Dagur - 10.04.1965, Blaðsíða 8

Dagur - 10.04.1965, Blaðsíða 8
8 Skíðamó! tslands helsf 14. apríl nk. SMÁTT OG STÓRT Er haldið í Hlíðarfjalli við Akureyri og verður þar f jölmenni. Keppendur eru 118 SKÍÐAMÓT íslands fer fram í Hlíðarfjalli við Akureyri um páskana. Það verður sett af formanni Skíðasambands íslands Stefáni Kristjánssyni kl. 2 e. h. miðvikudaginn 14. þ.m. KI. 3 hefst keppni í 10 km. göngu 17-19 ára og kl. 4 keppa fullorðnir (15 km.). Flest kvöld vikunnar verða kvöldvökur í Skíðahótelinu eða samkomuhúsum bæjar- ins, en skíðaþing verður á föstudaginn langa. Keppend ur eru skráðir 118, víðsvegar af landinu, þeirra á meðal flestir beztu skíðamenn lands ins. í svig og stórsvigskeppn inni verður notað sjálfvirkt tímatökutæki, mjög ná- kvæmt, sem svissneskt fyrir tæki lánar. Hafa slík tæki ekki verið notuð áður hér á landi, við skíðamót. Þá er einnig í ráði að reyna ný tímatökutæki sem Kristinn Kristjánsson símvirki liér í bæ hefir útbúið. Búizt er við miklum fjölda áhorfenda á þetta landsmót, og í gær var búið að panta upp öll her- bergi á þeim hótelum sem opin eru. Sætaferðir verða úr bænum alla mótsdagana í Skíðahótelið frá ferðaskrif- stofuni Lönd og Leiðir. Veit ingar verða seldar í Skíðahót elinu og við Strompinn. — Það er sérstök nefnd Skíða- ráðs Akureyrar sem sér um framkvæmd mótsins og móts dagana verður skrifstofa hennar í Skíðahótelinu. Ársþing jþróltabandalags Akureyrar ÁRSÞING íþróttabandalags Ak ureyrar, síðari þingdagur var haldið í íþróttahúsi Akureyrar miðvikudaginn 31. marz sl. Þingið sat framkvæmdastjóri Í.S.Í. Hermann Guðmundsson, er flutti þingfulltrúum kveðju sambandsstjórnarinnar og for- seta Í.S.Í. í snjallri ræðu. Fyrir þinginu lá álit og tillög ur nefnda, sem störfuðu á milli þingdaga. Ennfremur fóru fram kosningar. Fjárhagsáætlun bandalagsins var einróma sam- þykkt eins og hún hafði verið lögð fyrir fyrri fund ársþings- ins. Mótanefnd starfar áfram unz ákveðið er um knattspyrnu mótin í I. deild og Norðurlands mótin. Verður þá gefin út móta skrá. Þessar tillögur stjórnarinnar voru samþykktar með öllum greiddum atkvæðum: Tillaga, er veiti stjórn Í.B.A. heimild til þess að efna til hugmyndasam- keppni um táknrænt merki fyr ir Í.B.A., gegn hæfilegri þókn- un. Tillaga um stofnun sjóðs, er síðan verði varið til aðstöðu fyr ir Í.B.A. í hinu væntanlega í þróttahúsi. Stofnfé verður ágóða hluti ÍBA af Bindindismótinu í Vaglaskógi. Tillaga, þar sem tilmælum var beint til íþrótta- ráðs, að það hlutist til um, að í hlut Í.B.A. komi 2% af öllum aðgangseyri allra íþróttamóta, sem haldin eru hér í bæ. Það er og til athugunar að nota þenn- Fært til Austfjarða ÍSINN er nú að fjarlægjast Aust firði svo skipaleið er greið á alla firðina þótt skammt muni honum undan og ísinn á Seyðis íirði í gær. En þar var hann á útleið í dag, sagði fréttaritari Dags á Eigilsstöðum í gær. — Jarðgas er víðar en áður var á- litið og mest undan Hreiðarstöð um í Fellum, en víða streymir gasið upp ur botni Lagarfljóts. Þegar ís er þar á hafa menn gert sér það til gamans að fylla tunnur og kúta með gasi og kveikja í. Gasíð brennur skært og er loginn blár. Vonandi dregst ekki mikið lengur að gerð ar séu á þessu rannsóknir. Gas «U1 an: skatt beint til þess að efla -sem mest áðurnefndan sjóð. Eftirfarandi tillögur voru einn ig samþykktar: „Ársþing Í.B.A. skorar ein- dregið á íþróttaráð Akureyrar, að hraðað verði svo sem unnt er, undirbúningi og byggingu nýs íþróttahúss og heitir öllum þeim stuðningi, sem það getur í té látið, við þetta málefni.