Dagur - 27.02.1965, Blaðsíða 1

Dagur - 27.02.1965, Blaðsíða 1
Dagur SÍMAR: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) r ' ? Dagur kemur út tvisvar í viku og kostar kr. 25,00 á mán. í lausasölu kr. 4,00 Mikil gróska í uorð- lenzku leiklistarlífi Hvenær hefjasf framkvæmdir við kísil- gúrverksmiðjuna í Mývatnssveil? MIKIL gróska virðist vera í leik listarlífi hér norðanlands í vet- ur. Leikfélag Akureyrar hefur fært upp tvo sjónleiki, hinn síð- ari Munkana á Möðruvöllum. Munkarnir voru sýndir 14 sinn- um við ágæta aðsókn, og mun í ráði að taka leikinn á segul- band fyrir Ríkisútvarpið. Minningarsjóður um [ Dóru Þórhallsdóttur \ A AFMÆLISDEGI frú Dóru E Þórhallsdóttur, 23. febrúar, til- ; kynnti forsetinn, herra Ásgeir i Ásgeirsson, að stofnaður hefði E verið sjóður til minningar um 1 hana með 150 þús. kr. fram- i iagi hans, barna hans og = tengdabama, og ákvörðun um i 50 þús. kr. framlög sömu aðila = næstu 3 ár í sjóðinn. = Tilgangur sjóðsins er að i koma upp kirkju eða kapellu i á Rafnseyri við Arnarfjörð til i minningar um Jón Sigurðsson i forseta. i Forsetinn afhenti biskupi og i kirkjumálaráðherra sjóð þenn- § an til varðveizlu. □ i ÞÓTT ÍSINN sé að jafnaði ekki langt undan á þessum árstíma, hefur hann ekki orðið landfast- ur svo heitið geti eða tafið skipa ferðir að ráði síðustu áratugi. Miðaldra fólk og yngra hefur aldrei augum litið „hinn forna fjanda". En því fer fjarri, að hans geti ekki verið von á Norð- landi, Aust- og Vestfjörðum. Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæzlunnar er hafís- inn nú skammt undan og er naer landi en mörg undanfarin ár. Ógnar hann nú bæði Norður- landi og Vestfjörðum. Samkvæmt athugun Land- helgisgæzlunnar sl. miðvikudag var ísinn 6 mílur undan landi við Rit, íshroði á siglingaleið fyrir Horni, landfastur ís við Hælavík, ísröndin nálægt land- helgislínunni út af Siglufirði og 36 mílur norður af Rifstanga. Út af Húnaflóa var ísröndin djúpt. Fréttaritari blaðsins í Gríms- ey, Steinunn Sigurbjarnardóttir útibússtjóri sagði blaðinu þetta um ísinn í gærmorgun: Fór út á hjarg í morgun. íshrafl er að sjá til norðausturs og norðvest- urs en töluvert autt bil þar á milli. En þar og svo í norðaust ur sést samfelld ísbreiða með Nú hefur L. A. í hyggju að færa hér upp óperettu, sem Jónar Jónasson sviðsetur. En með aðalhlutverk fer Þórunn Ólafsdóttir Reykjavík. Menntaskólinn á Akureyri hefur einnig haft skemmtikvöld, að vísu með nýju sniði og fjöl- breyttara en venja er, en þó ekki án leiks. Uti um sveitir er þó gróskan ennþá meiri hlutfallslega. Má þar til nefna, að í Höfðahverfi og á Svalbarðsströnd hafa þeg- ar verið sýndir leikirnir Húrra krakki og Spanskflugan, í Öng- ulsstaðahreppi er Dúnunginn æfður af kappi undir leiðsögn Guðmundar Gunnarssonar og í Hrafnagilshreppi eru æfingar að hefjast á sjónleik, sem Jó- hann Ögmundsson mun aðstoða. Þá var einþáttungur sýndur á Melum í Hörgárdal. I Arnarneshreppi er Oi- ustan á Hálogalandi æfð, og annar sjónleikur á Árskógs- strönd. Svo er Ungmennasam- band Eyjafjarðar að undirbúa leiksýningar í félagsheimilun- um með aðstoð Júlíusár Odds- (Framhald á bls. 7). berum augum og vel í kíki. Einnig í norðvestur en þar er ekki eins gott skyggni. ísinn hefur færst mikið nær og austar síðan í gær. Einstakir ísjakar eru komnir að eynni. Öðru hverju eru ísaþokur og súld. Samkvæmt áliti Jóns Eyþórs sonar veðurfræðings er hætt við að ísinn sé kominn inn í Aust- ur-íslandsstrauminn fyrir N.A.- landi og kunni þá að berast á skömmum tíma að Austfjörð- um. ístunga teygir sig til suðurs í 150 km fjarlægð austur ' af Gunnólfs víkurf j alli. DAGANA 22.