Dagur - 24.04.1965, Blaðsíða 4

Dagur - 24.04.1965, Blaðsíða 4
4 5 Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Tvær leiðir DANSKA ríkið birti um áramótin áætlun um opinberar fjárfestingar- framkvæmdir næstu þrjú árin og gerir ráð fyrir 50% aukningu. Þær framkvæmdir ríkisins, sem mest áherzla er lögð á, eru m.a.: Skólar sjúkrahús, hafnir vegir og flugvell- ir. Hér á landi er þessu á annan veg farið. Okkar ríkisvald hefur ákveð- ið að skera niður verklegar fram- kvæmdir á þessu ári, jafnt liliðstæð- um framkvæmdum, er að framan voru nefndar, sem öðrum þeim fram- kvæmdum, sem ríkið hefur með höndum að meira eða minna léyti. Hin dönsku rök fyrir nauðsyn opin- berra framkvæmda, eru talin fals- rök hér á landi. Islenzka ríkisstjórn- in er jafnvel svo ósvífin að hóta nvrri skattlagningu ef menn vilja ekki fallast á niðurskurð opinberra framkvæmda um 20%. Annað eins og þetta lætur stjómin sér sæma að segja opinberlega, eftir að fjárlögin fyrir yfirstandandi ár hafa verið sam- Jjykkt og með ríflegum greiðsluaf- gangi og ]>á miðið við þær fram- kvæmdir, sem nú á að klípa 20% af. SÚ þróun hefur orðið hér á Akur- eyri, að miðstöð skíðaíþróttarinnar hefur risið uppi í Hlíðarfjalli, ör- skammt frá bænum. Þar er myndar- legt og vel btiið fjallahótel, Skíða- hótelið, á hinum ákjósanlegasta stað, því Jiar í grennd vantar sjaldan snjó og landslagið gefur skíðafólki hina margbreytilegustu aðstöðu. Þessi þró un er mun heppilegri en þar sem hin ýmsu félög pukra hvert fyrir sig, byggja kofa og búa sér til aðstöðu af vaneínum. Að vísu er sú starfsemi virðingarverð, en reynslan sýnir hvarvetna, að með því móti verður hvergi góð aðstaða, hvorki fyrir skíðafólk eða almenning. Bæjarfélag- ið sjálft hefur tekið þessi mál í sínar hiendur hér á Akureyri og hefur „op- ið hús“ Jjar sem Skíðahótelið er. Þar hafa íjnóttafélögin aðstöðu, þangað koma skólahóparnir hver af öðrum, ásamt kennurum sínum og almenn- ingur á þess einnig kost að njóta þess er þar verður notið. Með því að sameinast um einn stað, eins og hér er gert, undir forystu bæjarfé- lagsins, var Jjetta mögulegt — annars útilokað. Skíðamót íslands nú um páskana minnir á þessar ánægjulegu staðreyndir. Það gæti e. t. v. einnig minnt á Hlíðarfjall sem landsmið- stöð í þessari iþróttagrein. □ FÆKKUN BÆNDA „Bóndans síarf er betra, en bæn og sálumessa." D. S. NÚ eru uppi háværar raddir um, að nærtækasta ráðið við háum sköttum, verðbólgu, verk föllum og kauphækkunum, sé fækkun bænda, jafnvel útrým- ing á vissum svæðum, svo sem þeir séu skaðleg meindýr. Nú er það svo, að undanfarna ára- tugi hefur bændum alltaf verið að fækka, og þó ennþá meira fækkað fólki. sem hjá þeim hef- ur unnið. Má heita, að nú sé ekki annað fólk í sveitum, en einbúar, og hjón með ung börn sín og hálfvaxin, sem fara burt jafnóðum og þau ná fullorðins- aldri, og sum fyrr. Og líka nokkuð af rosknu fólki. En bændur hafa samt unnið sér það til saka, að framleiða bú- vörur handa landsfólkinu og 12—15% fram yfir og tilkostn- aður orðið meiri en