Dagur - 10.04.1965, Blaðsíða 4

Dagur - 10.04.1965, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1160 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglysingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. GOTT FORDÆMI EFTIR að Framsóknarflokkurinn hélt miðstjómarfund sinn og gaf út yfirlýsingar um stefnu sína og mark mið, umhverfðust andstæðingarnir, svo sem blöð þeirra bera með sér. Vert er að vekja sérstaka athygli á þeim hluta stjómmálayfirlýsingarinn ar sem fjallar um, og varar v.ið hættu byggðaröskunar í landinu. Um þetta segir svo: „Sú hætta vofir yfir að meginþorri þjóðarinnar safnist saman á takmörk uðu þéttbýlissvæði, og að önnur byggð eyðist að sama skapi. Við eyð- ingu byggða gfatast menningarleg og fjárhagsleg verðmæti og mikilsverð aðstaða til að hagnýta náttúrugæði til lands og sjávar, jafnframt því sem hún veikir sjálfstæðismátt þjóðarinn- ar. I>ess vegna skiptir það nú, að dómi miðstjórnarinnar, meira máli en flest annað, að takast megi að efla jafn- vægi í byggð landsins. Þjóðinni er það lífsnauðsyn að byggja vel land- ið allt. Ráðstöfun ríkisf jánnuna verð ur á komandi árum að vera að vem- legu leyti við þetta miðuð og ríkis- valdið verður, með þetta fyrir aug- um að beita áhrifum sínum á stað- setningu framkvæmda og atvinnu- reksturs í landinu. Ber þá að hygeja að fordæmum annarra þjóða sem nú í seinni tíð hafa talið sér óhjákvæmi íegt að taka landsbyggðarvandamál sín föstum tökuin. Ráðstafanir, sem til þess ei'u fallnar að auka enn ó- jafnvægið milli landshluta, ber að varast. Aðstöðu til að bæta lífskjör og menntun verður að gera sem jafn asta um land allt og stuðla að því að sem víðast á landinu séu til staðar viðfangsefni fyrir það fólk, sem hefur aflað sér sérþekkingar eða er til þess fallið að hafa með höndum framtak og forystu. í þessu sambandi þarf að athuga gaumgæfilega hvern- ig því verði bezt við komið, að éin- stakir landshlutar fái aukna sjálf- stjórn í sérmálum sínum. Embætti og ríkisstofnanir, sem ekki eru af sér- ástæðum bundnar höfuðborginni ber að staðsetja annars staðar á landinu. Koma þarf upp nú þegar sérstakri landsbyggðar- eða jafnvægisstofnun, sem fái til umráða fastákveðinn hundraðshluta af ríkistekjum ár hvert. Hlutverk hennar verði að stuðla að skijntlegri uppbyggingu ein stakra landshluta og byggðarlaga — í samráði við heimamenn þar eða að frumkvæði þeirra — og koma í veg fyrir að lífvænlegir staðir fari í eyði. Efla þarf byggðamiðstöðvar og koma upp nýjum þar sem skilyrði eru fyr- ir hendi og nauðsyn ber til. Stofna þarf til samstarfs milli jafnvægisstofn unarinnar og Landnáms ríkisins um eflingu sveitabyggðar og samstarfs- möguleika sveitafólks í atvinnu- og rhenningarmálum." BJÖRN HARALDSSON, AUSTURGÖRÐUM: Detfifossvirkjun - Búrfe!!svirkjun Auðlinrlir og atvinnuhættir. VATNSORKA og hitaorka eru mestu dásemdir íslands efnahags- lega séð, óþrjótandi auðlindir. Forða hafs og mætti moldar, þó ríkulegir séu, eru hins vegar þau takmiirk sett, að auðvelt er að of- nýta, ef ekki eru umgengnir af hæfilegri