í byggðarlaginu. Enn- fremur þarf að koma upp nýj- um framleiðslugreinum, sem eru óháðar hinni brigðulu hrá- efnisöflun til sjávarins, þannig er hægt að draga úr áhættunni við framleiðsluna innan hvers landshluta og skapa fram- leiðslustöðvunum um leið ör- yggi, þrátt fyrir áhættusaman höfuðatvinnuveg landshlutans. Hagræn þróun í þessa átt er þjóðfélaginu höfuðnauðsyn, ef ekki á að hrikta til fulls í höf- uðundirstöðum þjóðlífsins. Þetta eitt er þó ekki nægilegt til að snúa hjólinu við. Breyta þarf einnig verkaskiftingunni í þjóðfélaginu á þann veg að flytja þá þjónustu og iðnað út í landshlutana, sem þeim eru nauðsynlegir, þótt ekki sé í sambandi við þarfir einstakra framleiðslustöðva. TVÆR HÖFUÐLEHÍIR. Hér er um tvær höfuðleiðir að ræða, að stefna beinlínis að myndun nýrrar borgar t. d. á Norðurlandi eða efla þá þétt- býliskjarna í landshlutunum, sem þegar er vísir að t. d. Borg arnesi, Egilsstöðum og Selfossi og víðar. í fljótu bragði virðist sú leið áhrifaríkust að efla nýja borg í landinu t. d. má nefna, ef sá fólksfjöldi 13700 mann er sett- ist að á Faxaflóasvæðinu 1951—! 1963, hefði flutt til Akureyrar væri hún að nálgast borgar- stærð. Þessari þróun fylgja einnig nýjar hættur og vanda- mál, án þess að sporna í nokkru við þeirri jafnvægisröskun, sem nú á sér stað í þjóðfélaginu. Snögg þróun í þessa átt skapaði nýjan sogkraft og gerði máske að engu það forgengs- verkefni að tryggja frekara jafnvægi í framleiðslustöðvun- um. Slík borg gæti ekki gengið í sömu jafnvægisátt og þjónustu og iðnaðarstöðvar landshlut- anna, en alls ekki leyst þær af hólmi. Hinu er ekki að neita að fyllilega er athugandi að stefna að myndun nýborgar, þegar um er að ræða nýja framleiðsluþætti og stóriðnað. Hitt kemur auðvitað af sjálfu sér, að kaupstaðir, sem jafn- framt eru þjóriustustöðvar vel- megandi landshluta og búa við góð hafnarskilyrði og orkuað- stöðu hafa vaxtarskilyrði til að gerast i sumum efnum iðnaðar- og þjónustustöðvar fyrir stærra svæði, en aðliggjandi lands- hluta. Þannig þróun held ég að sé afdrifabezt og valdi minnstri röskun. Að hinu á að stefna fyrst og fremst að efla þá þéttbýlis- kjarna, sem fyrir eru og skipu- leggja verkaskifti milli þeirra með hliðsjón af legu við sam- göngur og framleiðsluskilyrð- um. Þróun sú, sem einna lengst er komin á Selfossi og Borgar- nesi, ennfremur er vísir að á Egilsstöðum, að efla þéttbýlis- kjarna fyrir heila landshluta og stefna þeim, sem mest af verzl- unar- og iðnaðarþjónustu, hef- ur þegar sannað rétt sinn og er til jafnvægisauka fyrir lands- hlutana. Þannig þéttbýliskjarnar, sem jafnframt eru miðstöðvar land- búnaðarhéraða og einnig þeir þéttbýliskjarnar, sem eru fram- leiðslustöðvar til sjávarins eru bezt fallnir til þess að verða landshlutamiðstöðvar og upp- úygging þeirra til jafnvægis- auka. HAGSKIPULAG OG LANDS- HLUT AMIÐSTÖÐ V AR. Segjum svo að þjóðhagsskip- aninni verði af almannavaldinu beint inn á þessar brautir, er nauðsynlegt að gera hagskipu- lag, sem skifti landinu í hag- svæði með landshlutamiðstöðv- um. Undirstaða þess skipulags er könnun náttúrugæða landshlut ans, skipulagning samgangna og áætlun um ^orkuþörf og orkuvinnslu. Þannig hagskipulag verður að stefna að því, að landskostir verði nýttir, sem víðast og jafn- ast, enda verði þjónustu- og milliliðastarfsemi staðsett með hagsmuni framleiðslustarfsem- innar í landshlutunum fyrir augum. Skipuleggja þarf verka - skiftingu milli þéttbýliskjarna hvers landshluta, þannig að sem jákvæðust framvinda fáist fyrir heildina. Stefna ber að því að landshlutarnir verði sér- stök hagsvæði með innbyrðis heimamarkaði. Hagsvæðin verða að vaxa upp úr verzlun- arsvæðunum, sem byggist á sömu undirstöðu, þó að í víð- ari merkingu verði. Innan. hagsvæðanna verða að rísa upp iðnaðar- og þjónustu- starfsemi, sem ýmist er dreift milli