útsöluverð- ið, hvort sem selt er á útlendum eða innlendum markaði. Þessi mismunur stafar m. a. af því, að nauðsynlegt þykir að greiða bændum svo hátt verð fyrir vörur sínar, að þeir fái sem svarar verkamannakaupi fyrir vinnu sína. Og er þá hvergi tekið tillit til eftirvinnu, helgi- daga- eða næturvinnu, né ábyrgðar á störfum, sem allt er þó meira og minna nauðsynlegt. Þennan mismun borgar svo rík- issjóður og leggur til þess skatt á landsfólkið, bændur sem aðra. Sé miðið við 44—48 stunda vinnuviku, helgidaga og sumar- frí, lætur nærri að hver bóndi vinni eins langan tíma og tveir menn í fastri vinnu. En auk þess verða svo hjón í sveit að annast börn sin að miklu meira leyti, en hjón í kaupstað. í sveit eru hvorki leikvellir, dagheim- ili, leik- eða smábarnaskólar, til léttis heimilunum, ekki einu sinni hægt að senda börnin í „Bíó“ á sunnudögum. Líka þurfa sveitahjón meira að hlynna að námi barna sinna, þar sem skólatími er þar meir en helmingi skemmri en í kaup- stöðum. Vel veit ég að konur í kaup- stöðum vinna utan heimila sinna, og sumar mikið, en myndi það verða meira til jafn- aðar en sú vinna, sem sveita- konan leggur í búskapinn við heyvinnu, mjaltir, hreinsun mjólkuríláta, hænsnahirðingu og matjurtarækt og jafnvel fleira í forföllum og fjarveru manna sinna. Maður getur varla varizt þeirri hugsun, hvort ekki væri jafn æskilegt, að fækkaði í fleiri atvinnugreinum en búskapnum. Togaraútgerðin ber sig illa og ríkissjóður þarf þar að hjálpa. Það er talið ráð að afnema vökulögin og fækka mönnum á skipunum. En slíkt ráð þykir ósvinna, sem ekki sé mönnum bjóðandi, og vantar þá menn við fiskveiðar. Ymsar ís- lenzkar iðnaðarvörur þykja ekki sambærilegar við þær er- lendu hvað verð og gæði snert- ir, samt harma menn að iðnað- urinn dragist saman, sem von er, því slíkt er afturför. Á undanförnum árum hafa margar stéttir gert verkföll. Ekki virðist nú vinna alls þessa fólks bráðnauðsynleg, né að- kallandi, því allt hefur komizt af, þótt svo verkföllin hafi stað- ið svo vikum og mánuðum skipti. Oft hefur knúið fastast á ef verkfallið hefur náð til flutn- ings, vinnslu eða dreifingu mjólkur. Sýnir það bezt, hve mjólkin er landslýðnum nauð- synleg. Óviðkomandi finnst stundum, að réttara væri að semja straz. Að það væri meiri þjóðarhagnaður, að nýta vinnu- aflið allan tímann, sem verk- föllin standa yfir. En beina þá fólkinu að annarri atvinnu ef viðkomandi atvinnugrein þolir ekki hækkun á kaupgjaldi. En slíkt má ekki nefna. Hvergi má fækka fólki nema við búskap. En þar er líka fækkunin svo nauðsynleg, að lagt er til, að ríkissjóður kaupi bú og býli af bændum, í sama tilgangi og hann verðlaunar þá, sem vinna refagreni eða minkaskott. Bændur eru friðsamir menn og vinna friðsamleg störf. Þeir eiga rétt á þeirri lágmarks kurteysi, að þróunin fái þó að minnsta kosti að ráða því hvort þeim fjölgar eða fækkar, en ekki ribbaldaleg bylting. Þeir eiga líka rétt á því að fram- leiðsla þeirra sé borguð með ekki lakara hugarfari en aðrar vörur og þjónusta, sem fólk