Dagur - 27.01.1965, Blaðsíða 4
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-1166 og 1-1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
OLINÐRI ÞRÓUN
LIAFNAÐ
UM NOKKURT skeið hefur verið
svo ástatt í landi okkar, að hverskon-
ar þjónustustörf hafa verið eftirsótt-
ari en vinnan við framleiðsluatvinnu
vegi þjóðarinnar, enda þjónustu-
störf betur borguð. Afleiðingarnar
hafa heldur ekki látið á sér standa.
Á það bendir fólksstraumurinn að
Faxaflóa, sem enn flytur með sér
fólk og fjármagn frá öðrum lands
hlutum og það í svo ríkum mæli að
við landauðn liggur í heilum byggð
arlögum. Hin blinda þróun fjár-
magns og viðskipta hefur heldur
ekki sneitt hjá garði ýmsra annarra
Evrópuþjóða. En þær þjóðir hafa
mætt vandanum með raunhæfum að
gerðum. Þær hafa með löggjöf og
ríkisframkvæmdum snúið fólksflutn
ingunuin við á ýmsum stöðum og
fengið af því þá reynzlu, að sú leið
væri ekki aðeins fær, heldur einnig
hagkvæm og nauðsynleg vegna þjóð
arheildarinnar. Þar hefur sú skoðun
fest rætur í almenningsálitinu og hjá
hinum leiðandi öflum, að þjóðfélög
in hlytu að láta sig varða livar upp
væri sett atvinnu- og framleiðslufyr-
irtæki, hinar ýmsu stofnanir og hvar
fólkið hefði búsetu., Þar er hafnað
hinni blindu þróun f jármagnsins. Að
sjálfsögðu geta íslendingar ekki snið
ið löggjöf sína eftir erlendum fyrir-
myndum, svo margvíslega sérstöðu
höfum við hér á landi. En hér er þó
við sama vandamálið að glíma og því
nauðsynlegt að kynna sér hversu aðr-
ar þjóðir taka á sama vandamálinu.
Allir kannast við Norður-Noregsá-
ætlunina, svo vel var hún nýlega
kynnt hér í blöðum og útvarpi og svo
glæsilegan árangur hefur hún borið
I Frakklandi var gerð 10 ára áætlun
um flutning margra ríkisstofnana
frá höfuðborginni og öðrum stór-
borgum Frakklands. Ríkisvaldið stóð
ákveðið að þessu og einnig því, að
þau framleiðslufyrirtæki, sem flyttu
meira en 200 km frá höfuðborginni
nytu hagstæðari lána og annarrar
nauðsynlegrar fyrirgreiðslu. Árið
1960 var þegar búið, samkvæmt þess
ari áætlun, að flýtja 600 atvinnufyrir
tæki, með 170 þús. manns í þjónustu
sinni, út á landsbyggðina.
Bretar gera áætlun um 300 upp-
byggingarsvæði hjá sér, þar sem kom
ið verði á fót nýjum atvinnugreinum,
svo og útborgarsvæðum til að létta á
London. Ríkið sjálft hefur þegar
komið upp fjölda atvinnufyrirtækja
á þessum stöðum og framleiðslustöðv
um og veitir styrki til að aðrir stefni
í sömu átt. í Svíþjóð vann milliþinga
nefnd að áætlunagerð í þessum mál-
um frá 1959-1963 og lagði m.a. til,
að stórfé yrði varið til hinna ýmsu
(Framhald á blaðsíðu 7).
(Framhald af blaðsíðu 8).
þar um hríð öðrum hjólatækj-
um en trukkbílum. Nú er þess-
ari plágu afiétt í bili en eng-
inn veit hvenær sækir í sama
farið því vegurinn þarna þolir
engan vatnságang. Einhvern-
tíma mun hafa verið þarna
„upphleyptur11 vegur en hann er
nú sokkinn svo fremur er
hægt að segja að ekið sé eftir
skurði en vegi. — mhg.
Nætursvail í Möðruvallaklaustri.
(Ljósmyndimar tók Eðvarö S-gurgeusson.)
