Dagur - 10.04.1965, Blaðsíða 7

Dagur - 10.04.1965, Blaðsíða 7
- DETTIFOSSVIRKJUN (Framhald af blaðsíðu 5). aluminíumvinnslu. Hagstæðustu iðngreinina telur verklræðingur- inn framleiðslu á svokölluðu þungu vatni, ef ég man rétt. En það mun vera eitthvað líkt með þetta þunga vatn og kísilgúrinn, að það er nóg framleitt af því í heiminum eins og stendur. Hópur manna úti í heimi, sem kennir sig við Sviss og safnað hef- . ur auð íjár með því að gera gróða- vænlega samninga um kaup á orku til aluminíumvinnslu, hefur að sögn látið eittlivað liklega við íslendinga í þessu efni, ef fáanleg væru n<)gu hagstæð kjör. Sérfræð- ingar okkar fíjúga nú heimsálía milli til að reyna að lokka þessa menn hingað með þeirra gull. Orðrónuir er um, að þegar sé bú- ið að semja um eitt og annað hér að lútandi í sambandi við Búr- fellsvirkjun og jafnvel líka Detti- fossvirkjun. Sögurnar eru hinar furðulegustu, t. d. að búið sé að semja um orkusölu til aluminíum- verksmiðja er alkasta ciga 160 þús. tonnum á ári og þurfi sam- tals um 209 þús. ktv. orku; að ork- an verði scld á áætluöu kostnáðar- verði miðað við það verðlag, er gildir, Jjegar virkjun er hafin; að svissneskir eigi að fá samning til minnst 50 ára, sem sennilega þýddi að þá yrðu íslendingar komnir í orkuþrot áður en þeir samningar rynnu út og að skatt- fríðindi eigi þeir að fá, ef alum- iní-uniframleiðslan ber sig ekki að þeirra sögn. Vonandi er ekkert af þessu að öllu leyti satt, því væri svo, er sannarlega erfitt að finna vinning lsléndinga á slikuni samn- ingum. Fyrst og síðast virðist þó vanta í þessa samninga við erlent auð- vald ákvæði um lilutdeild ríkisins í iðjuverinu og rétt til þess að yf- irtaka það eftir hæfilegan tíma. Með ýmsu móti mætti gera slikan samning aðgengilegan fvrir báða aðila. Eitthvað hefur að sögn ver- ið á það minnst, að íslenzkir skuli heita meðeigendur í iðjuverinu, cn það eitt gæti reynst harla lá- nýtt ákvæði. Hvert er svo íslenzka gullið og hversu má jafna því við það sviss- neska? Hvar er það gull að finna og hverja hamingju mætti það veita . okkur? íslenzka gullið er manndómur þjóðarinnar, vilji hennar og kjarkur til þess að gera sjálf það sem verið er að tala um að fá svissneska til að gera. Hirð- um sjálf .ágóðann af okkar landi og okkar starfi. Leggjum fram lé af eigin erliði og notum lánstraust okkar innanlands og utan. Byggj- um iðjuver fyrir okkar eigin fram- leiðslu. Leiðum svo orku frá Detti- fossi til slíkra staða á Norðurlandi og á Austfjörðum. Tileinkum okkur frámleiðslumenningu. Bæt- um nieðlfrð fisksins í stað þess að gera hann að lélegri vöru strax og veiddur er. Margföldum verðmæti okkar eiöin vöru með hjálp ís- lenzkrar örku. Þá höfum við fund- ið íslenzka gullið. Gerum þetta fremur éh ’ aö verðá stritþrælar svissneskra gullkónga. Búseta og byggðajafnvægi. Staðsetning stórvirkjunar hefur 7 - BÚR FELLSVIRKJUN að sjálEsögðu áhrif á byggðahlut- föll í landinu. Ljóst er, að virkj- un við Búrfell mundi stórum auka ójafnvægið í þeim efnum, þar sem efri virkjun í Jökulsá hefði bætandi áhrif. Mælir þetta mjög eindregið með Dettiloss- virkjun l'rarn ylir Búrlellsvirkjun og þarf ekki lrekari útlistunar. Mælt er, að svissneskir, sem sjálf- sagt eru lítt fróðir um skilyrðin