kaupir. G. B. - Kröfur gerðar .. . (Framhald af bls. 8.) fjórðungi eru nú fyrir sunnan á vertíð en aðeins um 20 minni þilfarsbátar gerðir út á veiðar við Norðurland. Fiskvinnslu- stöðvarnar standa að mestu leyti starfslausar, en 10—1200 manna hafa farið burt til að leita sér atvinnu. Þessir menn og verkakonur einnig í þessum hópi þurfa að greiða allt að 20 milljónir króna í beinan auka- kostnað vegna þess að þurfa að sækja vinnu fjarri heimilum sín HVERJU SVARA YFIRVÖLDIN? „Nenmandi“ sendi þessa grein til birtingar fyrir nokkru síðan: FYRIR skömmu var hér hald- in bindindisvika með góðum ár- angri að því er virtist. Annað helzta veitingahús bæjarins, Sjálfstæðishúsið, hækkaði ald- urstakmarkið upp í 18 ár, og er það vel. En þá þarf einnig að halda unglingadansleiki oftar en gert er, sbr. unglingadans- leiki Sjö-stjörnu klúbbsins. En Hótel KEA hefur ekki séð sóma sinn í því að hækka aldurstak- markið hjá sér. Sennilega vegna rekstrarörðugleika. Hugsar það nú gott til glóðarinnar. en hvað gerðu barþjónar? Þeir settu á sig rögg, mitt í hinni miklu ös á börum veitingahúsanna, og spurðu mjög marga unglinga um aldursvottorð. Afleiðingin varð sú, að sala á áfengi snar- minnkaði. Af hverju? Af því, að unglingar þeir, sem áður höfðu fengið afgreiðslu, reynd- ust ekki vera komnir á lögald- ur. Þetta viðurkenndu barþjón- ar. En er frá leið sáu þessir herrar, að við svo búið mátti ekki standa. Og fram til þessa hafa þeir svo, smátt og smátt, verið að lina á kröfunum til sjálf sín um að krefjast aldurs- vottorðs af unglingum. En, þess ber að geta, sem gott er. Á þessu eru heiðarlegar undantekningar í stéttinni. Unglingunum, sem synjað var um vín, er bindindis vikan hófst, fá nú aftur af- greiðslu. Með öðrum orðum. Sömu unglingunum, sem bar- þjónar komust að raun um fyr- ir skömmu, að ekki eru orðnir 21 árs, FÁ NÚ AFGREIÐSLU Á NÝJAN LEIK. Er nú hægt að álíta, að bar- þjónar viti ekki, hvað þeir eru að gera? Nei. Þeir vita allt of vel, hvað þeir eru að gera. En því í ósköpunum gera mennirn ir þetta? Því virðist helzt til að svara, að samvizka þessara manna sé á mjög lágu þroska- stigi, og að ofan á það bætist peningagræðgi, því flestir bar- þjónar fá kaup sitt greitt í prós entvís miðað við selt áfengi. Það væri fróðlegt að heyra umsögn þeirra sjálfra á málinu. Þeir ættu að vera því kunnugastir. Nú vildi ég skora á þessa svörtu sauði þjóðfélagsins að láta nú samvizku og löghlýðni ríkja yf ir aurafíkn og aumingjaskap, því hvað er það annað en aum- ingjaskapur að selja unglingum innan 21 árs vísvitandi áfengi? Hvað finnst þér lesandi góður? Nemandi. LEIKFÉLAG Öngulstaðahrepps sýnir Dúnungann í Freyvangi í kvöld og annað kvöld. Síð- ustu sýningar. Sjáið nánar augl. í blaðinu í dag. um. Leiðir til úrbóta? Við gerum þá kröfu til ríkis- stjórnarinnar, að hún beiti sér fyrir því, að komið verði á hag- anlegum flutningi sjávarafla frá þeim stöðum, þar sem mest berst á land og stundum meira en hægt er að nýta sómasamlega og til þeirra staða, sem hráefn- ið vantar