Munkarnir á Möðrisvötf uni
eftir Davíð Stefánssoii frá Fagraskógi
Leikstjóri Ágúst Kvaran
HÁTÍÐARSÝNING Leikfélags
Akureyrar á Munkunum á
MöðruvöIIum eftir Davíð Stef-
ánsson frá Fagraskógi hinn 21.
janúar, sjötugasta afmælisdegi
höfundar, tókst mjög vel eins og
áður var frá sagt. f vandaðri
leikskrá er þjóðskáldsins
minnst af Þorsíeini M. Jónssyni,
Áma Jónssyni og Haraldi
Bjömssyni.
Höfundur sótti efni þessa
fyrsta leikrits síns inn fyrir
klausturveggi í kaþólskum sið
og notar sögulegan atburð frá
1316 úr munkaklaustrinu á
Möðruvöllum í uppistöðu. Þá
ræður ríkjum í klaustrinu, sam
kvæmt leikritinu, príór sá, sem
er hinn mesti skelmir. Hann er
fégráðugur og slægur, tungu-
mjúkur og trúlaus. Undir stjóm
hans ríkir spilling í klaustrinu
og er hún sterkum litum upp
dregin, þótt það hinsvegar komi
einnig fram, að í kyrrð klaust-
ursins væru af alúð unnin ýms
þau fræðslustörf, eins og í öðr-
um klaustrum, sem varðveittu
bæði sögu okkar og tungu og
voru því ómetanleg.
Skipakoma að Gásum er
ákaflega kærkomin tilbreyt-
ing í fábreyttu Iífi munkanna
og þangað fer hópur þeirra. För
sú er slarksöm og er þeir koma
heim ásamt fylgikonum sínum,
verða þeir valdir að brun'a
klaustursins og dauða príórsins.
Og á meðan klaustrið brennur
bjargar ást fagurrar konu
yngsta bróðurnum. Höfundur-
inn deilir á klausturlifnað og
innilokun og er leikritið í raun
og veru hrjúfur óður frelsisins.
Ágúst Kvaran, sem sviðsetti
leikinn, var honum áður kunn-
ugur, því hann fór með hið
vandasama hlutverk, príórinn, í
þessum sjónleik 1928. En þá
var hann sýndur á Akureyri
tmdir leikstj. Haraldar Bjöms
sonar. Fór vel á því, að þessi
kunni leikhúsmaður tæki að sér
þennan vanda og þótti mönnum
það nokkur trygging fyrir því,
að vel væri að unnið • og brást
það ekki. Segja má, að Munkam
ir á Möðruvöllum sé óvenju
snurðulaus leiksýning og vönd-
uð í uppsetningu, og LA og bæn
um til sóma.
Jóhann Ögmundsson leikur
príórinn, hinn slægvitra höfð-
ingja klaustursins, og þótt hann
hafi oft vel gert á leiksviði, er
vafasamt að hann hafi nokkru
sinni gert betur.
Olafur Axelsson leikur ungan
og ríkan bóndason, sem dvelur
í klaustrinu og eignast unnustu.
Lífið utan klaustursins kallar á
hann en príórinn fær því óork-
að, að hann gefur klaustrinu
allar eigur sínar og gengur ein
lífi klaustursins á hönd. Ungi
maðurinn á í miklu sálarstríði,
Klaustrið og konan toga hann á
milli sín. En sálarstríð Óttars á
leiksviðinu er næstum sjúklegt
frá byrjun, eða svo kemur mér
það fyrir sjónir, og kann ég ekki
að meta þennan eyfirska og ríka
bóndason, sem í viðbót við 14
jarðar á hina fegurstu unnustu.
Margur hefur látið sér duga
minna og þó borið sig allvel. En
er á líður verður Óttar sannari
á sviðinu, og vex í hinum hörðu
átökum, sem þá verða.
Frú Þórey Aðalsteinsdóttir leik
ur Sigrúnu, unnustu Óttars og
er leikur hennar bæði heill og
öfgalaus, og þróttmeiri en oftast
áður. Guðmundur Magnússon
leikur Þorgrím bónda, frænda
og fjórhaldsmann Óttars, lítið
hlutverk. Jakobína Kjartans-
dóttir og Hallmundur Kristins-
son, leika Borghildi og Hauk,
unga elskendur á mjög viðfeld-
inn hátt. En Haukur kemur
meira við sögu, sem vinur Ótt
ars og lífsglaður maður, fullur
af æskuþrótti. Hallmundur ger-
ir þessu hlutverki sínu góð skil
og hressileg.