gát. Stórfelld mistiik viðgangast nú í sambandi við ofveiði á aflamið- um Islendinga og sfilu afurða úr landi á lægsta hráefnisverði. Það er ekki seinna vænna að stinga bcr við fótum. Við verðum að leggja niður ofveiði en fullnýta í staðinn það sem við veiðum, marglalda á þann hátt tekjtir þjóðarinnar og efla framtíðarör- yggi hennar. Til þess býður Is- land biirnum sínum betri skilyrði en flest iinnur lönd, sem sé vatns- aflið og jarðhitann. Framleiðslu af jarðargróða rná einnig, með beizlun vatns og hita, auka og gera mikið verðmætari en nú er. Sú hagræðing á búskaparhátt- um íslendinga, sem nú var nefnd, ætti að vera höfuðmarkmið þeirra valdhafa, sem nú á tímum beita sér fyrir stórvirkjun, góðu heilli. Beizlun orkunnar. Alllangt er síðan vatnsorka og síðar hitaorka voru fyrst nýttar hér á landi þjóðinni til ómetan- legra hagsbóta. Enn er þó aðeins lítið brot mögulegrar orku virkj- að. Farið hefur verið hægt í sak- irnar til þessa og varla virkjað meira hverju sinni en þörf var á í svipinn. Afleiðing þessara vinnu- hátta hefur því orðið sú, að einn- ig hin rafvæddu svæði hafa löng- um búið við orkuskort, hvað þá hin. A síðari árum hafa verið uppi raddir um að stórvirkjun fallvatns við beztu skilyrðin ætti að vera næsta sporið í þessum efnum, til þess að fullnægt yrði orkuþörf þjóðarinnar um nokkra framtíð og einnig til nýs iðnaðar, sem fyrst og frcmst miðast við innlend hráefni. Upphaf áætlunargerðar. Að tilætlun raforkumáiastjórn- ar var fyrir 8 árum fenginn fróð- asti verkfræðinur landsins um vatnsorku á Islandi, Sigurður Thoroddsen, til þess að leita uppi hagstæðustu skilyrði til stórvirkj- unar. Var þetta eðlileg byrjun. Verkfræðingurinn valdi sex álit- legustu virkjunarstaði og gerði lauslega kostnaðaráætlun um 100 þús. kw. virkjun á hverjum þess- ara staða. I>rír þessara staða voru við Þjórsá, þar af cinn við Búrfell, fjórði staðurinn var við Hvítá, ef ég m;tn rétt, fimmti við Blöndu og sjötti við Dcttifoss. Kostnaðar- áætlun Sigurðar Thoroddsen um þessa sex staði sýndi, að einn jjeirra var til mikilla muna hag- stæðastur (ódýrust virkjun), en jrað var við Dettifoss. Þessi áætlun S. Th. var að vísu byggð á laus- legri upphafsathugun. Engu að síður verkar hún allsterkt enn í dag, fyrst og fremst fyrir jjann hlutleysisblæ, sem hún hcfur fram yfir síðari stórvirkjunar-áætlanir. Þing og stjórn. í framhaldi af bráðabirgðaáætl- un Sigurðar Thoroddsen var á Al- Jjingi hinn 22. marz 1061 gerð ein- róma samþykkt um að leggja fyrir ríkisstjiirnina „að láta hraða gerð fullnaðar áætlunar um virkjun Jökulsár á Fjöllum og athugun á hagnýtingu orkunnar til fram- BJÖRN HARALDSSON leiðslu á útflutningsvöru og úr- ræðum til fjáröflunar í Jjví sam- bandi.