Dagur - 24.04.1965, Blaðsíða 1

Dagur - 24.04.1965, Blaðsíða 1
Dagur SÍMAR: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) f,. ■ -------------? Dagur keiimr út tvisvar í viku og kostár 25,00 á mán. í lausasölu kf. 4;00 Úilendingar eiga ekki að ráSa staðsein ingu aivinnuiyriríækja hér á tandi ÝMSUM ráðum er nú beitt til þess að fá alþingismenn Norð- lendinga, Austfirðinga, svo og aðra sem gæta eiga jafnvægis milli landshluta, til þess að fall ast á að hefja stóriðju suður við Faxaflóa. Málfærsla Búrfells og Straums víkurmanna er þessi: Svisslend- ingarnir vilja endilega byggja verksmiðjuna fyrir sunnan og Alþjóðabankinn vill ekki lána fé nema stóriðjan sé við Straums vík. En við ætlum að gera það sem meira er. Við ætlum að stofna jafnvægissjóðinn, sem Framsóknarmenn hafa lagt til, að stofnaður yrði. Við erum jafn vel reiðubúnir til að láta skatt ana, sem Straumsvíkurverk smiðjan greiðir, renna í þann sjóð. Þetta er þingmönnum stjórnarflokkanna ætlað að taka sem góða og gilda vöru. En við þessa málfærslu er margt að athuga. Það er eins og Gísli Guðmundsson alþingismaður sagði í viðtali við Dag í vetur: Utlendingar eiga ekki að ráða staðsetningu atvinnufyrirtækja eða skipulagi landsbyggðar á ís landi. Slíkt eru okkar vandamál en ekki þeirra. Hér viljum við virkja og hér viijum við koma upp atvinnulífsmiðstöð. Það er þá útlendinganna ef til kem- ur, að segja til um það, hvort þeir geti starfað við þau skil- yrði. Það er út af fyrir sig ekki eft irsóknarvert að fá hingað út- lent fyrirtæki. Það átti alls ekki að koma til álita, nema sem úr- ræði til að skapa jafnvægi milli landshluta og þó auðvitað því aðeins, að þannig væri um hnút ana búið að öðru leyti, að við- unandi væri. Kunnáttumenn fyrri alda tóku stundum vafasöm öfl í þjónustu sína til að koma góðu til leiðar ef því varð ekki til leiðar kom ið á annan hátt. Það gafst vel, ef kunnáttan var ekki kukl. En það er hlálegt, að auka fyrst ó- jafnvægið með því að stofna til stóriðju þar sem hennar er eng in þörf og ætla svo að koma með jafnvægissjóð á seinni skip unum. Loforð um þann sjóð frá núverandi stjórn verða létt á metunum fyrst um sinn og skatt arnir af aluminíumverksmiðjú óþekkt stærð, en ekki mun þar verða um mikið fé að ræða í byrjun a.m.k. En staðsetning stóriðju við Faxaflóa hefur auð vitað þau áhrif, að miklu meira fé en ella þyrfti í jafnvægissjóð inn. Samkv. frumvarpi Framsókn armanna um sérstakar ráðstaf- . anir til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins, átti jafnvægis- sjóður að fá í árlegar tekjur 1,5% af ríkistekjunum. Það hefði numið um 60 millj. kr. á yfirstandandi ári. Auk þess var sjóðnum ætlað að taka fé að láni til að auka húsnæðislán á ýmsum stöðum. Ef enn verður aukið ójafnvægið með Búrfells virkjun og stóriðju við Straums vík þyrfti umráðafé sjóðsins að vera mun meira en hér er gert ráð fyrir. Sökudólffar fundnir LÓGREGLAN hefur nú upp- lýst innbrotið á Þórshamri á dög unum. Ennfremur var brótist inn á aðalskrifstofu KEA og ein hverju stolið a.m.k. kaffisjóði starfsfólksins, ennfremur brotn ir upp skápar og skúffur. Sömu aðilar voru að verki á báðum stöðum, unglingar úr bænum, en færri á öðrum staðn um. — Á fjórða tímanum í fyrra dag varð harður árekstur milli tveggja Akureyrarbíla, sem staddir voru á Öxnadalsheiði fólksbíll á norðurleið og vörubíll FARFUGLARNIR ÞÚSUNDIR af stelkum eru komnir hér á Leirurnar við Ak- ureyri og sáust þeir fyrstu þar á laugardaginn. Þá er lóan komin í stórum hópum, en nokkru áður og óvenju snemma kom slangur af þeim. Þá er rauðhöfðaönd komin, grafönd, urtönd og jaðrakan. Þá hefur hér orðið vart við mánaþröst, sem er sjaldgæfur fugl hér á landi. á