“ Enn fremur: „Ársþing í. B. A. beinir þeim tilmælum til Ríkisstjórn- ar íslands, að veruleg lækkun verði á aðflutningsgjöldum af íþróttaáhöldum við næstu endur skoðun tojlskrárinnar". Til umræðu kom bygging bráðabirgðahúsnæðis til þess að bæta aðstöðu íþróttamanna um sinn. Félögin hafa haft þetta eitt hvað í athugun, en fram kom í umræðum vilji þingfulltrúa um sameinað átak undir forystu bandalagsins og var þessu vísað til stjórnar Í.B.A. til frekari at- hugunar. í lok fundar var fulltrúum boðið til kaffidrykkju að Hótel K.E.A. og kvikmyndasýningar. Stjórn Í.B.A. skipa nú þessir menn: Formaður var endurkjör inn ísak J. Guðmann. Aðrir í stjórn eru Jónas Jónsson, Hall- dór Helgason, Leifur Tómasson, Kristján Ármannsson, Gísli Lór enzson, Oli G. Jóhannsson og Hermann Stefánsson. Frá aðalfundi Ferðafél. Akureyrar AÐALFUNDUR Ferðafélags Akureyrar fyrir árið 1964 fór fram sunnudaginn 21. marz. í skýrslu stjórnarinnar og ferða nefndar kom meðal annars þetta fram: Félagið gaf út ritið Ferðir, og fjallaði það að þessu sinni aðal- lega um leiðir úr Svarfaðardal til Ólafsfjarðar. Einnig flutti það ferðaáætlanir F.F.A og Ferða- félags Svarfdæla, sem stofnað var árið 1964. Næsta hefti Ferða er tilbúið undir prentun. Á síðastliðnu sumri lét Vega gerð Ríkisins merkja og lagfæra leið úr Eyjáfirði suður að Tungnaá. Ferðafélag Akureyrar lagði fram nokkra sjálfboða- vinnu við þetta verk. Félagið hefur nú gengið mjög vel frá skála sínum við Lauga- fell, enda má búast við að þang að verði meira komið en áður, þar sem leiðin um Hólafjall og Sprengisand er nú vel fær öll- um sterkari bílum þegar líða tekur á sumarið. Þorsteinssála í Herðubreiðar- lindum gista hundruð manna á hverju sumri. Skálanum er mjög vel við haldið og um- gengni flestra ferðamanna er góð. Fimm öræfaferðir voru farnar á árinu með samtals 111 þátttak endum. Engar tekjur voru af «'«SE ferðum þessum og eru þó öll störf ferðanefndar ólaunuð. í heild voru tekjur félagsins um fram gjöld 13,127,53 kr. Félags menn eru nú 536. Um næstu helgi (10— og 11. apríl) efnir félagið til skemmti og fræðslufunda í Alþýðuhús- inu. Þar mun dr. Sigurður Þór- arinsson, jarðfræðingur sýna myndir og flytja erindi um Surtsey og Japan. Erindin um Surtsey verða á laugardag kl. 8,30 e.h. og á sunnudag kl. 4, en erindið um Japan verður á sunnudagskvöld kl. 8,30. MYNDIRNAR HÖFÐU ÁHRIF Fegrunarfélag Akureyrar, sem hefur margt vel gert og mun ekki skorta verkefni i náinni framtíð, bað í fyrra Ijósmynd- ara að mynda þá Ijótu staði í bænum, sem lagfæringar þurfti en fékk neitun. Blaðamaður Dags tók þá margar slíkar mynd ir og birti þær. Þetta var e.t.v. ekki vinsælt, en það bar þann árangur að allir þeir „sóðastað ir“ gjörbreyttust til hins betra. KENNARI LÉT SNYRTA NEMENDUR Sagt er, að kennari einn á Ak- ureyri, sem staddur var í mið- bænum ásarnt nemendum sín- um, fyrr í vetur, hafi látið klippa nokkra lubbalega stráka á rakarastofu og snyrta þá. Ætti Fegrunarfélagið að senda þess um manni þakkir sínar. ÁRVISS FARALDUR Síðan „viðreisn“ komst á lagg- irnar hefur það verið árviss far aldur innan herbúða stjórnar- flokkanna, að auglýsa fávisku sína í landbúnaðarmálum og kenna