“ Ríkisstjórnin lét vinna að rannséjkn við Jökulsá stutt tíma- bil tvö næstu sumur, en felldi síð- an þá rannsókn niður í miðjum klíðum sumarið 1962oghefurekki hreyft við því verki síðan. Sam- tímis liéjf ríkisstjéjrnin án umboðs frá Alþingi víðtækar rannsóknir á stórvirkjun Þjórsár við Búrfell. Hefur sú rannsókn staðið síðan og kostað ríkissjéjð marga tugi millj. króna. Eftir lausafréttum virðist árangur rannsóknanna hafa orðið samhangandi keðja vonbrigða. Af opinberri hálfu hafa verið birtan niðurstöðutölur áætlunar um orkumagn og verð, sem nokkuð hafa þó verið á reiki frá ári til árs. Aðrar skýrslur hafa ekki birzt af starfseminni við Búrfell svo kunnugt sé. Akureyrarfundurinn. Þegar ljóst varð að ríkisstjórnin tók til sinna ráða í virkjunarmál- um, en vék frá þeirri leið er Al- þingi hafði markað, efndu Norð- lendingar og Austfirðingar til sameiginlegs fundar á Akureyri um virkjun Jökulsár á Fjöllum, hinn 12. júlí 1962. Fundinn sóttu allir alþingismenn tir jjessum landshlutum, sýslumenn og bæjar- féjgetar ásamt 4—5 <>ðrum fulltrú- um frá hverju bæjar- eða sveitar- fclagi, alls um 60 manns. A fund- inum mættu einnig sérfræðingar ríkisstjéjrnarinnar, raforkumála- stjciri og formaður stóriðjunefnd- ar, sem Jjá var nýskipuð. Erindi Jjeirra á fundinn átti að vera að gefa fundinum fræðilegar upplýs- ingar um virkjanir í Jökulsá. Af máli þeirra mátti ráða, að efri virkjunin í Jökulsá væri mjög hagkvæm. Þar mætti gera hvort sem væri rennslisvirkjun eða stærri virkjun, er byggðist á vatns- miðlun. Vatnsveg Jjyrfti að gera þarna neðanjarðar, ca. 4 km. langan. Skilyrði fyrir slíkum jarð- göngum væru mjög örugg vegna þess hve bergið væri Jjar heillegt, mundi nálega alveg vatnsþétt. — Akureyrarfundurinn samjjykkti í einu hljóði áskorun til þings og stjé>rnar um að hraða undirbún- ingi Dettifossvirkjunar svo sem hægt væri. Síðan Jjetta var, eru bráðum liðin Jjrjú ár, en ekkert hel'ur verið gert í þá átt að nýta hin öruggu skilyrði, sem bjéjðast við Dettifoss. Áróður um staðarval. A Akureyrarlundinum hófst hinn opinberi áróður fyrir virkj- un Þjórsár við Búrfell, sem síðan hefur linnulaust verið rekinn af hálfu talsmanna ríkisstjéjrnarinn- ar eins og kunnugt er. í upphafi máls síns minntust fulltrúamir á vinnslu kísilgúrs úr botni Mý- vatns, sem mjög álitlegt iðnfyrir- tæki og efnahagslega lyftistöng fyrir viðkomandi byggð. Virtist sem þessar gleðifréttir væru sagð- ar til þess að milda væntanleg vonbrigði áhugamanna um virkj- un Dettifoss, vegna Jjcss sem á eftir kom. Talsmenn ríkisstjórnarinnar lásu Jjá upp áætlun um nokkrar mögulegar stærri virkjanir, sem hafði verið gerð veturinn áður og kunngerð á verkfræðingaráðstefn- unni í apríl 1962. Áætlun Jjessa kiilluðu sérfræðingarnir að vísu „gréjfa", en hún sýndi að verð orkuvers við Búrfell yrði lægra en við Dettifoss og rafmagnsverð pr. kwst. einum eyri lægra frá Búr- felli en frá Dettifossi. — Áætlun Jjessi stakk mjög í stúf við byrjun- aráætlanir Sigurðar Thoroddsen og þó byggð á rannsóknum Jjessa verkfræðings eins og hans eigin áætluni Er hér átt við samanburð milli áðurnefndra tveggja orku- vera, sem ljóslega var mjög lilut- drægur Búrfellsvirkjun í vil með- al annars fyrir Jjað, að jarðfræði- leg rannsókn á möguleikum við Búrfell hafði Jjá ekki verið gerð. Síðan cru nti umliðin 3 ár. Rann- sóknin við Btirfell öll Jjessi ár sýnir, að „grófa" áætlunin um Búrfell í ársbyrjun 1962 héfði fremur mátt kalla spádóm en á- ætlun. Varaorkan. Ef orkuver er á einhvern hátt óöruggt eða stopult, er ó'hjá- kvæmilegt að hafa handbæra vara- orku. Sérfræðingar ríkisstjéjrnar- innar sögðu á Akureyrarfundin- um, að varaorkuspursmálið vegna Búrfellsvirkjunar yrði leyst án stofnkostnaðar með [jví að hafa til varaorku frá samtengdumorku- veitum ríkisins fyrir sunnan, sem fá mætti með almennri rafmagns- skömmtun, aðallega í Reykjavík. ITins vegar yrði að byggja afar- stóra dieselstöð til vara íyrir orku- ver x Jökulsá. Umtöluð gastúr- bínustöð hjá Straumi bendir Jjó til, að eitthvað hafi nú linikað til um rafmagnsskömmtunina. Síðar verður að Jjví vikið, hvers vegna óhjákvæmilegt er að liafa varaorku fyrir Búrfcllsvirkjun til hvers sem orkan yrði notuð, frem- ur en við Jökulsá eða aðra lilið- stæða virkjunarstaði. Varaorku- spursmálið hefur sem sagt alveg snúizt við miðað við upplýsingar sérfræðinganna á Akureyrarfund- inum. / J Síðasta áfallið — ísvandamálið. Fyrir stuttu hófust umræður um ísmyndun í sambandi við virkjun íslenzkra jökulvatna. ísmyndun í virkjuðu vatnsfalli getur orðið háskalegt fyrirbæri og óviðráðan- legt. Það er eins og ekki hafi ver- ið munað eftir þessum örðugleika fyrr en alls í cinu. í jökulánum okkar, sumum hverjum, er, þó tal- in meiri ísmyndun en í ámóta vatnsföllum annars staðar í heim- inum. Þar er Þjórsá framarlega í flokki, Jjví komið hefur fyrir að hún hefur alveg hætt að renna vegna ísmyndunar. ís og krap í vatnsföllum verður til með tvennu móti. Annars veg- ar fyrir Jjað að vatnið frýs í hörð- um frostum, hins vegar af [jví að snjó skefur í vatnið í hvössum frosthríðum. Náttúran hefur eina örugga vörn gegn truflunum sem orsakast af ísmyndun, þegar vatns- fallið fær á sig lagís. Lagís mynd- ast á Jjeim jökulám, sem renna á láréttu landi eða hallalitlu. Ár sem renna í nokkrum bratta leggur varla eða ekki. ísmyndun verður aðeins í opnum vatnsföll- um og er algerlega háð veðurfari. Á íslandi, einnig í óbyggðum, er veðrátta svo breytileg sem kunn- ugt er, að ógerlegt er að segja fyr- ir um truflanir vegna ísmyndun- ar. Svo getur liðið lieill vetur að truflana vegna ísmyndunar gæti ekki, en næsta vetur kunna Jjær að geta orðið miklar. Enginn get- ur vitað fyrir slíkar truflanir. Þjórsá er lengsta á landsins og rennur um mesta úrkomusvæði Jjess. Ofan af Sprengisandi og niður að Búrfelli rennur áin lengst af í Jjað miklum halla að lagís kemur ekki á liana. Áin er Jjví mjög háð ísmyndun. Jökulsá á Fjölium er fullkom- in andstaða Þjéirsár hvað ísmynd- un snertir. Hún rennur á halla- litlu landi frá því árnar Jjrjár sem mynda hana korna saman og nið- ur að Selfossi, Jjar sem hún við virkjun verður tekin í jarðgöng. Að undanskildum tveim smáköfl- um á Jxessari löngu leið rennur Jökulsá undir lagís allan vetur- inn. Dettifossvirkjun mundi [jví verða alveg laus við Jjann ann- marka, sem ísmyndun fylgir og Jjar af leiðandi ekki hafa þörf fyr- ir sérstaka varaorku fremur en önnur Jjau orkuver, sem bezt