Dagur - 10.04.1965, Blaðsíða 1

Dagur - 10.04.1965, Blaðsíða 1
Dagur SÍMAR: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) XLVIII. árg. — Akureyri, laugardaginn 10. apríl 1965 — 28. tbl. Dagur kemur út tvisvar í viku og kostar kr. 25,00 á mán. f lausasölu kr. 4,00 »i k._ Hagfelld fíð á Hólsfjöllum SAMKVÆMT fréttum frá Hóls- fjöllum, hefur verið þar fremur góð tíð í vetur en þó gjafafrekt tvo fyrstu mánuði ársins. En hey eru næg því bændur áttu fyrningar frá siðasta vetri. Hvanneyrarveikin hefur stungið íslendingur 50 ára VTKUBLAÐIÐ fslendingur minntist 50 ára afmælis síns S. apríl sl. með útgáfu afmæl isblaðs, þar sem rakin er saga blaðsins, birtar heilla- ■óskir o.fl. Stofnandi var Sigurður E. Hlíðar og fyrsti ritstjóri þess ásamt Ingimar Eydal. Núver andi ritstjóri Jakob O. Pét- ursson, hefur ritstýrt blað- ínu í nær aldarfjórðung. fs-' lendingur er málgagn Sjálf- stæðisflokksins og því póli- tískur andstæðingur. En Dag ur sendir honum engu að síð ur árnaðaróskir í tilefni af- mælisins og vonar, að hann og önnur liin svokölluðu minni blöð megi bera gæfu til að veita mörgum góðum málum brautargengi. sér niður og drepið nokkrar kindur á Grímsstöðum, en henn ar hefur ekki áður orðið hér vart. Tuttugu hestar ganga úti og á hverjum bæ eru einn eða fleiri hestar á járnum, því þeir eru notaðir við féð, ásamt bif- reiðum. En nú þarf ekkert að hugsa um vegi austur þar, held ur er ekið „beint af augum“ á harðfenninu. Öðru hverju hafa bílar komið austan af Héraði. Sumt af fénu heimtist seint. Dilkhrútur heimtist t.d. 16. febrúar og þrjár ær úr Axar- firði fundust út af Hólsseli 3. febrúar. Allar voru kindur þess ar vel útlítandi. Póstferðir hafa gengið greið- lega milli Reynihlíðar og Hóls- fjalla í vetur og ekki nema þrjár ferðir þurft að fara á hestum. í vetur var mikið af rjúpum í hæstu fjöllum, en rjúpnaveiðar voru fremur lítið stundaðar. Rjúpnaskyttur sáu nokkra refi svo ekki eru þeir útdauðir. Fremur er fámennt á heimil- um austur á Fjöllum í vetur. Unga fólkið, sem ekki er margt, er í skólum og einnig í atvinnu leit eftir áramót, en heima er fullorðið fólk og börn. (Samkv. viðtali við Ólaf Stefánsson póst). i Engin má undan víkjasf í DAG er merkjasöludagur Kvenfélagsins Framtíðarinnar á Akureyri og munu konur þá ganga í hús og gefa mönnum host á að kaupa merki. í fyrsta lagi eiga flestir 25 krónur, sem þ>eir geta e.t.v. misst, í öðru lagi verður ekki undan vikist þegar lsvenfélagskona er komin á tröppurnar eða inn í forstofuna. 1 þriðja lagi, og það skyldu menn hafa í huga, fara þeir peningar sem við látum af hendi rakna, beint í Elliheimilissjóð. Hver vill ekki styrkja þann sjóð? A S.L. SUMRI var Ufsakirkja rifin, en þessi kapella reist á kirkjugrunninum. (Ljósm.: E. D.) Frá aððlfundi Framsóknarfél. Akureyrar Kvenfélagið Framtíðin gaf Elliheimilinu, sem raunar ætti að kalla dvalarheimili, eina mill jón krónur að gjöf á vígsludegi og vinnur ár hvert að verulegri fjársöfnun til styrktar þessari stofnun. Stjórn kvenfélagsins skipa: — Ásta Jónsson, Margrét Kröyer og Áslaug Einarsdóttir. Ákveðið mun vera, að lyfta þaki á suðurálmu Elliheimilis- ins og innrétta þar mörg her- bergi fyrir vistmenn. Verið er að gera teikningar af fram- kvæmdum þessum. □ AÐALFUNDUR Framsóknar- félags Akureyrar var haldinn fimmtudaginn 1. þ.m. Formaður félagsins, Björn Guðmundsson framíærslufull- trúi, setti fundinn og stjómaði honum. Minntist hann í upp- hafi félaga er látist höfðu á ár- inu, þeirra Jóhannesar Jónasson ar verkstjóra og Trausía Reyk- dal verkamanns. Risu fundar- menn úr sætum til að votta hin um látnu virðingu. Sfðan flutti hann skýrslu stjórnar og gaf yfirlit yfir starf semina á liðnu ári. Stærsta verk efni félagsins var að standa fyr ir verkalýðsmálaráðstefnu á Akureyri í samráði við mið- stjórn Framsóknarflokksins. — Var ráðstefnan haldin í maí og tókst með ágætum. Annars var starfsemin með líkum hætti og síðastliðið ár Klúbbfundir félagsins áttu vax andi vinsældum