Dagur - 27.02.1965, Blaðsíða 2

Dagur - 27.02.1965, Blaðsíða 2
2 BINDINDISVIKAN BLAÐIÐ sneri sér til nokkurra borgara og Ieitaöi álits þeirra á að sporna við áfengisneyslu sem „íþróttum og áfengi,“ og fara s'vörin hér á eftir. fer ört vaxandi, og reykingum JÓN SIGURGEIRSSON, skólastjóri: ÍÞRÓTTIR — ÁFENGI. Þessi tvö orð kalla fram í huga mér setningu, sem mun aldrei hverfa mér úr minni. Fyrir rúm um 30 árum hlýddi ég á norsk- an skíðakennara, Helga Törvö, hann fræddi Akureyringa um skíðaíþróttina: Eiginleika skíð- anna, útbúnað allan, þjálfun og keppni í svigi, stökki, göngu o. s. frv. Hann minntist líka á eig- inleika mannslíkamans og and- legt atgervi. í því sambandi var aði hann við neyzlu áfengis, og sagði nær orðrétt: „Strákar, þið megið ekki bragða ófengi, ekki dropa, áður en þið stökkv- ið. Ef þið smakkið svo mikið sem dropa, svíkja hnén, þegar niður kemur.“ Síðar var skíða- kennarinn spurður, hvort ekki gætti ofstækis í orðum hans, Ef árangur á að nást í íþróttum, er áfengi og tóbak ekki æskileg- ir förunautar. Það má segja, að þó menn smakki áfengi, geti þeir náð einhverjum árangri í íþrótt um, en þeir þurfa að -leggja meira á sig til þess og endast miklu ver en hinir. Og virkileg- ir afreksmenn í íþróttum eru jafnan ákveðnir bindindismenn. Það er ungu fólki mikil ó- gæfa að reykja og drekka. Eg vil sérstaklega vara æskufólk, sem er að hefja sinn íþróttafer- il, við áfengi og tóbaki. Skiptir þá ekki máli hvort iðka á íþrótt irnar eingöngu til skemmtunar eða með keppni í huga. Rétt uppbyggð íþróttaiðkun þroskar einstaklinginn, en áfengisneysla dregur hann niður í svaðið. KJARTAN GUÐJÓNSSON, nemándi í-M. A.: Eitt helzta vandamál, sem flest þjóðfélög eiga við að stríða, er unglinga. Hvers vegna byrja unglingar á þessum hættulega ávana, sem síðar meir getur valdið þeim fjörtjóni? Þeirri spurningu er mjög erfitt að svara. Tæplega er hægt að skella allri skuldinni á unglingana eina heldur eru hinir fullorðnu með sekir. Ætla mætti, að fólk, sem komið er af æskuskeiði, hefði svo mikla þekkingu og reynslu á þessu máli, að það gæti sýnt gott fordæmi og hætta þessum ljóta leik. Það þarf vissulega mikið átak til að láta af þess- um vana, en í senn væri það merki um djúpsæan skilning og mikla karlmennsku. Skóli lífsins hefur löngum verið erfiður þeim sem landið eiga að erfa, og því finnst mér, að þeir, sem komnir eru til vits og ára, ættu að gera allt, sem í þeirra valdi stendur til að hlúa sem bezt að þeim, sem taka við af þeim. En hvað skal til bragðs taka? Ætti að taka Á. T. V. R., sem er einn stærsti tekjustofn ríkisins? Nei, heldur verður hver einstak lingur að vera sjálfum sér strangur -—- dærna sig eins strangt og hann dæmir aðra, og vilja sér eins vel og hann öðr- um. Ég minnist þess, sem skáldið kvað: „Gakktu hægt um gleðinnar dyr og gá að þér. SVEINN JÓNSSON, form. UMSE: Þeir sem áhuga hafa á íþróttum ættu að hafa það hugfast, að neyzla áfengra drykkja á ekki samleið með iðkun íþrótta, hvort heldur sem þær eru stundaðar til að ná sem bezt um árangri í einstakri grein, eða til alhliða eflingar líkamans. — Þær kröfur á að gera til íþrótta- manna að þeir séu í fararbroddi með hófsemi og reglusemi og öðrum til eftirbreytni. — Bindindismót eins og það sem haldið var í Vaglaskógi sl. sum ar sýnir að mikill mannfjöldi get ur komið saman til leikja og skemmtunar án áfengis, ef vilji er fyrir hendi. Og ég vænti þess að bindindisvikan sem hefst á Akureyri nú um helgina takist eins vel og verði fjölsótt bæði úr bæ og héraði. Framundan er Landsmót UMFÍ á komandi sumri. Þar er verðugt verkefni að vinna að fyrir íþróttaæsku þessa héraðs. iiiiiiiiiiii 1 111!!! <;v__ „ . _v. v. '. Skíðamenn frá Dalvík, frá vinstri: Stefán Steinsson, Jón Halldórsson, Heiðar Árnason, Jón Bjama- son, Baldur Friðleifsson og Þorsteinn Skaftason. (Ljósmynd: Þ. J.) Skíðamót UMSE á Dalvík en þá svaraði hann með enn þyngri áherzlu: „Ekki dropa, og það allan tímann! Þetta er staðreynd.