tilfinnanlegast, og á þetta við bæði um síld og þorsk. Þótt við hér fyrir norðan fengj- um ekki nema helming þess afla sem hin 40 fiskiskip draga að landi fyrir sunnan, væri það mik il bót. Ennfremur að ríkisstjórn in beiti sér fyrir því, að ekki sé gengið á hlut þeirra iðngreina sem þegar hafa vaxið upp t. d. hér á Akureyri og mjög þreng- ir að, svo fjölda fólks hefur ver ið sagt upp vinnu. Ennfremur, að stofnsettar verði hér nýjar iðngreinar, svo sem stálskipa- smíði, veiðarfæragerð o.fl. Þá finnst okkur ófært, að hinar tvær norðlensku niðursuðuverk smiðjur skuli ekki starfa nema svo stopullt, þar sem betra hrá- efni er þó fyrir hendi en nokk urs staðar í heiminum. Niður- lagning síldar er vinna, sem ekki er háð hinum daglega veiði tima. Blaðið þakkar Tryggva Helgasyni fyrir upplýsingarnar og vonar að giftusamlega takist í samningum þeim, sem nú standa fyrir dyrum. E. D. JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU: Fiármálavit og verk- NÚ stendur til að binda með löngum samningi orkulindir þjóðarmnar~Sig fjármál landsins um áratugi. Mótaðili í þessum samningi eru köld og kænlega stýrð gróðasamtök í fjarlægu landi. Sáttmálinn getur tryggt íslendingum eins konar okur- lán í rafveitu. Búrfellsmálið er lítt rannsakað, en þar er gert ráð fyrir samkomulagi í þing- lokin. íslendingar eru lítt við- búnir að gera slíkan sáttmála í flýti. Hér reynir mjög á fjár- málavit og verkþekkingu, en reynslan er lítil og ekki mjög glæsileg í fjármálum. Verk- kunnátta mætti vera meiri til að ráða fram úr vandanum við nýstárleg mál sem þetta. Fyrir tuttugu árum átti ís- lenzka þjóðin 600 milljónir kr., svokallaðan stríðsgróða, í pund um og dollurum í útlendum bönkum. Jón Árnason þjóð- bankastjóri sagði þá: „Flytjum þessa peninga inn á nokkrum árum og athugum vel hversu ber að nota þetta óvænta fjár- magn.“ En hinir óðfúsu og ógætnu fjármálamenn fluttu alla peningana á svipstundu inn í landið og þeim var eytt á nokkrum mánuðum. Óðaverð- bólga varð og er enn óviðráð- anleg. Eftir nokkra mánuði var þjóðin peningalaus, markaðs- laus, .vörulaus og hallæri á næsta þrepi. Góðir menn í öðru landi leystu hina fávísu leiðtoga fslendinga úr fjötrum er þeir höfðu spennt að á sínum hálsi. Þetta var drengileg, en ó- verðskulduð neyðarhjálp. Virkj un Elliðaánna var auðveldasta vitnsvirkjun á íslandi. Að því verki var unnið af heilum hug af þekktustu og reyndustu kunnáttumönnum íslendinga í rafmagnsmálum. Samt tók það þjóðina og þessa leiðtoga þrjár atrennur, áður en þeim tókst að beisla hið litla vatnsmagn Elliðaánna. En nú lítur út fyrir að ríkisstjórnin 'og Alþingi ætli að gera lítt undirbúinn skyndi- samning um Búrfellsvirkjun við erlendan aðila. Við fáum peninga að láni hjá gróða- hringnum, en við tökum á okk- ur margar skyldur. Við berum ábyrgð á vatnsorkunni í Þjórsá, hvað sem líður íslenzkum vetri og duttlungum fljótsins. Vara- úrræðin eru reist á okkar kostnað, tröllauknar olíustöðv- ar. Þær framleiða á okkar ábyrgð nægilega raforku til að bjarga búskap „hringsins" all- an frostatímann. Við fellum nið- ur alla tolla af efni sem tilheyr- ir hringnum. Sama gerir þjóðin við forsetann á Bessastöðum, en engan annan einstakling í land- GAMANIÆIKURINN Orrust- an á Hálogalandi verður sýnd ur að Melum í Hörgárdal laugardaginn 24. þ. m. og hefst sýning kl. 9 e. h. — Umf. Möðruvallarsóknar. á islaiidi inu. Kringum verksmiðjuna er mikil óhollusta fyrir gróður og mun þar ekki vaxa gras nema varið sé allt að hundrað milljón um króna til varnaðar móti ó- hollustunni, það fé fá íslending- ar að leggja fram. Allt þetta og margt fleira er hættulegt í Búrfellsmálinu þó að það verði ekki hér talið. Hring- urinn fær alla aðstöðu til að framleiða útflutningsvörur hvað sem líður náttúruerfiðleikum á íslandi. Hann á undir öllum kringumstæðum að geta fengið framleiðslu sína með sannvirði. íslenzka stjórnin tekur á sig alla áhættu, sem kann að verða á rekstri hringsins. Þjóðin verður að borga þær misfellur er stafa af vetrarhörkum. Menn tala um að fórna Dettifossi á næstu ár- um. Hann er mikilúðlegasti og svipmesti foss í allri Evrópu. Samt er talað um að hann eigi að hverfa til að fullnægja gróða von. Ástæða er fyrir þá menn sem stunda framleiðslu hér á landi að minnast þess nú að það vant ar hvarvetna starfsorku, þann- ig að víða liggur við landauðn fyrir það eitt að vinnuafl er ekki fáanlegt. Fiskiðjuverin eru mjög fólksvana og verður helzt til bjargar ef sumum þeirra geta fengið konur í næturvinnu með miklum yfirtaksta. Bændur hafa síria sögu að segja og iðnaðar forkólfar búa hvarvetna við vöntun starfsorku. Það er mjög óheppilegur tími sem forráða- menn Búrfellsvirkjunnar hafa valið til að ljúka þessu máli. Þjóðin er í margháttaðri upp- lausn. Sjaldan hefur verið blás- ið kröftulegar í eldanna. Launa fólk er reiðubúið að hefja stór sókn fyrir hækkuðu kaupgjaldi og hlunnindum þegar jörð byrj ar að grænka á íslandi. Eitt af því sem lítt er tekið með í reikn inginn í Búrfellsmálinu er óðaverðbólga og þeir óútreikn- anlegu erfiðleikar er stafa af þeim sjúkdómi. Næsta verkefni góðra íslend- inga ætti að vera samtök um að rísa með rökfastri ádeilu gegn Búrfellssamningum. í frjálsu landi geta borgararnir bjargað málum sínum ef vel er á haldið með skipulögðum áróðri í blöð um, fundum, undirskriftum og persónulegum aðvörunum þar sem viljinn er veikur. Eg vil að síðustu benda for- ráðamönnum lands og þjóðar á það sögulega atriði að fyrir 20 árum þegar lýðveldið var barn í reifum léku gálausir forráða- menn þjóðarinnar blindingjaleik með fé hennar þeir eyddu öllum lausum aurum landsins og skildu þjóðina eftir varnarlausa í nábýli við Stalín eins og hann var þá skapi farinn. Með tilliti til eyðslunnar frá 1946 má vissu lega segja við núverandi forráða menn þjóðarinnar, að til þess eru vítin að varast þau. RONALD FANGEN EIRÍKUR HAMAR <HS<HS<HS<HS<HS<HS<HK Skáldsaga 32 með allri vitund í holdi og huga og endurminningu og Jrrá, að Jrú ert glaður og átt allt lífið. Já, hann gat munað Jjessa hamingjukennd blóma — og veltidaga æskunnar, hún