að fagna og skemmtisamkomur allar prýði- lega sóttar. Margir gengu í fé- lagið á árinu. Að lokinni skýrslu formanns lagði gjaldkeri félags ins, Jón Samúelsson fram reikn inga félagsins. Á fundinum voru samþ. breyt ingar á lögum félagsins er miða að því að fjölga í Fulitrúaráði Framsóknarfélaganna og enn- fremur að aðalfundi skuli halda að hausti eða í vetrarbyrjun. Stjórnin var öll endurkjörin en hana skipa: Bjöm Guðmunds son formaður, Sigurður Óli Brynjólfsson ritari, Jón Samú- (Framhald á blaðsíðu 2). Fegrunarvika á Ákureyri í vor Undirbúningur að stofnun nýs írygginpféiags á vegum Félags íslenzkra bifreiðaeigenda TRY G GIN G AFÉLOGIN boð- uðu nýlega hækkun iðgjalda af skyldutryggingum bifreiða, sem er rökstudd með mikilli fjölgun tjóna, sem orðið hafa, hækkun á viðgerðarkostnaði, hækkun á tryggingarupphæð úr 500 þús. í 2 millj. kr. og vegna þessara atriða tapreksturs á bifreiða- tryggingum síðasta ár, sem koma þurfi í veg fyrir. Félag íslenzkra bifreiðaeig- enda hefur mótmælt hinni stór- felldu fyrirhuguðu hækkun ið- gjalda af bifreiðum og hyggst nú sjálft stofna tryggingafélag til að létta gjöldum af bifreiða- eigendum. Ekki er nema gott eitt um það að segja, að nýtt tryggingafélag bætist í hópinn, ef það getur veitt hagkvæmari þjónustu en hin eldri trygginga- félög. En á það ber einnig að líta, að tæpast hafa tryggingafé- lögin ákveðið hina miklu hækk un að þarflausu. En hvort svo er eða ekki, hafa þau legið und- ir ámæli fyrir þetta og þau ekki talin hafa fært nægileg rök að svo mikilli hækkun. Svo telur a. m. k. Félag íslenzkra bifreiða eigenda. Tryggingafélögin hafa jafnhá iðgjöld. En eitt félagið, Sam- vinnutryggingar, sem er ungt tryggingafélag og rekið á sam- vinnugrundvelli, hefur algjöra sárstöðu. Samvinnutryggingar tóku upp „bónuskerfið“, sem þýðir nú nálega þriðjungs af- slátt af iðgjöldum þeirra manna sem engum tjónum valda. Önn ur tryggingafélög neyddust til (Framhald á blaðsíðu 2). AÐALFUNDUR Fegrunarfélags Akureyrar var haldinn sl. þriðjudagskvöld. Eftirfarandi er tekið úi' fundargjörð: Svofeld tillaga var samþykkt: „Aðalíundur F.A. 1965, sam þykkir að félagið beyti sér fyrir góðri umgengni í bæn um, m.a. með fegrunarviku á þessu vori, með líku sniði og undanfarin ár. Ennfrem ur verði því beint til lóðar- hafa að þrífa til á lóðum sínum hvar sem er í bæn- um og verði hafist handa nú strax fyrir páska“. Miklar umræður urðu um hvaða leiðir væru líklegastar til að auka þrifnað og bæta um- gengni í bænum. í þessu sambandi var m.aó rætt um að flytja fræðsluerindi i skól um bæjarins, hvetja kennara til þess að fræða börn og ungmenni um menningargildi góðrar um- gengni. Þá var rætt um hvort ekki mundi ástæða til að breyta heilbrigðisreglugerð bæjarins í þá átt að heimila meiri afskipti af hálfu bæjaryfirvalda varð- andi umgengni. Gætu þá komið til viðurlög eða sektir t.d. fyrir að kasta rusli á götur. Rætt var um hvort ekki mundi vera ástæða til að beina því til leigubílstjóra að hafa ruslakörfur eða ruslpoka í bíl- um sínum og fylgjast með því að farþegar þeirra geri ekki leik að því að fleygja bréfum flöskum eða öðru út úr bílum. Miklar umræður urðu einnig um opin og óbyggð svæði í bæn um ,skipulag þeifra og hirðingu. Rætt var um hugsanlegan garðyrkjuskóla hér á Akureyri þar sem höfuðáhersla yrði lögð á praktiska útiræktun en ekki gróðurhúsaræktun. Var minnst á gömlu Gróðrarstöðina sem hugsanlega stoð.“ Þá má geta þess að Fegrunar félagið hafði forgöngu um eins konar fræðsluviku í fyrravetur um garðyrkju. Þar fluttu fróð leg erindi: Hafliði Jónson, Jón Rögnvaldsson, Árni Jónsson og Ólafur Jónsson. Sigluf jarðarskarð opið HINN 6. apríl var Siglufjarðar- skarð opnað og hófst þá bifreiða straumur þar um. Skarðið hefur aldrei fyrr verið opnað svo snemma og gekk það fljótar en oftast áður. En vegurinn, sem búinn er að hvíla sig síðan í október er holóttur mjög og illur yfirferðar, einkum þó í Fljótum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.