eru grundvölluð. Stórvirkjanir, iðnaður, útflutningshættir. Þetta Jjrennt verður að fylgjast að og verða starfhæft samtímis. Vegalengd milli orkuvers og út- flutningshafnar skiptir verulegu máli. Á Akureyrarfundinum töl- uðu fulltrúar stjórnarinnar um Dagverðareyri við Eyjafjörð sem aðalmarkaðsstað fyrir orku frá Dettifossi en Reykjavík eða grennd fyrir Búrfellsvirkjun. Þetta eru svipaðar vegalengdir, 100—110 km. hvor leið. Nú er lagt til að byggð verði útflutningshöfn hjá Straumi, sem er býli sunnan Hafnarfjarðar. Þangað er ráðgert að leiða orkuna frá Búrfelli og staðsetja aluminíumverksmiðju þar. Mér eru ekki kunn hafnar- 5 skilyrði hjá Straumi, né hvort rík- ið eða aluminíumverið á að byggja Jjá höfn, en Jjað er nánast fyrirkomulagsatriði. Jökulsárvirkjun liefur um að velja a. m. k. 5 lítflutningshafnir. Eru fjórar [jeirra í 39—75 km. fjar- lægð frá orkuverinu en sti fimmta er Dagverðareyri. Þessar fjéirar hafnir Jjarf ýmist að bvggja að fullu eða að dýpka, svo Jjær geti tekið á móti 10—12 þús. tonna skipum. En hafnir Jjessar eru: 1. Lémin inn af Fjallhöfn. Þau munu vera nægilega djúp fyrir áð- urnefnda stærð flutningaskipa, en milli Léinanna og sjávar Jjarf að gera siglingarennu með því að moka upp lausum sandi eða dæla. 2. Leirhöfn, víðáttumikið hafn- arsvæði, að mestu sjálfvarið af skerjagarði fyrir hafátt. Dýpka Jjarf innsiglingu á stuttum kafla og einnig dýpka höfnina með Jjví að dæla upp úr henni lausu efni. 3. Húsavík, höfnina [jarf að dýpka á sama hátt og fyrrtaldar hafnir. 4. Raufarhöfn, um hana er svipað að segja og Húsavík. 5. Dagverðareyri, [jar þarf að byggja höfn. Hér til viðbótar koma svo Austfjarðahafnir sem markaðs- staðir fyrir Dettifossorku eftir að Dettifossvirkjun hefur verið tengd Grimsárvirkjun. Ákjéisanleg at- hafnasvæði fyrir verksmiðjur eru á fjórum Jjcssara fimm staða, sem nefndir voru, og til þriggja stað- anna, Fjallhafnar, Leirhafnar og Raufarhafnar, mundi háspennu- lína liggja um láglendi, en línuna frá Búrfelli að Straumi verður að leggja yfir Reykjanesfjallgarð. Af hráefni Jjví íslénzku, sem brýnust [jörf er að nýt'a má nefna síldina. Stendur okkur ekki nær að full- nýta hana heldur en skapa gróða- skilyrði fyrir erlenda auðjöfra? Orkumiðlun fyrir allt Iandið. Formaður rannsóknarráðs rík- isins og fleiri lærðir menn fyrir sunnan telja líklegan möguleika, að leggja háspennulínu frá Búr- felli norður yfir öræfin. Hvað cr Jxað, sem bjartsýnum mönnum getur ekki til hugar komiö? Eng- ar rannsóknir eru fyrir hendi, sem sanna eða afsanna Jjessa hug- mynd. Reyndist [jetta hins vegar fært, mundi eins vera hægt að flytja orku frá Dettifossi suður yf- ir öræfin. Raunhæfast mun nú samt vcra að tengja saman allar aðalorkuveitur ríkisins, bæði sunnanlands og norðan, og gera á Jjann hátt eina allsherjar orku- miðlun fyrir landsbyggðina alla. Þá Jjyrfti ekki lengur að metast um Jjað, hvort fyrr skuli virkja Jökulsá eða Þjórsá, heldur byrja á Jjcim staðnum, sem liagstæðari er. — Svissneska gullið — íslenzka gullið. Því hcfur verið haldið fram af