hafði fylgt honum langa hríð, og Jrað var sennilega hún sem verið hefði of metnaðargjörn og hefndi sín nú svo rækilega. En Jrað var ekki Jretta sem hann þráði nú á ný, ekki eins og það var þá, — þá var hann drottnari og heiðingi, öllu ætlaði hann að ráðstafa í liuga sínum, og líkami hans átti að hlotnast sæluna og lifa hana! Miklu, miklu minna nú, — aðeins að finna til þess að máður stæði réttu megin í lífinu — hvar sem hann stæði. Eiríkur fór ekki heim til að borða þennan daginn. Æsku- hugblaer hafði hrifið hann, og hann fékk löngun til að bregða sér inn í Stúdentakrána í Háskólagötunni, þar sem hann var vanur að borða á æskuárunum. — Þarna hafði tím- inn blásið mæðinni: — Sami matarþefurinn, — steiktur Jryrsklingur, og steiktur laukur með bautanum - sömu áróð- ursspjöldin fyrir vindlingategundir á veggjunum, en tegund irnar ef til vill nýjar. Sömu ljótu borðin, rispuð og skorin, og stólarnir — og sami gamli gildvaxni ofninn sjóðandi heitur. Eiríkur fór úr frakkanum og pantaði hiklaust bauta og öl. Þjóðrétt stúdentsins. — Þarna voru ekki margir fyrir, en Eiríkur hafði samt vakið athygli. Það var fremur sjaldgæft að Jaarna kæmu aðrir en ungir stúdentar. Það var annars skringilegt að hugsa sér: Virtist hann í rauninni miklu eldri en þeir. Hann væri ef til vill orðinn lítið eitt gildari seinustu mánuðina sökum þjálfunarleysis, þótt sjálfur sæi hann ekki muninn. En hver getur staðist listfenga hönd áranna og handabrögð Jjeirra. Þau breyta manni svo hægt og varlega, að Jaess verður tæp- lega vart: í augnaráði, svip og hreyfingum. Hann ætlaði annars ekki að spyrna á móti Jressu’ Jjótt hann vildi mjög gjarnan framvegis vera fríður sýnum. — Hversvegna viltu Jaað annars, tautaði hann innvortis, hvern ætlar þú að hrífa og ginna með Jrví? Hann tók að litast um og athuga gestina. Tveir ungir piltar sátu saman annar var magur, vökuþreyttur, með gler- augu, hinn lítill vexti með spenntan ofstækissvip. Þeir spjöll uðu ekkert saman, drukku kaffi sitt og lásu blöðin. Einu sinni sýndi ofstæklingurinn kunningja sínum eitthvað í blaðinu og hló háðslega. Hinir piltarnir sátu einir sér. Þarna var einn piltur, liðlega tvítugur að Eiríki virtist, hann sat þarna og borðaði bauta eins og Eiríkur. Þetta var stór og þrekinn piltur með opið skemmtilegt andlit, — hann borðaði alveg vélrænt og virtist skemmta sér konung- lega við einhverjar hugsanir sínar, og allt í einu, — Jaað fór um Eirík eins og stingur af söknuði og sorg, — allt í einu brosti pilturinn breitt og lá við að skellihlæja, en áttaði sig Jjegar, — hann litaðist um feimnislega og varð að vissu leyti alvarlegur, en bjarta hamingjubrosið blikaði enn í augum hans og í svip hans öllum. Eiríkur lauk máltíð sinni í skyndi og fór út — sneyptur á ný og skömmustulegur: sökum Jjess að hamingja ungs pilts skyldi valda honum óhamingju og allt að Jjví háðungar eða smánar. Síðan reikaði hann um göturnar, hann leit á andlitin, en Jjað var ekki rétti tíminn. Núna um sex-sjö-leytið var Stúd- entalundurinn og Karl Jóhannsgata