suðurleið. Menn sakaði ekki en önnur hlið fólksbílsins er beygluð og rifin. IIÖFRUNGASKYTTURNAR, þeir Hafliði Guðmundsson (með trefilinn) og Þorsteinn Þorleifsson. (Ljósmynd: E. D.) Stapafell branzt í gegniun ísiirn og er fyrsta flutningaskip til Akureyrar eftir mánaðarlokun skipaleiða TEKUR SÆTI A AL ÞINGI SIGURÐUR JÓHANNESSON, skrifstofumaður á Akureyri, mun taka sæti á Alþingi n. k. mánudag, í stað Gísla Guð- mundssonar, scm verður erlend is fáar vikur. Sigurður liefur ekki setið á Alþingi fyrr og honum góðar óskir suð- ur. n í GÆRMORGUN kom olíuskip ið Stapafell til Akureyrar með um 250 tonn af benzíni og rúm 400 tonn af svartolíu. Stapafell er fyrsta flutningaskipið sem kemur til Akuréyrar um mánað artíma, en skipaleiðir hafa ver ið lokaðar hingað vegna ísa, að undanförnu. Blaðið ræddi í gær við skip- stjórann á Stapafellinu Bern- harð Pálsson og fékk hjá hon- um eftirfarandi upplýsingar. Skipið lagði að stað frá Reykjavík sl. þriðjudag. Urðu skipverjar fyrst varir við ísjaka á stangli norðaustur af Papey. Þegar lengra kom sáu þeir stóra HÆGRIHANDAR AKSTUR1968 SAMKV. fréttatilkynningu frá dóms- og kirkjumálaráðuneyt- inu, hefur ríkisstjórnin ákveðið, að upp verði tekinn hægri hand ar akstur hér á landi árið 1968, og hefur lagt fyrir umferða- laganefnd að annast fyrsta nauðsynlegan undirbúning. — Jafnframí hefur ráðuneytið fal- ið Arinbirni Kolbeinssyni, lækni, sem er formaður Félags íslenzkra bifreiðaeigenda, og Eiriki Ásgeirsyni, forstjóra, að starfa að undirbúningi með nefndinni. Alþingi samþykkti árið 1964 tillögu til þingsályktunar um þetta efni, og er ákvörðun rík- isstjórnarinnar, sem að framan getur, framh. samþykktarinnar. ísspöng úti fyrir og við Gerpi skall á blindþoka, og var beðið þar um tíma, því mjög varasamt er fyrir skip sem eru með benzíii farm að þröngva sér í gegnum ís. Þegar þokunni létti var hald ið áfram og vfer siglt á auðum sjó öðru hverju. Við Norðfjarð- arhorn voru samt stakir jakar á reki en ekki hættulegir í björtu. Austan við Langanes var þykk ísbreiða á alllöngum kafla. Var þá varðskipið Þór komið á stað inn, og braust það í gegnum ís inn en Stapafellið fylgdi á eftir. Taldi Bernharð skipstjóri útilok að að Stapafellið hefði haft sig í gegn ef aðstoðar varðskips hefði ekki notið við. Þegar kom ið var fyrir Langanes var sæmi lega greiðfær siglingaleð vestur með landinu. Út af Heiðarhöfn var siglt í gegnum ís. Við Mel- rakkanes var siglt á hreinum sjó um mílu frá landi, norður á móts við Raufarhöfn, en þar var lát- laus rekís og vestur undir Rauðunúpa, en ekki hættulegur í björtu. Á þessum slóðum skildi varðskipið við Stapafell, sem hélt áleiðis til Húsavikur, en varð að fara af venjulegri sigl- ingaleið vegna ísspanga. Á þeirri leið sást síðast ís um 5 mílur norður af Lundey. Á Húsavík losaði skipið gasolíu og bensíni en hélt svo áleiðis þaðan í fyrri nótt og kom til Akureyrar í gærmorgun. Á þeirri leið var víða ísrek, m.a. við Flatey. Það an var ís að sjá, svo langt sem eygt var. ísspöng var við Gjög- ur og jakar á stangli inn undir Hrísey. Þess má geta að Stapafell var áður búið að gera tilraun til að komast til Akureyrar með olíu farm. Var þá farið vestur fyrir land en snúið við hjá Iiælavíkur bjargi vegna íss. Með hníf gegn konu ÞAÐ bar við í húsi einu á Ak- ureyri fyrir páska, að útlendur maður, sem fengið liafði sér „hressingu“ og kom seint heim, þar sem hann leigir, réðist að húsráðanda, sem er kona, vopn- aður eldhúshnífnuin. Fráskil- inn, en þá nærsfaddur eigin- maður konunnar, skakkaði leik- inn, en síðan tók lögreglan árásarmannimi í sína vörzlu. — Konan skarst á hendi í svifting- unum. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.