lærðum íslenzkum efnaverkfræð- ingi, að hér á landi væru skilyrði betri en annars staðar í Evrópu fyrir um tuttugu tegundir stór- iðnaðar, Jjegar larið væri að fram- leiða hér raforku i stórum stil. Meðal Jjcssara iðngreina telur verkfræðingurinn fullvinnslu sjávar- og landbúnaðarafurða og (Framhald á blaðsíðu 7). RONALD FANGEN EIRÍKUR HAMAR Skáldsaga ÍKHK«H5ÍHÍÍHKH5<H><1 28 CH5<H5<H5<H5<H5<H5<H5<t að sjá! Peningarnir eru stofnfé mitt, mitt eigið verðmæti, — peningarnir eru stórfenglegir, Hamar, en Joað Jrekkið þér alls ekki. Ég tilbið Mammon. Ég elska peninga. — Og hefðuð Jrér farið skynsamlega að ráði yðar, Jná hefð- uð Joér nú haft peningana yðar. — Haft þá! Þá hefði ég ekki átt peninga-lífið. — Það er að segja, — að Jrað er hér um bil ekkert í heimi, sem ég ekki get fengið og notið, — sökum Jaess að ég hefi haft Joessa dul- arfullu peninga. Peningarnir eru ég sjálfur. Ég er pening- arnir. Ég er húsið Joað arna. Ég er mitt eigið líf og Jjeir sem ég um gengst. Ég er mánuðurnir mínir í Lundúnum og París.-------Sagði ég ekki eitthvað í Jjessa átt við yður á skrifstofunni yðar, Hamar? — Jú, Jjað gerðuð Jjér víst. — Já, en ég sagði það of fallega, Joví ég vildi víst ganga yður í augu. En ég sagði líka eitt sem var satt, — að Jjað sé miklu verra fyrir mig en nokkurn mann annan að verða fátækur. Það er satt. Það hljótið Jrér núna að skilja. Er ekki svo? — Þegar fólk hugsar til mín — Jjá hugsar Joað ekki um mig eins og ég er, svona eins og hvern annan mann? en Jjað hugsar um mig eins og vel t eða boðsherra: nú verður fjör á ferðum, skemmtileg nótt, — eða eins og listfrömuð, vin listamanna og verndara, einn Jjúsund-miða eða dálitla ábyrgð, Joeir hugsa um Jjetta stóra hús mitt, — Jjarna býr hann Bjartur ungi, — eða segja aðeins: Þarna er Bjartur! Og það er alveg rétt, Jjví Jjað er ég. — Og stúlkurnar í París, Jjær hugsa um le jeun Norvegien, il est trés riche et trés gentil. Og það er Jjað sama hér heima. Það er engin Jjeirra sem kærir sig um mig, það er að segja mig aðeins sem Vil- hjálm Bjart. En þær elska mig sem ríking, ekki einhverja tækifæris peningafúlgu, heldur mína peninga og mig sem er mínir peningar. — Og ég skal segja yður enn eitt: Ég er enginn heimskingi, fyrst ég skil allt Jjetta. Nei, ég er ekki heimskur! — Nei, heimskur eruð Jjér vissulega ekki, Bjartur, — en yður hlýtur Jjó sennilega að Jjykja sorglegt, sé Jjað satt sem Jjér segið: að þér getið liðið og Jjolað manneskjur sem um- gangast yður eingöngu vegna peninganna yðar. — Æ, drottinn minn dýri. sagði Bjartur, nú talið þér um málefni, sem Jjér skiljið ekki neitt í. í raun og veru eruð Jjér ótrúlega barnalegur, Hamar — til að vera jafn fær og dugandi náungi og þér eruð. Eða — er Jjað ef til vill ein- mitt Jjess vegna, sem Jjér eruð svo fær og duglegur? Það er sennilega svo! Þér takið mér vonandi ekki illa upp að ég segi Jjetta? — Nei, hamingjan góða, sagði Eiríkur, — fjarri fer því. — Samt var ekki laust við að honúm rynni lítið eitt í skap við Jjetta. — Þér hljótið Jjó að skilja, hélt Bjartur áfram, að