full af götustelpum og alfons-peyjum, ótrúlega mörg ljót, gráðug og frekjuleg smetti. Hann varð Jjreyttur af að ráfa Jjarna, fór Javí inn í Leikhúss-kaffistofuna og drakk nokkur glös af léttu víni. Við eitt borðið sátu málarar og rithöfundar, hann Jaekkti sum andlitin úr blöðunum og frá kaffihúsunum öðru hverju. Þeir spjölluðu hátt og deildu ákaft og hlógu liátt inn á milli, og í rauninni höfðu Jjeir víst ástæðu til atvinnurænn ar ánægju. Auðvitað fremur smátt um peninga, en Jjað hlaut að Joykja allgott að vera sinn eigin atvinnuveitandi, svo að segja algerlega einvaldur og sjálfráður um tíma og staði. Og að eiga sérgáfu og geta tjáð sig, skrifað eða nrálað sér til lausnar og vita með sér, að þótt manni líði afar illa inn á mili, þá er Jrað nú samt sem áður einskonar listrænn stofnsjóður. Þó væri þetta ekki fyllilega í lagi, — því ef lífs- reynslan bjó ekki að sínu raunverulega gildi, sínum eigin óglatanlega Jrunga — þá var víst eitthvað bogið við Jrað. — Hvað vav hann nú annars að brjóta heilann um listir ? Árunr saman hafði hann ekki lesið annað en lögfræði, og ekki séð eitt málverk. Furðulegt annars að hugsa til þess, að aðeins fyrir fáeinum árum hefði öll list ætíð haft hárnænr örvandi hamingjuáhrif á hann. En fyrst nú annars var laugardagskvöld, brá hann sér að gamni sínu inn í Stúdentafélagshúsið. Þangað hafði hann ekki komið árum saman, ekki síðan vinur hans Níels Bang var Jrar einn „ljónanna ungu“, og rökræddi Jrar og deildi á- kaft á hverjum laugardegi með bjartri rödd og fölu skín- andi andliti. Hann hafði séð á auglýsingunni, að fundurinn í kvöld ætti að vera niðri í stúkunni, en hvert fyrirlestrarefn- ið var, Javí hafði hann gleymt. Það gilti líka einu. Hann ætl- aði aðeins að anda að sér loftinu Jaarna inni. Tvö atvik mættu honum þarna. Fyrst var Jaað fyrirlesturinn. Maður á þrítugsaldri flutti hann, prófessorssonur. Þetta var stórhörkulega kommúnisk- ur málaflutningur, aðallega árás á kristindóminn. Nú var yfirleitt stöðugur kommúnismi á ferðinni. Á styrjaldarárun- um var Jaað hin stöðuga utanríkis-pólitízka í Noregi. Þetta var enginn glæsi-fyrirlestur, og Jaað var ekkert sam- ræmi milli hins mikla ákafa flutningsins og hins mjög hvers- dagslega hugsanaferils og staðhæfinga efnisins. En Eiríkur hlustaði samt á Jretta með athygli: Hann ætti í rauninni að vera öllu Jaessu samþykkur? Hann var sjálfur þeirrar skoðunar, að með því að lofsama þjáninguna og setja hana í forsæti hefði kristindómurinn svipt fjöldann viljanum til sjálfsákvörðunar og hamingju. — Þetta með „ópíum fyrir Jarautpíndan verkalýðinn", Jaað væru nú orðin harla útjösk- uð og slitin glamuryrði, en samt satt? Og staðhæfingin um að „Páll væri skapari guðdóms Krists“ væri einnig orðin slit- in, en J^að væri samt satt? Eins var líka útslitin kenningin um {)að, að allskonar Jojóðfélagslegt ranglæti, gabb og flysjungsháttur næði að breiðast út í skjóli kristindómsins með samþykki kirkjunnar, en væri hægt að neita þessu? Að kirkjan hefði verið mátt- vana, já, hefði ekki