-24. þ. m. fóru fram viðræður í Reykjavík á vegum Kísiliðjunnar hf. um fyr- irhugaða kísilgúrverksmiðju við Mývatn. Var m. a. fjallað um Frá húsum þeim, sem hæst standa á Siglufirði, sást ísinn vel árdegis í fyrradag. En síð- degis var svo niðdimm ísaþoka, að naumlega sáust handaskil, að því er fréttamaður blaðsins sagði. ÝMSIR ÓTTAST AÐ ÍSINN VERÐI LANDFASTUR. Ýmsir eru nú þeirrar skoðun- ar, að ísinn verði orðinn land- fastur hér um slóðir innan til- tölulegra fárra daga, ef veður breytist ekki mjög bráðiega og dregur til sunnanáttar. áætlanir frá bandaríska verk- fræðifirmanu Kaiser Engineers um stofnkostnað verksmiðjunn- ar og framleiðslukostnað svo og markaðsskýrslu frá hollenzka markaðskönnunarfélaginu Mak- rotest. í viðræðum tóku þátt sér fræðingar frá Kaiser og Mak- rotest, en af hálfu Kísiliðjunnar hf. stjórn félagsins, ásamt sér- fræðingum sínum. Fyrirliggjandi áætlanir um byggingu verksmiðjunnar eru hagstæðar, en þörf á frekari markaðsathugunum. Mun stjórn félagsins leggja til við ríkis- stjórnina, að í sumar verði haf- izt handa um byrjunarfram- kvæmdir við byggingu verk- smiðjunnar. Stofnun framleiðslufélags um verksmiðjuna getur þó ekki átt ÞAÐ VAR upplýst af landbún- aðarráðherra á Búnaðarþingi, að gert væri ráð fyrir, að S.Í.S., Framleiðsluráð og Loftleiðir kæmu á fót sölumiðstöð ís- lenzkra landbúnaðarvara í London næsta haust og bæru af því hálfan kostnað Kióti ríkis- sjóði. En aðrar þjóðir, bæði hvít ar og svartar, hafa víða í stór- borgum slíkar sölu- og upplýs- ingamiðstöðvar, og þykja þær ómissandi þáttur markaðsmál- anna. Með sölumiðstöð í London ar einkum haft í huga að auka þar markað fyrir dilkakjötið. En það, sem mest virðist standa í sér stað fyrr en að loknum frek- ari markaðsrannsóknum. Talið er, að verksmiðja sem framleiðir 12 þús. lestir kísil- gúrs árlega kosti um 100 millj. króna og ársframleiðslan sé 60 millj. króna virði. Verksmiðjubygging er ráð- gerð skammt frá Reykjahlíð og hráefnið er botnleðja Mývatns, sem talin er mesta kísilgúrnáma sem til er. Leðjunni verður dælt um 3 km. og þurrkuð þar við jarðhita. Vandaðan og breiðan veg þarf að leggja frá Mývatni til Húsavíkur. Eftir er að gera samninga við landeigendur, svo og að „komast inn á kísilgúr- markaðinn“, áður en ráðist er í framkvæmdir. Ríkisvaldið tekur ákvörðun um þessi mál, enda á ríkið 80% vegi fyrir hagstæðri sölu kinda- kjöts, er það hve kjötmagnið héðan er lítið, miðað við heild- arneyzlu, og að það kemur á markaðinn aðeins stuttan tíma ár hvert. Með nýrri sölumiðstöð má eflaust vinna íslenzka dilka- kjötinu betri markað. □ Skelfing í skólaseli HREKKUR sá var framinn í skólaseli á Suðurlandi, að leik- inn var af segulbandi „tilbúinn“ fréttaþáttur af hinum verstu tíðindum. Greip mikil skelfing marga, svo skrúfa varð fyrir. tSBRESÐA FYRIR ÖLLU NO! Sfórt ffugskýli verður byggí við flugvöiiinn á Ákureyri RÁÐUNEYTIÐ hefur nú fallist á, samkvæmt tillögum flug- málastjórnar, að af fé því, sem ríkið ver á þessu ári til flug- mála, verði 2 milljónum varið til byggingar flugskýlis við Akureyrarflugvöll. Þetta mál virðist nú loks, eftir áratuga þörf — og bar- áttu — miða í rétta átt. Og það er gleðiefni að fjáryeiting til flugskýlis á Akureyri skuli þegar hafa verið staðfest. Verður nú eflaust kappsamlega unnið að teikningum og þeim undirbúningsákvörðunum öðrum, sem væntanlega þurfa til þess að hægt sé að bjóða verk þetta út. uvörur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.