fyrir norðan, gefi aðeins kost á því að byggja aluminíumver fyrir sunnan, aðallega vegna þess að þar þurfi ekki að byggja yfir starfslið iðjuversins. Ljóst er, að þessi riik eru aðeins einn liður í Búrfellsáróðrinum. Allir geta séð, að þetta er hrein blekking frá ís- lenzku sjónarmiði. í Reykjavík og grennd er ekk- ert vinnuafl allögu og hefur ekki verið í áratugi. Hvort sem stofn- að yrði til stóriðju íyrir sunnan eða norðan, þyrfti að byggja yfir það fólk, sem þar kæmi til með að starfa, eða annað í þess stað. Hvort erlendur auðhringur, ís- lenzka ríkið eða fólkið sjálft byggði íbúðirnar er aðeins fyrir- komulags- og samningsatriði. Að veðja á réttan hest. 1 grein formanns rannsóknar- ráðs í Tímanum 28. febr. sl., sem er samfelldur lofsöngur um Búr- fellsvirkjun, eru þó áætlunartölur um orkuverð, er benda til að það verði lægra við 133 þús. kw. — Dettifossvirkjun, stonfverð 1180 millj. kr. og kwst. verð 11.2 aurar (liefur hækkað frá 1960 um 0.7 aura, hvers vegna?), heldur en þá 105 þús. kw. Búrfellsvirkjun, sem nú er á döfinni að reisa. Sú virkj- un er áætluð að kosta, eltir því sem segir í nefndri grein, 1050 millj. kr., og ætti þá kwst. þar að kosta 11.4 aura eða a<Teins hærra en frá Dettifossvirkjun. Hitt er svo annað mál, að með því að reikna stöðina við Búrfell lielni- ingi stærri en á að byggja þar eða 210 þús. kw., þá kemst greinar- höfundur með verðið á Búrfells- rafmagni niður í 8.6 aura kwst. Þetta er gott dæmi upp á áfóður- in fyrir Búrfellsvirkjun, sem hinir lærðu menn nú reka. A því er látlaust kliþið, að. ekki sé liægt að virkja Dettifoss fyrir því að sama sem enginn markað- ur sé fyrir orkuna þar. Þetta er íráleit viðbára. I lyrsta lagi er hægt að bvggja aluminíumver íyrir norðan eins og fyrir sunnan. Svo er að heyra, að 30 þús. tonna verið hjá Straumi Jjyki þeim sviss- nesku of lítið. Eðlilegt væri þeir biðu hærra verð lyrir Dettifoss- rafmagnið, ef þeir fengju að byggja stærra iðjuver. ' Hér hefur verið bent á að tengja saman allar ríkisveitur og fullnægja á þann hátt orku])<jrf- inni á hverjum tíma, einnig að stofna skuli til stóriðnaðar á inn- lendu hráefni. Segjum að ófull- nægð orkuþörf landsmanna sé í dag 35—40 þús. kw. 10—15 þús. kw. vcrði ætluð til nýs iðnaðar og annað eins fyrir vaxandi orkuþörf næstu ára, þá verða eftir handa aluminíumverksmiðju um 70 þús. kw. eða 15 þús. kw. meiri orka en þei'r fá hjá'Straumi. Það er ekki vandalaust að veðja á réttan hest. Ríkisstjórnin hcfur látið undan peningavaldi' Stór- Reykjavíkur og veðjað á Búrfells- virkjun. Stórfé hefur hún varið til að temja þá hryssu og einskis lát- ið til sparað að telja fram kosti hennar, en hún hefur ])agað um gallana. Hefur ekki ríkisstjórn- inni orðið það á að veðja á rang- an hest? Lokaorð. Ut frá því, sem að framan hef- ur verið ritað, verður samanburð- ur milli Dettifossvirkjunar og Búrfellsvirkjunar í fáum orðum á þessa leið: 1. Jarðmyndun við Dettifoss er svo hagstæð sem verða má, við Búrfell hins vegar svo <)trygg, að harla erlitt er að áætla virkjunar- kostnað þar. 2. ísmyndun ógnar ekki Detti- fossvirkjun en er hins vegar alvar- legur annmarki á Búrfellsvirkjun, sem verður að girða fyrir með dýrri varaorku. 