framleiðslustöðvanna við sjóinn eða er staðsettur í lands- hlutamiðstöð vegna samgangna eða legu þeirra. Ennfremur er hugsanlegt að stærri iðnfyrir- tæki og þj ónustustöðvar, sem þjóna fleirum en einum lands- hluta verði dreift á milli þeirrá til jafnvægis og til þess að sporna við atvinnuleysi. Þannig er eðlilegt einnig, að stofnun- um, á landsvísu verði dreift um landið, þar sem aðstæður eru góðar. Allt þetta þarf að skipuleggja með allsherjar hag- skipulagi af landinu með jafn- vægi byggðarinnar fyrir aug- um. Jafnframt hagskipulagi lands- hlutanna verður stjórnskipun- in að laga sig að hinni nýju stefnu í þjóðfélagsþróuninni. Landshlutarnir verða að mynda nýjar stjórnskipulagar heildir með sérstakri landshlutastjórn. Þess vegna er grundvallar- breyting á stjómskipun lands- ins í þessa átt eitt höfuðskil- yrði þess, að hægt verði að stefna þjóðfélagsþróuninni inn á þær brautir að stefnt verði til aukins jafnvægis fyrir dreif- býlið. Það vantar byggðavald, sem er samnefnari fyrir sveit- arfélögin í hverjum landshluta. Afl bæði í sókn og vörn, sem er framkvæmdavaldshafi í mál um landshlutans. Þetta er meira atriði til að leiðrétta núverandi verkaskift- ingu innan þjóðfélagsins, en margur hyggur. í kjölfar hins nýja stjórnskipunarvalds flytt- ist út í landshlutamiðstöðvarn- ar margvísleg þjónustustarf- semi bæði á sviði stjórnarfars, fjármála og verzlunar. Einn þátturinn verður sá að dreifa með þessu móti út í landshlut- ana stærsta atvinnuveginum, milliliðastarfseminni, enda féll í hlut opinberra starfa 20% af einstaklingstekjum árið 1962. Stærri fyrirtæki í verzlun og iðnaði yrðu nauðbeygð að fara í kjölfarið á tilflutningi opin- berrar þjónustu og hinnar nýju stjórnskipunar, og yrðu að dreifa rekstri sínum meir út í landshlutana, ef þau vilja hasla sér völl í hinum sérhæfðu hag- svæðum. Hér verður að fara saman sér stætt stjórnarfarslegt hlutskifti og hagrænt skipulag landshlut- anna, þar sem tryggð er bæði sérstaða og heildarhlutdeild í þjóðfélaginu. HIN NÝJA STEFNA. Til að þessi stefna megi tak- ast og hið nýja skipulag verða annað en tildur, verður að jafna til muna skilyrði til atvinnu- rekstrar í landshlutunum. Verja verður stórauknu fé til ýmis konar undii'stöðu fjár- festingar til þess að skapa und- irstöðuskilyrði hinnar nýju byggðaþróunar. Koma verður upp innflutningshöfn í hverjum landshluta með beinum við- skiptasamböndum og skipaferð um við útlönd. Óháð verzlunar- miðstöð. Gera verður aðalsam- gönguleiðir á landi þannig úr garði, að samkeppnisaðstaða iðnfyrirtækja úti á landi í mörk uðum þéttbýlisins verði sam- bærileg. Tryggja verður næga raforku til iðnaðarþarfa á sam- keppnisfæru verði. Skapa verð- ur í landshlutunum menningar- stöðvar á sviði skóla og lista, og tryggja að ungmenni geti stundað margþætt sérnám heima og að leikhúsmenning geti dafnað. Margt fleira mætti telja upp. En allt þetta kostar regin fjár- hæðir sem ekki skila sér beint til baka í beinhörðum pening- um. Hér þarf mótvægisframlag til dreifbýlisins, sem koma verður frá þjóðarheildinni. Þess er skylt að geta að allir hvalrekar á fjármálafjörum þjóðarbúsins hafa farið fram hjá garði dreif- býlisins. Margir þessir hvalrek- ar eins og varnarliðsgróðinn hafa átt sinn stóra þátt í að raska byggðajafnvæginu. Inn í landið hafa streymt milljarðar erlendra fjármuna, sem að mestu hafa fallið í hlut Faxa- flóasvæðisins. Þetta hefur haft ill hagræn áhrif á dreifbýlið, en ýtt undir aðra staði t. d. fjölgaði fólkinu á Suðurnesjum um 62% á árunum 1951—1963. Þetta þarf að leiðrétta og taka tillit til, þegar skammtað er á diska dréifbýlisins af rík- isvaldinu. Fólkið í dreifbýlinu má ekki dyljast þess, að ekkert verður áunnið með því einu að ætlast til að hlutur þess verði réttur af ríkisheildinni. Trú fólksins á tilveru og hlutverk landsbyggðarinnar