ég er vanur Jjví síðan ég var smásnáði að líta á peninga sem hluta af sjálfum mér. Og maður getur ekki gengið alla ævi og skammast sín fyrir það sem einu sinni er nú svona. Annars er Jjetta ekki neitt einstætt með mig. Þessháttar er eðlilegt alstaðar, Jjar sem menn eru fæddir til einhvers, t. d. fursta- dæmis eða aðals. Virðuleikinn verður hluti af manninum sjálfum. Og verði einhver var vissra hæfileika hjá sér, t. d. skautahlaup eða tungumálagáfu, Jjá finna Jjeir Jjannig til þess: — ég er sá sem er svo leikinn á skautum, eða svo fær tungumálamaður. Það er ekki vitund verra Jjegar ég segi: ég er sá sem hef nóga peninga. Eða þegar aðrir segja: Við tignum hann, af því hann hefir nóga peninga! Öll heimspeki er sjálfsvörn, hugsaði Eiríkur. Hann bæði óaði við og varð forviða. Allt var Jjetta skýrt og skorinort sem hann sagði og á sinn hátt ómótmælanlegt, en svo ör- snautt og rúið að innsýn og meiningu samkvæmt heilbrigðri skynsemi, að honum lá við gremju og andmælti kröftug- lega: — Þetta er nú gott og blessað allt sem Jjér segið, en Jjað er aðeins samtímis allt blindösku-sjóðandi vitlaust, Jjví Jjeg- ar þér grípið ekki til yðar eigin snjöllu varnar-heimspeki, heldur bregðist blátt áfram og mannlega við, Jjá verður yður brátt Ijóst að einskisvirði er öll sú hylling, skemmtun og —ást sem veitist yður fyrir borgun, — Jjað er sökum pen- inganna yðar. — Jú, hrópaði Bjartur, Jjetta er allt einhvers virði, — Jjað er einmitt nákvæmlega peninganna virði! — Þetta ér hreinasta sófisterí, — hártogun og útúrsnún- ingur. — Nei, svei-mér ekki. Þetta er sannleikur. Haldið þér að ég sé heimskur. Þó einhver selji ekki með fúsu geði og gleði, girðir Jxað ekki fyrir að kaúpandi geti verið glaður og ánægður. Eiríkur roðnaði skyndilega og varð vandræðalegur. — Þér eigið við, — einnig svona ástleitnislega? — Já, auðvitað. F.inmitt. — En það, — Jjað er alveg blygðunarlaust. — Það er alveg satt. Það er leyndardómurinn við Jjess- háttar. Eiríkur þagnaði. Hafði það ekki einmitt verið ein upp- spretta ánægjunnar við samvistir hans við Edith að hann blátt áfram borgaði fyrir sig — peningarnir á borðið? Að vísu hafði hún ekkert á móti samræði Jjeirra, — enda hefði Jjað verið Eiríki óhugsanlegt, óeðlilegt, — en hann vildi gjarnan geta fundið tif þess að allt væri klappað og klárt Jjeirra á milli. — Það voru líka peningar með í ástleitni hans sjálfs. — Bjartur sat og horfði á Eirík. Hann sagði: — Ég hugsa að Jjér skiljið Jjetta. Og þá skiljið Jjér líka ef til vill meira, — að ég sem get fengið svo mikið fyrir pening- ana mína, nærri Jjví allt sem ég hef viljað, — að ég er bæði sárhryggur og gramur og miklu meira en það vegna Jjess að geta ekki fest algert' fullúa'ðarkaup á vissri manneskju. Hann spratt á fætur og fór að skálma um gólfið, hann talaði hátt og baðaði út höndunum. — Hún er áð vísu góð og elskuleg við mig og sýnir mér meðal annars látalætistilfinningar sem hún á alls ekki til. Ég hef ausið yfir hana öllu því sem ég hef getað hugsað mér að lnin kærði sig um; gefið henni peninga í