Jón Kristinsson og Hreinn
Pálsson leika erlenda kaup-
menn, sem koma með vörur sín
ar að Gásum. Eggert Ólafsson
leikur brytann á Möðruvöllum,
orðhvatan svola og gerir það
vel. Jón Ingimarsson leikur
„fyrsta munk“ á smeðjulegan
en þó á.broslegan hátt.
Aðra munka í Möðruvalla-
klaustri leika þessir menn: Karl
Tómasson, Jón Ingólfsson, Haf
steinn Þorbergsson, Bjami Að
alsteinsson, Jón Kristinsson
Árni Böðvarsson og Guðmund
ur Magnússon (Þrír sí'ðast-
töldu með tvö hlutverk í leikn
um). Ámi Böðvarsson og Kjart
an Ólafsson leika ölmusumenn,
(Framhald á blaðsíðu 7).
Frostastöðum, 19. janúar —
Þó að veðurlagið leiki engan
veginn við Skagfirðinga um
þessar mundir reyna þeir þó
að skemmta ser eftir föngum.
Danssamkomur eru í félagsheim
ilunum til og frá og þykja eng-
ar fréttir. Leikfélag Sauðár-
króks hefur haft nokkrar sýn-
ingar á Gullna hliðinu og notið
þar góðrar aðstoðar Önnu Guð-
mundsdóttur leikkonu úr
Reykjavík. Ágæt aðsókn var að
sýningum félagsins og dómar
um frammistöðu leikanda yfir-
leitt lofsamlegir.
Karlakórarnir þrír eru allir
að störfum og einn þeirra, Heim
ir, undir stjórn Jóns Björnsson
ar á Hafsteinsstöðum, hélt að
venju opinbera söngskemmtun
Príórhm og Ottar í síðasta þætti.
Óttar afsalar sér öllum eignum sínum svo og unnustu sinni
ir Skagafirði
á þrettándanum við undirleik
Guðmundar Jóhannssonar á Ak
ureyri. Var samkoman vel sótt
og Heimi til sóma. Má það raun
ar undravei’t kalla, að sveita-
kórar skuli geta, á hálfum öðr-
um mánuði og tæpum þó æft
lög, viðamikil sum og vandmeð
farin, svo vel, að flutningur
þeirra er prýðilega frambærileg
ur á opinberum vettvangi. Á
bak við slíkan árangur liggur
mikið starf, unnið af ómældri
óeigingirni og fórnfýsi. — mhg.
- Listamannalaiin
(Framhald af blaðsíðu 1).
(Þórir Bergsson), Þorvaldur Skúla
son, Þórarinn Jónsson.
18 þúsund krónur:
Agnar Þórðarson, Agúst Kvaran,
Armann Kr. Einarsson, Björn
Blöndal, Bragi Sigurjónsson, Egg-
ert Guðmundsson, Guðmundur L.
Friðfinnsson, Guðrún frá Lundi,
Guðrún Kristinsdóttir, Gunnar
Dal, Gunnar M. Magnúss, Hall-
dór Stefánsson, Hannes Sigfússon,
Heiðrekur Guðmundsson, Jakob
Jóh. Smári, Jóhann Ó. Haralds-
son, Jóhannes Geir, Jóhannes Jó-
hannesson, Jón Helgason prófess-
or, Jón Óskar, Jón úr Vör, Jökull
Jakobsson, Karen Agnete Þórar-
insson, Kristinn Pétursson list-
málari, Kristján frá Djúpalæk,
Magnús Á. Arnason, Nína
Tryggvadóttir, Ólöf Pálsdóttir,
Óskar Aðalstejnn, Ragnar H.
Ragnar, Ragnliéiður Jónsdóttir,
Róbert Arnfinnsson, Rögnvaldur
Sigurjónsson, Sigurður A. Magn-
ússon, Sigurður Þórðarson, Sigur-
jón Jónsson, Sktdi Halldórsson,
Stefán Júlíusson, Valtýr Péturs-
son, Veturliði Gunnarsson, Þor-
steinn Valdimarsson, Þórarinn
'Guðmúndsson, Þórunn Elfa
Magnúsdóttir, Örlygur Sigurðs-
son.