í þjóðarbúskapnum verður að vera leiðandi Ijós. Fólkið verð- ur sjálft að finna úrræðin til að leysa vandann. Það verður að hafa forystu um samtök á sviði atvinnumála og menning- ar. Þannig verða bezt reistar skorður við því að atvinnutæk- in séu mjólkuð í þágu fjar- bílarnir skullu þarna saman og ýtti strætisvagnínn hinum bíln um á undan sér um 10 metra áður en þeir stöðvuðust. Ökumaðurinn var einn í fólksbílnum og hlaut skurð á höfði auk annarra meiðsla. Var FRÁ BÆJARSTJÖRN (Framhald af blaðsíðu 1). Tillaga um fiskiskipakaup. Svohljóðandi tillaga var lögð fram frá fulltrúum Alþýðu- bandalagsins: „Bæjarstjórn Akureyx-ar sam þykkir að beita áhrifum sínum í stjórn Útgerðai-félags , Akur- eyringa h.f. fyrir því, að félagið kaupi tvö ný fiskiskip 300—4Q0 smálestir að stærð, í samvinnu við Krossanessverksmiðjuna. Um gerð skipanna verði byggt á þeix-ri reynslu, sem fengin er, bæði hér í bæ og ann ars staðar.“ 1 Samþykkt var að vísa tillög- unni til bæjarráðs. □ Flestir vegir færir SIGLUF J ARÐ ARSK ARÐ og Lágheiði hafa lokast vegna snjóa, svo og Axarfjarðarheiði. Aðrir heiða- og fjallvegir fyrir norðan og austan eru enn vel færir bifreiðum. Þó mun erfitt færi á Möðrudalsöræfum og allmikill snjór á Tjörnesvegi. □ lægra fjármagnseigenda í stað þess að arður þeirra félli í hlut heimamanna. Reynslan af skyndihlaupum spegulanta á uppgripatímum, hefur víða um land skilið eftir sig auðn. Þess vegna er það athyglisvert, að sérstök aðstoð vei'ði veitt fram takssömum mönnum í heima- byggðum, sem vilja ryðja nýj- ar brautir í atvinnuuppbygg- ingu dreifbýlisins. Þetta gera aðrar þjóðir með ríkulegum ár- angri. LANDNÁMSSTARF OG EFNAHAGSLEGT SJÁLF- STÆÐI. Ég minntist á það í upphafi að þjóðin þyrfti að inna af hendi landnámsstarf í laridi sínu og það starf nátengt bar- áttu hennar til fyllsta efnahags- sjálfstæðis. Það er því ekki úr vegi að þjóðin einmitt nú á tímamótum í sögu hins unga lýðveldis á þessu ári, síaldraði ögn við og hugsaði ráð sitt hvex-nig hún erjar land sitt og byggi sig undir hlutverk sitt í bráð og lengd. Ekki er vafi á því að við- fangsefni dreifbýlisins og lausn þeirra þjóðfélagsvandamála er eitt þýðingarmesta sjálfstæðis- mál þjóðai-innar um ókomin ár. □ (Framhald af blaðsíðu 8). tilgreindra hafnarmannvirkja skuli hækka úr 40% af kostn- aði, sem er venjulegt, upp í 65% og að hafnarsjóðir eða sveitarfélögin standi þá straum af 35% í stað 60% nú. Fyrir nokkrum árum, í tíð vinstri stjórnarinnar samþykkti Alþingi að láta cndurskoða hafnalögin og gera 10 ára áætl- un um hafnargerð, og skyldi þettá gert í samráði við vita- málastjóra. Þáverandi sam- göngumálaráðherra, Eysteinn Jónsson, fól atvinnutækjanefnd sem þá var starfandi, að vinna þetta verk í samráði við vita- málastjóra. Gerði hún það og hafði til þess sérfræðilega að- stoð verkfræðinga, en auk þess komu nefndarmenn sjálfir, all- ir eða einhverjir þeirra á rnjög marga af þeim stöðum, sem hafnalögin taka til. Formaður nefndarinnar var Gísli Guð- mundsson alþingismaður, en með honum í nefndinni voru Tryggvi Helgason formaður Sjómannafélags Akureyrar og Birgir Finnsson alþingismaður. Haustið 1961 afhenti nefndin ráðherra fruxnvarp til nýrra hafnalaga og 10 ára áretlun (fyrir árin 1961—1970), en frumvarpið er nú búið að vera þrjú ár til athugunar í stjóm- arráðinu. Q Harður áreksfur við Þórshamar HARÐUR bifreiðaárekstur varð hér í bænum rétt fyrir há- degið í gær, milli strætisvagns og fólksbifreiðai-. Fólksbifreið- in ók vestur götuna að bifreiða verkstæðinu Þói-shamar, en í sama mund bar að strætisvagn, sem ók norður með vei-kstæð- inu. Skipti engum togum að hann fluttur í sjúkrahús, en síðan heim. Aðrir slösuðust ekki. Fólksbíllinn skemmdist mik- ið, og strætisvagninn laskaðist að frciman. Q - SMÁTT OG STÓRT

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.