einu sinni reynt að gera neitt Jaegar styrjöldin skall á, og einnig eftirá —því varð ekki neitað. Og hver getur neitað Jdví, að Jaað hafi verið andstyggileg sjón, er alþjóða-kristindómur lét eins og skipa sér fyrir, er styrjöldin skall á, og breyttist í tallaus vopnin-blessandi Jajóð trúarbrögð. Allt var þetta satt. En samt reyndist Eiríki ó- mögulegt að fallast á þá ályktun, að kristindómurinn af þessum ástæðum væri hrein fjarstæða og eftirstöðvar Jíeirra tíma, sem nú væri um að gera að losa sig við, hvað sem það kostaði. Þótt til dæmis rétti og lögfræði væri oft beitt með glæsisigri til varnar ranglæti, og til að samþykkja rudda- skap og skammarlegt athæfi, Jaá væri hvorki réttur né réttar- luigtök Jaar með, útaf fyrir sig, ónothæf og einskis virði. Og án þess að hafa hugsað minnstu vitund útí trúarbrögð og þessháttar málefni árum saman taldi Eiríkur þó, að kristin- dómurinn væri blátt áfram ímynd hæstu og æðstu siðfræði og siðgæðishugmynda, sem yfirleitt hefðu birzt hér í heimi. Því yrði ekki burtu svipt. Og Eiríkur varð sárgramur, er ræðumaður tók að spjalla um Jajóðfélagslega aðstöðu sem hið eins raunverulega skil- yrði lífshamingjunnar. Hve þetta væri fullyrðingafrek lítils virðing og smækkun sjálfrar tilverunnar! Hvaða hamingja fylgdi til dæmis auði Bjarts unga? Jú, náunginn sá arni myndi sennilega svara, að óhamingju hans hafi valdið auður hans og allsnægtir. Hann hafi verið of ríkur. En hvernig gat Jaá skortur hinna verið þeirra óhamingja? Þá gæti ræðu maður sagt að öll óhamingja, bæði ofþreyta hinna ríku og úrkynjun, og neyð hinna, allt væri þetta sönnun þess, að sjálft þjóðfélagið væri rangsnúið, klaufalega skipulagt og andhælislegt á allan hátt. Þetta var einmitt það sem hann var að segja. — Væri ekki hægt, hvernig sem sneri, að láta hamingjuhug- takið útaf fyrir sig, og segja blátt áfram: — Þetta er réttlátt, — og fyrir Jaessu réttlæti berjumst við, þótt allt sem ham- ingja nefnist, — sem annars er aðeins gamaldags einstaklings ímyndun, — hverfi úr heimi og verði aðeins fornaldarsaga, — já, í spennistakki! Það væri rökrétt og skynsamlegt, Jsví hvaða heimtingu á fólk á hamingju, — í samfélagi sem tekur í sínar hendur allt Jaeirra líf, sorg þeirra og sælu, áhættu Jaeirra og ábyrgð, setur hvern á sinn stað, matar Jaá og parar saman í kynbótaskyni: Hin heildstæða hamingja! Hin barna legasta skröksaga . . . Eiríkur hrökk uppúr hugleiðingum sínum, er ógurlegt lófaklapp skall yfir. Svo varð Jaögn. Síðan áttu umræður að fara fram. Eiríkur litaðist um, — og þá varð fyrir honum annar við- burður kvöldsins: hann sá Þórólf Hólm, háskólabróður sinn! Hann sat og horfði á hann stundarkorn, án Jaess Hólm yrði þess var, en hann sat og horfði niður í gólfið og hvessti augun. Hann virtist svo lítill þarna í stólnum, allt að því pervislegur. Andlitið var ellilegra en áður, Jaótt aldrei hefði unglegt verið, ennisvikin voru orðin hærri, og brúna hárið hans mjúka svo þunnt. En nú var einhver Framhald.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.