12 þúsund krónur:
Ágúst Sigurmundsson, Benedikt
Árnason, Bragi Ásgeirsson, Egill
Jónasson á Húsavík, Einar Bragi,
Eiríkur Sntith, Eyþór Stefánsson,
Filippía Kristjánsdóttir (Hugrún),
Geir Kristjánsson, Gísli Ólafsson,
Guðmundur Elíasson, Guðrún Ás-
mundsdóttir, Gunnfríður Jóns-
dóttir, Hafsteinn Austmann,
Hjálmar Þorsteinsson á Hofi,
Hjiirleifur Sigurðsson, Hringur
Jóhannesson, Hrólfur Sigurðsson,
Hiirður Ágústsson, Ingólfur Kristj
ánsson, Jakob Jónasson, Jakobína
Sigurðardóttir, Jóliann Hjálmars-
son. Jón S. Jónsson, Jórunn Við-
ar, Karl Kvaran, Margrét Jóns-
dóttir, Rósberg G. Snædal, Stein-
ar Sigurjónsson, Steinþór Sigurðs-
son, Sverrir Haraltísson listmálari,
Vigdís Kristjánsdóttir.
Milli búrs og eldliúss
Ófeigsstöðum, 26. janúar. Fátt
hefur til tíðinda borið í Kínn
á þessu ári, enda sveitaroddvit-
inn á Húsavík frá áramótum og
rétt kominn heim.
Með mjólk og nauðsynlegasta
flutning hefur verið ekið til
Húsavíkur allt frá Lækjamóti.
Út-Kinnungar hafa flutt sínar
. vörur á beltis-dráttarvélum
hingað suður.
Félagsstörf hafa legið niðri
vegna ótíðar, og á skemmtana-
lífinu er hlé, sem er sennilega
holl hvíld part úr árinu. Og
ævintýrin eru engin hér um
sveitir, nema þau, sem etv. ger
ast milli búrs og eldhúss og eng
inn veit neitt um, fyrr en þá eft
ir marga mánuði. B.B.
kerling á sextugsaldri, ættuð ofan úr sveit.kom siglandi
sein og smjörblíð og bauð honum kaffi. Hann neitaði því
fremur hranalega og bað um viskí og selters, sem Anna
setti ífam hálfsmeik og móðguð.
Hann liafði búið um sig mjög traust og alldýrt. Sameigin-
legt reykingar- og vinnuherbergi var ríkmannlegt. Dorð-
stofa og salur, báru þess vott að þar væri áslmey á hans
snærum, þar \ ar líka lítill flýgill, hlýtt gólfteppi og stór og
glæsileg skrautleirkrukka. Edith bæði spilaði og söng og
hafði ágæta kabaretthæfileika. En hún var leikkona.
Já, hún hét Edith. Hún var um 27 ára og af góðum ætturn
og Iiafði gaman af að minna hann á það. Faðir hennar hafði
verið amtmaður á Vesturlandi, og móðirin var fædd eitt-
hvað fínt og átti nú heima í Björgvin. Fjölskyldan var allvel
fjáð, og fjárstofn hafði verið ánafnaður Edith, að vísu eng-
inn auður, en þó svo að hún fékk 6-7000 krónur í árlega
vexti, og þurfti því satt að segja ekki að kvíða skorti. Auk
þess var móðirin með listamannseðli. Það var hennar frægð
og heiður að hafa talað við þennan og þennan leikara og
hitt og þetta skáldið. Og hún mundi orðrétt það, sem sagt
hafði verið við þessi tækifæri, — eins og það hefði verið í
gær! Að vísu rugluðust orðin ofurlítið í hvert sinn, sem
hún endurtók þau með dásamlegri Björgvinjar-viðhöfn, og
það éar nú heldur ekki að fást um. Hitt var larigtum mikil-
vægara, að hún hafði líka, — bæði hún og amtmaðurinn sál-
ugi höfðu séð sjálfan Joseph Kainz* leikara, það var á há-
tindi frægðar hans, og það í sjálfum Hamlet, og þá, — það
var sögulegt augnablik, — var hún svo hrifin að lá við yfir-
liði, — að hún hafði rutt sér braut fram til klæðaskiptaher-
bergis Kainz, — hugsið ykkur bara! Hún! Aumingja ókunn
manneskja frá Noregi, — og hún færði honum rósir, og með
tárin streymandi niður yfir andlitið hafði hún sagt:
— Sie sind göttlich! Ich vergesse es niemals!
Og þá hefði Kainz kysst riddaralega á hönd hennar og
sagt:
— Ich werde auch Sie niemals vergessen, libe Frau!