“ Sannur íþróttamaður sækist ekki eftir áfengi. Honum eru íþróttimar og iðkun þeirra lífgandi uppspretta, í senn til- hlökkun og fullnæging. Hið sama má raunar segja um ýmis konar holl viðfangsefni, er nefna mætti íþróttir, t. d. fjall- göngur, náttúruskoðun, skák o. fl. Æskan þarf að eiga sér hug- sjónir og holl verkefni, svo að áfengið komist ekki að. Upp- spretta gleðinnar býr hinum ungu í brjósti, tær og falslaus, en gruggast oft við tilkomu áfengisins. íþróttakeppni með tilheyrandi sigrum og verðlauna veitingum á vissulega rétt á sér. En vert er að muna að menn hafa frá fornu fari talið sigurinn yfir sjálfum sér einna stærsta sigur, er unnin verður. Óneitanlega er svo komið í okkar þjóðfélagi, að íþrótta- maðurinn stendur oft andspæn- is gylliboðum Bakkusar og þarf á öllum fræknleik sínum að halda, til þess að fara með sig- ur af hólmi — til að sigrast á sjálfum sér og neita að vera með. KARÓLÍNA GUÐMUNDS- DÓTTIR, húsmóðir: Eg legg áherzlu á það, að ég tel íþróttir og áfengi enga samleið eiga, það hefir reynzlan Skíðamót UMSE var haldið á Dalvík sl. sunnudag. Keppt var í Svigi og stórsvigi, karlaflokk- um. Aðeins sex keppendur mættu til leiks, allir frá umf. Svarfdælia Dalvík. Veður var ágætt, en færi hart. Brautirnar lagði Matthías Gestsson íþrótta kennari og var einnig keppnis- Úrslit: Stórsvig: Jón Halldórsson umf. Svarfdæla 1.26.0 niín. Baldur Friðleifsson umf. Svarf- dæla 1.29.5 mín. Ileiðar Árnason umf. Svarfdæla 1.34.8 mín. Brautin var um 500 m löng mecL:42 hliðum. Svig: Ileiðar Árnason umf. Svarídæla 116.0 sek. Baldur Friðleifsson umf. Svarf- dæla 120.1 sek. Slefán Steinsson umf. Svarf. dæla 136.9 sek Beztum brautartima náði Hreið ar Árnason 57,0 sek. Brautin var um 250 m. með 44 hliðum. sýnt. stjóri. - Látið ekki áfengisneyslu og ó- holla lifnaðarhætti spilla fyrir afrekum ykkar og framkomu á þeirri glæsilegu íþróttahátíð. Framlög í Davíðshús Jón Júl. Þorsteinsson og Mar grét Elíasdóttir kr. 1000, Stein þór Helgason 500, Guðríður Brynjólfsd., 500, Guðrún Sig- tryggsdóttir 300, Bjarkey Gunnlaugsdóttir 200, Björg Steindórsdóttir og Kristján Sævaldsson 400, Halldóra Ól- afsdóttir 500, Sigurður Ólafs- son 500, Trausti G. Hallgríms- son 400, Þórður Jónatansson 1000, M.G.G. 500, Jakobína Vilhjálmsdóttir 500, Kolbrún Jónsdóttir, Akranesi 100, Fjöl skyldan Hrafnag.str. 23. 600, Árni Friðgeirsson og Kristín Benediktsdóttir 500, Snorri Sigfússon 1000, Safnað af Katli Indriðasyni, Fjalli 3300. Beztu þakkir. — Söfnunar- nefndin. - Frá bæjarstjórn (Framhald af bls. 8.) Alls yrðu væntanlega á þessu svæði lóðir fyrir ca. 40 íbúðir ca. þriðjungur í fjölbýlishúsum, ca. þriðjungur í keðjuhúsum og ca. 1/3 í einbýlishúsum. Skipulagstillag í samræmi við framanritað frá Teiknistofu skipulagsins verður síðar lögð fyrir skipulagsnefnd og bæjar- stjórn til formlegrar afgreiðslu. Orðsending til bænda Á FÉLAGSRÁÐSFUNDI KEA sl. mánudag kynnti Haukur P. Ólafsson, sláturhússtjóri, nýja aðferð sem Framleiðsluráð land búnaðarins hefði til athugun- ar varðandi útreiknirig á slátur fjárafurðum. Óskaði hann eftir að mál þetta yrði tekið til um- ræðu á næsta aðalfundi hverrar félagsdeildar KEA. Fer hér á eftir útdráttur úr bréfi Framleiðsluráðs: „Framleiðsluráð landbúnaðar ins hefur borizt erindi frá nokkr um kaupfélagsstjórum þess efn is að tekið yrði upp hérlendis ný aðferð við útborgun slátur fjárafurða. Er fyrirkomulag þetta þess efnis að í stað þess að greiða ákveðið verð á hverja vörutegund, eins og nú er gert, þá yrði allt verðmæti greitt á kg. kjöt. Sem dæmi um þetta má taka núverandi grundvallarverð. Ef gert er ráð fyrir skrokkþunga 14,40 kg. og verði því sem nú er á afurðunum í grundvellin- •um mætti hugsa sér hið nýja fyrirkomulag þannig: 14,40 kg. kjöt á 46,15 kr. 664,56 2,88 kg. gærur á 38,28 kr. 104,49 1 stk. slátur kr. 50,00 Deilt á kjötkíló 819,05:14,40= 56,87 pr. kg. Ef hið nýja fyrirkomulag yrði upp tekið greiddist kjötið þá í þessu tilfelli með kr. 56,87 pr. kg en bændum yrði ekki greitt sér staklega fyrir gærur né innyfli, nema í-þeim tilfellum þegar um sérstaklega v^rðmætar gærur væri að ræða t.d. gráar, þá kæmi hið hærra verðlag í sérstökum gæruuppbótum.“ Óskað er eftir að félagsdeild irnar taki málið til athugunar á aðalfundum sínum. (Fréttatilkynning).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.