3. Flutningur orkunnar til út- flutningshafnar verður til niuna kostnaðarminni fyrir norðan cn sunnan. 4. Miðlun orkunnar uni allt land virðist- álíka liagstæð frá báð- um verum, hvort sem hún er flutt með byggðum eða yfir öræfi. 5. Vegna stórum öruggari að- stöðu fyrir norðan má ætla að Dettifossvirkjun verði til muna ó- dýrari en Búrfellsvirk jun. 6. Hvar sem stóriðja kynni að verða staðsett hér á landi, mundi þurfa að byggja yfir verkafólkið, ekki hvað sízt í nágrenni Reykja- víkur. 7. Dettifossvirkjun stuðlar að byggðajafnvægi í verulegum mæli, en Búrfeljsvirkjun verkar öfugt og eykur á þjóðarvoða. Af þessum sökum á að hefja stórvirkjun á fossunum þremur í Jökulsá með fullnýtingu íslenzkra hráefna að aðalmarkmiði. 2. apríl 1965. Til fermingargjafa: BAKPOKAR VINDS/ENGUR ÁTTAVITAR FERÐASETT Tómsfundaverzlunin STRANDGÖTU 17 • PÖSTHÖLF 63 AKUREYRI GÓÐ AUGLÝSING - GEFUR GÓÐAN ARÐ RIFFLAÐ FLAUEL KKAKI og fleiri efni fyrir vorið. Verzlun Ragnheiðar 0. Björnsson SAMANBURÐUR Á KRISTI OG KONUNGUM er ræðu- efni mitt á samkomunni að Sjónarhæð á morgun, (pálma sunnudag) kl. 5 s.d. Allir vel komnir. Sæmundur G. Jó- hannesson. FfLADELFÍA LUNDARG. 12. Almenn samkoma á pálma- sunnudag kl. 8,30 s.d. Sunnu dagaskóli kl. 1,30. Fíladelíía. AKUREYRINGAR! Munið baz arinn og kaffisöluna á Hjálp ræðishernum í dag (laugar- dag) kl. 3—7 e.h. • Hjálpræðisherinn. GJÖF TIL Hjariá- og æðasjúk- dómavamafélags Akureyrar frá konu í Öngulsstaðahreppi kr. 5.000. — Með þakklæti mót- tekið. Jóhann í?oikelsson. • > BRAGVERJAR! —. .Fundur fimmtudaginn 15. (skírdag) að Byggðarvegi 147 kl: - 8/30 e.h. KARLAKÓR AKUREYRAR — flytur afmælissamsöng nú á vorinu í bænum. — Þess er vinsamlega óskað að eldri kórfélagar (þ.e. nú ekki starf andi í kórnum) syngi þar með ein tvö til þrjú gamal- kunnug lög og mæti á æfingu í Laxagötu 5 n.k. þriðjudags- kvöld kl. 9.30. Stjórn Karlakórs Ak. BRÚÐKAUP: — Þann 8. apríl voru gefin saman í hjónaband brúðhjónin ungfrú Ragnheið ur Olga Loftsdóttir, Hafnar- str. 49 og Hólmsteinn Snædal Rósbergsson húsasmíðanemi Byggðavegi 147. Akureyri. KA-FÉLAGAR! Munið aðal- fund félagsins n.k. mánudag kl. 8,30 e.h. í Sjálfstæðishús- inu, litla sal.. Venjuleg aðal- fundarstörf. — Áríðandi mál á dagskrá. — Sýnd verður skíða kvikmynd. —- Félagar fjöl- mennið. Stjómin. HJÚKRUNARKONUR, munið fundinn að Hótel KEA á mánu daginn 12. apríl kl. 21. DÚNUNGINN verður sýndur í Freyvangi laugardags- og sunnudagskvöld, sjá augl. á öðrum stað í blaðinu. GAMANLEIKURINN „AST OG MISSKILN- INGUR verður sýnd- ur í Samkomusúsinu á Dalvík á morgun (sunnudag) kl. 4 og 9 e.h. Sparisalaf um helgina. KJÖTBÚÐ K.E.A. FERÐAVIÐTÆKI SEGULBÖND GASTÆKI SKRAUTVASAR HÁRÞURRKUR VINDSÆNGUR ; SJÓNÆUKAR MYNÐÁVÉÍLAR SVEFNPOKAR BAKPOKÁR TJÖLD • .»*- JÁRN- 0G GLERVÖRUDEILD Ó f i t % % % 4 Öllurp viiium minum, systkinum, frœndfólki og fé- ^ lugum, sem glöddu mig og heiðruðu, með heillaósk- um, hlffn' fiandtaki og gjöfum d 60 ára afmceli minu f 2. aprii’sh,< þakka ég af alhug. Guð blessi ykkur öll. * ÓLAFUR DANÍELSSON, klceðskeri. 1 ci MAGNÚS HÓLM ÁRNASON, Krónustöðum, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þ. 6. þ. m. Jarðarförin ákveðin að Saurbæ mánudaginn 12. þ. m. kl. 1.30 e. h. Aðstandendur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.