— Já, þetta var endurminning senr vara mun til ævi-
kvöldsins síðustu stundar. Og að nú væri hún litla dásam-
lega Edith hennar komin inn á leikhúsvanginn! Það væri
alveg öllum óskum ofar! Bara að hún lenti nú ekki í neinu
Ijótu klúðri. Þeir væru nú ekki alltaf Drottins beztu börn
leikararnir. En því meir ástæða og þörf væri það fyrir móð-
urina að vernda hana, og hvernig ætti hún að geta það frá
Björgvin — að undanskildum tveimur árlegum heimsókn-
um til höfuðborgarinnar — nema þá með ofurlitlum auka-
lífeyri....
Fjárhagslega ætti Jdví allt að vera í bezta lagi fyrir Edith.
Og þótt svo væri ekki, gilti einu fyrir Eirík, því hann var
alls ekk fátækur, og hann hafði gaman af að kosta talsverðu
upp á hana. Á þeim vettvangi skildi hann hverja hálf-
kveðna vísu, og það jal’naði öll reikningsskil. Og honum leið
vel, er hann hugsaði til Jjess, að reikningarnir væru í fullu
lagi, — gjaldeyrir greiddur, og þar með full skil án frekari
skuldbindinga. —
Eiríkur hafði séð Edith nokkrum sinnum á leiksviði, og
}>að hafði vakið furðu hans. Þetta var allt snoturt og laglegt
og blátt áfram lítilfjörlegt. Og það voru þessir góðu ytri
eiginleikar, sem skapgerðina skorti. Ekki var heldur neitt
sérlega í hana varið, en hún hafði á hinn bóginn óslökkv-
andæi lífsþroska og var þess fullviss, að henni bæri allt, sem
hún girntist — og núna í svipinn fannst honum þetta fram
úrskarandi gremjulegt.
Hann reikaði inn í „hennar“ sal. Þar var eflaust viðlað-
andi eitthvað af henni, — ilmvatnsjrefur og eitthvað ísmeygi-
lega gælublítt í öllum aðbúnaði. Geðjaðist honum að því?
Já, óefað. Og framar öllu öðru þótti honum vænt um að sam
skipti þeirra voru svo blátt áfram. Alls ekki opinber, — þau
voru aldrei saman utan húss, en Jrau borðuðu heima, hann
sendi Önnu ofan í borg eftir margvísum kræsingum, og á
J>ann hátt vissulega ágætt alltsaman!
Annars var hann gramur — útaf J:>essu kvenlega her-
bergi, útaf henni. Nokkuð sérstakt? spurði hann sjálfan sig.
Það er sökum þess, að ég er hálffullur, að ég get ekki áttað
mig á, hvað það er, hugsaði hann en gramari í geði. —
Þá kom hún. Hún kom eins og stormhviða beint inn. Hún
nam staðar í dyrunum og leit á hann með stóru sigurbrosi.
— Jæja, hérna er ég. Góðan daginn!
* Frægur ungversk-austurrískur leikari.
Honum geðjaðist ekki, að hún kom svona beint inn, hon-
um geðjaðist ekki sigurbros hennar og hennar alltof mikla
og sífellda mikiliæti, og hann tautaði aðeins stuttaralega
góðan daginn án-nokkurs gleðivottar. En hún var glæsileg
á að líta, það varð hann að játa, og hreykni hans og gremja
voru hér samferða. Stórgíæsileg í bláa búningnum og með
hvíta skinnið björt í andliti og geislablikandi augun, hæfi-
lega grönn, hæfilega holdug, glæsileg. Miklu frekar glæsileg
en falleg — að vísu nógu falleg líka, en fremur tóm, og svip-
urinn fremur gáfnasfjór. Þetta sjálfgóða bros og sjálfbirg-
ingsháttur, — var Jsað svo raunverulegt fagnaðarefni, að hún
stóð þarna? í hamingjubænum, hann sá nú það. —
Hún stóð stundarkorn í dyrunum, og brosið varð dálítið
undrandi og móðgað,
— Ertu með einhverri ólund í dag? Þú ert ekki minnstu
vitund glaður við að sjá niig.
Hann drakk góðan sopa af viskíblöndunni og sagði þurr-
lega:
— Eg er bar að velta fyrir mér, hve lengi þú ætlar að
stancla Jrarna til sýnis, áður en þú tekur af þér og kemur inn.