stórslöttum, — en fæ Jjó aldrei tengt hana eingöngu við mig. — Þér sáuð sjálfur að hún tók óðar að daðra við yður. — En þarna sjáið þér sjálfur, sagði Eiríkur, feginn að geta komið að orði. — Þér getið ekki keypt allt sem Jjér vilj- ið. Þér getið ekki keypt raunverulegan ástarhug. Bjartur nam staðar mitt á gólfinu: — Hve margar sanlfarir haldið Jjér að hafi nokkuð með ástarhug að gera? — Jafnvel hin heilögu hjónabönd? — Á mínum vettvangi er oftastnær aðeins kaup og sala, — eða við skuluin segja: samningagerð, konan segir: hann lætur mér í té allt það sem ég óska mér, lífskjör, álit og stöðu, og Jjað borga ég með því að lofa honum að eiga mig. Nú varð Eiríkur sárgramur og uppstökkur: — Þetta er eintóm markleysa og óheflað orðagjálfur. Þess háttar kemur auðvitað fyrir, en það eru einstakar undan- tekningar og má sennilega telja samfélagslega spillingu. — Nei, þökk fyrir, komið ekki og segið mér, að fólk verði ekki ástfangið hvert af öðru. Það er ef til vill ekki margt hér í heimi sem starfar á réttan hátt, en hæfileikinn til að geta orðið ástfanginn — hann starfar og Jjroskast óaðfinnanlega. — Kæmuð þér til ungs heilbrigðs fólks og segðuð því þetta, myndi Jjað hlægja beint framan í yður. Ekki einu sinni andmæla yður. Aðeins hlægja! — Jæja. Þetta skiptir mig engu. Mig skiptir aðeins Jjað sem ég sjálfur kæri mig um og hefi áhuga á. — Nú, jæja. Þér náið ekki óskamarki yðar með öllum yðar peningum gagnvart frú, — jæja annars. En hugsið yð- ur nú á hinn bóginn: hvað munduð þér segja ef til yðar kæmi ung stúlka sem elskaði yður blátt áfram, hvort sem þér væruð ríkur eða fátækur? Bjartur sneri sér að Eiríki: — Það myndi aldrei koma fyrir. Og Jjað myndi aldrei skipta mig neinu. Nú rauk Eiríkur upp öskuvondur: — Myndi Jjað ekki vera yður neins virði! Hvernig getur yður dottið í hug að segja annan eins óheflaðan heimskuleg- an, blátt áfram hlægilega,n kjaftavaðal! Guðlaust kjaftæði! Mig langað helzt til að hnýta persónulega upp í yður. .. . en læt það samt verá. — Ég.fer heldur mína leið. Bjartur glápti ráðalaus á hann. — Ætlið þér að fara? Geng ég svo alveg fram af yður? — Ég meinti ekkert illt með Jjessu. — Og við áttum að tala um viðskiptamálin. Eiríkur stóð skjálfandi og var stirt um mál: — Viðskipti? — Já, það er stutt og laggott: — Gangið Jjér að samninga-skipulaginu eða ekki? Bjartur var enn ráðaleysislegur — hissa á svipinn. — Hvort ég geng að því? — Getið Jjér ekki setzt niður sem snöggvast. — Ég verð að fá fimm mínútna frest. Eiríkur settist niður, og var enn skjálfandi af bræði. Bjartur settist einnig, drakk sér einn teyg og sagði svo: — En hvernig gat mig grunað, að það sem ég segði um sjálfan mig skyldi hitta yður persónulega eða særa? Hitta mig, særa mig? Eiríkur fór aftur að hugsa. Hvaða bannsett bull er þetta annars. Mér kemur þetta ekkert við. En þá er heldur ekki nein ástæða til að æsa sig upp. Og Jjað við slíkan vesalings náunga! — Sem auk þess er reglulega illa settur einmitt í dag! — Hann sagði: i Ftamhald. j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.