bændum um erfiðleika efnahagslífsins. Ráð til úrbóta eru helzt talin þau, að fækka bændum, jafnvel útrýma þeim! Talsmenn stjómarflokkanna vilja ekki sjá að hér á landi, sem í öllum öðrum löndum, er bændastéttin mestur aflgjafi manndóms og menningar. HÓLLINN, SEM FÆRÐIST TIL Alþýðumaðurinn tók í vetur kröftuglega undir þá kröfu Norðlendinga, að aluminíum- verksmiðju, ef reist yrði, ætti að byggja norðan fjalla. Þetta var nú ánægjulegt. En í fyrra- dag er komið dálítið annað hljóð í strokkinn, og kallar blaðið það nú „ósæmilega lireppa- pólitík“, að lialda liinu norð- Ienska sjónarmiði um norð- lenzka verksmiðju til streytu! Menn eigi, segir blaðið, að „sjá sól lands vors af einum hól“. Sjónarhóll Alþýðumannsins virðist hafa færzt drjúgan spöl í suðurátt upp á síðkastið. DÖNSK HÚSGÖGN Innlendum húsgagnaframleið- endum til hrellingar hafa stjórn Ilcr er verið að byggja rafstöð Snæbjörn Hjálmarsson bóndi verki með sonum sínum við Þormóðsstaðaá í Sölvadal. á Þormóðsstöðum er þar að (Ljósm.: S. H.) arvöldin ákveðið að leyfa inn- flutning húsgagna fyrir nokkr- ar milljónir. Munu þau koma á markaðinn innan tíðar og verða dönsk. Eftir er að sjá verð og gæði. MOGGINN SENDIR ÞING- EYINGUM TÓNINN Morgunblaðið í gær hneikslast mjög á samþykkt Búnaðarsam- bands S-Þingeyinga og virðist hún hafa komið blaðinu úr jafn vægi. Umsögn blaðsins endar á því, að benda þingeyingum á smæð sína svofelldum orðum: í Suður-Þingeyjarsýslu eru 2.786 íbúar; í Keflavík 5,100; í Vestmannaeyjum 5.000 og á Akranesi 4,133. Hvernig væri, að fjáreigendafélög á einhverj- um þessara fjölmennu staða tæki afstöðu til stóriðjumálsins, t.d. Fjáreigendafélag Keflavík- ur? Þannig tekur aðalmálgagn rík isstjómarhmar undir óskir landsbyggðarmanna að norðan. Raufarhöfn lokuð Raufarhöfn 9. apríl. — Hér er þykkur og þéttur ís, höfnin full og allt út að Rakkanesi að aust an og Ásmundarstaðaeyju að vestan, en auður sjór að sjá þar utan við. Ekki var í dag talið fært skipum fyrir Langanes. H.H. KFR KEPPIR HÉR í DAG, laugardag, koma meist- araflokkar og annarflokkur körfuknattleiksmanna úr Körfu knattleiksfélagi Reykjavíkur og leika hér fjóra leiki um helgina, sem fara allir fram í Rafveitu- skemmunni. í dag leikur K.A. við _gestina í báðum flokkum og hefst keppnin kl. fjögur. Á morgun, sunnudag, leikur lið ÍBA við gestina í meistaraflokki en lið ÍMA II flokki. Hefst keppnin þann dag kl. 2. Heim- sókn þessi er á vegum KA. Frá Félagi íslenzkra bifreiðaeigenda HUNDRUÐ manna hafa gengið í Félag íslenzkra bifreiðaeig- enda undanfarna daga, og mun meginorsök þess vera hin megna óánægja sem ríkir með yfirlýsta iðgjaldahækkun trygg ingarfélaganna. Getur svo farið að F.Í.B. stofni sitt eigið trygg- ingarfélag til að verja hags- muni félaga sinna. Undanfarna daga hefur legið frammi í skrifstofu félagsins í Reykjavík bók, þar sem þeir, er áhuga hafa á stofnun slíks tryggingarfélags, gefst kostur á að rita nöfn sín og fyrirheit um stofnframlag. Hafa nú þegar nokkuð hundruð manna heitið stofnframlagi í félagið. Hér á Akureyri mun slík bók liggja frammi á Ferðaskrifstof- uni Lönd og Leiðir, í dag og á morgun, 10. og 11. apríl kl. 1—7 og síðan á virkum dögum kl. 5 —7 e.h. Geta menn þar gerzt að ilar að stofnun tryggingarfélags FÍB og félagsmenn í félaginu. (Fréttatilkynning)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.