— Nú, jæja! Að hugsa sér: Standa til sýnis! Þú villt
kannski að ég fari aftur.
— Það hefi ég ekki sagt, annars geturðu gert alveg eins
og þú vik.
Hún stóð andartak og trúði Jiessu ekki. Síðan hvarf bros-
ið alveg, og hún varð reið. — Þessi augnabliks breyting var
skemmtileg. _
— Mér dettur ekki í hug að fara. Og ég held sannarlega,
að nú sé kominn tími til að við tölum almennilega saman.
— Því ekki það, sagði hann. En þá sting ég upp á, að
við setjum okkur inn til mín.
Hún hvarf fram í forstofuna, hann fór inn til sín og
kveikti eld á arninum. Þegar hún kom inn og sá það, glaðn-
aði yfir henni. Hann sá þó á svip hennar, að henni gramd
ist þetta. Hún yrði linari i sókninni! —• Mjög elskulega
spurði hann:
— Viltu glás af víni?
— Eg vil ekki neitt, sagði hún og settist niður. Jú, ann-
ars, það yrði þá að vera madeira.
Hann sótti borðfiÖsku ög glas, hellti í J)að og settist nið-
ur. Langt inni í fjarlægð vitundar sinnar skammaðist hann
sín á þessu augnabliki: liann hlakkaði til átaka eða uppi-
stands, lágkúrulegrar undrunar, en hann lét ekki skönun-
ina komast að, og hann var spenntur.
Hún hóf á allt annan hátt, en hann hafði búist við, eða
hugsað sér að nokkurn tíma gæti komið fyrir.
— Hversvegna líéfirðu aldrei boðið mér hjónaband?
Hann snarsvimaði við hugsunina eina. Alveg vélrænt svar
aði hann, smeykur við að koma upp um sig:
— Af því ég hefi ekkert hugsað um það.
— Það er þó alveg furðulegt, að þú skulir ekki hafa hugs-
að um það. Hver ætti að kvænast, ef ekki einmitt þú. Þú
ert bráðum þrítugur, mjög vel efnaður — Jrú átt eigið heim-
ili — og starf Jiitt — og J)ú átt mig!
Þótt hann í huga væri skelkaður og sannfærður um, að
hún vildi ákveðið giftast honum, svaraði hann eins rólega
og honum var framast unnt, til Jress að teygja tímann:
— Samt hefir mér aldrei dottið það í hug.
Hún fann, að hann vék undan, — og náði nú aftur reiði-
magni sínu:
— Er það nokkurt svar? Hversvegna? Hvað er eðlilegra
en að við giftum okkur.
Bræði hennar tók nú að smita hann.
— Þú verður að vera svo væn að láta mig sjálfan um Jjað,
hvort mér þyki rétt og sanngjarnt að kvænast eða ekki.
— En ég vil vita ástæðuna. Ertu ástfanginn í einhverri
annarri.
— Ekki mér vitanlega.
— Það er ]>á ég, sem ekki er nógu góð.
— Það fer eftir því, hvernig J>ú lítur á það.
— Hvernig ég lít á það! (Skyndilcgt hugsana-stökk): —
En ef ég væri með barni?
— Þá væri um annað að ræða. En ]>að ertu ekki.
— Þú ætlar J>á að græða á Jdví, að ég leiklistar minnar
vegna vil ekki eignast barn.
Þetta var of hlægilegt, það var veigjulegt. Nú fer J>að að
verða hættulegt, hugsaði Eiríkur, nú verð ég að gæta mín.
Hann bálreiddist allt í einu.
— Afsakaðu, Edith, ef J>ér þykir ég ósvífinn, en yfirleitt
satt að segja gef ég fjaúdann sjálfan í alla þína list, — nema
þá að ég get unnt þér hennar til dægradvalar.
Hún varð snöggvast séxn alveg lömuð.
— Svo þú gerir þáð. Til dægradvalar!
Hún fór að hágrátá.
Eiríkur stóð upp og reikaði um gólfið. Þetta var óskemmti
legt, en það stendur ekki lengi yfir, hugsaði hann.
Og það gerði }>að lieldur ekki. Hún snýtti sér einbeittlega
og hallaði sér.vígreif aftur í stólinn.
. . . . .. ■ i .l'ramhald. •